Morgunblaðið - 07.07.2018, Síða 14

Morgunblaðið - 07.07.2018, Síða 14
14 Landsmót hestamanna 2018 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Rósa Birna Þorvaldsdóttir, tamn- ingakona og reiðkennari, býr að mikilli reynslu af þjálfun bæði hesta og knapa. Hún hefur verið í hestamennsku frá barnæsku og hefur að eigin sögn alltaf stefnt að því að vera atvinnumanneskja. Sem stendur rekur hún tamningastöð með kærasta sínum á Brjáns- stöðum í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi. Þar hefur hún tekið að sér hross í þjálfun auk þess að kenna fólki á öllum aldri. „Ég hef kennt börnum alveg nið- ur í 5 ára og upp úr, nánast á öllum aldursstigum.“ Að hennar mati hef- ur ástundun í hestaíþróttinni breyst þónokkuð frá því þegar hún var ung. „Stóri munurinn er sá að það er mikið um það að börn séu í mun fleiri frístundum en áður samhliða hestaíþróttinni. Þegar ég var yngri vorum við bara í hestunum. Hest- arnir eru mjög tímafrekir svo að hestaíþróttin verður ekki alltaf fyr- ir valinu.“ Þrátt fyrir þetta telur Rósa að nýliðun í íþróttinni gangi vel. „Þetta hefur verið stöðug og já- kvæð þróun, sumir höfðu áhyggjur af nýliðun í hestaíþróttinni á tíma- bili og var þá farið í ýmis markaðs- átök sem ég tel vera að skila sér. Þau eru í fremstu röð hér í hesta- mannafélaginu Fáki en þau hafa t.d. boðið nýliðum upp á það að taka hesta í fóstur sem er algjör- lega til fyrirmyndar.“ Þá segist hún einnig sjá mikla breidd í hópi keppnisknapanna. „Það er ekki langt síðan þetta var allt sama fólk- ið en nú hafa aldrei verið fleiri ein- staklingar t.d. að sýna kynbóta- hross yfir árið, og líka í keppnun- um. Í raun stöðug nýliðun á öllum sviðum.“ Ungar stúlkur í meirihluta Þegar litið er yfir ráslista í keppnisflokkum á landsmótinu verður manni ljóst að karlar eru í miklum meirihluta í fullorðins- flokkum en stúlkur eru í miklum meirihluta í keppni í yngri flokkum. Aðspurð hverju það sæti segir Rósa Birna að í gegnum tíðina hafi stelp- ur verið meira áberandi í íþróttinni. „Þetta hefur oft haft tilhneigingu til að vera meiri stúlknaíþrótt í yngri flokkum, það er þó eitthvað misjafnt eftir árum.“ Hún segir einnig mega skýra það út frá því að sumar stúlkurnar sem keppa á yngri árum detta úr keppnum við barneignaraldur. „Eftir ungmennaflokk (18-21 árs) þá breytist keppnin mikið og áherslur eigenda líka, þá dugar kannski hesturinn sem þú áttir ekki lengur og það þarf að taka þetta næsta skref. Svo kemur þetta tíma- bil þar sem við konurnar eignumst börn og er það mjög misjafnt hvort þær snúa aftur eður ei. Þar spilar kannski inn í að forsendur þeirra breytast í millitíðinni.“ Mikið um pör í hestunum Daníel Larsen, kærasti Rósu Birnu, er með henni í hestamennsk- unni. Hún ímyndar sér að það sé mjög flókið að hafa hestana að at- vinnu án þess að hafa makann með sér í því. „Þetta er svo mikil sam- vinna. Það er mikilvægt að huga að því að flestir af þessum mönnum sem standa hér í fremstu röð eru að reka sínar stöðvar og sinn rekst- ur með konunni sinni, þetta er það mikil samvinna að þær eiga stóran þátt í árangrinum, þó að þær komi ekki fram á mótunum,“ segir Rósa Birna og bætir við að á tamninga- stöðvum sé mjög algengt að par reki stöðina saman, líkt og hún ger- ir með kærasta sínum. Rósa Birna er ánægð með fram- þróun innan íþróttarinnar og telur að framtíðin sé björt. „Reiðmennskan í keppnunum er mjög fagmannleg í langflestum til- vikum, alveg óháð kyni. Hagsmunir hestsins eru og ættu alltaf að vera í fyrirrúmi og það er mín tilfinning á þessu landsmóti.“ Stöðug nýliðun í hestaíþróttinni  Stúlkur í meirihluta í yngri flokkum á landsmótinu Morgunblaðið/Nína Guðrún Klár Rósa Birna keppti sjálf á landsmóti í ár með hestinn Viðar frá Skör. Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is Frábær smurefni sem einangra og verja koma í veg fyrir tæringu eins og verkfæra og rafmagnsvara. Fyrir bílinn – verkfæri – skotvopn – reiðhjól Þá er komið að lokaspretti Lands- móts hestamanna sem farið hefur fram í Víðidal undanfarna viku. Á föstudag hefst dagskrá með verð- launaafhendingu stóðhesta fyrir hádegi og einnig verða heiðurs- verðlaunahestar sýndir síðdegis eða laust eftir kl. 14. Þar á eftir fer fram úrvalssýning kynbótahrossa. 16:45 er svo komið að B-úrslitum í A-flokki og ungmennaflokki. 19:15 verða ræktunarbú og strax þar á eftir 100 m skeið. Sleipnisbikarinn frægi er veittur heiðursverðlauna- hestum fyrir afkvæmi, fer sú af- hending fram kl. 20:30. Deginum lýkur með A-úrslitum í tölti kl. 21. Í Horses of Iceland-tjaldinu verður næringarfræðingur með fyrirlestur á ensku um hvernig á að næra keppnishesta. Í reiðhöllinni verður stórdansleikur með Albatross ásamt Sverri Bergmann, Sölku Sól og Röggu Gísla sem hefst kl. 22:30. Á sunnudag hefst keppni með A- úrslitum í unglingaflokki kl. 10 og þar næst A-úrslitum í B-flokki. Eft- ir hlé og hádegi taka við A-úrslit í barnaflokki og ungmennaflokki. 14:15 verða viðurkenningar veittar og lýkur mótinu með A- úrslitum í A-flokki sem margir bíða spenntir eftir. Eiginleg mótslok verða kl. 16 á sunnudag. Lokasprettur Landsmóts hestamanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.