Morgunblaðið - 03.07.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 03.07.2018, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2018 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Útsöluverð 5.398 verð áður 17.995 vatnsheldir stærðir 41-46 Útsöluverð 2.998 verð áður 5.995 stærðir 24-30 Útsalan í fullum gangi 30-70% afsláttur Sportskór með ljósum Herraskór úr leðri Nú um stundir er tal- að um að hagur Íslend- inga standi með miklum blóma. Þessu til stuðnings má nefna:  Erlend staða þjóð- arbúsins í lok árs 2017 var 800 milljarðar í plús en var neikvæð um 10,000 milljarða í árslok 2008.  Erlend lán hins opinbera (ríki og sveitarfélög) í lok 2017 voru 4,7% af vergri landsframleiðslu á móti 23,5% 2008.  Verg landsframleiðsla óx um 53% frá 2008 til 2017.  Laun hækkuðu að sama skapi um 53% frá 2008 til 2017.  Sé tekið tillit til verðbólgu óx kaupmáttur launa um 23,9%.  Það sem kostaði erlendis frá ár- ið 2008 100 krónur kostaði 70 krónur í lok árs 2017.  Heildareignir framteljenda (260.153 talsins) voru 4.968 milljarðar 2016 á móti 3.656 milljörðum 2008.  Skuldir framteljenda sem hlut- fall af eignum voru 36% árið 2016 á móti 46% 2008.  Fjármagnstekjur sem hlutfall af heildartekjum framteljenda 2016 voru 8% á móti 12,8% árið 2008.  Atvinnuleysisbætur 2016 voru 7,8 milljarðar á móti 20,5 milljörðum 2008. Það ætti að vera sérstakt fagn- aðarefni þeim sem hafa áhyggjur af misskiptingu tekna og eigna að hlut- fall fjármagnstekna í heildartekjum fór lækkandi milli 2008 og 2016 og sömuleiðis að skuldsetning hefur minnkað yfir sama tímabil. Það að gengi krónunnar er hátt þýðir að það er ódýrara fyrir okkur að kaupa erlendis frá eða skreppa til útlanda. Hvað þessu síðastnefnda viðkemur, að öðru óbreyttu, þá þrengir að innlendri starfsemi sem keppir við innflutning og útflutnings- starfsemi, svo sem sjávarútvegi, stór- iðju, hugbúnaðargerð og þjónustu innanlands við erlenda ferðamenn. Það er vísast skoðun margra að betra sé að hafa fjölþætta útflutn- ingsstarfsemi fremur en fáþætta, sem vörn við sveiflum í lands- framleiðslunni og gengur það viðhorf þvert á ánægju fólks með sterka krónu. Sé litið á gengi krón- unnar í upphafi árs 2015 til loka 2017 þá kemur í ljós að verð á dollara hefur lækkað um 18,5%. Á sama tíma hafa laun hækkað um 27% miðað við launavísitölu og innlent verðlag um 6,7%. Þessar verðlags- breytingar hafa komið illa við fyrirtæki sem standa í útflutn- ingi og eða keppa við innflutning eins og sjá má af töflunni hér að neðan. Áhrif verðlagsbreytinga á rekstr- arniðurstöðu dæmigerðs hugbún- arfyrirtækis í útflutningi má sjá í meðfylgjandi töflu. Hagnaður hefur farið úr 9,8 millj- ónum árið 2014 í 102,2 milljóna tap árið 2017. Eigið fé hefur farið úr 99,8 milljónum í lok 2014 í mínus 2,3 millj- ónir í lok 2017. Þetta eru hinar rekstrarlegu staðreyndir sem út- flutningsfyrirtæki standa frammi fyrir í dag. Það er svo að rekstrarleg og efnahagsleg staða þeirra í lok árs 2014 var með ýmsum hætti en öll hafa þau fundið fyrir óhagstæðum áhrifum misgengis launa, innlends verðlags og gengis. Það er svo í tilfelli hvers og eins fyrirtækis hvort það hafi eða geti staðið af sér þessa óhag- stæðu þróun. Það eru ýmsar ástæður sem valda styrkingu krónunnar og engu að síð- ur jákvæðum viðskiptajöfnuði. Veld- ur þar mestu mikill vöxtur ferðaþjón- ustunnar og lækkun erlendra skulda og þar með minni vaxtabyrði sem hvort um sig leiðir til betri útkomu viðskiptajafnaðar. Í raun eru Íslend- ingar að lána erlendum þjóðum beint eða óbeint sem nemur viðskiptajöfn- uði ár hvert. Það kann að fara svo að velgengni í ferðaþjónustu reynist ekki áfram sú uppspretta gjaldeyris og atvinnu- tækifæra og komi til niðursveiflu væri æskilegt að önnur tækifæri til útflutnings og atvinnusköpunar væru til staðar til að milda niðursveifluna. Til þess að tryggja eða styðja við vöxt útflutningstekna með fleiri stoð- um þarf að öðru óbreyttu gengi krón- unnar að lækka. Ef við lítum fram hjá inn/út-tollum eða niðurgreiðslu á lausnum sem efnahagsbandalagið kynni að gera athugasemdir við, ligg- ur beinast við að hið opinbera auki við eftirspurn eftir gjaldeyri, sem afleið- ingu aukinna umsvifa í uppbyggingu innviða og innflutningi á hvers konar tækjum og lyfjum tengdum heil- brigðisþjónustunni. Með hliðsjón af viðskiptajöfnuði síðustu ára og áætl- un næstu ára þyrfti eftirspurn- araukningin að vera einhvers staðar á milli 100 og 200 milljarða fyrir yf- irstandandi ár sem síðan ákvarðast ár frá ári að teknu tilliti til æskilegs viðskiptajafnaðar og gengismark- miða. Nefnd útgjöld ættu ekki að kalla á aukna skattheimtu þar eð greiðsla frá því opinbera væri í formi peningaprentunar sem færi í kaup á gjaldeyri og ætti ekki að auka veru- lega eftirspurn eftir vinnuafli og að því marki sem eftirspurnin eykst þarf að gæta þess að hún dreifist innan árs þannig að aukningin falli á þann tíma ársins þar sem vinnuaflseft- irspurnin er sem minnst. Ef til þess kæmi að verðbólgan færi á skrið gæti hið opinbera hindrað það með útgáfu ríkisskuldabréfa. Aukin erlend fjár- festing lífeyrissjóðanna hefði aug- ljóslega áhrif til lækkunar á gengi, hins vegar er það svolítið skondið eins og nú er gert að tala um í öðru orðinu að auka þurfi fjárfestingu er- lendra á Íslandi og í hinu að lífeyr- issjóðirnir eigi að fjárfesta meira er- lendis. Leiða má líkur að því að erlent eignasafn lífeyrissjóðanna hafi ekki skilað góðum arði undangengin tvö til þrjú ár, í það minnsta í samanburði við innlenda eignasafnið. Við erum öll í ástandinu og það er gott Eftir Þorbjörn Guðjónsson » Til þess að tryggja eða styðja við vöxt útflutningstekna með fleiri stoðum þarf að öðru óbreyttu gengi krónunnar að lækka. Þorbjörn Guðjónsson Höfundur er cand. oecon. Áhrif verðlagsbreytinga á rekstrarniðurstöðu Dæmigert hugbúnaðarfyrirtæki í útflutningi Árið 2014 Verðbreytingar lok 2014 til loka 2017 Árið 2017 Rekstrartekjur 350.000.000 Gengi -18,45% 285.425.000 Vöru- og hráefnisnotkun -41.376.347 Innlent verðlag +6,70% -44.148.562 Launakostnaður -146.386.102 Laun +27,00% -185.910.349 Annar rekstrarkostnaður -116.617.893 Innlent verðlag +6,70% -124.431.292 Fyrningar -25.232.256 -25.232.256 Fjármagnsliðir -7.901.338 -7.901.338 Hagnaður fyrir skatt 12.486.065 -102.198.797 Tekjuskattur -2.497.213 – Hagnaður eftir skatt 9.988.852 -102.198.797 Skuldir 131.688.963 131.688.963 Eigið fé 99.888.517 -2.310.280 Heildareignir = skuldir 231.577.480 129.378.684 Það gerist ýmislegt skemmtilegt og fróð- legt á Alþingi. Sumir þar vita mikið, með- allagið gildir hjá öðr- um, en svo eru sumir, sem vita fulllítið. Þetta er auðvitað eins og gengur og gerist, en of lítil þekking er frekar óheppileg akk- úrat á Alþingi. Í fyrirspurnatíma 7. júní spurði einn þingmanna Miðflokksins fjár- málaráðherra í sakleysi sínu út í Arion banka. Sölumál og verðgild- ismál eignarhluta ríkisins. Byggði hann fróðleiksþörf sína á blaða- grein sem hann hafði hnotið um. Ég verð að viðurkenna að fyrir mér var hugleiðing og spurning þingmanns- ins frekar óljós. Enda brást fjár- málaráðherra ekki við hinn versti við, kannski, en svona al- lólundarlega. Sagði hann að þingmaðurinn vissi ekki nokkurn skapaðan hlut um málið og ráðlagði hon- um að lesa fleiri blaðagreinar og kynna sér málið bet- ur. Þetta virtist góð ráðlegging en á þá auðvitað líka við um aðra. Í blöðunum var svo fjallað um þetta m.a. með fyrirsögninni „Seg- ir þingmann ekki vita nokkurn skapað hlut um sölu Arion“. Þetta var vitaskuld ekki skemmtilegt fyrir þingmanninn sem þó er mað- ur mikið og margmenntaður og reyndur víða að úr heiminum, líka úr Miðausturlöndum. Ekki veit ég hvort sjóndeild- arhringur fjármálaráðherra nær svo langt. Alla vega náði hann ekki til annarra Norðurlanda – Svíþjóðar – þennan sama dag. Seinna sama dag fitjaði nefni- lega góður og gegn þingmaður Flokks fólksins, doktor, upp á fárinu sem fylgir verðtryggðum lánum, einkum þar sem húsnæð- iskostnaður er hafður með í vísi- tölu, en þetta keyrir hana upp án þess að verðhækkanir varnings og þjónustu komi til. 25 aðrar þjóðir Evrópu hafa þetta því ekki svona. Þær halda húsnæðiskostnaði utan vísitölu, enda ræðst hann ekki af verðlags- hækkunum heldur framboði og eftirspurn eftir lóðum, skipulags- hraða borgar- og bæjaryfirvalda o.s.frv. Doktorinn var því að berjast fyrir því að húsnæðiskostnaður yrði tekinn út úr framfærslu- vísitölu, en þáttur hans í vístöl- unni hefur valdið skuldurum landsins, sem álpuðust til að taka vísitölubundin lán, stórfelldum – milljarðatuga – aukaútgjöldum. Barátta doktorsins er því gott mál, sem undirritaður hefur talað fyrir og styður – líka reyndar fyrrnefndur þingmaður, sem fjár- málaráðherra snupraði – en þetta kerfi myndar eftirfarandi víta- hring:  Bæjar- og skipulagsyfirvöld eru síðbúin með skipulag nýrrar byggðar og úthlutun lóða.  Skortur á lóðum leiðir til hækk- unar á húsnæði, bæði til kaups og leigu.  Þessi aukni húsnæðiskostnaður er reiknaður inn í framfærslu- vísitölu.  Það þrýstir upp verðbólgu- vísitölu.  Verðbólga þrýstir upp vöxtum.  Hækkandi vextir auka til- kostnað fyrirtækja, sem aftur leið- ir til kostnaðarhækkunar og verð- hækkana. Svona rúllar þetta áfram. Gáfu- legt kerfi, eða hitt þó heldur. Engin furða að Lars Jonung, prófessor frá Lundi, sem peninga- stefnunefnd fékk til að meta ís- lenzkt hag- og peningakerfi, hafi sagt að við gætum öll verið miklu ríkari, ef hag- og peningastjórn landsins hefði verið stöðugri og vitrænni. Þetta átti auðvitað ekki aðeins við um vísitöluútreikninginn, held- ur líka og sérstaklega um gjald- miðilinn, krónuna, sem allir sjá að er stórfelldur bölvaldur, svikatól, nema íhalds- og afturhaldsöflin; Sjálfstæðismenn, Framsókn, Seðlabankastjóri og nú kannske VG líka. En aftur inn á þing 7. júní. Fjármálaráðherra þurfti auðvit- að að láta til sín taka í umræðunni um vístöluna, enda á þetta að vera hans sérfag og sterkasta hlið. Hann vitnaði til þess, að húsnæð- isvandi væri mikill í Svíþjóð – þó að þetta væri nú ekki beint sú um- ræða – og mikill fjöldi ungmenna þyrfti að búa heima hjá foreldrum sínum í „evru-landinu Svíþjóð“, þar sem „evru-vextir“ réðu, eins og ráðherra orðaði það. Þetta virkaði flott útspil hjá fjármálaráðherra og átti þetta auðvitað að sanna að evra væri slæm en krónan góð, þó að leiðin að þeim ætlaða sannleika væri nokkuð löng. Það var bara einn galli á gjöf Njarðar: Gjaldmiðill Svía er sænsk króna, ekki evra! Mennirnir sem vissu of lítið Eftir Ole Anton Bieltvedt Ole Anton Bieltvedt » 25 þjóðir Evrópu halda húsnæðis- kostnaði utan vísitölu, enda ræðst framboð og eftirspurn eftir lóðum af skipulagshraða borgar- og bæjaryfirvalda o.s.frv. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.