Morgunblaðið - 03.07.2018, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2018 25
Smáauglýsingar 569 1100
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Lok á heita potta og hitaveitu-
skeljar
Stærðir í cm: 200x200, 210x210,
220x220, 235x235, 235x217,
217x174, 8 hyrnd lok. Lokin þola 1000
kg jafnarðarþunga af snjó. Vel ein-
angruð og koma með 10 cm svuntu.
Sterkustu lokin á markaðnum. Litir:
Brúnt eða grátt. Opnarar til þess að
auðvelda opnun á loki.
www.heitirpottar.is
Sími 777 2000 Haffi
og 777 2001 Grétar
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Ýmislegt
Ýmislegt
Eco-Si 1.650kr M-XXL
Eco-Vi 1.650kr M-XXL
Eco-Fi 1.650kr M-XXL
Tahoo Maxi 1.650kr S-3XL
Laugavegi 178, sími 551-3366.
Opið mán. - fös. kl. 10–18,
Lokað á laugardögum í sumar.
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Aðalstræti 5, Vesturbyggð, fnr. 212-3626, þingl. eig. Blakkur ehf,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 10. júlí nk. kl. 13:00.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
27. júní 2018
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinna
með leiðb. kl. 12.30-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-
12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s: 535-
2700.
Boðinn Bridge og Kanasta kl. 13.
Garðabær Jónshús/félags- og íþróttastarf, sími: 512-1501 virka daga
kl. 9-16. Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá 9.30 -
16. Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti með
síðdegiskaffinu er selt frá 14-15.30. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl.
10, Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45.
Gjábakki Kl. 9 Handavinna, kl. 9.10 Boccia-æfing, kl. 13.30 Alkort.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, dagblöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
samverustund kl. 10.30, hádegismatur kl. 11.30, bridge í handavinnu-
stofu kl. 13 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl.
8.50, listasmiðjan opin fyrir alla kl. 9-16, brids kl. 13, enskunámskeið
tal kl. 13, bókabíll kl. 14.30, bónusbíll kl. 14.55, síðdegiskaffi kl. 14.30.
Allir velkomnir óháð aldri nánari í síma 411-2790.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi Sundlaug kl. 7.15, kaffispjall í króknum
kl. 10.30, pútt á golfvellinum kl. 13.30, bridge í Eiðismýri kl. 13.30,
ganga frá Skólabraut kl. 15.
Vitatorg Sumarferð til Friðheima þann 4. júlí frá 9.30-15. Skoðum
gróðurhúsið og fáum Friðheima tómatsúpu í hádegisverð. Rúta með
gott aðgengi fyrir fólk sem notast við hjólastóla og göngugrindur.
Verið velkomin með. Ferðin er opin öllum óháð aldri og búsetu. Verð
5500 krónur. Skráning og greiðsla á Vitatorgi, sími 411-9450.
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Elsku litli bróðir
minn.
Hvernig get ég
verið að skrifa
minningargrein um þig? Þú, þessi
fallegi, bráðgáfaði bróðir minn átt
ekki að vera dáinn, aðeins 26 ára!
Frá því að ég sá þig fyrst elskaði
ég þig alveg skilyrðislaust. Mér
fannst ég alltaf þurfa að vernda
þig fyrir öllu því slæma í heim-
inum og ég gerði það eftir bestu
getu. Auðvitað gerði ég stundum
grín að þér en þú vissir alltaf að
það væri ekki illa meint. Enda
fannst okkur ekkert leiðinlegt að
djóka svolítið í elsku mömmu. Ég
plataði þig líka stundum, ok oft!
T.d. lét ég þig fá eitt vont nammi,
sagði auðvitað við þig að þetta
væri besta nammið og fékk 2-3 í
staðinn fyrir þetta „góða“. Þú
varst voða viðkvæmt blóm,
hræddur við vatn, hræddur við
„Miklaorm“ sem þú vissir að hann
væri ekki til. Mér þykir ósköp
vænt um minninguna um göngu-
túrana okkar pabba, bara við þrjú
og nú eru þið báðir farnir frá mér.
Ég gleymi því aldrei þegar þú
bjóst í Laugargerði hjá ömmu, 7
ára, því þér leið miklu betur þar, í
fámennara umhverfi. Mér fannst
ég hafa brugðist þér, grét oft yfir
því að geta ekki tekið sársaukann
frá þér, enda litli bróðir minn. Við
grínuðumst svo oft um að þú vær-
ir uppáhalds barnið hennar
mömmu því þú varst sá eini sem
barst bara eitt nafn, við hin systk-
inin berum öll tvö nöfn. Kannski
vissum við öll án þess að vita það
að þú yrðir ekki lengi hjá okkur.
Þú nefndir það líka sjálfur. Þú
vissir hluti sem enginn „venjuleg-
ur“ maður veit. Ég mun aldrei
Kristján
Steinþórsson
✝ Kristján Stein-þórsson fædd-
ist 28. janúar 1992.
Hann lést 9. júní
2018.
Útför Kristjáns
fór fram 20. júní
2018.
gleyma augnablik-
inu þegar þú tókst
lokið af kökunni og
nafnið á frumburði
mínum kom í ljós á
20 ára afmælisdegi
þínum, Kristján
Bergmann. Það sem
þú varst stoltur og
glaður! Þú ætlaðir
ekki að trúa þessu,
sömuleiðis var ég
stolt. KB var auga-
steinn þinn. Fyrst þið voruð
orðnir tveir Kristjánarnir þá
varst þú, KS og hann, KB. Nú er
Steinþór Máni minn alltaf að tala
um KS. Það er ekki svo langt síð-
an við áttum spjall, bara í apríl
þegar ég minnti þig á að KB væri
nefndur í hausinn á þér. Þú svar-
aðir: ég mun aldrei gleyma því.
Pabbi hafði orð á því stuttu eftir
nafnaveisluna að hann vissi að þú
værir mér mjög mikilvægur en
fékk það svo staðfest þarna hvað
þú virkilega varst mér mikið, fal-
legi, bráðgáfaði og góði bróðir
minn. Ég tók oft smá pirring yfir
því að þú hafir fengið allar gáf-
urnar, ég þurfti að hafa svo mikið
fyrir því að læra á meðan þú
þurftir ekki að opna bók. Þú gast
aldrei tjáð tilfinningar þínar, en
þér fannst ekkert mál að segja ég
elska þig við börnin mín, það þyk-
ir mér virkilega vænt um. Ég veit
að þú elskaðir okkur öll þó þú
hefðir bara getað sagt það beint
út við börnin mín.
Ég á erfitt með að meðtaka
það að þú sért í alvöru farinn, að
ég geti aldrei séð þig, talað við
þig eða knúsað þig aftur. Það sem
huggar mig er að þú hvorki þjáð-
ist eða varst hræddur, þú varst
nýbúinn að segja við mig að þú
vildir ekki og værir hræddur við
að deyja. Þar sem þú ert núna er
enginn sársauki. Get ekki beðið
eftir að hitta þig þegar minn tími
kemur. Við elskum þig svo mikið,
elsku besti KS okkar.
Þín stóra systir,
Tinna og börn.
Elsku afi minn.
Mikið ofsalega held
ég að Lappi hafi
orðið glaður að sjá þig! Síðustu
daga hafa minningarnar streymt,
og meira en venjulega því í raun-
inni er svo margt í lífinu sem
minnir mig stanslaust á ykkur
ömmu og tímann í sveitinni. Við
Fjóla nutum þeirra forréttinda
að fá að alast upp að stórum hluta
hjá ykkur ömmu á Skúfsstöðum
og fyrir það verð ég ávallt þakk-
lát. Ég man svo vel þegar ég, þú,
amma og Fjóla settum niður
skjólbeltið hjá heimreiðinni að
Melum, líklega tveimur árum áð-
ur en þið fluttuð þangað, því mér
fannst þetta vera það leiðinleg-
asta sem ég hafði nokkurn tím-
ann gert og sá engan tilgang með
þessum trjám, þetta myndi hvort
sem er taka heila eilífð að vaxa,
það var rok og rigning og ég var
að detta í gelgjuna. Núna eru
trén löngu orðin stór, melurinn
orðinn að paradís og ég fyrir
löngu farin að bjóðast til að
planta sjálf af einlægum áhuga.
Ég er þakklát fyrir góða sam-
bandið sem við áttum, bæði sem
barn og fullorðin. Ég er þakklát
Sigurður
Þorsteinsson
✝ Sigurður Ant-on Hjalti Þor-
steinsson fæddist
17. september
1932. Hann lést 9.
júní 2018.
Útför Sigurðar
fór fram 21. júní
2018.
fyrir allan tímann
sem við áttum sam-
an, og sérstaklega
hvað við áttum
margar góðar
stundir á síðastliðn-
um árum, þar sem
við gátum rökrætt
allt á milli himins og
jarðar og hvað þú
varst óþreytandi að
svara öllum mínum
spurningum og taka
þátt í alls konar vangaveltum.
Laugardagsmorgnar við eldhús-
borðið á Melum gátu stundum
teygst vel fram að hádegi ef vel lá
á okkur. Mér þótti gaman að
heyra þig segja sögur frá þínum
yngri árum, þegar þú varst á ver-
tíð í Vestmannaeyjum, árunum á
Vatni og Siglufirði og við deildum
áhuga á örnefnum og náttúrunni.
Og ást þín og virðing fyrir nátt-
úrunni mótaði mig, og að eiga þig
sem afa mótaði mig. Ég veit að þú
verður alltaf hjá okkur á Melum
og ég sé þig og finn þig alls stað-
ar. Ég sé þig í rjúpunni, mar-
íuerlunni hjá bílskúrnum, óðins-
hananum á tjörninni og í hverju
einasta lerkitré. Og við pössum
upp á þetta allt fyrir þig og hvert
annað, því þó að aldurinn hafi
verið ágætis afrek hjá þér þá er
söknuðurinn sár, og þá er gott að
eiga Melaspóana að. Ég skála
fyrir þér í Stellu elsku afi,
sjáumst næst og koss á báðar
kinnar.
Þín
Margrét Helga.