Morgunblaðið - 03.07.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.07.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2018 Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi. Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Ís- lands, segir meginkröfu félagsmanna þá „að fá leiðréttingu á launasetning- unni“. „Krafan er að við stöndum jafnfæt- is öðrum stéttum með svipaða mennt- un og ábyrgð í starfi,“ segir Katrín Sif, sem kveðst bundin trúnaði við ríkissáttasemjara um launakröfur ljósmæðra. Hún segir kröfu ljósmæðra þá að launasetningin verði leiðrétt þannig að ljósmóðir geti lifað sómasamlega af því að vinna dagvinnu. Könnun sem gerð var meðal ljósmæðra bendi til að margar telji eðlilegt að miða við 671 þúsund í grunnlaun á mánuði. Um 70-80% ljósmæðra hafi tekið þátt í könnuninni. Hún ítrekar að ljós- mæður séu ekki að leggja þetta fram sem kröfu í samningaviðræðunum. Margar með styttra nám „Við erum að horfa til annarra stétta sem eru með fimm til átta ára háskólanám. Þar undir falla lögfræð- ingar, verkfræðingar, læknar, dýra- læknar og fjölmargar aðrar stéttir. Margar eru með styttra nám en tals- vert hærri grunnlaun. Það er engin stétt sem við getum beint samsamað okkur við. Læknar eru ansi nærri þegar þeir eru búnir með sín sex ár í grunnnámi og hafa jafnvel bætt við sig einu, tveimur árum í viðbót, eins og við ljósmæður höfum margar gert,“ segir Katrín Sif. Samkvæmt vef stjórnarráðsins voru heildarlaun lækna að meðaltali 1,5 milljónir á mánuði í fyrra. Katrín Sif segir aðspurð að ljósmæður standi framangreindum stéttum alltof langt að baki í þessu efni. Þá gagnrýnir hún að í samanburði á launum ljósmæðra og annarra stétta skuli ekki tekið meira tillit til vinnuálags ljósmæðra. „Við vinnum á þrískiptum vöktum, allan ársins hring, og erum þar með að skila 13 fleiri vinnudögum en þeir sem vinna aðeins dagvinnu. Þetta er verið að bera saman. Heildarlaun okkar og heildarlaun stétta sem vinna aðeins frá kl. 8 til 16 eða 9 til 17 virka daga. Það gefur augaleið að þarna er verið að bera saman epli og appelsínur. Samanburðurinn verður aldrei rétt- ur,“ segir Katrín Sif. Lækka í launum „Við þyrftum líka að fá bindingu við til dæmis kjarasamninga hjúkr- unarfræðinga. Við erum hjúkrunar- fræðingar í grunninn en lækkum í launum við að bæta við okkur tveim- ur árum í námi. Það er ótrúlegt en satt,“ segir Katrín Sif. Hún segir ljósmæður langflestar vinna á þrískiptum vöktum, frá kl. 8 til 16, frá kl. 16 til miðnættis og frá miðnætti til 8.30 að morgni. Algengt sé að vaktirnar verði mun lengri. Dæmi séu um 16 tíma vaktir. Hins vegar séu hvíldartímaákvæðin ekki í neinu samræmi við hvíldartíma- ákvæði fjölda stétta, svo sem atvinnu- ökumanna og flugáhafna. Líkt og ekki sé jafn rík þörf á árvekni í starfi heilbrigðisstétta og þeirra fyrr- nefndu. Hún segir ljósmæður hafa glímt við manneklu og lélegan aðbúnað á síðustu árum. Landspítalinn hafi um langt skeið keyrt ljósmæðradeildir á neyðarmönnun. „Við erum stanslaust undirmönnuð,“ segir hún. Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga, segir félagið undirbúa kjaraviðræður vegna kjara- samninga sem renna út í lok mars 2019. Félagsmenn hafi talið heilla- vænlegast að samþykkja kjarasamn- inginn síðastliðið vor og nota árið til frekari undirbúnings. Álag hjá geislafræðingum „Við ætlum að setjast niður með fulltrúum samninganefndar ríkisins og skoða hvernig okkar starf hefur þróast og breyst,“ segir Katrín. Hún segir störf geislafræðinga hafa tekið „gríðarlegum breytingum“ á síðustu árum. „Við teljum að þetta þurfi að skoða með það fyrir augum að leiðrétta kjörin, þannig að ábyrgð og störf geislafræðinga séu metin að verðleik- um. Það er ekki hægt að líkja starfinu við það sem það var fyrir 20 árum. Áður voru geislafræðingar eins og að- stoðarmenn lækna. Þeir gerðu nánast ekkert án þeirra samþykkis. Nú vinnum við okkar vinnu sjálfstætt og erum eins og samstarfsmenn lækna. Áður voru eingöngu framkvæmdar venjulegar röntgenrannsóknir. Nú vinnum við meðal annars með tölvu- sneiðmyndir, ísótóparannsóknir, óm- skoðanir og segulómun. Við tökum þátt í undirbúningi geislameðferðar og veitum geislameðferð og jáeinda- skanninn fer að koma í gagnið.“ Hún segir ósanngjarnt að einblína á heildarlaun geislafræðinga. Horfa þurfi á hlutina í víðara samhengi. „Að baki þessum tölum er fólk sem vinnur ómælda eftirvinnu. Svo er hluti af stéttinni ekki að vinna ómælda eftirvinnu og þarf að lifa á grunnlaunum. Eftir nýjustu kjara- samninga voru lægstu laun hækkuð í rúm 420 þúsund. Þar liggur okkar lægsta fólk. Þetta vinnuálag er mjög eyðileggjandi eins og rannsóknir sýna. Það er engin tilviljun að vinnu- löggjöfin kveður á um 40 stunda vinnuviku eða minna. Það er ekki vegna þess að það sé verið að gefa fólki eitthvað. Það er vegna þess að það er búið að reikna út að það sé heilsusamlegast og best fyrir sam- félagið. Þetta er eitt af því sem þarf að breyta. Það er mikið álag á fólki. Margar stéttir eru með óunna yfir- vinnu. Heilbrigðisstéttir á sjúkrahús- um þurfa hins vegar að vinna fyrir hverri einustu krónu.“ Stytta þarf vinnuvikuna Laufey Elísabet Gissurardóttir, formaður Þroskaþjálfafélags Íslands, segir félagsmenn fylgjast náið með styttingu vinnuvikunnar hjá Reykja- víkurborg. Þroskaþjálfar telji þó að borgin hefði átt að horfa meira til vaktavinnustétta. Raunar hafi verið kveðið á um slíka styttingu allt frá fyrstu kröfugerð fé- lagsins árið 1996. „Við höfum horft til kollega okkar annars staðar á Norðurlöndunum þessi rúm 20 ár. Vaktavinnufólk hef- ur þar verið með enn styttri vinnu- tíma en dagvinnufólk. Rannsóknir sýna að 40 tíma vinnuvika er ansi löng fyrir fólk í vaktavinnu. Slíkt álag er mjög slítandi,“ segir Laufey Elísabet. Breyting milli 1. ársfj. 2017-2018Breyting 2016-2017 Meðallaun (heildarlaun) 2015 2016 2017 Í krónum í % 1. ársfj. 2017 1. ársfj. 2018 Í krónum* Í % BSRB: Sjúkraliðafélag Íslands 512.528 541.054 660.586 119.532 22,1% 631.556 647.462 15.906 2,5% BHM: Félag geislafræðinga 747.237 780.482 804.985 24.503 3,1% 745.053 795.759 50.706 6,8% Félag ljósmæðra** 771.560 814.376 848.224 33.848 4,2% 805.153 801.816 -3.337 -0,4% Félag lífeindafræðinga 684.681 723.503 790.451 66.948 9,3% 728.744 753.829 25.085 3,4% Iðjuþjálfafélag Íslands 485.848 512.479 543.069 30.590 6,0% 519.297 539.677 20.380 3,9% Sálfræðingafélag Íslands 604.098 638.540 660.586 22.046 3,5% 631.556 647.462 15.906 2,5% Stéttarfélag sjúkraþjálfara 524.415 554.487 587.396 32.909 5,9% 566.667 576.798 10.131 1,8% Þroskaþjálfafélag Íslands 516.808 547.420 570.323 22.903 4,2% 555.974 566.193 10.219 1,8% Í eigin félagi: Skurðlæknafélag Íslands 1.796.074 1.963.487 2.034.189 70.702 3,6% 2.005.670 1.932.199 -73.472 -3,7% Læknafélag Íslands 1.378.636 1.474.076 1.500.263 26.187 1,8% 1.529.213 1.428.826 -100.387 -6,6% Félag íslenskra hjúkrunarfr. 680.231 744.518 806.871 62.353 8,4% 768.206 742.461 25.745 3,5% Dæmi um launahækkanir hjá heilbrigðisstéttum Heimild: Vefur stjórnarráðsins **Dagvinnulaun á 1. ársfj. 2018 voru 582.652 kr. að meðaltali, eða 2,4% hærri en á 1. ársfj. 2017. Heildarlaun lækkuðu hins vegar um 0,4%. Skýringin er m.a. að vaktaálag lækkaði. *Laun í einstökum mánuðum geta sveiflast milli ára. Best er að miða við heildarlaun allt árið.Ljósmæður geti lifað af daglaunum  Fulltrúi ljósmæðra segir könnun benda til að þær vilji 671 þús. í daglaun Morgunblaðið/ÞÖK Landspítalinn Fulltrúi ljósmæðra segir þær vinna skv. neyðarmönnun. Guðlaugur Þór Þórðarson utanrík- isráðherra átti í gær fund með Zhang Qingli, varaforseta kínverska ráðgjafarþingsins, sem er staddur hér á landi. Ráðherra ræddi sam- skipti ríkjanna við Zhang, þ.m.t. verslun og viðskipti, væntanlega for- mennsku Íslands í norðurskauts- ráðinu, hugmyndir um beint flug milli landanna og fleira. Einnig var rætt um málefni Norð- ur-Kóreu og áætlun Kínverja um belti og braut (e. Belt and Road Ini- tiative). Áætlunin er stundum nefnd hin nýja Silkileið og nær til flestra sviða samgangna í heiminum. Þá minntist Zhang á frammistöðu ís- lenska knattspyrnulandsliðsins á HM í Rússlandi og sagði að aðdáun- arvert hefði verið að fylgjast með samstöðu og samheldni Íslendinga, krafti liðsins og áræði, að því er fram kemur í tilkynningu frá utanrík- isráðuneytinu. Utanríkisráðherra þakkaði góð orð og notaði svo tækifærið til að benda á að Ísland myndi líklega deila sæti í mannréttindaráði Sam- einuðu þjóðanna með Kínverjum næsta árið. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið Samskipti Guðlaugur Þór tekur á móti Zhang Qingli, varaforseta kín- verska ráðgjafarþingsins, og fylgdarliði á tröppum utanríkisráðuneytisins. Ræddu gengið á HM  Utanríkisráðherra tók á móti vara- forseta kínverska ráðgjafarþingsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.