Morgunblaðið - 03.07.2018, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 03.07.2018, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2018 ✝ Ingibjörg Jó-hannesdóttir fæddist í Hafn- arfirði 14. maí 1934. Hún lést 23. júní 2018 á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja eftir nokkra sjúkdóms- legu. Foreldrar henn- ar voru Ásbjörg Ásbjörnsdóttir, f. 17.6. 1909, d. 16.3. 2000, og Jó- hannes Gunnar Einarsson, f. 10.11. 1904, d. 17.7. 1970. Ingibjörg, eða Inga eins og hún var alltaf kölluð, ólst upp í Hafnarfirði en var átta ára gömul send í sveit sem barnapía að Berjaneskoti und- ir Eyjafjöllum og var þar öll sumur allt til 14 ára aldurs. Lengst framan af og meðan 3.9. 1927, Jón Kr., f. 31.10. 1929, Vilhjálmur, f. 6.7. 193, d. 7.12. 1983, Sigursveinn, f. 3.1. 1933, Bjarni, f. 21.3. 1947, d. 8.11.1983. Börn Ingu og Svenna eru Sjöfn, f. 14.11. 1954. Fyrri maður Örn Traustason, eiga þau tvö börn, Svein og Ingi- björgu, og fjögur barnabörn og tvö fósturbarnabörn. Nú- verandi eiginmaður er Sól- mundur Sigurðsson. Óskírður drengur, f. og d. 4.3. 1958. Ásta, f. 8.10. 1959. Eiginmaður Þorsteinn Helgason, eiga þau fjögur börn, Davíð Örn, d. 2004, Jóhannes Gunnar, Katha og Daðeyju. Þór, f. 20.11. 1962. Fyrri eiginkona Dóra Þór- arinsdóttir, eiga þau sex börn, þau eru Anton, Sveinn, Sóley, Haraldur, Elísa og Eva, og fjögur barnabörn. Jóhannes Gunnar, f. 17.5. 1970. Eig- inkona Rakel Erlingsdóttir, eiga þau þrjú börn, Erling, Ingibjörgu og Agnesi. Útför Ingibjargar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, 3. júlí 2018, klukkan 14. börnin voru ung starfaði Inga sem húsmóðir. Á tíma- bili vann hún einn- ig á leikvelli en fór á vinnumarkaðinn af fullum krafti eftir að börnin fóru að tínast af heimilinu, fyrst í netaafskurð, seinna beitningu. Hóf störf á Hjúkr- unarheimili aldraðra, Víðihlíð í Grindavík, þegar það var opn- að 1990 og starfaði þar við umönnun í góð 10 ár. Eiginmaður Ingu var Sveinn Sigurjónsson, f. 9.10. 1934, en þau giftust 6. júní 1955. Þau bjuggu fyrst í Hafnarfirði en fluttu 1971 til Grindavíkur þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Systkini Ingu voru María, f. Þar sem fjöllin rísa brött og há og snerta himin fagurblá. Þar sem hafið áður lék um berg en nú í fjarlægð dynur enn og eyjur nokkrar fljóta á sæ, stundum allt að steinkasti nær. Hér liggja all- nokkrir bæir í fagurri sveit „Und- ir Eyjafjöllum“. Hér átti mamma sínar bestu bernskuminningar. Það er ekki erfitt að ímynda sér hana sem barn hlaupa um engin í sínum besta sumarkjól með bros og geislandi af gleði. Þetta um- hverfi litaði hennar líf æ síðan. Og að sama skapi hafði bros hennar og gleði áhrif á hennar nánasta umhverfi. Hún var eilíft hrókur alls fagnaðar og eftirsótt í veislum og vinahóp. Það var aldrei leið- inlegt í kringum mömmu. Mamma var alltaf stílhrein og „elegant“ klædd. Falleg og ung- leg allt að endalokum. Hún elsk- aði góðan mat og lagði metnað í að við fengjum gott að borða sem börn. Seinna meir var gaman að koma með eitthvað góðgæti heim. Valið súkkulaði, eitthvað útlenskt eða annað sem henni þótti spenn- andi. Elskaði hún að hafa barna- börnin í kringum sig og mörg þeirra litu á heimili ömmu og afa sem sitt annað heimili. Mamma var minnug og hafði gaman af að grennslast fyrir um frændtengsl og gat tengt fólk gegnum flókna frændþræði þar sem enginn gat fylgt henni eftir. Afmælisdagar voru nákvæmlega skráðir í bók. Öll fjölskyldan átti hauk í horni ef eitthvað þurfti að rifja upp eða afmælisdagur var í vafa. Eins og Eyjafjöllin standa upp í öllum veðrum, bjó mamma yfir einstakri seiglu og þrautseigju. Sjöfn, Ásta og Þór urðu alvarlega veik sem börn og svo missti hún barn í fæðingu sem lagðist þungt á hana. Þegar pabbi slasaðist þurfti hún á allri sinnu seiglu og dugnaði að halda við að halda öllu gangandi. Áfall varð þegar Davíð dóttursonur hennar dó í bílslysi fyrir allnokkrum árum og þar var stuðningur hennar ómetanlegur. Oft stóð hún ein uppi með börn og bú þegar pabbi var á sjónum. Allt- af hress og kát þrátt fyrir erfið- leika og mótbyr. En það voru einnig margar góðar stundir. Tjaldferðalög, ógleymanlegar veiðiferðir í Þing- vallavatn, heimsóknir undir Eyja- fjöll og húsbílaferðir um allt land. Náttúran var henni kær og voru margar stundir notaðar við gróð- ursetningu í Miðfirði og berjat- ínslu á haustin. Garðrækt var henni í lófa lagið og var garður mömmu og pabba í Grindavík sér- staklega fallegur á sama tíma og garðrækt var sögð vonlaus í sæ- börðum bænum. Nokkur ár bjuggu mamma og pabbi á Hornafirði, áttu þar lítið og vina- legt hús og í nokkur ár áttu þau lítið sumarhýsi í Danmörku þar sem þau gátu verið nálægt barna- börnunum sem þar búa. Veikindi mömmu voru erfið og það tók á hana. En hún stóð sig sem hetja eins og ávallt, og svo fína og fallega gátum við kvatt hana með kossi á enni. Hún sem ætíð var miðdepillinn og hélt öllu saman, hleypur nú um önnur og fallegri engi en án vafa með bros á vör og geislandi sem áður fyrr. Söknuður okkar systkinanna er mikill, en minningin um móður okkar er rétt að hefjast sem von- andi bindur okkur saman um alla framtíð. Við þökkum fyrir þá aðhlynn- ingu sem hún hlaut á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja og í Víði- hlíð. Sjöfn, Ásta, Þór, Jóhannes. Mig langar að minnast tengda- móður minnar, Ingibjargar Jó- hannesdóttur, með nokkrum orð- um. Okkar kynni hófust um síðustu aldamót eða þegar við Sjöfn dóttir hennar rugluðum saman reytum. Einhverra hluta vegna dró Sjöfn það eitthvað að kynna okkur, en þegar það hafði loks verið gert og hún spurð hvernig henni litist á ráðahaginn svaraði hún: „Ég held hann sé óttalegur gosi.“ Inga, en það var hún kölluð í fjölskyldunni, var ein af hvunndagshetjum sinnar kyn- slóðar. Eins og gjarnan var með sjómannskonur sá hún um börn og heimili meðan Sveinn stundaði sjóinn. Inga var glaðsinna, hafði góðan húmor og hlýja nærveru. Hún hafði gaman af allri útiveru og voru þau Sveinn dugleg að nota þann frítíma sem þau höfðu til að ferðast, fyrst með tjald en seinna fengu þau sér húsbíl og ferðuðust mikið bæði á eigin veg- um og með félagi húsbílaeigenda. Eru þá ótaldar allar utanlands- ferðirnar þeirra. Og þótt hún væri þrotin að kröftum í veikindum sínum hafði hún orð á því að gam- an væri að komast þó ekki væri nema í eina stutta ferð á húsbíln- um. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast Ingu og sendi Sveini og fjölskyld- unni allri samúðarkveðjur. Sólmundur Sigurðsson. Elsku Inga, þá er komið að kveðjustund. Ég man þegar við Jóhannes byrjuðum saman haust- ið ’89 og hann kynnti mig fyrir ykkur Svenna. Ég man hvað mér fannst ég heppin með tengdafor- eldra, þið bæði svo yndisleg og þú alltaf svo hress og lífsglöð. Man ég þegar frumburðurinn okkar hann Erling Már fæddist og grét frá morgni til kvölds í marga mánuði gat ég alltaf treyst á ykk- ur, þið genguð með hann um gólf til að létta undir mér. Svo komu Ingibjörg og Agnes Birtna, betri ömmu var ekki hægt að hugsa sér. Þú varst alltaf svo myndarleg húsmóðir og klár í höndunum. Þegar Hekluæðið var heklaðir þú hverja gardínuna á fætur annarri fyrir eldhúsgluggann hjá mér og nokkra dúka líka. Þú elskaðir veislur og fannst þér athyglin góð, enda áttir þú mjög auðvelt með að fá fólk til að hlæja og var aldrei leiðinlegt í þeim veislum sem þú varst stödd í. Nú kveð ég þig, elsku Inga mín, bæði með söknuð í hjarta og þakklæti fyrir þær stundir sem við áttum sam- an. Bið góðan Guð að vaka yfir honum Svenna og gefa honum styrk. Rakel. Elsku amma okkar, oft er spurt af hverju þurfa þeir góðu alltaf að fara frá okkur? En svarið væri þá ef þú værir að tína blóm myndir þú þá ekki tína þau falleg- ustu? Amma okkar er fallega blómið og er okkar það allra fal- legasta. Allar þær minningar sem við höfum átt saman og allur sá tími sem við höfum fengið að eyða með þér gegnum okkar æskuár er yndislega dýrmætur. Þegar við systurnar hugsum til baka þá dettur okkur alltaf fyrst í hug þegar við spiluðum daginn út og inn. Þegar við komum í heimsókn og þegar þú og afi komuð í heim- sókn til okkar var alltaf gripið í spilastokkinn. Kleppari, veiði- maður og ólsen ólsen var það vin- sælasta. Öll sumur var að minnsta kosti alltaf ein útilega saman, við tvær mamma og pabbi og þú og afi. Þá var auðvitað spilað inni í húsbíln- um ykkar, grillað saman og farið í gönguferðir. Húsbíllinn er eitt af því eftirminnilegasta þegar þið komuð til okkar í sveitina og við tvær hlupum út snemma á morgnana til þess að koma og vekja þig og afa og fengum að leggjast hjá ykkur. Við munum aldrei gleyma þér og munum við alltaf hugsa til þín. Takk fyrir allt, elsku amma okkar, og góða ferð. Katha Aþena Guðný Þor- steinsdóttir og Daðey Arna Sheng Þorsteinsdóttir. Nú þurfum við að kveðja ömmu okkar, Ingibjörgu Jóhannesdótt- ur, og er það erfitt. Hún var geð- góð og hörð kona sem gat rakið ættartengsl aftur að landnámi og aftur til dagsins í dag og fékk maður að heyra um afrek ætt- ingja sem maður vissi ekki að væru til. Við systkinin vorum meira og minna heima hjá ömmu og afa alla daga sem krakkar. Þau hafa alltaf verið tilbúin að gera allt fyrir okkur og fórum við aldr- ei svöng frá þeim, enda var amma mikið að baka pönnukökur. Við erum vön að eyða hátíðardögum með ömmu sem hafa verið nota- legir, enda amma með mjög góða nærveru og hátíðarglöð. Hún skreytti mikið á jólunum og bak- aði mikið af smákökum. Hún tal- aði alltaf við okkur eins og jafn- ingja og kenndi okkur margt. Þegar ég hugsa til þín streyma allar þær minningar sem ég á með þér og allur sá tími sem ég átti með ykkur afa. Ég hugsa oft um ferðalögin sem ég fór í með ykkur sem krakki og þau voru þó nokkur og mér leiddist þessi ferðalög ekki. Maður var mikið hjá ykkur á þessum tíma, þið búin að minnka við ykkur í vinnunni og höfðuð nægan tíma fyrir okkur barnabörnin. Þú varstu mikið að dekra við mann. Jafnvel minning- arnar þegar þú varst að skamma mig eru góðar, enda í fullum rétti og maður lærði af því en það gerð- ist þó mjög sjaldan. Maður reyndi að passa sig að koma með tóman maga þegar maður fór í heimsókn til ömmu því það var ekki hægt að komast upp með það að fá sér ekki að borða hjá henni, það var vel pass- að upp á að maður væri aldrei svangur. Það var oft svindlað með bolludaginn því hún bakaði alltaf rjómabollur sérstaklega handa mér þegar ég átti afmæli, enda mikið fyrir rjómabollur og kvart- aði ég ekki yfir því. Það er nokkuð ljóst að ég mun sakna þín. Erling Már. Elsku amma, ég er svo þakklát fyrir allan þær minningar sem þú hefur gefið mér. Þú og afi hafið alltaf hugsað svo vel um okkur systkinin og gefið okkur mikið ör- yggi. Ég man eftir því þegar ég átti fyrst að fara að labba í skól- ann með Erlingi, þá stóðuð þú og afi fyrir utan hjá ykkur á Heið- arhrauninu þegar við löbbuðum framhjá og veifuðuð til þess að ég sæi að þið væruð alltaf að fylgjast með. Þú varst þolinmóð og alltaf tilbúin að kenna mér allskonar hluti, þegar þú kenndir mér að hekla gerði ég þá tilraun að hekla bjöllu fyrir þig því þú varst svo mikill bjöllusafnari. Heklaða bjallan sem leit út eins og illa far- inn álfahattur fór beint upp í bjölluskáp eftir að þú hrósaðir mér fyrir verkið mitt. Þú varst einstaklega góð í að efla í mér sjálfstraustið og sýndir mér hversu mikilvægt það er að vera þakklátur. Þú varst svo brosmild og lífsglöð, hláturinn þinn mun ætíð lifa með okkur. Það er erfitt að sleppa takinu elsku amma, hvíldu í friði. Ingibjörg. Elsku amma, þá er komið að kveðjustund. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja þig. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar afa. Þér fannst alltaf gam- an að spila við mig og kenndir mér að svindla ekki, því það er ekki gaman að spila við svindlara. Ég man eftir að hafa farið út í hraun að tína hreindýramosa og við gerðum te úr honum. Við horfðum stundum á Leiðarljós saman sem við kölluðum Leið- indaljós. Ég man líka eftir því þegar mamma og pabbi fóru til útlanda og öll bekkjarsystkini mín voru að fara að skreyta piparkökur uppi í skóla en ég vildi ekki fara nema með mömmu. Þá gerðir þú allt til þess að gleðja mig, afi keypti pip- arkökur og þú bjóst til helling af kremi og leyfðir mér að skreyta þær. Ég er þakklát fyrir allar stund- irnar okkar saman, þú verður allt- af í hjarta mínu. Þú varst okkur amma svo und- ur góð og eftirlést okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili.) Agnes Birtna. Ingibjörg Jóhannesdóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir, afi og langafi, MAGNÚS MAGNÚSSON, lést á Dvalarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 27. júní. Útförin fer fram frá Landakirkju miðviku- daginn 4. júlí klukkan 14. Elín Helga Magnúsdóttir Fannar Eyfjörð Skjaldarson Bjarkey Magnúsdóttir Jón Bernódusson Martína Bernódusson Þuríður Bernódusdóttir Gísli Erlingsson barnabörn og barnabarnabörn systkinin frá Borgarhóli Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA ÞORGRÍMSDÓTTIR frá Syðri-Gegnishólum, Sigtúni 32, Selfossi, sem lést á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka 26. júní, verður jarðsungin frá Gaulverjabæjarkirkju fimmtudaginn 5. júlí klukkan 14. Guðrún Jónsdóttir Albert Sigurjónsson Sigurður Jónsson Kristín Þóra Albertsdóttir Jón Örn Albertsson Þröstur Albertsson Jóhanna Ester Adamsdóttir Anna Guðrún Sigurðardóttir Sigurður Svanur Pálsson Sigríður Sigurðardóttir Róbert Randall og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN FLÓVENZ ÓLAFSDÓTTIR, Kópavogsbraut 88, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 5. júlí klukkan 13. Ólafur G. Flóvenz Sigurrós Jónasdóttir Brynhildur G. Flóvenz Daníel Friðriksson Margret G. Flóvenz Tryggvi Stefánsson Gunnar G. Flóvenz Bera Pálsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Sirrý í Gíslholti, Vestmannaeyjum, lést á dvalarheimilinu Hraunbúðum laugardaginn 30. júní. Útförin fer fram frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 14. júlí klukkan 14. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Hraunbúða. Tryggvi Á. Sigurðsson Ólafur K. Tryggvason Björg Pétursdóttir Hallgrímur Tryggvason Ásdís Sævaldsdóttir Klara Tryggvadóttir Kristný S. Tryggvadóttir Gretar Þór Sævaldsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA VALDIMARSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn 29. júní. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 6. júlí kukkan 13. Haukur Schram Ólafur Schram Linda Hauksdóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.