Morgunblaðið - 07.07.2018, Page 10

Morgunblaðið - 07.07.2018, Page 10
Morgunblaðið/Einar Falur Silfurbjört Þórður Ingi Júlíusson, með sprettharða 80 cm hrygnu sem hann veiddi úr Pokafossi í Laxá í Kjós á dögunum. 49 veiddust þar í vikunni. Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is * Tölur liggja ekki fyrir 0 300 600 900 Staðan 4. júlí 2018 Veiðivatn Stanga- fjöldi Veiði 5. 7. 2017 6. 7. 2016 Þverá / Kjarrá 14 843 656 721 Urriðafoss í Þjórsá 4 577 435 * Norðurá 15 557 575 634 Miðfjarðará 6 320 451 608 Haffjarðará 6 320 312 472 Blanda 14 299 371 1020 Elliðaárnar 6 228 238 227 Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki 18 208 365 916 Langá 12 196 331 374 Brennan í Hvítá 3 188 150 * Grímsá og Tunguá 8 175 233 109 Laxa í Aðaldal 17 113 100 266 Laxá í Kjós 8 111 190 123 Hítará 6 97 52 173 Vatnsdalsá 6 95 108 220 STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Laxveiðin er komin af stað um land allt og virðist byrja ágætlega, þótt laxinn virðist ganga hægt upp sum- ar árnar á vesturhluta landsins og safnast saman neðanlega í þeim; er köldu vatni kennt um og kemur ekki á óvart eftir svalar og sólar- lausar vikur. Mjög hressilegar göngur eru nú til að mynda í Norð- urá í Borgarfirði, þar sem veiðar hófst fyrir rúmum mánuði. Í síðustu viku veiddust þar rúmlega tvö hundruð laxar. „Og nú erum við að nálgast 650,“ segir Einar Sigfússon staðarhaldari. „Hollið sem kláraði um miðja viku var með 120 laxa og það er ekki verra hjá þeim sem eru nú við veiðar. Mikið af fiski er að ganga en hann gengur hægt fram ána, vegna vatnskulda. Það er kom- inn lax alveg milli fossa en hann tín- ist rólega fram á dalinn.“ Fyrir vik- ið segir Einar mikið líf vera á svæðinu fyrir neðan Laxfoss og fagnar því að nú sé Stekkurinn, gott svæði sem áður var að mestu utan svæðaskiptinga, með í myndinni og þar veiðist vel. Blaðamaður ræddi við flinkan veiðimann sem var einmitt við veið- ar í Norðurá í vikunni og fengu þeir félagarnir 32 laxa á stöngina. „Það var algjör veisla fyrir hitsið. Við fengum sjö á hits á vaktinni fyrir neðan Laxfoss, hann renndi sér strax á það í fyrsta kasti í Konungs- streng,“ sagði hann. Sjötíu milljón „læk“ Talandi um Norðurá, þá vakti það athygli heimspressunnar og sam- félagsmiðla að knattspyrnukappinn David Beckham var þar við veiðar. Seljast leyfi í ánni ekki upp eftir slíka umfjöllun? Einar Sigfússon hlær að spurn- ingunni en segist vissulega verða var við mikinn áhuga í kjölfarið. Hann viðurkennir að vissulega detti veiðitölur nokkuð niður í slíkum heimsóknum, því ástundunin er minni en í öðrum hollum. „En þeir félagar veiddu ágætlega og voru fínir gestir. Og myndin þar sem Beckham stendur á með laxinn og Baula og Laxfoss sjást á bak við hann, með textanum að hann sé að veiða í Norðurá, er með sjötíu millj- ón „læk“! Er hægt að biðja um betri kynningu? Ég á von á því að það skili sér í framtíðinni, og fyrir ís- lenska laxveiði,“ segir Einar og bætir við að hann sé mjög bjartsýnn á veiðina í Norðurá í sumar og spáir því að yfir tvöþúsund fiskar muni veiðast. „Enda er miklu meira af fiski í ánni en við höfum séð síðustu vor.“ Einar er jafnframt annar eigandi Haffjarðarár á Snæfellsnesi og hann segir veiðina þar líka á fínum skriði, byrja betur en síðustu ár og lax vera kominn upp um alla á. „Nú er þar frönsk fjölskylda að veiða og fékk 17 á fimm stangir á þremur tímum í gærmorgun. Það er dágóð veiði.“ 12 laxar, einn stór birtingur Nokkuð minni veiði hefur verið í Ytri-Rangá fyrstu vikur veiðitímans nú en síðustu tvö ár. Blaðamaður sem kom þar við í fyrradag sá hópa laxa ganga hratt upp við neðsta veiðistað, Djúpós, og fiskur hefur dreifst vel um neðri hluta árinnar. En láni veiðimanna er misskipt – annar breskra félaga sem var við veiðar var kominn með 12 laxa en hinn hafði engum landað, hafði misst nokkra, en það bætti út skák að hafa fengið tíu punda sjóbirting. Og veiðimenn sáu stóra göngu koma að Ægissíðufossi á miðviku- dagskvöld og náðu allnokkrum löx- um úr henni en daginn eftir, þegar næstu veiðimenn töldu sig lenda þar í veislu, var ansi rólegt. Morgunblaðið/Einar Falur Átök Veiðimaður togast á við 84 cm hrygnu í Víghólskvörn í Kjarrá. Frábær veiði er í Þverá og Kjarrá þessa dag- ana og var 391 lax færður til bókar á stangirnar 14 í liðinni viku, eða um fjórir laxar á stöng á dag. Tínist ró- lega fram  Laxveiði hafin um land allt  Góðar göngur í Borgarfirði  Stjörnur kynna veiðisvæði  Róleg byrjun í Ytri-Rangá 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 Frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á máli Fjöreggs og Landverndar gegn íslenska ríkinu olli Auði Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Landverndar, vonbrigðum að henn- ar sögn. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að náttúruverndarsam- tökin ættu ekki lögvarinna hags- muna að gæta af því að fá dóm um kröfur sínar. „Við erum ekki sammála þessari niðurstöðu,“ sagði Auður. Hún sagði að þau hefðu viljað láta reyna á þetta á grundvelli Árósasamningsins. Þau skilji Árósasamninginn þannig að þau eigi að hafa aðgang að dómstól- um. „Þetta mál varðandi Árósa- samninginn, lögvarða hagsmuni okk- ar og aðgang að dómstólum er eitthvað sem við erum að skoða í stærra samhengi. Það munu koma fleiri fréttir frá okkur um það,“ sagði Auður. Landvernd getur kært úrskurð héraðsdóms um frávísun málsins til Landsréttar, að sögn Auðar. Hún segir að stjórn Landverndar hafi ekki tekið ákvörðun um hvort þau muni gera það. Það þurfi að ákveða fljótlega því kærufresturinn sé ekki langur. Auður kvaðst ætla að heyra í stjórnarmönnum um hvað þeir vilja gera varðandi framhaldið. gudni@mbl.is Morgunblaðið/RAX Við Leirhnjúk Náttúruverndarsamtök stefndu ríkinu til að ljúka friðlýsingu ellefu svæða við Mývatn. Héraðsdómur vísaði málinu frá. Landvernd er ósamþykk frávísun  Eftir að ákveða framhald málsins bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á allt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.