Morgunblaðið - 07.07.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.07.2018, Blaðsíða 12
Sigurður Ægisson sae@sae.is Njörður S. Jóhannsson áSiglufirði lauk nýveriðvið að smíða líkan af enneinu sögufrægu Fljóta- skipinu og afraksturinn er eins og áður geysifagurt verk. Í það fóru 3.224 koparnaglar. Skipið sem nú varð fyrir valinu er Bliki, sem smíð- að var á Hraunum í Fljótum árið 1862 af Jóhannesi Sigurðssyni. Það fórst árið 1871 með tíu manna áhöfn, að talið er 14. apríl, og var þá í eigu Einars B. Guðmunds- sonar. Um þann atburð ritar Hjalti Pálsson á einum stað eftir- farandi: „Sam- kvæmt frásögn Hannesar [Hann- essonar] á Melbreið, hafðri eftir gömlum Fljótamönnum, reru þrjú skip úr Fljótum þann 13. apríl. Sagt var að tvö þeirra hafi aldrei kastað stjóra því að gengið hafi í hríð og vonskuveður. Sást það síðast til Blika að hann hélt áfram útsiglingu þegar hin sneru við. Daginn sem skipin tvö náðu landi, hinn 14. apríl, var stórhríð og frostharka og talið að þann dag hefði skipið farist … Var skipið vel búið að öllu leyti og talið að ekki væru önnur betur mönnuð, valinn maður í hverju rúmi. Þetta var síðasta opna hákarlaskipið sem fórst úr Fljótum.“ Fyrsta líkanið sem Njörður smíðaði var Úlfur, sem Þorsteinn í Haganesvík átti, svo gerði hann lít- inn árabát handa sjálfum sér og ætl- aði að hætta eftir það, en gat ekki. Þá komu Marianna, Bæringur SK 5, sem Páll Árnason á Ysta-Mói smíð- Njörður S. Jóhannsson aði 1898 fyrir Einar Hermannsson á Molastöðum, og síðan annar Bær- ingur sem langafi Njarðar í föður- ætt, Ásgrímur Sigurðsson, smíðaði upphaflega 1894, og eftir það gerði hann Vonina og Óskina, þá Sigurvin, bát Gústa guðsmanns, síðan Blíð- haga, Skagaströnd, Hraunaskipið, Hákarl/Haffrúna, Fljóta-Víking, Álku, Ugga, Jóhönnu, Blika, Lata- Brún, rúffskipið Farsæl og núna Blika. Langafi er heimildamaðurinn Lýsingu á Blika hefur völund- urinn frá manni sem var öllum hnút- um kunnugur í sveitinni og um tíma um borð. „Kristján langafi minn Jónsson sagði mér að árið 1870, sama ár og hann flytur með foreldrum sínum, Jóni „yngri“ Jónssyni og Gunnhildi Hallgrímsdóttur, frá Brúnastöðum í Fljótum að Arnarstöðum í Sléttu- hlíð, hafi hann og faðir hans farið á Blika fyrstu viku apríl í tvær veiði- ferðir,“ segir Njörður. „Sú fyrri var mikið styttri, því þá fóru þeir á færi, voru að afla fiskjar, því að menn voru orðnir frekar fisklitlir um það leyti, en í seinni ferðinni fóru þeir í hákarl, og þá voru þeir í þrjá og hálfan sólarhring og þeir fengu átta og hálfa tunnu af lifur. Og hann sagði við mig að skipið hefði verið 30 og hálft fet á lengd og fjórtán umför og efsta umfarið hafi verið hvítt að andófsþóftu og svo svart á milli þófta og hvítt aftur á milli næstu þófta og skipið hefði heitið Bliki og að það hefði verið hægt að þekkja þetta skip langt að vegna þess að efsta borðið var málað svona svart og hvítt. Og hann sagði mér líka að það hefði verið með altari, en það er fjölin sem er yfir næst öftustu þóft- unni, og bitaþóftan hefði verið aftur í og matarkista þar aftan við; bita- þóftan er þófta sem er smíðaður kassi undir, stundum með þremur götum, stundum fjórum, það var misjafnt, og þar gátu menn stungið inn í vettlingum til þess að vera nógu fljótir að grípa til þeirra ef þeir þurftu á þeim að halda, þeir voru alltaf þurrir þarna. Og svo aftan við bitakistuna, eða þóftuna sem for- maðurinn sat á, þar var stór matar- kista, þar sem menn gátu sett það sem þeir höfðu með sér á sjóinn. Og líka tjörubelgur og færi við hann, því að það þurfti stundum að seila fisk í land, hann var hafður þarna aftan við.“ Breitt, stöðugt og gott Jafnframt sagði Kristján Nirði að allar skilrúmsfjalir hefðu verið byggðar inn á við, til að stöðva lifr- ina í veltingi, og það hefði verið skil- rúm í miðjum lifrarkössunum báð- um eftir endilöngu. Kjölfestan hefði verið í kerlingarhólfinu sem var aft- an við andófsþóftuna, sem er fremsta þóftan, og svo hefði líka verið kjölfesta framan við þóftuna sem altarið var á og þar niður. „Og hann sagði mér, að í skip- inu hefði verið góður átta tommu kompás,“ segir Njörður. „Það var nú eina siglingatækið sem þeir höfðu fyrir utan bara árar og stýri. Og á stórseglinu hafi verið tvírifað en á aftursegli og framsegli hafi ver- ið bara einrifað. Og hann sagði mér margt fleira, m.a. það að Bliki hefði siglt mjög vel, þetta hafi verið breitt og stöðugt og gott sjóskip og ákaf- lega sterkt.“ Efnið í fleyinu var keypt greni, ókantskorið, bátaskífur sem kall- aðar voru, en öll bönd voru úr reka- við. Í líkanasmíðina notaði Njörður hins vegar smíðafuru, nema í þrjú neðstu borðin, sem eru þurrkaður rekaviður. Hátt í 800 tímar fóru í listaverkið. Og sem fyrr gerði Björg Einarsdóttir, eiginkona Njarðar, seglin. Full ástæða er til að óska þeim hjónum enn og aftur til hamingju. Þetta einfaldlega gerist ekki flott- ara. Bliki var auðþekkjanlegur úr mikilli fjarlægð Njörður S. Jóhannsson gerir líkan af síðasta opna hákarlaskipinu sem fórst úr Fljótum í Skaga- firði. Í það fóru 3.224 koparnaglar og næstum 800 klukkustunda vinna. Efsta borðið var málað svart og hvítt og það varð tilefni nafngiftarinnar. Ljósmyndir/Sigurður Ægisson Líkan Bliki hefur verið geysifagurt skip. Líkanið er, eins og öll hin líkönin sem Njörður hefur gert, í hlutföllunum 1 á móti 12. Allt á sínum stað Séð ofan í Blika. Þar er hvergi slakað á nákvæmninni. Þar blasir m.a. við eftirlíking af kompásinum og aftari kjölfestan. Völundarsmíð Taugin og keðjan sem tilheyra akkerisbúnaðinum, festunni. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Gallerí Fold óskar eftir blómamynd eftir Jón Stefánsson fyrir traustan kaupanda Áhugasamir hafi samband við Jóhann Hansen, s. 845 0450 , fold@myndlist.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.