Morgunblaðið - 07.07.2018, Síða 11

Morgunblaðið - 07.07.2018, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 K L A P P A R S T Í G 4 4 ÚTSALA 40% afsláttur Vattjakkar Verð nú 13.286 Stærðir 36-52 Margir litir Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is ÚTSALA gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Opið kl. 11-15 í dag Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook 40-50% Útsalan í fullum gangi afsláttur Skoðið LAXDAL.is/yfirhafnir Skipholti 29b • S. 551 4422 SUMAR ÚTSALA 30% 40% 50% AFSLÁTTUR JAKKAR – FRAKKAR – KÁPUR Guðni Einarsson gudni@mbl.is Skipulags- og samgönguráð Reykja- víkur samþykkti í vikunni að minnka hámarkshraða úr 50 km/klst í 30 km/ klst á nokkrum götum miðborgar- innar. Samþykktin var gerð með fyr- irvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Á fundinum var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs þar sem lagt er til að hámarkshraði verði lækkaður á Kalkofnsvegi frá Geirsgötu að Hverfisgötu, á Geirsgötu frá gang- brautarljósum vestan Steinbryggju/ Austurbakka að Kalkofnsvegi. Í Lækjargötu frá Hverfisgötu að gangbraut við norðvesturhorn Mið- bæjarskóla og á Hverfisgötu frá Ing- ólfsstræti að Lækjargötu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins; Hildur Björnsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds og Valgerður Sigurðardótt- ir, létu bóka að „rétt hefði verið að leggja Geirsgötu í stokk samhliða jarðvegsvinnu vegna framkvæmda milli Lækjartorgs og Hörpu. Þannig hefði mátt tengja Hörpu betur við miðbæinn í stað þess að kljúfa svæð- ið sundur með umferðargötu. Skap- ast hefði mannvænt umhverfi með möguleikum á lifandi torgum og bættum miðborgarbrag. Eins hefði stokkurinn getað leyst framtíðar- samgöngur fyrir byggð í Örfirisey og önnur svæði Vesturbæjar.“ Minnkun hraða frekar en lokun „Mér finnst þetta hið besta mál,“ sagði Heiða Lára Aðalsteinsdóttir, formaður Miðbæjarfélagsins og kaupmaður í Boutique Bellu við Skólavörðustíg. „Við höfum talað fyrir því að í staðinn fyrir að loka fyr- ir umferð um miðbæinn að minnka frekar hámarkshraðann þannig að allir komist leiðar sinnar en ekki bara sumir.“ Heiða kvaðst vilja sjá götur sem nú eru lokaðar fyrir ökutækjum í miðbænum opnaðar fyrir hægum akstri. Hún sagði að nú vildu borg- aryfirvöld loka svonefndum „sumar- götum“ fyrir umferð allan ársins hring. Það á við um Pósthússtræti milli Kirkjustrætis og Hafnarstræt- is, Austurstræti ásamt Veltusundi og Vallarstræti, Laugaveg og Banka- stræti frá Vatnsstíg að Þingholts- stræti og Skólavörðustíg milli Berg- staðastrætis og Laugavegar. Lokað er fyrir akandi umferð þar sem Heiða er með verslun sína á Skóla- vörðustíg 8. Hún segist finna mikið fyrir áhrifum lokunarinnar. „Ég held að það sé samdóma álit þeirra sem reka verslanir við lokaðar götur að þetta hafi áhrif á verslun. Íslendingar koma síður í bæinn ef það eru ekki bílastæði. Ef lokað væri fyrir umferð í kringum verslanamið- stöðvarinnar hugsa ég að það kæmu ekki margir í þær. Ef þetta er yf- irlýst markmið hjá borginni, eins og þeir hafa gefið í skyn með því að stinga upp á þessum lokunum, þá er ágætt að þeir segi hreint út að þeir vilji ekki verslun í miðbænum nema einhverja ákveðna tegund af verslun sem höfðar ekki til Íslendinga,“ sagði Heiða. Fjöldi kaupmanna við lokuðu göt- urnar skrifaði undir að þeir vildu hafa göturnar opnar, að sögn Heiðu. Undirskriftalistunum var skilað til borgaryfirvalda. Hún sagði að borg- in hefði framvísað skoðanakönnun- um þar sem rekstraraðilar vildu hafa lokað fyrir umferð. Heiða sagði að það væri kannski ekki sanngjarnt að láta afstöðu rekstraraðila annars staðar í borginni ráða því hvort göt- ur væru lokaðar í miðbænum. Lok- anirnar snertu þeirra rekstur ekki beint, nema þá helst þannig að beina akandi viðskiptavinum til þeirra. „Við finnum stóran mun á að hafa götuna lokaða fyrir umferð eða opna. Það eru ekki allir dagar sumardagar eins og sumarið er búið að vera núna. Er ekki í lagi að fólk keyri í róleg- heitum niður göturnar og taki rúnt- inn? Það eru allir löngu hættir að keyra niður í bæ og koma að lok- uðum götum,“ sagði Heiða. Minnka ökuhraðann í miðborginni  Formaður Miðbæjarfélagsins vill heldur fá hæga umferð í miðborginni en lokaðar sumargötur  Samgönguráð borgarinnar hefur ákveðið að lækka ökuhraða í 30 km/klst í nokkrum götum Fyrirhuguð lækkun hámarkshraða í 30 km/klst. Kalkofnsvegur frá Geirsgötu að Hverfisgötu Hverfisgata frá Ingólfsstræti að Lækjargötu Lækjargata frá Hverfisgötu að gangbraut við norð- vesturhorn Miðbæjarskóla Geirsgata frá gangbrautar- ljósum vestan Steinbryggju/Austur- bakka að Kalkofnsvegi Kort: openstreetmap.org Morgunblaðið/Eggert Laugavegur Ferðamenn í göngugötu á blautum sumardegi. Kaupmenn vilja fá hæga umferð fremur en lokun. Nú á að hægja á umferð í miðbænum. Frá árinu 2012 hefur kennurum sem eru án kennsluréttinda í grunnskólum landsins fjölgað ár frá ári. Voru þeir 8,6% af 5.140 starfsmönnum við kennslu haustið 2017. 443 starfsmenn voru þá við kennslu án kennsluréttinda og hafði fjölgað úr 272 frá hausti 2016. Þetta kemur fram í frétt á vef Hag- stofu Íslands. Hlutfall kennara án kennslurétt- inda var lægst í Reykjavík, 5,8%, og á Norðurlandi eystra, 6,2%. Hæst var hlutfallið á Vestfjörðum, eða 27%. Á árunum 1998-2008 var hlut- fall starfsfólks án kennsluréttinda við kennslu í grunnskólum landsins á bilinu 13-20%. Réttindalausum kennurum fækkaði á árunum eftir efnahagshrunið og fór hlutfall þeirra lægst í 4,1% haustið 2012, segir í frétt Hagstofunnar. Í frétt- inni kemur einnig fram að meðal- aldur réttindakennara fer hækk- andi, og hefur gert það jafnt og þétt frá árinu 2000, eða um rúm fjögur ár, í 47,7 ár. Sama þróun á við með- alaldur starfsfólks við kennslu í grunnskólum, frá 42,2 ár haustið 2000 upp í 46,7 ár haustið 2017. Meðalaldur réttindalausra kennara var öllu lægri, 35,9 ár, haustið 2017. Morgunblaðið/Eggert Grunnskóli Meðalaldur réttindakennara hefur hækkað um fjögur ár frá árinu 2000. Réttindalausum kennurum fjölgar Allt um sjávarútveg Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.