Morgunblaðið - 03.07.2018, Side 14
Landsmót hestamanna 201814
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2018
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
FALLEG OG VÖNDUÐ
LEIKFÖNG
Kíktu á netverslun okkar
bambus.is
Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
úr náttúrulegum efnivið,
tré og silki
VANTAR ÞIG STARFSFÓLK?
Suðurlandsbraut 6, 108 Rvk. | SÍMI 419 9000 | info@handafl.is | handafl.is
Við útvegum hæfa
starfskrafta í flestar
greinar atvinnulífsins
Handafl er traust
og fagleg
starfsmannaveita
með margra ára reynslu
á markaði þar sem við
þjónustum jafnt stór
sem smá fyrirtæki.
VIÐTAL
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Vilfríður Sæþórsdóttir er meistara-
nemi í íþróttum og þjálfun við Há-
skólann í Reykjavík. Hún er einnig
mikil hestakona og hafði nýlokið
keppni þegar blaðamaður hitti hana
á landsmótssvæðinu í Víðidal.
Í gær flutti hún erindi á mótinu
um lokaverkefni sitt sem fjallar um
líkamlegar mælingar knapa og
ávinning þess að nýta slíkar mæl-
ingar betur. Vilfríður segir nauð-
synlegt að mæla líkamlega og hug-
ræna burði knapa, líkt og gert er
með íþróttamenn í öðrum greinum.
„Við eigum engar upplýsingar um
knapana. Þetta skiptir máli og eru
sífellt fleiri íþróttagreinar að inn-
leiða slíkar mælingar,“ segir Vil-
fríður.
Faglega þekkingu vantar
Landslag íþróttaþjálfunar byggist
í æ meira mæli á tölulegum upplýs-
ingum og mælingum að sögn Vil-
fríðar og því liggur beinast við að
innleiða það einnig í hestaíþróttina.
„Markmiðið er að að fá auknar upp-
lýsingar um íþróttamanninn til að
geta gert betur. Takmarkið er líka
að auka faglega þekkingu í kringum
afrekshópana í hestaíþróttinni sem
hefur vantað í gegnum tíðina,“ segir
Vilfríður. Rannsókn hennar felst í
að mæla hvernig íslenskt afreksfólk
í hestaíþróttinni er á sig komið lík-
amlega og andlega og hvað megi
bæta. „Í grunninn skiptir þetta
máli. Þetta eru íþróttamenn og
hugsa eins og íþróttamenn. Við
þurfum bara að innleiða meiri
íþróttahugsun í alla umgjörð sports-
ins.“ Vilfríður segir jafnframt þessa
hlið íþróttarinnar lítið hafa verið
skoðaða í rannsóknum áður. „Við
búum ekki að rannsóknum um þetta
efni. Ég rakst þó á eina erlenda
rannsókn þar sem er skoðað hvort
knapar þurfi að æfa aukalega. Þar
var sýnt fram á að knapar þurfi í
raun að æfa aukalega utan við út-
reiðartúra. Það gefur vísbendingar.“
Hugræn færni líka mikilvæg
Vilfríður notast við staðlaðar
mælieiningar í prófunum þar sem
knaparnir eru prófaðir í bæði lík-
amlegri og hugrænni getu. Hún hef-
ur þegar mælt tvo hópa; afrekshóp
ungmenna á aldrinum 16-21 árs og
hóp A-liðs, sem er eldri hópur og
meirihlutinn karlmenn. „Líkamlegu
mælingarnar mæla styrk en við
mælum einnig hæð, þyngd og fitu.
Hugrænu mælingarnar snúa að
hugrænni færni knapans, t.d. hvern-
ig hann bregst við pressu, hvaða
áhrif streita og álag hafa á frammi-
stöðu hans og svo framvegis. Í
framhaldi af þessu er hægt að útbúa
æfingaplan sem þjálfar upp veik-
leika hans, t.d. með markmiðasetn-
ingu og jákvæðu sjálftali.“
Gott jafnvægi lykilatriði
Vilfríður segir knapa þurfa að búa
að ákveðnum styrk til að geta beitt
hestinum rétt. „Knapar þurfa t.d. að
vera stöðugir í mjöðmum. Þeir
þurfa að vera með rétta líkamsstöðu
og í jafnvægi til að geta beðið hest-
inn að vera í réttri líkamsstöðu og
beitt sér af fullum krafti.“ Hún segir
enn fremur að knapar geti öðlast
betri líkamsstöðu og form með því
að stunda ákveðnar íþróttir, t.d.
sund, jóga, pílates og dans. „Dans-
inn æfir taktinn og hreyfingu með
annarri manneskju. Jóga og pílates
snúast um að æfa jafnvægi og lík-
amsmeðvitund, sem er svo mikilvæg
á hestbaki,“ segir Vilfríður og segist
vita af mörgum hestamönnum sem
stundi jóga og pílates að staðaldri.
Að sögn Vilfríðar þurfi í auknum
mæli að betrumbæta umgjörð í
kringum afrekshópana: „Við þurfum
að innleiða meiri íþróttahugsun í
alla umgjörð sportsins. Þeir fá litla
sem enga fræðslu um líkamlega
jafnt sem andlega hlið íþróttarinnar.
En þetta eru íþróttamenn og hugsa
eins og íþróttamenn og því ætti að
aðstoða þá meira.“
Formið tengist frammistöðu
Að sögn Vilfríðar bendir allt til
þess að knapar í góðu líkamlegu
formi nái betri árangri. „Ég get
ekki fullyrt það en ég tel að líkam-
legt atgervi tengist að einhverju
leyti frammistöðu í hestaíþróttinni,
líkt og það gerir í öðrum íþróttum.
Auðvitað verður það þó aldrei jafn
mikið. Aukin þyngd knapa hefur t.d.
áhrif á jafnvægi hestsins. En hesta-
íþróttin er í grunninn fagurfræðileg
íþrótt líkt og fimleikar og því hefur
form áhrif á heildarmyndina.“
Morgunblaðið/Eggert
Líkamsbeiting Vilfríður segir að allt bendi til þess að rétt líkamsstaða og
gott líkamlegt form geti skipt miklu máli þegar kemur að frammistöðu.
Líkamleg heilsa
knapa skiptir máli
Hestakona Vilfríður er vanur
knapi og keppti á landsmótinu.
Lokaverkefni sem snýr að líkamlegum mælingum knapa
Í dag er þriðji dagur Landsmóts
hestamanna í Víðidal og keppni
heldur áfram. Á aðalvellinum verð-
ur forkeppni í A-flokki sem byrjar
kl. 8:30 og stendur til 15:15. Eftir hlé
hefjast milliriðlar í barnaflokki sem
standa yfir fram á kvöld.
Á kynbótavellinum hefst dagskrá
8:45 með framhaldi á kynbótasýn-
ingum sex vetra hryssa. Eftir hádegi
verða sýningar á sjö vetra hryssum
og síðar um daginn verður sýning á
fjögurra vikna stóðhestum.
Um kvöldið hefst fyrri umferð 150
og 250 metra skeiðs á kynbótavelli.
Í Horses of Iceland-tjaldinu verð-
ur opið frá 10 til 18 og þar er boðið
upp á lifandi tónlist fyrir gesti og
gangandi ásamt öðrum uppá-
komum.
Þriðji dagur Landsmóts hestamanna
FINNA.is