Morgunblaðið - 07.07.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
., '*-�-��,�rKu�,
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
æli- & frystiklefar
í öllum stærðum
K
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Íslensk handrit eru varðveitt nokkuð
víða að sögn dr. Guðrúnar Nordal,
forstöðumanns Stofnunar Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum.
Elstu skinnhandritin eru aðallega
hér, í Danmörku og Svíþjóð. Nýlega
lánuðu Danir hingað Ormsbók
Snorra Eddu og Reykjabók Njálu,
sem kunnugt er.
Um það bil 20.000 íslensk handrit
eru varðveitt. Þar af eru til um 1.000
skinnhandrit, heil eða í brotum,
skrifuð frá upphafi og fram á 16. öld.
Árnastofnun í Reykjavík geymir
skinnhandrit sem komu úr safni
Árna Magnússonar í Kaupmanna-
höfn og dönsku Konungsbókhlöð-
unni. Landsbókasafn Íslands - Há-
skólabókasafn varðveitir um 15.000
pappírshandrit sem eru yngri en
skinnhandritin.
Handritasafn Árna Magnússonar í
Kaupmannahöfn geymir mesta safn
íslenskra handrita á erlendri grund
og Konunglega bókasafnið í Kaup-
mannahöfn varðveitir einnig merk ís-
lensk handrit. Þá eru mörg íslensk
handrit varðveitt í Konungsbókhlöð-
unni í Stokkhólmi og færri í sænska
Ríkisskjalasafninu og tveimur
sænskum háskólabókasöfnum.
Þjóðbókasafnið í Ósló og tvö norsk
háskólabókasöfn geyma einnig ís-
lensk handrit auk þriggja safna á
Englandi, safns á Írlandi og annars í
Skotlandi. Eins er íslensk handrit að
finna á söfnum í Þýskalandi, Austur-
ríki og á fjórum söfnum í Bandaríkj-
unum.
Ekki hefur verið unnið formlega
að því að fá fleiri íslensk handrit af-
hent hingað frá útlöndum frá því að
handritamálið við Dani var leitt far-
sællega til lykta á síðustu öld. Guð-
rún sagði að vissulega hefðu Íslend-
ingar viljað fá öll íslensk handrit í
Danmörku heim á sínum tíma en þau
sem komu hafi verið afhent á grund-
velli samnings milli ríkjanna sem
gerður var á sjöunda áratugnum.
Hún benti á að handritin geymdu
sameiginlegan menningararf og sögu
Norðurlanda. Það væri af hinu góða
að handritin fornu væru rannsökuð
sem víðast og af sem flestum. Mikil-
vægt væri að handritunum væri
sýndur fullur sómi og áhugi hvar sem
þau væru. Unnið er stöðugt að því að
mynda handritin og miðla þeim staf-
rænt á vefsíðunni handrit.is fyrir
fræðimenn og aðra.
Árnagarður var byggður vegna af-
hendingar handritanna á sínum tíma.
Nú hillir undir að Hús íslenskra
fræða rísi og þar verður öll starfsemi
Árnastofnunar sameinuð, sú sem er í
Árnagarði og á Laugavegi og í Þing-
holtsstræti, en stofnunin vinnur enn-
fremur að orðfræði og málrækt, mál-
tækni, örnefna- og þjóðfræði, styður
við íslenskukennslu við erlenda há-
skóla og sér um alþjóðleg samskipti á
fræðasviðinu.
Íslensk handrit geymd víða
Um 20.000 íslensk handrit eru varðveitt Ekki er nú
unnið formlega að því að fá fleiri íslensk handrit heim
Morgunblaðið/Valli
Gleði Guðrún Nordal forstöðumaður tók á móti Guðvarði M. Gunnlaugssyni
og Þórunni Sigurðardóttur sem fluttu dýrmæt handrit til landsins.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Það er ekki eins og ég geti frestað
fæðingunni og þess vegna þarf að
finna lausn sem fyrst,“ segir Birta
Jónsdóttir um ástandið í kjaradeilu
ljósmæðra og íslenska ríkisins en
hún er gengin rúmlega 38 vikur með
sitt fyrsta barn.
Hún segir deiluna valda sér mikl-
um áhyggjum enda geti hún átt von á
barninu á allra næstu dögum. „Þetta
getur farið af stað hvenær sem er.
Þetta gerir mig stressaða enda
óþægilegt að þurfa að treysta á þjón-
ustu sem maður er ekki alveg örugg-
ur með,“ segir Birta sem telur að
koma þurfi betur til móts við kröfur
ljósmæðra í deilunni. Þá geti afleið-
ingarnar verið alvarlegar náist ekki
niðurstaða sem fyrst.
Ríkið þarf að gyrða sig í brók
„Þegar maður vinnur mikið og er
undir álagi þá sinnir maður starfi
sínu ekki eins vel og maður á að gera.
Það á við um alla og ekki síst ljós-
mæður þannig að það er gríðarlegt
atriði að það verði búið að leysa þetta
áður en álagið á þeim verður orðið of
mikið,“ segir Birta og bætir við að
hún telji að ríkið þurfi að nálgast við-
ræður við ljósmæður á annan hátt.
Þá hafi síðasta útspil fjármála-
ráðuneytisins í deilunni verið vill-
andi, en þar kom fram að kjaraþróun
ljósmæðra hefði verið í samræmi við
aðra BHM-hópa. „Mér fannst þetta
fáránleg framsetning og í raun gert
til að gera lítið úr ljósmæðrum. Mitt
mat er bara það að ríkið þarf að
gyrða sig í brók og klára þetta mál.
Það er óskiljanlegt að þetta taki
svona langan tíma,“ segir Birta.
Ný útfærsla kynnt
á miðvikudag
Í Morgunblaðinu í gær kom fram
að fundi samninganefndar ríkisins
og ljósmæðra hjá ríkissáttasemjara
hefði lokið í fyrradag án niðurstöðu.
Þá hefur næsti fundur í deilunni ekki
verið boðaður fyrr en á miðvikudag í
næstu viku. Spurður hvers vegna
fundur hafi ekki verið boðaður fyrr,
segir Gunnar Björnsson, formaður
samninganefndar ríkisins, það vera
vegna fjölda sumarleyfa.
„Það er verið að fá fólk úr fríi til að
hjálpa okkur með ákveðnar upplýs-
ingar. Það getur verið erfitt að kalla
fólk inn þegar það er í fríi og við
reynum að taka tillit til þess. Þess ut-
an tekur tíma að ná í þessar upplýs-
ingar,“ segir Gunnar og bætir við að
verið sé að kanna aðrar útfærslur á
samningi við ljósmæður. Af þeim
sökum verði bið á viðræðum þar til
nauðsynlegar upplýsingar hafa feng-
ist. „Við erum að óska eftir upplýs-
ingum frá ýmsum heilbrigðisstofn-
unum vegna þess að við erum að
skoða annarskonar útfærslu á samn-
ingi. Við erum að skoða útfærslur
sem hafa til dæmis með vinnuálag að
gera. Sá samningur verður tekinn
fyrir á fundi með ljósmæðrum á mið-
vikudag,“ segir Gunnar.
Áhyggjufull yfir stöðu ljósmæðra
Vill að ríkið komi betur til móts við kröfur ljósmæðra Ekki fundað í deilunni fyrr en í næstu viku
vegna fjölda sumarleyfa Samningur með nýjum útfærslum kynntur á næsta fundi með ljósmæðrum
Morgunblaðið/Hari
Birta Hún er gengin rúmlega 38 vikur með sitt fyrsta barn. Hún kveðst áhyggjufull yfir stöðunni í deilu ljósmæðra
og vonar að hún leysist sem fyrst. Þá kallar hún eftir því að ríkið komið betur til móts við ljósmæður.
Hátíðarstemning ríkti á Íslandi 22.
apríl 1971 þegar danska eftirlits-
skipið Vædderen lagðist að bryggju
í Reykjavík og helstu dýrgripir ís-
lenskra handrita voru bornir í land.
Handritin voru komin heim.
Mannfjöldi var á hafnarbakk-
anum og þar stóðu fremst í flokki
ríkisstjórnin, forsetar sameinaðs Al-
þingis og Hæstaréttar, sendiherra
Dana, þáverandi og fyrrverandi
sendiherrar Íslands í Danmörku og
borgarstjórn Reykjavíkur.
Lúðrasveit Reykjavíkur lék og
skátar og lögreglumenn stóðu heið-
ursvörð. Fjölmenn sendinefnd ríkis-
stjórnar Danmerkur og þjóðþings-
ins kom hingað af þessu sögulega
tilefni. Auk þess bauð ríkisstjórn Ís-
lands hópi fyrrverandi danskra ráð-
herra og annarra sem unnið höfðu
að lausn handritamálsins. Gestunum
var svo ekið í gegnum miðbæinn að
Hótel Sögu og stóðu skólabörn með
danska og íslenska fána við göt-
urnar.
Síðdegis var hátíðleg athöfn í Há-
skólabíói og þar voru m.a. viðstödd
forsetahjónin Kristján Eldjárn og
Halldóra, borgarstjóri, danskir og
íslenskir embættismenn auk ann-
arra gesta.
Að loknum leik Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands og ræðuhöldum af-
henti Helge Larsen, menntamála-
ráðherra Dana, Gylfa Þ. Gíslasyni
menntamálaráðherra bæði bindi
Flateyjarbókar með orðunum: „Vær
så god, Flatøbogen“ (Gjörðu svo vel,
Flateyjarbókin). Konungsbók Eddu-
kvæða fylgdi svo á eftir. Sam-
komugestir risu á fætur og klöpp-
uðu lengi og innilega. Að lokinni
athöfninni voru handritin flutt til
varðveislu í Árnastofnun. Ríkis-
stjórnin bauð til veislu um kvöldið
og sátu hana um 300 gestir, að sögn
Morgunblaðsins.
Mikil hátíð þegar handritin
komu heim í apríl 1971
„Við teljum þetta vera of langan
tíma í eins mikilvægri deilu og
þessari,“ segir Katrín Sif Sigur-
geirsdóttir, formaður samninga-
nefndar ljósmæðra, um lengd á
milli funda í kjaradeilu ljós-
mæðra og íslenska ríkisins, en
fjórir dagar eru í næsta fund.
Hún segir að tími í deilu sem
þessari sé afar dýrmætur og
mikilvægt að hann sé nýttur vel,
enda verði niðurstaða að fást
sem fyrst. Þá vonast hún til að
hægt verði að samþykkja samn-
inginn sem lagður verður fyrir á
miðvikudag í næstu viku.
„Við gáfum þeim upp okkar
lágmarkspunkt á síðasta fundi.
Við munum ekkert fara lægra en
það og eina leiðin til að samn-
ingar náist er að þeir samþykki
það,“ segir Katrín sem kveðst
ekki vilja gefa upp hversu mikla
hækkun ljósmæður hafa farið
fram á. Það verði þó gefið upp
náist samningar ekki á miðviku-
dag. „Við munum gefa það út þá,
ef ekki verður gengið að okkar
kröfum. Ríkissáttasemjari bað
okkur um að halda innihaldi við-
ræðna á milli aðila leyndu og við
munum virða það í lengstu lög,“
segir Katrín Sif.
Ríkið þekkir
kröfurnar
OF LANGT Á MILLI FUNDA
12
ljósmæður á Landspítalanum sögðu
upp störfum og gengu út 1. júlí sl.
570.000
krónur eru meðaltal grunnlauna ljós-
mæðra, samkvæmt yfirlýsingu þeirra.
14%
ljósmæðra eru í fullu starfi að þeirra
sögn og tölur um heildarlaun gefa því
skakka heildarmynd að þeirra mati.
LJÓSMÆÐRADEILAN
»