Morgunblaðið - 03.07.2018, Side 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2018
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Tvær ungar tónlistarkonur, Bára
Gísladóttir og Bergrún Snæbjörns-
dóttir, verða staðartónskáld á 43.
Sumartónleikunum í Skálholti sem
hefjast í dag, 3. júlí, og standa til 5.
ágúst. Hlé verður gert á dagskránni
meðan á Skálholtshátíð stendur frá
19. til 22 júlí.
„Við eigum gríðarlega margar
góðar tónlistarkonur og eru Bára og
Bergrún í hópi þeirra. Við sækjumst
eftir jafnrétti þegar kemur að
kynjahlutfalli flytjenda og tónskálda
en í ár hallar verulega á karlkynið.
Ætli megi ekki segja að konur hafi
átt eitthvað inni,“ segir Guðrún
Birgisdóttir, framkvæmdastjóri
Sumartónleikanna í Skálholti.
„Konur hafa fleiri tækifæri í dag,
meira sjálfstraust og menntun en
fyrir nokkrum áratugum,“ segir
Guðrún sem fullyrðir að Sumar-
tónleikar í Skálholti leiki stórt hlut-
verk í menningarsögu litla Íslands
sem stundum sé stórt og margt frá-
bært að gerast á landinu.
Kolbeinn Bjarnason, Margrét
Bóasdóttir og Tryggvi Baldvinsson
skipa stjórn Sumartónleika í Skál-
holti og bera ábyrgð á listrænni
stefnu tónleikanna. Stjórnin valdi
Báru og Bergrúnu sem staðarskáld
á Sumartónleikunum. Tvö verk eftir
þær báðar verða flutt í sumar.
Bræðingur er yfirskrift tónleika
með nýjum verkum fyrir ástarvíólu
og rafhljóð. Þar verða flutt verk eft-
ir staðartónskáldin auk verka eftir
Halldór Smárason og Þráin Hjálm-
arsson. Seinni verk Bergrúnar og
Báru verða flutt af Nordic Affect í
lok Sumartónleikanna 5. ágúst en á
þeim tónleikum verða einnig flutt
verk eftir Veronique Vöku frá Kan-
ada og Luong Hue Trinh frá Víet-
nam.
Að sögn Guðrúnar er dagskrá
tónleikanna fjölbreytt og umfangs-
mikil. Sem dæmi verði haldnir að
nýju tónleikar með Bach-sveitinni í
Skálholti sem gengið hefur í gegn-
um endurnýjun og ungu fólki fjölgað
í henni. Með Bach-sveitinni syngur
Cantouqe Ensemble.
„Dagskráin er mjög metnaðarfull
og trú markmiðum Sumartón-
leikanna frá fyrri tíð, en þau stuðla
að nýsköpun og frumflutningi á
sama tíma og hlúð er að flutningi
barokktónlistar á upprunaleg hljóð-
færi, sem eru hljóðfræði smíðuð sem
eftirlíkingar af hljóðfærum frá 18.
öld,“ segir Guðrún og bætir við að
barokktónlist leikin á slík hljóðfæri
hafi átt miklum vinsældum að fagna
um nokkuð langt skeið.
Nýtt verk fyrir ástarvíólu
„Í fyrstu viku Sumartónleikanna
verður mikið frumflutt af nýrri tón-
list. Við fáum sérstakan gest frá
Ítalíu, Marco Fusi, sem flytur ný-
legt verk fyrir ástarvíólu eftir nor-
ræn tónskáld. Fusi kemur einnig
fram með Caput-hópnum sem er
einn af okkar helstu forsvarshópum
á sviði nútímatónlistar.“
Guðrún segir að önnur helgi Sum-
artónleikanna verði eflaust mjög há-
tíðleg þar sem tónlist Bach verður
fyrirferðarmikil og tónleikar haldnir
í minningu Þorkels Sigurbjörns-
sonar.
Á þriðju helginni verði barokk-
bandið Brák í stóru hlutverki. Tón-
list frá klassíska tímanum og selló-
og sembaltónleikar með frönskum
listamönnum.
Guðrún segir að fjórða og síðasta
helgin verði mikil kvennahelgi þar
sem meðal annars verði lögð áhersla
á frönsk kventónskáld. Þar verði
einnig lútu- og hörputónleikar.
„Það kostar ekkert inn á Sumar-
tónleika í Skálholti og er það í anda
stofnanda þeirra, Helgu Ingólfs-
dóttur semballeikara. Hún var
brautryðjandi og vildi að allir gætu
notið klassískrar tónlistar í Skál-
holti og að aðgagnseyrir yrði ekki
hindrun fyrir þá sem vilja hlusta á
klassíska tónlist. Við minnumst
starfa Helgu og hugmynda hennar
með virðingu á Sumartónleik-
unum,“ segir Guðrún sem bætir við
að tekið sé við frjálsum framlögum
við dyrnar og þau framlög hafa
skipt rekstur Sumartónleikanna
verulegu máli undanfarin ár.
„Það væri ekki hægt að bjóða upp
á ókeypis tónleika ef ekki kæmi til
velvilji bakhjarla, en Tónlistar-
sjóður er aðalbakhjarl tónleika-
haldsins.
„Þeir eru margir velunnararnir
sem styðja Sumartónleikana með
beinum og óbeinum hætti og án
þeirra væri ekki hægt að halda
áfram,“ segir Guðrún og bætir við
að Sumartónleikar í Skálholti séu
elsta sumartónlistarhátíðin á Ís-
landi og virt langt út fyrir landstein-
ana.
Skylda að skila arfleifðinni
„Það er mikil ábyrgð að gæta
þess að ganga ekki á það besta sem
við eigum og það sama gildir um
menningarverðmætin og náttúruna.
Það er skylda okkar sem störfum í
dag að skila arfleifðinni og auka
frekar almannagæði en hitt,“ segir
Guðrún sem segir að tónlistarmenn
sækist eftir því að fá að dvelja í
Skálholti, æfa og skapa þar lifandi
list og flytja tónlist sína í hinni stór-
kostlegu Skálholtskirkju.
Dagskrá Sumartónleika í Skál-
holti er að finna á sumartonleikar.is.
Hallar verulega á karlkynið í ár
Metnaðarfull dagskrá á Sumartónleikum í Skálholti Elsta sumartónlistarhátíðin á Íslandi
Bachsveitin og Cantouqe-hópurinn saman Enginn aðgangseyrir Frönsk kventónskáld
Skálholt Cantouqe-hópurinn er
þátttakandi á Sumartónleikunum.
Tónlistarmenn Sólveig Thoroddsen á hörpu og Sergio Coto Blanco á lútu
gleðja tónleikagesti í Skálholti á tónlistarviðburðinum Sungið á strengi.
Morgunblaðið/Þórður
Sumartónleikar Flestir aðdáendur klassískrar tónlistar ættu að finna eitt-
hvað við sitt hæfi og njóta fallegrar tónlistar í Skálholtskirkju í sumar.
Bergrún Snæbjörnsdóttir, sem
hefur aðsetur í New York, lauk
meistaraprófi í tónsmíðum frá
Mills College í Kaliforníu.
Í kynningu á Bergrúnu á vefsíðu
Sumartónleika í Skálholti kemur
fram að hún blandar saman ýms-
um miðlum svo sem hljóðgjöfum,
vídeólist og skúlptúrum.
Bergrún er virk í flutningi á
samtímatónlist og hefur verið
flytjandi fyrir Sigur Rós og Björk.
Flytur sam-
tímatónlist
STAÐARTÓNSKÁLD SUMARTÓNLEIKA Í SKÁLHOLTI 2018
Bergrún Snæbjörnsdóttir
Bára Gísladóttir, tónskáld og
kontrabassaleikari, stundar nám í
tónsmíðum við Konunglegu
dönsku tónlistarakademíuna í
Kaupmannahöfn en hún lauk
meistaraprófi við sömu stofnun.
Bára hlaut í ár Léonie Sonning-
hæfileikaverðlaun fyrir tónsmíðar.
Hún vinnur nú að sinni fjórðu
plötu. Áður útgefnar plötur hennar
eru Different Rooftops, Brimslóð
og Mass for someone.
Fjórða platan
á leiðinni
Bára Gísladóttir
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC