Morgunblaðið - 03.07.2018, Side 27

Morgunblaðið - 03.07.2018, Side 27
Á þessum tíma reri hann stíft frá Eyjum og fjölskyldan stækkaði. Synirnir urðu fjórir. Einnig tóku þau hjón í fóstur dóttur hans Gylfa. Árið 1975 setti Lýður tappann í flöskuna, gerðist meðlimur í AA- samtökunum þar sem hann á enn góða vini. Hann starfaði með Leik- félagi Vestmannaeyja og samdi þar tónlist sem hann flutti m.a. á Þjóðhá- tíð, lék hann iðulega á harmonikk- una fyrir sjúklinga á Sjúkrahúsinu og dvalarfólk á Hraunbúðum. Hann var einn af stofnendum hins al- ræmda Hrekkjalómafélags Vest- mannaeyja og sat í Sjómannadags- ráði Vestmannaeyja um skeið. Á áttunda áratugnum samdi Lýður vel á annað hundrað lög, m.a. Þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja árið 1985 við texta Gauja Weihe. Lagið fékk nafnið Í skjóli fjalla og kom út á fyrstu plötu þeirra félagi sama ár. Árið 1987 kom út platan Lómurinn Lævís, 1989 var það Logadans, 1992 Lífið í lit og árið 2008 Í lífsins ólgu sjó. Þá gáfu feðgarnir, Þorsteinn og Lýður út plötu árið 2010 sem inni- hélt lög eftir Þorstein við texta Lýðs. Plöturnar seldust allar vel, fóru allar í gull eða yfir 3.000 eintök, og þrjár í platínu eða yfir 5.000 ein- tök. Í lífsins ólgusjó er að nálgast 9.000 eintök. Eftir Lýð liggja ein 300 lög og textar sem án efa eiga eftir að koma út einhvern daginn. Meðal þeirra eru hátt í 20 lög sem fjalla eingöngu um Eyjarnar og veru Lýðs í Eyjum. Þó svo hann hafi fæðst og alist upp á Siglufirði hefur Lýður alltaf kallað sig Eyjamann. Fjölskylda Börn Lýðs og fyrri konu hans, Hörpu Sigurjónsdóttur, f. 2.1. 1951, húsfreyju, eru Þorsteinn, f. 13.3. 1969, umsjónarmaður íþróttamann- virkja í Þorlákshöfn en kona hans er Hrönn Harðardóttir og eiga þau fjögur börn; Finnbogi, f. 20.4. 1974; handverksmaður og verktaki í Reykjavík og á hann þrjú börn; Sig- urjón, f. 17.9. 1976; tölvunarfræð- ingur í Hafnarfirði, en kona hans er Þórey Ágústsdóttir og eiga þau þrjú börn; Ófeigur, f. 22.3. 1983, þjón- ustufulltrúi hjá Toyota, búsettur í Reykjavík en kona hans er Krist- jana Hlín Valgarðsdóttir og eiga þau eina dóttur, og Selma Hrönn Maríu- dóttur, f. 18.8. 1969 (fóstur- og bróð- urdóttir), framkvæmdastjóri á Siglufirði en maður hennar er Smári Snæbjörnsson og eiga þau fjögur börn. Seinni eiginkona Lýðs var Rann- veig Kristjánsdóttir, f. 26.6. 1962, skrifstofutæknir en dóttir hennar er Bylgja Ægisdóttir, f. 26.8. 1980, búsett í Danmörku. Albræður Lýðs eru Gylfi, f. 10.11. 1946, fyrrv. sjómaður og lagasmiður; Jón, f. 19.5. 1953, d. 22.4. 2014, fyrrv. sjómaður í Hveragerði; Sigurður, f. 21.9. 1958, sóknarprestur á Siglu- firði, og Matthías, f. 1.6. 1960, skrif- stofumaður í Reykjavík. Foreldrar Lýðs voru Kristján Ægir Jónsson, f. 4.5. 1921, d. 15.12. 1993, vélstjóri og verkamaður á Siglufirði, og k.h., Þóra Frímanns- dóttir, f. 19.12. 1921, d. 21.3. 2010, verkakona á Siglufirði. Lýður Ægisson Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja í Grímsey og í Rvík Matthías Eggertsson pr. í Grímsey, bróðursonur Matthíasar Jochumssonar þjóðskálds, afa Þorvaldar Steingrímssonar fiðluleikara Emelía Guðrún Matthíasdóttir húsfr. í Grímsey og Hrísey Frímann Sigmundur Frímannsson útvegsbóndi í Grímsey óra Frímannsdóttir erkakona á Siglufirði Sigríður Sigurmundsdóttir húsfreyja í Grímsey Frímann Benediktsson hreppstjóri í Grímsey Jón Ómar Erlingsson bassa- leikari í Sóldögg Sigurður Ægisson sóknarprestur á Siglufirði gnes Matthíasdóttir húsfr. í Rvík Kristín Matthíasdóttir húsfr. á Akureyri og í Rvík Eggert B. Sigurmundsson skipstj., síðast í Hveragerði Erling Þór Jónsson vélsmiður á Siglufirði Gylfi Ægisson fv. sjóm., lagasmiður og tónlistarmaður Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður Matthías Matthíasson tónlistarm. og söngvari Kristjana Anna Eggerts- dóttir húsfr. í Laufási í Biskupstungum og í Rvík Ruth (Reginalds) Moore söngkona í Banda- ríkjunum Sigmundur Baldvins- son sjóm. í Njarðvík AMatthías Ásgeirs- son íþróttakennari Guðný Guðmundsdóttir fv. konsert- meistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands Þ v Ríkey Ingi- mundar- dóttir listmálari og mynd- höggvari í Rvík Bentsína Bryngerður Frímanns- dóttir húsfr. í Færeyjum Guðmundur Matthíasson organ- isti og tónlistarkennari við KHÍ Katrín Matthías- dóttir listakona Atli Eyjólfsson hjartaskurð- læknir í Riad í Sádi-Arabíu Matthías Frímannsson guð- fræðingur, löggiltur skjalaþýð- andi, framhaldsskólakennari og leiðsögum. í Kópavogi Guðbjörg Ásgeirs- dóttir húsfr. í Rvík Sigurður Sigurmundsson b. og fræðim. í Hvítárholti í Hrunamannahreppi Guðrún Halldórsdóttir húsfreyja á Siglufirði Stefán Magnússon verkamaður á Siglufirði Stefanía Guðrún Stefánsdóttir húsfreyja á Siglufirði Jón Kristjánsson vélstj.og rafstöðvarstj. á Siglufirði Sigurlaug Sæmundsdóttir húsfr. á Syðstamóa Kristján Jónsson b. á Syðstamóa í Fljótum, ættfaðir Lambanesættar Úr frændgarði Lýðs Ægissonar Kristján Ægir Jónsson vélstjóri og verkamaður á Siglufirði ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2018 Sigurjón Sveinsson fæddist áSteinaflötum á Siglufirði 3.7.1918. Hann var sonur Sig- valda Þorsteins Sveins Jónssonar, byggingameistara á Siglufirði, og Geirlaugar Sigfúsdóttur húsfreyju. Sveinn var sonur Jóns Jónssonar, smiðs og bónda í Mósgerði og síðar á Siglufirði, og Sigurlaugar Sigvalds- dóttur, en Geirlaug var dóttir Sig- fúsar Jóhannssonar, bónda og sjó- manns í Saurbæ, á Siglufirði og víðar, og Sigurlaugu Þóru Guð- brandsdóttur húsfreyju. Eiginkona Sigurjóns var Ólöf Steingrímsdóttir skrifstofumaður, frá Eyvindartungu í Laugardal. Synir þeirra: Steingrímur, bygg- ingaverkfræðingur og húsasmíða- meistari; Sveinn Geir vélfræðingur, og Kristinn, rafmagnsverkfræð- ingur og efnaverkfræðingur. Meðal systkina Sigurjóns má nefna Óskar, trésmíðameistara og byggingafræðing, og Helga íþrótta- kennara. Sigurjón lauk stúdentsprófi frá MA 1941, prófi í byggingariðnfræði frá Tekniska Institut í Gautaborg 1947, prófi í húsasmíði hér á landi 1948, stundaði síðan nám í arkitekt- úr við Norges Tekniska Högskole í Þrándheimi frá 1954 og lauk þaðan lokaprófi 1957. Sigurjón var eftirlitsmaður hjá Húsameistara ríkisins og bæjarsjóði Reykjavíkur 1948-54, starfaði hjá Húsameistara ríkisins frá 1957, var deildararkitekt þar 1959-64 og bygg- ingafulltrúi í Reykjavík frá 1964 og til dánardags. Sigurjón var fulltrúi Reykjavikur- borgar í stjórn Nordisk Byggedag, sat í stjórn Iðnfræðingafélags Ís- lands og var formaður þess 1953-54 og kenndi við Meistaraskólann. Meðal þekktra húsa sem Sigurjón teiknaði eru Slökkvistöðin í Reykja- vík, Ráðhús og bókasafn á Siglufirði, Sjúkrahús Siglufjarðar og Árbæjar- skóli sem hann teiknaði með Þor- valdi Kristmundssyni. Sigurjón lést fyrir aldur fram hinn 1.11. 1972. Merkir Íslendingar Sigurjón Sveinsson 95 ára Sigríður Skarphéðinsdóttir 85 ára Bryndís S. Guðmundsdóttir Erlingur Pálsson Gústaf Óskarsson 80 ára Erna Sörladóttir Guðbjörn Charlesson Jórunn Magnúsdóttir Kristrún Ólafsdóttir 75 ára Ragnheiður S. Karlsdóttir 70 ára Ástríður Þorsteinsdóttir Bjarni Björnsson Dagný Guðnadóttir Gróa V. Eyjólfsdóttir Ingunn Sigurðardóttir Lýður Ægisson Sigmar Eiríksson Sigríður Gunnlaugsdóttir Sigríður Skúladóttir Sigurgeir Bóasson 60 ára Aðalbjörn Jón Sverrisson Eggert H. Margeirsson Eiríkur V. Friðriksson Guðlaugur Ö. Þorsteinsson Hugrún Ó. Guðmundsdóttir Ingibjörg Barðadóttir Irena Czajkowska Kolbrún Þórisdóttir Leo Trinidad Advincula Marek Jacek Bajkowski Málfríður F. Arnórsdóttir Ragnheiður Á. Pálsdóttir Sigríður B. Guðjónsdóttir Steingrímur P. Baldvinsson Sveinbjörn Björnsson 50 ára Ásgeir H. Aðalsteinsson Ásthildur Halldórsdóttir Gunnlaugur Þorgeirsson Nanna Maja Norðdahl Sigurður G. Markússon Teresa Helena Stencel Védís Birgisdóttir Vigdís Beck 40 ára Ásta S. Sigurbjörnsdóttir Bjarki Logason Björn Þorleifur Þorleifsson Dariusz Denis Donata H. Bukowska Eva Soffía Halldórsdóttir Hákon Hákonarson Heiða Steinunn Ólafsdóttir Inga Rún Birgisdóttir Janis Ziedins Katrín Lilja Ólafsdóttir Michail Liokalos Pablo E. Santos Melendez Sigríður Gunnarsdóttir Sigrún Lína Helgadóttir Sören Petersen 30 ára Davíð Bragason Elvar Þór Eðvaldsson Erna Björk Kristinsdóttir Halldór Már Kristmundsson Hamidah Momand Hildur Margrét Hjaltested Jesalyn Sanchez Italia Jón Geir Ásgeirsson Lovísa Ýr Guðmundsdóttir Ragnheiður Leifsdóttir Róbert Ægir Hrafnsson Sigurður Rúnar Sigurðsson Steven Patrick Gromatka Sunna Árnadóttir Svanhildur Lilja Svansdóttir Zakarías H. Gunnarsson Zaneta Frydrychová Þórður Sölvason Til hamingju með daginn 30 ára Róbert ólst upp í Reykjavík og Reykjanes- bæ, lauk sveinsprófi í húsasmíði frá FB og er slökkviliðs- og sjúkra- flutningamaður hjá Slökkviliði höfuðborgar- svæðisins. Maki: Selma Markús- dóttir, f. 1991, nemi í við- skiptafræði. Dóttir: Emilía, f. 2017. Foreldrar: Hrafn Jóns- son, f. 1956, og Auður Matthíasdóttir, f. 1956. Róbert Ægir Hrafnsson 30 ára Lovísa ólst upp á Selfossi, býr í Kópavogi, var að ljúka sveinsprófi í prentsmíð og starfar hjá Pixel. Unnusti: Hrannar Freyr Hallgrímsson, f. 1986, gullsmiður. Sonur: Mikael Tómas, f. 2015. Stjúpdóttir: Aldís Inga, f. 2006. Foreldrar: Jóna Krist- björg Hafsteinsdóttir, f. 1956, og Guðmundur Hansson, f. 1961. Lovísa Ýr Guðmundsdóttir 30 ára Elvar ólst upp í Eyjum, býr þar, er hljóð- maður og trommuleikari með ýmsum hljóm- sveitum, hefur starfað mikið í hjálparsveitinni þar og er varaformaður Leikfélags Vestmanna- eyja. Foreldrar: Eðvald Eyjólfs- son, f. 1964, fyrrv. tónlist- armaður, og Sigríður Kristinsdóttir, f. 1967, húsfreyja, nú búsett í Noregi. Elvar Þór Eðvaldsson HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum g auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu g fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin R o o

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.