Morgunblaðið - 07.07.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.07.2018, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 --- ALLT A EINUM STAD � HÓT E L R E K S T U R Komdu og skoðaðu úrvalið í glæsilegri verslun að Hátúni 6a Hágæða rúmföt, handklæði og fallegar hönnunarvörur fyrir heimilið Eigum úrval af sængurvera settum Percale ofin – Micro bómul l, egypskri og indverskri bó mull Hátúni 6a, 105 Reykjavík | Sími 822 1574 | hotelrekstur.is Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Kína búa sig undir þann möguleika að tollastríð, sem Don- ald Trump Bandaríkjaforseti hefur hafið, geti staðið í marga mánuði, ef ekki árum saman. Hagfræðingar hafa varað við því að tollastríðið við Kína og viðskiptadeilur Bandaríkjanna við önnur lönd geti magnast og fari svo geti það dregið verulega úr hagvexti í Bandaríkjunum og um alla heimsbyggðina. Donald Trump hóf tollastríðið við Kína með því að leggja á nýjan 25% toll sem tók gildi á miðnætti í fyrrinótt að bandarískum tíma. Tollurinn er á kínverskan varning að andvirði alls 34 milljarða dollara til Bandaríkjanna, meðal annars bíla, harðdiskadrif, vélar og raf- tæki. Stjórnvöld í Kína svöruðu þessu með því að leggja þegar í stað 25% toll á 545 bandarískar vörur sem seldar hafa verið fyrir alls 34 millj- arða dollara, meðal annars landbúnaðarvörur og farartæki, að sögn kínversku fréttastofunn- ar Xinhua. Embættismenn Trumps segja að nýju toll- arnir séu nauðsynlegir til að vernda bandarísk störf vegna ósanngjarnra viðskiptahátta Kín- verja síðustu áratugi. Þeir skírskota meðal annars til þess að hallinn í vöruskiptum Bandaríkjanna við Kína jókst í rúma 375 millj- arða dollara á síðasta ári. „Mesta viðskiptastríð hagsögunnar“ Kínverjar hafa lýst tollum Trumps á kín- verskan varning sem „mesta viðskiptastríði hagsögunnar“ og spá því að það komi Banda- ríkjunum sjálfum í koll. Þeir segja að nær tveir þriðju af kínverska varningnum, sem tollar Trumps eru lagðir á, komi frá fyrirtækjum í eigu erlendra fjárfesta, meðal annars banda- rískra. Stjórn Trumps býr sig nú undir að leggja nýjan toll á kínverskar vörur að andvirði 16 milljarða dollara til viðbótar og stefnt er að því að hann taki gildi síðar í mánuðinum. Gert er ráð fyrir að Kínverjar svari í sömu mynt. Nýju tollarnir höfðu lítil áhrif á gengi hluta- bréfa í fyrirtækjum í Bandaríkjunum og Asíu í gær þar sem fjármálamarkaðir hafa lengi ver- ið viðbúnir þeim. Talið er að nýju bandarísku tollarnir nái til um 0,6% af heimsviðskiptunum og 0,1% af heildarframleiðslunni í heiminum, að því er fréttavefur breska ríkisútvarpsins hefur eftir markaðssérfræðingum fjárfesting- arbankans Morgan Stanley. Seðlabanki Kína telur að nýju tollarnir hafi tiltölulega lítil áhrif og minnki hagvöxtinn í landinu aðeins um 0,2%, að sögn fréttaveitunnar AFP. Hagfræðingar óttast hins vegar að tolla- stríðið og viðskiptadeilurnar vindi upp á sig, með alvarlegum afleiðingum fyrir efnahag Bandaríkjanna og allrar heimsbyggðarinnar. Trump hafði áður lagt verndartolla á inn- fluttar þvottavélar og sólarrafhlöður og síðan á innflutt stál og ál. Þeir tollar bitna einkum á samstarfslöndum Bandaríkjanna, meðal ann- ars löndum Evrópusambandsins, Japan, Kan- ada og Mexíkó. Efnahagsbata Obama stefnt í hættu Forsetinn hótaði í síðasta mánuði að leggja nýjan 10% toll á kínverskan varning að and- virði 200 milljarða dollara til viðbótar ef Kín- verjar héldu áfram „að neita að breyta við- skiptaháttum sínum“. Hann gekk enn lengra í fyrradag og hótaði þá viðbótartollum á 300 milljarða dollara varning frá Kína. Standi hann við hótanirnar ná verndartollarnir til nær alls kínversks varnings sem fluttur er til Bandaríkjanna. Grípi Kínverjar til sambæri- legra aðgerða gætu þær dregið dilk á eftir sér í Bandaríkjunum og grafið undan tíu ára efna- hagsbata sem hófst í forsetatíð Baracks Obama. Fréttaskýrendur The Wall Street Journal segja að Trump hafi í fyrstu lotu tollastríðsins forðast að mestu að leggja verndartolla á neyt- endavörur. Talið er því að fyrstu tollar Trumps hafi lítil áhrif á neytendur næstu mán- uðina, eða fram yfir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember, á miðju kjörtíma- bili forsetans. Tollarnir auka hins vegar kostn- að bandarískra bíla- og vélaframleiðenda og líklegt er að það bitni á neytendum á endanum, eins og þingmenn repúblikana hafa bent á. Bitna á bændum Trumps Viðbrögð Kínverja við verndartollunum gætu þó skaðað Trump meira þar sem kín- versku tollarnir bitna aðallega á bandarískum bændum, eins og tollarnir sem Evrópusam- bandslöndin og Kanada gripu til vegna verndartolla Trumps á stál og ál. Trump hefur notið mikils stuðnings í landbúnaðarhéruðum Bandaríkjanna en það gæti breyst ef tolla- stríðið verður til þess að útflutningur á banda- rískum landbúnaðarvörum minnkar og verð lækkar. Að sögn fréttaskýrenda The Wall Street Journal bitna verndartollar Trumps og viðbrögð Kínverja einkum á sýslum þar sem forsetinn fékk meirihluta atkvæða í síðustu kosningum. Kínversku tollarnir komi verst niður á 20% sýslnanna sem kusu Trump en að- eins 3% sýslna þar sem forsetaefni deómkrata, Hillary Clinton, fékk meirihluta. Verndartollar Trumps gætu einnig mætt andstöðu meðal þingmanna repúblikana sem hafa aðhyllst frjálshyggju í heimsviðskiptum og sagt að verndartollastefnan verði til þess að bandarískar fjölskyldur þurfi að greiða hærra verð fyrir vörurnar. Búa sig undir langt tollastríð  Kínverjar segja Trump hefja viðskiptastríð sem komi Bandaríkjunum í koll  Svara verndartollum Trumps með tollum sem bitna á bandarískum bændahéruðum þar sem forsetinn hefur haft mikið fylgi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lagt nýja tolla á kínverskan varning sem hann segir tengjast ósanngjörnum viðskiptaháttum Kínverja. Tollarnir ná til 818 undirflokka í tollskrá Bandaríkjanna. 1.546,0 892,4 649,0 635,3 592,4 497,2 459,8 416,2 414,4 353,4 milljónir $Helstu framleiðslugreinar Bifreiðar Útvarpssendar Hlutar í vökvadælur Flugvélahlutar Geymslueiningar Lyftarar og brettahlutar Harðdiskadrif Gúmmí-/plastmót til inndælingar Ljósadíóður Einangraðir vírar í skip/flugvélar 9.558,9 4.528,8 1.924,4 517,1 157,8 3,7 1,1 0,3 0,05 Eftir framleiðslugeirum Andvirði varningsins í dollurum árið 2017 Tollar Trumps á kínverskan varning Heimild: Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna 15.467,8 milljónir $ Kínverskur útflutningur til Bandaríkjanna 2007 2008 2009 2010 2011 2012 63 70 70 92 104 111 321 338 296 365 399 426 2013 2014 468 124 440 122 Bandarískur útflutningur til Kína 483 116 116 2015 2016 463 130 506 2017 Vöruskipti í milljörðum dollara Helstu viðskipti 2017 Boeing-þotur og búnað í flugvélar fyrir 16,3 milljarða dollara Bandaríkin keyptu af Kína: Vélar og tæki Raftæki, hljóð- og sjónvarpstæki Sjóntæki og ljósmyndabúnaður, skurðlækningatæki Farartæki önnur en járnbrautar- lestir og sporvagnar Flugvélar, geimför og flugvéla- og geimfarahlutar Eimreiðar, lestavagnar, sporvagnar og lestarhlutar Ólífræn efni; eðalmálmar; lantaníðmálmar Lífræn efni Skip og bátar Gúmmívarningur Kína keypti af Bandaríkjunum: Sojabaunir (12,4 ma. $) Nýja og notaða bíla (10,5 milljarðar $) Leikföng og leiki (26,8 ma.) Farsíma (70,4 milljarðar $) Fatnað (24,1 milljarður) Adul Sam-on er ríkisfangslaus piltur frá Búrma, hefur verið í fóstri hjá kristnum kennnurum en er nú fast- ur í helli í Taílandi ásamt ellefu öðr- um piltum og fótboltaþjálfara þeirra. Hann er sá eini á meðal þeirra sem talar ensku og hefur unnið hug og hjarta þeirra sem fylgjast með hremmingum piltanna sem urðu innlyksa í hellinum fyrir tveimur vikum. Adul Sam-on er fjórtán ára og hefur hrifið björgunarmenn með kurteisi sinni og góðri enskukunn- áttu. Tæpur þriðjungur Taílendinga talar ensku og Adul var sá eini á meðal piltanna tólf sem gat talað við breska kafara sem fundu þá í hell- inum. Auk ensku talar hann taí- lensku, búrmísku og kínversku, að sögn fréttaveitunnar AFP. Hann fæddist í sjálfstjórnarhéraði í Búrma, Wa-ríki, sem nýtur ekki al- þjóðlegrar viðurkenningar og fær ekki að gefa út vegabréf. Hann fór frá fjölskyldu sinni til að ganga í skóla í norðurhluta Taílands þegar hann var sjö ára og var tekinn í fóst- ur hjá kristnum kennurum. Adul er á meðal að minnsta kosti 400.000 manna sem eru skráðir án ríkisfangs í Taílandi, samkvæmt upplýsingum frá Flóttamannastofn- un Sameinuðu þjóðanna. Eins og þeir allir er hann án fæðingarvott- orðs, persónuskilríkis og vegabréfs og getur því ekki gengið í hjóna- band, fengið atvinnu, stofnað banka- reikning, ferðast, keypt fasteign eða kosið. Hann ætlar þó ekki að láta þetta stöðva sig. Auk þess að æfa fótbolta af miklu kappi hefur hann unun af því að leika á píanó og gítar. Svo er hann mikill námsmaður. „Hann er gimsteinn,“ hefur AFP eftir skólastjóra piltsins. Gimsteinn án ríkis- fangs í hellinum  Hæfileikaríkur piltur frá Búrma vann hug og hjarta björgunarmanna AFP Hæfileikaríkur Adul Sam-on (t.h.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.