Morgunblaðið - 07.07.2018, Side 2

Morgunblaðið - 07.07.2018, Side 2
Æskuvinir frá Akureyri, sem mynda félagsskapinn Ginola, hafa árum saman tekið þátt í Pollamóti Þórs á Akureyri fyrir „gamla“ fót- boltamenn. Fyrst og fremst hefur hópurinn lagt áherslu á að skemmta sér og öðrum á þeim vett- vangi en ákvað nú að láta gott af sér leiða og notaði tækifærið í gær, á fyrri degi mótsins, og afhenti MND-félaginu á Íslandi rúmlega eina milljón króna að gjöf, í sólinni við Hamar, félagsheimili Þórs. Hugmyndin kviknaði þegar Ágúst H. Guðmundsson, sem þjálf- aði nokkra úr hópnum í körfubolta hjá Þór á árum áður, greindist með MND fyrir skömmu. Ginola-félagar tóku sig til, lögðu sjálfir fé í púkk en megnið af upphæðinni er þó styrkur frá ýmsum fyrirtækjum víða um land. Það var Sigurður G. Sigurðsson sem afhenti gjöfina en við tóku eig- inkona Ágústs, Guðrún Gíslasdótt- ir, og Berglind Eva, dóttir þeirra hjóna. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vinahópurinn Ginola á Akureyri lætur gott af sér leiða Pollar gefa eina milljón 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 Leitar þú að traustu Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is ALHLIÐA BÍLAVIÐGERÐIR < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA Lífslíkur bílsins margfaldast ef hugað er reglulega að smurningu.ENGAR tímapantanir MÓTORSTILLING fylgir fyrirmælum bílaframleiðanda um skipti á olíum og síum. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Komið fyrir í Ölfusá  Ný matsskýrsla haffræðings gæti útilokað sekt Thomasar  Mál Birnu Brjánsdóttur tekið fyrir í Landsrétti í haust Líkami Birnu Brjánsdóttur var sett- ur í Ölfusá, við Óseyrarbrú, þaðan sem hann rak á einni viku upp í fjöru skammt vestan við Selvogsvita, þar sem hann fannst eftir mikla leit 20. janúar 2017. Þetta er niðurstaða dómkvadds haffræðings sem skilað hefur mats- skýrslu til Héraðsdóms Reykjavíkur, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Málið verður tekið fyrir í Landsrétti í haust og búist er við því að skýrslan verði meðal helstu álitaefna við með- ferð málsins fyrir dómstólnum. Gæti útilokað sekt Thomasar Fyrrverandi verjandi Thomasar Møller Olsen fór fram á að dóm- kvaddur matsmaður yrði fenginn til að meta hvar líklegast væri að líkama Birnu hefði verið komið fyrir í sjó að teknu tilliti til hafstrauma, veðurfars, landslags og fleira. Í rökstuðningi með beiðninni segir að af gögnum málsins megi ráða að Thomas hafi ekki getað ekið nema um 130 kílómetra milli kl. 6 og 11 morg- uninn 14. janúar 2017, en hafi líkama Birnu verið komið fyrir í sjó utan þeirrar vegalengdar megi útiloka sekt Thomasar. Við rannsókn málsins var aldrei upplýst með öruggum hætti hvað Thomas hafðist að frá kl. 7 til 11 um morguninn 14. janúar. Samkvæmt framburði stjórnenda rannsóknar- innar hafi 130 til 150 óútskýrðir kíló- metrar verið eknir á bílaleigubíl sem Thomas hafði á leigu. Málið sem kom við þjóðina Thomas áfrýjaði málinu skömmu eftir að 18 ára fangelsisdómur var kveðinn upp yfir honum 29. septem- ber á síðasta ári. Héraðsdómur úrskurðaði í lok nóv- ember að nýr matsmaður skyldi feng- inn til að leggja mat á hvar líkama Birnu hefði verið komið fyrir í sjó. Hæstiréttur vísaði kæru ríkissak- sóknara vegna ákvörðuninnar frá og því var nýr matsmaður fenginn. Mál Birnu Brjánsdóttur skók ís- lensku þjóðina í upphafi síðasta árs og tók almenningur virkan þátt í leit- inni. Rannsókn málsins og leit að Birnu er meðal umfangsmestu að- gerða lögreglu og björgunarsveita frá upphafi. Morgunblaðið/Eggert Leit Umfangsmikil leit var gerð að Birnu Brjánsdóttur í janúar 2017. Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Umferð frá höfuðborgarsvæðinu tók að þyngjast síðdegis í gær enda margir sem hafa ákveðið að leggja land undir fót á þessari fyrstu stóru ferðahelgi sumarsins, sem jafnan er fyrstu helgina í júlí. „Umferðin hefur gengið vel og áfallalaust hér á höfuðborgarsvæð- inu,“ sagði Kristófer Sæmundsson, varðstjóri á umferðardeild hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Mest var umferðin milli klukkan 15 og 18 í gær og segir Kristófer aðspurður að umferðar- þunginn hafi dalað þegar líða tók á kvöldið. Höfðu ökumenn virt há- markshraða á leið sinni úr bænum „en það er nú yfirleitt þannig þegar umferðin er mikil að þá er ekki svig- rúm til þess að keyra mjög hratt,“ sagði Kristófer. Gefur gærdagurinn því góð fyrirheit fyrir helgina. Bíll við bíl á leið úr bænum  Þung umferð sem gekk þó greið- lega og áfallalaust Morgunblaðið/Hari Ferðalag Umferðin var þung á Vesturlandsvegi, skammt frá Bauhaus, í gær. Ákæra gegn Sindra Þór Stef- ánssyni og sam- verkamönnum hans var afhent Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þetta staðfesti Ólafur Helgi Kjartansson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is í gær, en ákært er fyrir stórfellt þjófn- aðarbrot auk þess sem sumir eru ákærðir fyrir að halda eftir upplýs- ingum. Stærsti þjófnaður sögunnar Ólafur Helgi vildi ekki gefa upp hve margir samverkamenn Sindra voru ákærðir, en alls voru 23 handteknir og yfirheyrðir vegna málsins og fimm sættu gæsluvarðhaldi. Málið varðar stuld á 600 tölvum að andvirði 200 milljóna króna sem stolið var úr gagnaverum í Reykjanesbæ í janúar og desember sl. Er þjófnaður- inn talinn stærsta mál Íslandssögunn- ar af þessum toga. Tölvubúnaðurinn er enn ófundinn, en eigandi hans bauð sex milljónir króna í fundarlaun. Lögreglan á Suð- urnesjum hefur rannsakað málið með hjálp Europol og hefur rannsóknin m.a. teygt anga sína til Kína. Þangað var send fyrirspurn vegna tölvubún- aðarins í maí, en engin svör bárust. Sætir farbanni út mánuðinn Málið tók óvænta stefnu þegar Sindri Þór yfirgaf fangelsið á Sogni í apríl sl., þar sem hann hafði sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar. Tókst honum að komast úr landi áður en lögregla hafði hendur í hári hans í miðborg Amsterdam í Hollandi 22. apríl. Sindri hefur sætt farbanni frá því hann kom aftur hingað til lands og gildir það fram í lok júlí. Sindri Þór og sam- verkamenn ákærðir Sindri Þór Stefánsson  Tölvubúnaðurinn er enn ófundinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.