Morgunblaðið - 03.07.2018, Page 32

Morgunblaðið - 03.07.2018, Page 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2018 Síðan leikritið Harry Potter and The Cursed Child, sem sýnt er í tveimur hlutum og byggist á ævin- týraheimi Harry Potter-bókanna, var frumsýnt í London fyrir tveimur árum, við glimrandi viðtökur og sóp- aði að sér verðlaunum, halda fram- leiðendur leiksýningarinnar áfram að finna sýningunni fleiri heimili. The New York Times greinir frá því að San Francisco verði fjórða borgin þar sem verkið verður sett upp en sýningar munu hefjast þar í Curran- leikhúsinu haustið 2019. Rúmt verður um gesti því Curr- an, sem var tekið í gegn og end- urnýjað fyrir tveimur árum, tekur 1.600 gesti í sæti. Áður munu sýningar á The Cur- sed Child hefjast í Melbourne í Ástralíu, snemma á næsta ári. Verkið var tekið til sýninga í Ly- ric Theater í New York í fyrra og hefur verið afar vel tekið en það hreppti sex Tony-verðlaun á dög- unum, meðal annars sem besta leik- sýningin. Fyrri hluti leikritsins er sýndur síðdegis en sá seinni sama kvöld – saman eru hlutarnir tveir fimm tímar. Uppsetningin er sú dýrasta á leikriti sem nokkru sinni hefur verið sett upp á Broadway í New York. The Cursed Child er skrifað af Jack Thorne og byggist á sögu eftir J.K. Rowling – höfund sagnanna um Potter, Thorne og John Tiffany. Leikritið gerist 19 árum eftir að frá- sögn Potter-bókanna lýkur og fylgst er með Harry Potter og Albus syni hans, sem stundar nám við Hog- wart-skólann og þarf að takast þar á við goðsögnina um hinn fræga föður sinn og lendir í ýmsum ævintýrum. Skrautlegt Leikritið er sýnt lát- laust í Lyric-leikhúsinu í New York. Leikritið um Potter til San Francisco Tríóið Tourlou er á tónleikaferð um landið og treður upp í Edinborg- arhúsinu á Ísafirði í kvöld, þriðjudag, og hefjast tónleikarnir í Bryggjusaln- um klukkan 20. Tríóið skipa Anna Vala Ólafsdóttir sem leikur á selló og syngur, David Alameda Márquez sem leikur á fiðlu, víólu d’amore, mandólín og syngur, og Mayumi Malotaux sem syngur og leikur á fiðlu og mandólín. Í tilkynningu um tónleikana segir að Tourlou bjóði tónleikagestum í ferðalag til landa á borð við Búlgaríu, Makedóníu, Armeníu, Grikkland, Ítalíu og Spán. Tríóið flytur þjóðlaga- tónlist í eigin útsetningum og á efnis- skránni kennir ýmissa grasa, allt frá melankólískum ballöðum til líflegrar danstónlistar. Eins og efnisskráin koma tónlistarmennirnir úr ólíkum áttum, frá Íslandi, Spáni og Hollandi. Á þeim tveimur árum sem liðin eru frá stofnun Tourlou hafa þremenn- ingarnir farið í tónleikaferðalög um Spán og Japan, gefið út sinn fyrsta geisladisk og komið fram á hinum ýmsu tónleikum og tónlistarhátíðum í Hollandi og Belgíu. Tourlou tríó á Ísafirði Tríóið Tourlou hefur komið fram víða og ferðast nú um Ísland. The Incredibles 2 1 2 TAG Ný Ný Sicario: Day of the Soldado Ný Ný Jurassic World: Fallen Kingdom 2 4 Ocean's 8 4 3 Adrift 3 3 Book Club 5 2 Kona fer í stríð 6 6 Love, Simon Ný Ný Solo – A Star Wars Story 7 6 Bíólistinn 29. júní – 1. ágúst 2018 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Teiknuðu ofurhetjurnar í Incredi- bles 2 stukku í síðustu viku beint á topp aðsóknarlista kvikmyndahús- anna, þegar byrjað var að sýna myndina, og þessa helgina sátu þær þar sem fastast – um 7.600 mann sáu myndina. Kvikmyndin Tag var tekin til sýninga fyrir helgina og fékk næstmestu aðsóknina en í þriðja sæti listans er framhald kvik- myndarinar Sicario (sem Jóhann Jóhannsson samdi á sínum tíma tónlistina við), Sicario: Day of the Soldado, en í henni er tónlistin eftir Hildi Guðnadóttur. Júraheimurinn, Fallen Kingdom, gefur því eftir. Bíóaðsókn helgarinnar Ofurhetjurnar enn vinsælastar Hetjur Hinar fjölhæfu hetjur í Incredibles 2 draga gesti í bíó. Undir trénu 12 Agnes grípur Atla við að horfa á gamalt kynlífs- myndband og hendir honum út. Atli flytur þá inn á for- eldra sína, sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi. IMDb 7,1/10 Bíó Paradís 22.00 Andið eðlilega Morgunblaðið bbbbm IMDb 7,4/10 Bíó Paradís 20.00 In the Fade 12 Veröld Kötju hrynur þegar eiginmaður hennar og sonur láta lífið í sprengjuárás. Sorgarferlið tekur við. Eftir nokkurn tíma fer hún að hyggja á hefndir Metacritic 64/100 IMDb 7,2/10 Bíó Paradís 22.15 Call Me By Your Name 12 Metacritic 93/100 IMDb 8,0/10 Bíó Paradís 22.00 Jumanji: Welcome to the Jungle 12 Metacritic 58/100 IMDb 7,0/10 Bíó Paradís 20.00 Sicario: Day of the Soldado 16 Barátta Bandaríkjamanna við eiturlyfjabaróna í Mexíkó tekur á sig jafnvel alvarlegri mynd þegar hryðjuverka- mönnum er smyglað yfir landamærin. Laugarásbíó 17.20, 19.50, 22.25 Sambíóin Keflavík 22.15 Smárabíó 19.10, 20.10, 21.50, 22.40 Háskólabíó 21.00 Borgarbíó Akureyri 19.30, 21.50 Love, Simon Myndin fjallar um samkyn- hneigðan strák sem heitir Simon. Hann veit ekki hver hinn nafnlausi bekkjarbróðir er, sem hann er orðin skot- inn í á netinu. Metacritic 72/100 IMDb 7,8/10 Smárabíó 14.50, 16.30, 17.10, 19.30, 22.10 Háskólabíó 20.50 Borgarbíó Akureyri 19.30 Tag 12 Metacritic 56/100 IMDb 7,1/10 Lítill hópur fyrrum bekkjar- félaga skipuleggur flókinn, árlegan „klukk“ leik, sem krefst þess að þátttakendur þurfa sumir að ferðast um landið þvert og endilangt. Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.20, 17.30, 20.00, 22.15 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.40 Sambíóin Kringlunni 17.10, 19.40, 22.00 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.15 Sambíóin Keflavík 20.00 Book Club Metacritic 53/100 IMDb 6,3/10 Líf fjögurra góðra vinkvenna breytist til frambúðar, eftir að þær lesa söguna 50 Sha- des of Grey í bókaklúbbnum sínum. Smárabíó 17.00 Háskólabíó 18.20, 21.10 Borgarbíó Akureyri 17.30 Ocean’s 8 Morgunblaðið bbbnn Debbie Ocean safnar saman liði til að fremja rán á Met Gala-samkomunni í New York. Metacritic 61/100 IMDb 6,3/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 20.00 Sambíóin Kringlunni 21.00 Sambíóin Akureyri 22.30 Sambíóin Keflavík 22.20 Solo: A Star Wars Story 12 Ævintýri Han Solo og Chew- bacca áður en þeir gengu til liðs við uppreisnina. Sambíóin Álfabakka 19.40, 22.30 Deadpool 2 16 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 66/100 IMDb 8,1/10 Smárabíó 22.00 Hin Ótrúlegu 2 Bob Parr, Hr. Ótrúlegur, þarf að annast Jack-Jack á með- an Helen, Teygjustelpa, fer og bjargar heiminum. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 80/100 IMDb 8,9/10 Laugarásbíó 14.50, 15.00, 17.20 Sambíóin Álfabakka 15.00, 16.00, 17.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 16.00, 17.00, 18.30, 19.30, 22.00 Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00 Sambíóin Keflavík 17.20, 17.30, 19.50 Háskólabíó 18.00 Draumur Myndin skoðar ósagða sögu Mjallhvítar, Öskubusku og Þyrnirósar, sem komast að því að þær eru allar trúlof- aðar sama draumaprins- inum. Prinsinn upplifir þær breytingar að verða talinn ómótstæðilegur af flestum eftir að álfadís hellir á hann töfradufti í miklu magni. Laugarásbíó 15.20 Smárabíó 15.00, 17.20 Pétur Kanína Myndin fjallar um kanínuna Pétur sem reynir að lauma sér inn í grænmetisgarð nýja bóndans. Þeir há mikla bar- áttu þar sem bóndinn vill halda dýrunum út fyrir garð- inn en Pétur svífst einskis til að fá það sem hann vill. Smárabíó 14.50 Þegar eldfjallið á eyjunni vaknar til lífsins þurfa Owen og Claire að bjarga risaeðlunum frá út- rýmingu. Morgunblaðið bbmnn Metacritic 52/100 IMDb 6,8/10 Laugarásbíó 22.00 Sambíóin Álfabakka 19.30, 22.15 Sambíóin Egilshöll 17.20, 22.20 Borgarbíó Akureyri 21.40 Jurassic World: Fallen Kingdom 12 Kona fer í stríð Kona á fimmtugsaldri ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdar- verkamaður og er tilbúin að fórna öllu fyrir móður jörð og há- lendi Íslands þar til mun- aðarlaus stúlka frá Úkraínu stígur inn í líf hennar. Morgunblaðið bbbbb Laugarásbíó 19.50 Háskólabíó 18.30, 21.00 Bíó Paradís 18.00 Adrift 12 Myndin fjallar um unga konu, Tami sem þarf að takast á við mótlæti eftir að skúta sem hún og unnusti hennar sigldu gjör- eyðilagðist. í 4. stigs fellibyl. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 56/100 IMDb 6,7/10 Laugarásbíó 17.40, 19.50, 22.00 Smárabíó 17.20, 19.50, 22.40 Háskólabíó 18.10 Borgarbíó Akureyri 17.30 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.