Morgunblaðið - 03.07.2018, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2018
Er stærsti
framleiðandi
sportveiðarfæra
til lax- silungs- og
sjóveiða.
Trilene XL nylon
línur til lax- silungs-
og sjóveiða í
fjölbreyttu úrvali
einnig taumaefni.
Fjölbreyt úrval af hjólum
og stöngum, til sportveiða
fyrirliggjandi.
Vöðluskór með skiptanlegum
sóla, filt, gúmmí og negldir sólar.
Tvennir sólar fylgja. Þessir skór
voru valdir bestu Vöðlu skórnir á
Efftex veiðisýningunni 2016.
Ugly Stik kaststang-
irnar eru sterku
stangir á mark-
aðnum.
Gott úrval af kast-
stöngum og hjólum,
strandveiðstangir,
Combo strand-
veiðistöng og
hjól, sjóstangir.
Stærsta úrval
stanga og hjóla
til sjóveiði.
Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum
„Betri sportvöruverslunum landsins“
Helstu Útsölustaðir eru:
Veiðivon Mörkinni
Vesturröst Laugavegi
Veiðiportið Granda
Veiðiflugur Langholtsvegi
Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi
Kassinn Ólafsvík
Söluskáli ÓK Ólafsvík
Skipavík Stykkishólmi
Smáalind Patreksfirði
Vélvikinn Bolungarvík
Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík
Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga
Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki
SR-Bygginavöruverslun Siglufirði
Útivist og Veiði Hornið Akureyri
Veiðiríkið Akureyri
Hlað Húsavík
Ollasjoppa Vopnafirði
Veiðiflugan Reyðarfirði
Krían Eskifirði
Veiðisport Selfossi
Þjónustustöðvar N1 um allt land.
Dreifing: I. Guðmundsson ehf.
Nethyl 1, 110 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com.
Hulda Ingadóttir fæddist í nóvem-
ber 2008 og er yngsti keppandinn á
landsmóti í ár. Knapar í barnaflokki
eru yngstir 10 ára og er þetta því
fyrsta mót hennar. Annar heldur
reyndari knapi, Sigurbjörn Bárð-
arson, er 66 ára og telst elsti kepp-
andinn á mótinu. Hulda kemur úr
mikilli hestafjölskyldu en systir
hennar hefur t.d. verið í afrekshópi
knapa. Sigurbjörn segir lykilinn að
langlífi í hestaíþróttinni vera mikla
æfingu. „Lykillinn er að æfa og æfa
meira. Telja sig aldrei vera búinn að
ná toppnum. Þú verður alltaf að trúa
á að hægt sé að gera betur.“
Sigurbjörn keppti fyrst á Lands-
móti árið 1966, þá 14 ára gamall.
Hann hefur tekið þátt í öllum lands-
mótum síðan þá. „Í þá daga var
þetta ekki barnasport. Maður fékk
uppáskrifað leyfi frá foreldrum til að
vera með þegar maður var að byrja,
fjórtán til sextán ára. Þannig að
maður varð að kynnast þessu með
því að stússa í kringum fullorðna
fólkið.“ Hann segir jafnframt að
aðaláherslan hafi verið á kappreiðar
í þá daga. „Mesta sportið var að fara
á stökk en þá voru kappreiðar vin-
sælasta keppnisíþróttin á Íslandi og
lengi fram eftir, alveg fram til 1980.“
En hver ætli sé uppáhalds-
gangtegund Huldu? Jú, það er
stökk. Sigurbjörn hlær og segir að
það komi sér ekki á óvart „Það skipt-
ir ekki máli hvaða ár það er; það er
mesta spennan að hlaupa og taka á
stökk,“ segir Sigurbjörn og tekur
Hulda undir það.
Sigurbjörn er á besta aldri og því
liggur beinast við að spyrja af hverju
hann sé elstur á mótinu? „Þetta er
keppnin, það er keppt um að ná
ákveðnu skori inn á mótin og þá
verðurðu að eiga möguleika. Ég lít
bara á þetta sem áskorun.“
ninag@mbl.is
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Reynslan Hulda er 10 ára gömul og keppti í gær á sínu fyrsta landsmóti. Sigurbjörn hefur verið með frá árinu 1966.
Reynslan og ungviðið
56 ár skilja að elsta og yngsta knapa á landsmótinu
Annar dagur Landsmóts hesta-
manna í Víðidal hófst á keppni í
B-flokki klárhesta. Eftir jafna og
skemmtilega keppni var ljóst að
Nökkvi frá Syðra-Skörðugili varð
hæstur með 8,988 stig, en hann
var einnig landsmótssigurvegari
árið 2016. Rétt á eftir honum varð
Ljósvaki frá Valstrýtu með 8,926
og þriðji Hátíð frá Forsæti II með
8,838. Má því ætla að milliriðla-
keppnin í B-flokki á miðvikudag
verði æsispennandi.
Eftir hádegi var úrhellisrigning
og litaðist áhorfendabrekkan af
regnhlífum og litríkum regn-
stökkum. Margir kusu að sitja í
útilegustólum í brekkunni og létu
rigninguna ekkert á sig fá. Einnig
kusu margir að sitja inni í reiðhöll
þar sem keppnin var sýnd á
stórum skjáum. Áfram voru mat-
söluvagnarnir vinsælir og höfðu
einhverjir orð á því að þetta væri
veður fyrir kjötsúpu, en kjötsúpu-
angan lagði um reiðhöllina (nú
mathöllina).
Síðdegis í gær fór einnig fram
forkeppni í ungmennaflokki, sem
eru 18-21 árs knapar. Alls kepptu
89 ungmenni í dag. Niðurstöður
liggja ekki enn fyrir en þær verða
birtar eftir að þær hafa verið
gerðar ljósar. ninag@mbl.is
Stemning þrátt
fyrir rigningu
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Bleyta Það rigndi duglega á landsmótsgesti, sem voru við öllu búnir.