Morgunblaðið - 03.07.2018, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2018
VELDU ÚR MEÐ SÁL
www.gilbert.is
Eiríkur Valdimar Friðriksson matreiðslumeistari á 60 ára af-mæli í dag. Hann er enn að og sér um matinn á Kænunni íHafnarfirði. „Þetta er það eina sem ég kann og núna þegar
aldurinn færist yfir er ég kominn í rólegra starf og vaxinn upp úr því
að reka staði.“ Meðal veitingastaða sem Eiríkur hefur átt í gegnum
tíðina eru Eikaborgarar og Salatbar Eika.
Kænan er hádegisverðarstaður og veisluþjónusta. „Við erum mest-
megnis með heimilismat og góðan fisk og það er brjálað að gera hjá
okkur í hádeginu og röð út á götu.“
Eiríkur er gamall rallkappi og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum árið
1984. Hann fylgist með formúlunni og heimsmeistarakeppninni í ral-
lakstri. „Svo er það fótboltinn, er á kafi að fylgjast með heimsmeist-
arakeppninni. Það kæmi ekki á óvart að Frakkarnir yrðu heimsmeist-
arar, þeir spila skemmtilega, en annars getur allt gerst. Ég er voða
hlynntur Englendingum, maður fylgist með þeim í enska boltanum,
en veit ekki hvað þeir fara langt.“
Eiginkona Eiríks er Judy Friðriksson. Börn hans eru Ragnheiður
32 ára og Friðrik 24 ára og barnabörnin eru tvö.
Í tilefni dagsins ætlar Eiríkur að halda stórt partí í Kænunni á laug-
ardaginn og býður gestum og gangandi upp á hamborgara og kók.
Eiki Eiríkur býður til veislu í Kænunni á laugardaginn.
Vaxinn upp úr því að
reka veitingastaði
Eiríkur Friðriksson er sextugur í dag
L
ýður Ægisson fæddist á
Siglufirði 3.7. 1948 og
ólst þar upp. Mikið var
um tónlist á heimilinu
og þegar faðir þeirra
fékk harmonikku í fertugsafmælis-
gjöf varð ekki aftur snúið. Meðan
faðirinn var á sjó stálust guttarnir í
nikkuna og náðu fljótt tökum á
henni. Harmonikkan og dillandi sjó-
mannavalsar hafa síðan verið föru-
nautar þeirra. Gylfi, bróðir Lýðs, er
aðeins einu og hálfu ári eldri en hef-
ur samið fjölda laga sem síðan urðu
hluti af klassískum hópsönglögum
þjóðarinnar. Lýður sinnti hins vegar
listagyðjunni lítið fyrstu árin sín
enda átti sjómennskan hug hans
allan.
Lýður var í Barnaskólanum á
Siglufirði, fór í Stýrimannaskólann í
Vestmannaeyjum og lauk fiski-
mannaprófi þaðan vorið 1970.
Lýður fór 14 ára til sjós á síðutog-
arann Hafliða frá Siglufirði. Hann
kom fyrst til Vestmannaeyja 17 ára,
og hafði þá ráðið sig háseta á Jón
Stefánsson VE. Eftir stýrimanna-
prófið stundaði Lýður sjómennsku
næstu 27 árin og var þá lengst af
skipstjóri í Vestmannaeyjum, en þar
bjó hann í liðlega 20 ár og var alla tíð
aflasæll og farsæll skipstjóri. Hann
tók við skipstjórn á Björgvini VE 72,
af tengdaföður sínum. Þegar eld-
gosið hófst í Eyjum tóku þeir Lýður
og félagar þátt í björgunaraðgerðum
en útgerðin og fjölskyldan flutti til
Hafnar í Hornafirði og var fiskað
þaðan. Hann flutti síðan aftur til
Eyja, var stýrimaður, hjá Guðfinni á
Árna úr Görðum og tókst mikill vin-
átta þeirra í milli. Síðan var hann
skipstjóri á Ófeigi III. sem var þá
gerður út af Vitta Helga og Sigga
Ella.
Lýður Ægisson skipstjóri – 70 ára
Ljósmynd/Kristjana Hlín
Feðgarnir Lýður með kátum sonum sínum. Frá vinstri: Sigurjón, Þorsteinn, afmælisbarnið, Ófeigur og Finnbogi.
Tónskáld og skipstjóri og
Eyjapeyi frá Siglufirði
Afmælisbarnið Lýður tók sjóinn
fram yfir tónlistarástundun, en hef-
ur nú samið um 300 lög og texta og
gefið út sex geisladiska.
Morgunblaðið/Ófeigur
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða
mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í
einn mánuð.
Hægt er að senda mynd
og texta af slóðinnimbl.
is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Á „Íslendinga“ síðum
Morgunblaðsins er
meðal annars sagt frá
merkum viðburðum
í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum,
barnsfæðingum
eða öðrum
tímamótum.