Morgunblaðið - 03.07.2018, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.07.2018, Blaðsíða 13
styrkur til sundlaugarbyggingar í Reykjarfirði og lofaði Vilmundur að hann myndi gera sitt besta í málinu hvort sem hann kæmist á þing eða ekki. Þriðja sundnámskeiðið stóð yf- ir þegar fréttist að Vilmundur hefði komist á þing. Sagði Jóhannes sund- kennari þá nemendum sínum að ekki yrði langt að bíða þar til þeir fengju betri sundlaug, en tveimur dögum áður hafði jökuláin vaxið svo mikið að kvísl úr henni rann í sund- laugina. Jóhannes og nemendur hans byggðu þá vegg og grófu niður þar sem steypta laugin síðar kom en þessa vinnu hófu þeir að morgni og luku henni um miðjan dag og var sú laug vígð um kvöldið. En í ágúst þetta sama ár, 1937, barst bréf frá Vilmundi þingmanni þar sem hann tilkynnti að búið væri að útvega 600 krónur til sundlaugarbyggingar- innar ásamt því að útvega teikningu af sundlaug. Nokkrum dögum síðar fór Jó- hannes til Ísafjarðar og samdi um að vitabáturinn Hermóður flytti 30 tunnur af sementi og steypujárni í Reykjarfjörð um leið og báturinn færi í strandferð austur. Á tvítugs- afmæli Jóhannesar, 29. ágúst, barst frétt um að Hermóður kæmi daginn eftir og sjálfur þingmaðurinn væri um borð. Var efninu skipað í land og flutt heim. Mest unnið endurgjaldslaust Landeigendur gáfu land undir sundlaugina og nokkrum dögum síð- ar var byrjað að grafa fyrir lauginni, tók það þrjá daga en það verk unnu bræðurnir Jóhannes og Guðfinnur ásamt Jakobi föður þeirra en Ragn- ar sjö ára bróðir þeirra hafði það hlutverk að teyma hestinn við flutn- ingana. „Sundlaugin var byggð með það í huga að efla menningu sveitarfé- lagsins og vekja þrótt og samstarf meðal unga fólksins í nágrenninu. Fyrir sérstakan áhuga og mikið vinnuframlag heimilisfólks og nokk- urra áhugasamra manna á Strönd- um tókst að ljúka við veggi að mestu leyti um haustið en tíðin var góð. Næsta vetur fékkst einnig ríkisstyrkur, 300 krónur til að full- gjöra sundlaugina. Keypt var sem- ent fyrir styrkinn og þá hægt að steypa það mikið að hægt var að hafa sundnámskeið í maí og júní sama ár. Eftir sundnámskeiðið var síðan haldið áfram og lokið við veggi og steyptur botn. Við verkið unnu 15 manns, sem útheimti 150 dagsverk og 23 hestadagsverk. Mest var unn- ið endurgjaldslaust en þau vinnu- laun sem greidd voru greiddi Jó- hannes sjálfur, því styrkurinn fór allur til efniskaupa.“ Hún er perla í eyðimörkinni Eins og fyrr segir var sund- laugin vígð 2. júlí 1938 og hófst þá fyrsta námskeiðið með 25 nem- endum. Á vígsludaginn voru sam- ankomnir 73 gestir, verður það að teljast fjölmennt mót á jafn af- skekktum stað. Matthildur og Jakob buðu öllum gestum í mat og kaffi og einhverjir gistu. Seinna voru byggð- ir búningsklefar og stökkpallur en allt er það löngu horfið. Sumarið 1986 var sundlaugin endurbyggð og máluð í fyrsta sinn og var það hægt vegna framlaga frá velunnurum sundlaugarinnar, m.a. gömlum nem- endum Jóhannesar og skátum frá Ísafirði, gekk það bæði fljótt og vel. Sundlaugin er 8 x 20 m og mesta dýpi er 1,70 m. Hveravatnið sem rennur í sundlaugina er um 52 gráða heitt en ekkert kalt vatn renn- ur í hana. Árið 1990 var hafist handa við að byggja „Baðhúsið,“ sem eru klef- ar með sturtu- og snyrtiaðstöðu fyr- ir ferðafólk. Skátar frá Ísafirði að- stoðuðu við byggingu Baðhússins til minningar um Jóhannes. Fyrir nokkrum árum var settur heitur pottur og smíðaður pallur. Enn heillar sundlaugin alla sem koma í Reykjarfjörð. Margur ferða- maðurinn hefur látið líða úr þreytt- um líkamanum og endurnærst á sál sem líkama. Segja má að sundlaugin sé perla í eyðimörkinni, þannig eru viðbrögð og undrun ferðafólks þegar það nýtur þessarar heilsulindar á svo afskekktum stað. Landeigendur sjá um að þetta afrek Reykjarfjarð- arfjölskyldunnar sé enn sú perla sem það var fyrir áttatíu árum og vinna stöðugt að endurbótum og við- haldi. Sælureitur Magnað útsýni er úr lauginni sem ófáir hafa notið í gegnum tíð. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2018 Sundlaugin var stór þáttur í lífi fjölskyldunnar í Reykjarfirði, fyrir henni var barist og oft þurfti að hlaða aftur stífluna sem myndaði gömlu moldarlaugina, þegar Ósinn, jökuláin, hljóp fram og yfir sundlaugina, því þá brast stíflan. Eflaust hefur verið gaman fyrir systkinin á bænum sem bjuggu svo afskekkt að fá hópa af krökkum reglulega á sundnámskeið. Gera má ráð fyrir að oft hafi mikið gengið á og ævintýri verið við hvert horn. Hér eru hjónin Matthildur Her- borg Benediktsdóttir og Jakob Kristjánsson sem eignuðust 14 börn (13 lifðu). Efri röð f.v: Magnús, Ragnar, Guðmundur, Benedikt, Guðfinnur, Hermann, Kjartan og Jóhannes (faðir Erlu). Neðri röð f.v: Valgerður, Jóhanna, Guðrún, Matthildur, Jakob, Sigríður og Ketilríður. Í heimildum segir frá því að unga fólkið í Reykjarfirði á heimilum þeirra Matthildar og Jakobs, sem og Alexandrínu Benediktsdóttur og Jónasar Guð- jónssonar, hafi oft gert sér að leik að baða sig í heitum uppsprettum sem eru víða í firðinum. Líf og fjör á stóru heimili Barnalán Matthildur og Jakob með öllum börnunum sínum þrettán sem lifðu. Systkinahópurinn var stór hjá fjölskyldunni í Reykjarfirði )553 1620 Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík laugaas@laugaas.is • laugaas.is Veisluþjónusta Lauga-ás Afmæli Árshátíð Gifting Ferming Hvataferðir Kvikmyndir Íþróttafélög Við tökum að okkur að skipuleggja smáar sem stórar veislur. Lauga-ás rekur farandeldhús í hæsta gæðaflokki og getur komið hvert sem er á landinu og sett upp gæða veislu. Er veisla framundan hjá þér? Hafðu samband við okkur og við gerum þér tilboð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.