Morgunblaðið - 03.07.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2018
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is
Stýrðu birtunni heima hjá þér
MYRKVA GLUGGATJÖLD
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Íslensk framleiðsla eftir máli
Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku
OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18
alnabaer.is
3. júlí 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 106.08 106.58 106.33
Sterlingspund 139.6 140.28 139.94
Kanadadalur 80.49 80.97 80.73
Dönsk króna 16.568 16.664 16.616
Norsk króna 12.992 13.068 13.03
Sænsk króna 11.816 11.886 11.851
Svissn. franki 106.85 107.45 107.15
Japanskt jen 0.9572 0.9628 0.96
SDR 149.07 149.95 149.51
Evra 123.45 124.15 123.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.8337
Hrávöruverð
Gull 1250.55 ($/únsa)
Ál 2182.5 ($/tonn) LME
Hráolía 77.79 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Nýskráðum fólksbílum á götum lands-
ins fækkaði mikið í júní síðastliðnum frá
sama mánuði árið 2017. Þannig voru
skráðir 2.597 nýir bílar í nýliðnum mánuði,
samanborið við 3.146 bíla fyrir ári. Sam-
drátturinn nemur 17,5% eða 549 bílum.
Þetta kemur fram í tilkynningu sem Bíl-
greinasambandið sendi frá sér í gær. Þar
er einnig bent á að nýskráningum á fyrstu
sex mánuðum ársins hefur einnig fækkað
frá fyrri hluta árs í fyrra. Þannig hafa verið
nýskráðir 11.884 fólksbílar frá því í upphafi
árs en það er 13,2% færri bílar en á fyrri
hluta árs í fyrra.
Í gögnum yfir nýskráða fólksbíla má
greina breytta kauphegðun fólks. Þannig
voru nýskráðir bílar fyrstu sex mánuði síð-
asta árs í 90,1% tilvika knúnir áfram ein-
göngu af bensíni eða dísel. Á fyrstu sex
mánuðum yfirstandandi árs eru hins veg-
ar 82% skráðra fólksbíla knúin slíkum
orkugjöfum. Bendir Bílgreinasambandið á
að þessar tölur vitni um töluverða breyt-
ingu á vali á orkugjöfum í bílakaupum
fólks.
Talsverður samdráttur
í sölu nýrra bíla í júní
STUTT
BAKSVIÐ
Steingrímur Eyjólfsson
steingrimur@mbl.is
Verðbólguvæntingar stærstu fyrir-
tækja landsins til eins árs hafa tæp-
lega tvöfaldast frá júní í fyrra. Þetta
kemur fram í Hagvísum Seðlabanka
Íslands, sem er yfirlit um þróun
efnahagsmála á Íslandi.
Karen Á. Vignisdóttir, forstöðu-
maður greiningar og útgáfu á hag-
fræði- og peningastefnusviði Seðla-
banka Íslands, segir bankann þó líta
meira á langtímaverðbólguvænting-
ar, fimm eða tíu ár fram í tímann,
við mótun peningastefnunnar.
Væntingar heimila viðkvæmari
Aðspurð af hverju verðbólgu-
væntingar heimilanna séu gjarnan
meiri en fyrirtækja og markaðsaðila
segir Karen að þau séu yfirleitt við-
kvæmari fyrir nýliðinni verðbólgu.
„Heimilin finna til dæmis töluvert
fyrir breytingum á bensínverði sem
hefur hækkað mikið að undan-
förnu.“
Karen segir einnig að kannanir
markaðsaðila og heimila hafi ekki
verið framkvæmdar á nákvæmlega
sama tíma, sem gæti haft einhver
áhrif á niðurstöðurnar. „Þessar
kannanir voru ekki allar gerðar á
sama tíma, könnun markaðsaðila
var framkvæmd í maí. Það á þó ekki
að breyta miklu því það er verið að
spyrja um væntingar eitt ár fram í
tímann.“
Væntingar fyrirtækja aukast
Aðspurður um auknar verðbólgu-
væntingar stjórnenda fyrirtækja
milli ára segir Halldór Benjamín
Þorbergsson, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, fjóra þætti
liggja þar að baki. „Í fyrsta lagi eru
fram undan stórir kjarasamningar
og óvissa sem þeim fylgir. Við
þekkjum það að óvissa er yfirleitt
túlkuð á neikvæðan hátt og ég tel að
það komi ótvírætt fram í því hvern-
ig menn meta verðbólguhorfur.
Einnig höfum við séð að krónan er
komin á annað ról en hún hefur ver-
ið að undanförnu. Hægt er að gera
ráð fyrir að áframhaldandi styrking
krónunnar muni fela innlendar
kostnaðarhækkanir. Þróun olíuverðs
hefur einnig ýtt undir verðbólgu
undanfarið og er áhrifavaldur. Síðan
erum við óumdeilanlega komin á
topp hagsveiflunnar og þar af leið-
andi mun eftirspurnin til framtíðar
mögulega fara að gefa eftir, hvort
sem það er ferðaþjónustan eða á
öðrum sviðum. Samhliða miklum
kostnaðarhækkunum er ekkert
óeðlilegt að þetta geti haft áhrif til
hækkunar verðbólgu. Ég tel að
þetta séu stærstu þættirnir.“
Blikur á lofti
Þegar Halldór Benjamín er
spurður hvort auknar verðbólgu-
væntingar fyrirtækja séu áhyggju-
efni segir hann að svo sé.
„Ég held það, svo sannarlega.
Ef við skoðum bara hagsögu Ís-
lands, þá er það áhyggjuefni fyrir
bæði fyrirtæki og heimili landsins
þegar verðbólga fer á flug. Hags-
aga Íslands sýnir að við förum
reglulega fram úr okkur við end-
ann á hagsveiflunni. Það er of
snemmt að fullyrða að það sé að
gerast núna, en það eru blikur á
lofti og við verðum að taka mark á
þeim. Við verðum að læra af þeirri
reynslu.“
Verðbólguvæntingar stærri
fyrirtækja landsins versna
Verðbólga og verðbólguvæntingar til eins árs
5%
4%
3%
2%
1%
0%
júní 2013 júní 2014 júní 2015 júní 2016 júní 2017 júní 2018
Verðbólguvæntingar heimila
Verðbólguvæntingar stærstu fyrirtækja
Verðbólguvæntingar markaðsaðila
Verðbólga
„Blikur á lofti,“ segir Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
„Við munum leita að íslenskum rót-
grónum rekstrarfélögum til að fjár-
festa í, félögum sem eru með sterka
markaðsstöðu. Þá munum við einnig
horfa til stjórnenda þessara félaga og
meðfjárfesta,“ segir Hannes Frímann
Hrólfsson, framkvæmdastjóri eigna-
stýringar Kviku, í samtali við Morgun-
blaðið um nýjan sjóð, Freyju, sem
Kvika hefur hleypt af stokkunum.
Hannes segir að fjárfestingartímabil
sjóðsins sé þrjú ár, sem þýðir að næstu
þrjú ár verði notuð til að skoða fjárfest-
ingartækifæri. Sjóður eins og Freyja
hefur ákveðnar takmarkanir að sögn
Hannesar, en til að mynda má einstök
fjárfesting ekki vera meira en 30% af
stærð sjóðsins.
Heildaráskriftarloforð nema 6,2
milljörðum króna og mun sjóðurinn í
upphafi vera 3,5 milljarðar.
Freyja er þriðji framtakssjóðurinn í
rekstri Kviku og segir Hannes
ánægjulegt að allir helstu fjárfestar í
sjóðnum hafi jafnframt fjárfest í fyrri
tveimur framtakssjóðunum, en hlut-
hafar Freyju eru flestir af stærstu líf-
eyrissjóðum landsins og aðrir fagfjár-
festar. „Það er merki um tiltrú þeirra á
þeim árangri sem við höfum náð sem
elsti rekstraraðili framtakssjóða á Ís-
landi.“
Á aðalmarkað eftir 6-12 mánuði
Í gær tilkynnti Kvika einnig að fé-
lagið stefndi á skráningu á aðallista
Kauphallar Íslands á næstu 6-12 mán-
uðum. Hlutabréf Kviku voru tekin til
viðskipta á Nasdaq First North Ice-
land hinn 16. mars 2018, en Kvika
verður fyrsta félagið á Íslandi sem fer
af First North yfir á aðalmarkað.
tobj@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skráning Framtakssjóðir geta flýtt
fyrir skráningu félaga á markað.
Vill rótgróin fé-
lög í nýjan sjóð
Kvika stefnir á
aðalmarkað Kaup-
hallar Íslands