Morgunblaðið - 03.07.2018, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 184. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Myndband af árekstri á Hellisheiði
2. Ferðamaður féll af þaki og lést
3. Drengirnir fundnir á lífi
4. Ellefu úr fjölskyldunni fundust látin
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
ASA tríó kemur fram á djasskvöldi
Kex hostels í kvöld kl. 20.30 ásamt
saxófónleikurunum Jóel Pálssyni og
Sigurði Flosasyni. ASA skipa Andrés
Þór Gunnlaugsson á gítar, Agnar Már
Magnússon á Hammond-orgel og
Scott McLemore á trommur. Tríóið
hefur gefið út tvær hljómplötur auk
þess að gefa út á netinu upptökur frá
tvennum tónleikum.
ASA, Jóel og Sig-
urður á djasskvöldi
Norski söngv-
arinn og laga-
smiðurinn Thom-
as Dybdahl heldur
tónleika í Nor-
ræna húsinu ann-
að kvöld kl. 21 og
eru þeir hluti af
sumartónleikaröð
hússins. Dybdahl
semur rómantísk, innhverf og æv-
intýraleg lög og mun vera einn vin-
sælasti tónlistarmaður Noregs og
rísandi stjarna á erlendri grundu.
Rómantísk, innhverf
og ævintýraleg lög
Fyrstu tónleikar Sumartónleika
Listasafns Sigurjóns verða haldnir í
kvöld kl. 20.30 og er það flamenco-
gítarleikarinn og tónskáldið Reynir
Hauksson sem ríður á vaðið. Á efnis-
skránni verða verk eftir Roland
Dyens, Paco de
Lucía og Reyni
sjálfan og einn-
ig bulerias frá
Jerez og
tangóar frá
Andalús-
íu.
Reynir ríður á vaðið
Á miðvikudag Austlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s, hvassast við
suðausturströndina fyrripartinn. Víða dálítil rigning eða súld, en
úrkomulítið norðvestantil. Hiti 8-15 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 5-10 m/s, skýjað með köflum,
víða úrkomulítið en stöku skúrir vestantil. Austlæg átt og fer að
rigna í kvöld, fyrst syðst. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustantil.
VEÐUR
Hilmar Árni Halldórsson
hélt áfram að bæta við
mörkum á frábæru tímabili
sínu með Stjörnunni í
Pepsi-deildinni í knatt-
spyrnu þegar liðið vann
gríðarlega mikilvægan sigur
á FH, 3:2, í Hafnarfirði í gær.
Hilmar Árni skoraði sigur-
markið beint úr auka-
spyrnu, nokkrum mínútum
fyrir leikslok, en það var
annað mark hans í leikn-
um. »2
Hilmar tryggði
sigur í toppslag
Íslenska landsliðið er úr leik og
kemst ekki í undankeppni heims-
meistaramótsins í körfuknattleik
karla að þessu sinni. Þetta varð ljóst
eftir tap fyrir Finnum, 91:77, í hörku-
leik í Helsinki í gær. Tapleikirnir tveir
á móti Búlgaríu fyrr í undan-
keppninni reyndust dýr-
keyptir þegar upp var
staðið fyrir Martin
Her-
manns-
son og
félaga í
lands-
liðinu.
»2
Ísland er úr leik í undan-
keppni HM eftir tap
Belgía hefur komist í 8-liða úrslit á
síðustu tveimur stórmótum og náði
þeim áfanga í þriðja skiptið í röð í
gær með 3:2-sigri á Japan á HM karla
í knattspyrnu í Rússlandi. Japan var
2:0 yfir þegar 25 mínútur lifðu leiks
en þá gerðu Belgar svo sannarlega
breytingar til batnaðar á sínu liði.
Brasilía sló út Mexíkó sem enn á ný
féll úr leik í 16-liða úrslitum. » 1
Belgía mætir Brasilíu
eftir hádramatík
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Myndir öðlast oft markvert gildi
með tímanum. Sumt sem virðist lít-
ils virði í núinu verður merk heimild
þegar fram líða stundir, til dæmis
myndir af fólki við störf sín eða af
skipum, bílum og húsum. Í safni
mínu eru núna um 55 þúsund mynd-
ir af öllu mögulegu. Þetta er orðin
heilmikil saga,“ segir Svavar B.
Magnússon í Ólafsfirði.
Ljósmyndaáhuginn
vaknaði snemma
Næstkomandi laugardag verð-
ur í svonefndu Pálshúsi þar í bæ
opnuð sýning á ljósmyndum Svav-
ars í tilefni þess að nú í ár eru liðin
90 ár frá því að Magnús Gamal-
íelsson, faðir Svavars, hóf þar út-
gerð og fiskvinnslu á eigin vegum.
Sú starfsemi varði allt fram til árs-
ins 1997 en var þá sameinuð öðru
félagi og með enn frekari samein-
ingum varð til sjávarútvegs-
fyrirtækið Rammi. Eftir stendur þó
sagan, meðal annars skráð með
myndum Svavars og verða þær
sýndar í Pálshúsi í sumar.
„Áhuginn á því að taka myndir
vaknaði innan við fermingu og þetta
hefur alltaf fylgt mér. Ég tók
myndir af öllu mögulegu sem fang-
aði athygli mína,“ segir Svavar sem
í áratugi var fréttaritari og ljós-
myndari Morgunblaðsins í Ólafs-
firði. Margar myndanna fóru þó
aldrei lengra en í eigið albúm, svo
sem myndir úr starfsemi útgerð-
arfyrirtækis fjölskyldunnar, burðar-
áss í atvinnulífi bæjarins áratugum
saman.
Mikil umsvif Magnúsar
Á sýningunni í Pálshúsi bregð-
ur fyrir fjölda fólks við leik eða
störf í Ólafsfirði, Akureyri og víðar,
minningum um báta, hús, mann-
virki, umhverfi, atvinnuhætti og
mannlíf í dæmigerðu íslensku sjáv-
arþorpi á öldinni sem leið.
Magnús Gamalíelsson fæddist
1899 og var lengi einn af umsvifa-
mestu útgerðarmönnum landsins.
Starfsemi fyrirtækis hans var að-
allega í Ólafsfirði en einnig í Kefla-
vík. Byrjaði með tvær hendur tóm-
ar, eins og sagt er, en svo gerðust
alls konar ævintýri. Magnús lét
meðal annars smíða fyrir sig fjögur
fiskiskip á Akureyri; þar af tvö
stærstu stálskip sem þá höfðu verið
smíðuð á Íslandi. Gegndi jafnframt
fjölmörgum trúnaðarstörfum í þágu
sinnar heimabyggðar og beitti sér
fyrir framfaramálum hennar.
Magnús og eiginkona hans, Guð-
finna Pálsdóttir, eignuðust fimm
börn. Hann lést árið 1985.
Af daglegu lífi
Frá því hefur verið gengið að
Minjasafnið á Akureyri fái ljós-
myndasafn Svavars B. Magnús-
sonar til varðveislu. Haft er eftir
Herði Geirssyni, safnverði þar, í
sýningarskrá að myndirnar verði
„vissulega góð búbót og heimildir
um nærumhverfi ljósmyndarans“,
eins og komist er að orði.
„Myndir Svavars eru gjarnan
af daglegu lífi fólks, sem gerir þær
dýrmætar. Þarna sést fólk við dag-
leg störf til sjós og lands, börn að
leik, áhafnir skipa, hús sem eru
horfin, götur sem hafa allt annan
svip nú og svo framvegis,“ segir Atli
Rúnar Halldórsson blaðamaður sem
hefur unnið að undirbúningi þess-
arar sýningar. Sjálfur á hann ættir
að rekja í Ólafsfjörð, var þar í skóla
á unglingsárum og segir því margt
á myndunum vera sér kunnuglegt.
„Satt að segja hefur talsverð áhrif á
mann að sjá æskuárin birtast aftur
ljóslifandi á myndum Svavars.“
Ljósmynd/Svavar Berg Magnússon
Útgerðarmaðurinn Magnús Gamalíelsson sitjandi á bryggjupollanum þegar
skuttogarinn Sigurbjörg ÓF kom til heimahafnar í Ólafsfirði vorið 1979.
Myndasaga úr
sjávarþorpinu
Ljósmynd/Björn Valdimarsson
Ljósmyndarinn Svavar Berg Magnússon grúskar í myndum í tölvunni.
Útgerð og mannlíf í Ólafsfirði birtist
í myndum Svavars B. Magnússonar