Morgunblaðið - 07.07.2018, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Eldgosið íVest-manna-
eyjum er einn af
þeim viðburðum
sem mörkuðu
tuttugustu öldina í Íslands-
sögunni. Allri þjóðinni var
brugðið þegar eldgosið hófst
í Heimaey 23. janúar 1973.
Að sama skapi varpaði þjóð-
in öndinni léttar þegar tókst
að bjarga um 5.300 íbúum
stórslysalaust undan eld-
inum og eimyrjunni.
Áfallið var mikið. Flestir
þeir, sem flýja þurftu gosið,
máttu sjá á eftir eigum sín-
um og margir misstu aleig-
una. Það auðveldaði fólki
ekki að þurfa að koma undir
sig fótunum á nýjan leik.
Gosinu lauk tæpu hálfu ári
síðar og Vestmannaeyingar
hófu að snúa til baka. Það
var ekki auðvelt. Aðkoman
var hrikaleg, hús ýmist
skemmd eða ónýt og komin
undir hraun, allt á kafi í ösku
og vikri og landslagið svart
og gróðurlaust. Margir von-
uðust til að allt yrði eins og
það var fyrir gos, en það var
ekki svo einfalt og raunin er
sú að enn er fólk að átta sig á
áhrifum þess. Þeir sem
sneru aftur upplifðu erfið-
leika og á sínum tíma jafnvel
reiði í garð þeirra sem
ákváðu að gera það ekki.
Í fréttaskýringu í
Morgunblaðinu á fimmtudag
fjallar Guðrún Erlingsdóttir
blaðamaður um gosið, gos-
lokin og þau áhrif sem ham-
farirnar og eftirleikur þeirra
hafði.
Gosið bitnaði til dæmis á
námsárangri barna eins og
Þorgeir Magnússon sálfræð-
ingur leiddi í ljós á sínum
tíma. Niðurstaða rannsókna
hans var sú að gosið hefði
haft meiri áhrif á stúlkur en
drengi í námi fyrstu árin eft-
ir gosið. Stelpurnar hefðu
hins vegar náð fyrri styrk
þremur árum síðar, en
strákarnir upplifað meiri
einangrun og námsgetan
orðið lakari síðar meir. Þor-
geir veltir fyrir sér í frétta-
skýringunni hvers vegna
umræðan um þetta sé svo
sterk um þessar mundir, 45
árum eftir goslok. Hugsan-
lega stafi það af því að nú sé
fólk tilbúið að tala og vinna
úr erfiðum tilfinningum.
Í fréttaskýringunni lýsir
Svanhildur Gísladóttir því
að margir hafi átt mjög erfitt
eftir gos og sumir hafi misst
allt sitt. Hún opnaði Gallerí
Prýði, sem stóð
beint á móti
hraunjaðrinum.
„[K]omu margir
inn til okkar og
sögðu frá því að
þeir þyldu ekki hraunið og
liði illa með að horfa á það.
Það var eins og reiðin yfir
náttúruhamförunum beind-
ist að hrauninu,“ segir Svan-
hildur og bætir við: „Það er
erfitt að átta sig á því hvaða
áhrif gosið hafði á mig, ég er
enn að meta það. En ég met
meira í dag það sem ég hef
og það er óraunverulegt að
hafa gengið í gegnum þessar
náttúruhamfarir og það sem
fylgdi í kjölfarið. Eyja-
samfélagið var gott fyrir gos
en það er enn sterkara og
samrýndara eftir gos. Það
kom upp þessi sterki Íslend-
ingur sem gefst ekki upp.“
Það er ekki að undra að
slík reynsla skilji eftir sig
spor og verður afrek þeirra,
sem byggðu upp samfélagið í
Eyjum á nýjan leik, enn at-
hyglisverðara fyrir vikið.
Samfélagið sem nú er í
Vestmannaeyjum er ólíkt
því sem var. Þeir sem komn-
ir voru til vits og ára þegar
gaus segja jafnvel að þá hafi
orðið „heimsendir“. Þá er átt
við að sú veröld sem var kom
ekki aftur. Samfélagið í Eyj-
um fyrir gos var sérstakt og
samhent. Íbúarnir voru
heimakærir, fóru sjaldan
upp á land og sumir jafnvel
aldrei. Þá breyttist bærinn
verulega. Stór hluti bæjar-
ins hvarf þegar um 400 hús
fóru undir hraun.
Þar með er þó ekki sagt að
samfélagið í Eyjum hefði
engum breytingum tekið
hefði gosið ekki átt sér stað.
Þær breytingar hefðu hins
vegar orðið hægt og bítandi,
en ekki með jafn afgerandi
hætti og raun bar vitni.
Í Vestmannaeyjum er nú
þróttmikil byggð og gróska í
atvinnulífi. Sveitarfélagið er
eitt það best rekna á land-
inu. Í samanburði Samtaka
atvinnulífsins á 12 stærstu
sveitarfélögum landsins eru
Vestmannaeyjar í fjórða
sæti þegar fjárhagsstaða
þeirra er borin saman á ár-
unum 2002 til 2018. Þessi
staða ber vitni þrautseigju
og dug þeirra, sem voru
staðráðnir í að byggðin í
Eyjum risi úr öskunni á ný
og því geta Eyjamenn fagn-
að þegar þeir halda árlega
goslokahátíð sína nú um
helgina.
„Það kom upp þessi
sterki Íslendingur
sem gefst ekki upp“}
45 ár frá goslokum
H
vort sem okkur líkar betur eða
verr er lífið sjálft í raun ein stór
pólitísk ákvörðun. Með fram-
komu okkar, viðhorfi, viðskipta-
háttum, tökum við ákvörðun sem
hefur áhrif á samfélagið. Líka þegar við ómeð-
vitað látum dagana líða án afstöðu því meint af-
stöðuleysi hefur líka áhrif. Í því felast heilmikil
pólitísk skilaboð um að viðkomandi ætli sér ekki
að taka þátt eða hafi mögulega enga skoðun á
viðfangsefninu. Það er nefnilega afstaða í sjálfu
sér, heilmikil meira að segja.
Einmitt vegna þess að allar okkar gjörðir eru í
raun skilaboð ættum við að gefa okkur smá tíma
til að hugleiða þær og þátttöku okkar í samfélag-
inu. Hvaða skilaboð við erum að senda með at-
höfnum okkar eða athafnaleysi? Hvert einasta
mannsbarn skiptir máli. Það heyrist svo oft í um-
ræðunni hér heima að það skipti engu máli hvað við segjum
á alþjóðavettvangi því við erum svo fá og smá. Engu að síður
hefur afstaða okkar til dæmis til jafnréttis kynjanna spurst
rækilega út um allan heim jafnvel þó að við séum bara 350
þúsund manna þjóð. Víða erum við hyllt fyrir það að hafa
verið fyrst ríkja til að kjósa okkur kvenkyns forseta í lýð-
ræðislegum kosningum. Þannig getum við líka tekið okkur
afgerandi stöðu með friði og með verndun mannréttinda.
Ég var svo heppin að fá að hlusta á aktívistann og upp-
ljóstrarann Chelsea Manning í vikunni. Hún var að lýsa lífi
sínu undanfarinn áratug, sem hefur verið með hreinum ólík-
indum frá því að hún var handtekin fyrir að ljóstra upp
hernaðarlegum aðgerðum Bandaríkjahers í
Afganistan og Írak. Manning sagði ákvörðun
sína um að láta vita af aðgerðum Bandaríkja-
hers hafa helgast af ást sinni á landi sínu og
ábyrgð gagnvart öðru fólki. Hún hafi tekið
þessa ákvörðun jafnvel þó að hana grunaði að
það kynni að kosta hana starfið. En hana grun-
aði ekki að hún yrði handtekin og haldið fjarri
öllum samskiptum mánuðum saman. Hana
grunaði ekki að bandarískt réttarríki gæti kom-
ið svona fram, þannig að hún fengi ekki lengi
framan af að ræða við lögmann, vita um rétt
sinn eða möguleika á lausn eða hvað yrði um
hana. En það var það sem gerðist. Síðar var hún
dæmd í 35 ára fangelsi fyrir uppljóstranir sínar,
uppljóstranir sem án nokkurs vafa gerðu gagn.
Hún sat inni í átta ár, en var loks náðuð af Bar-
ack Obama, þáverandi forseta, og starfar nú
sem fyrirlesari og forritari.
Manning hvatti okkur, aðspurð hvað við gætum gert í
þágu samfélagsins, til að vera meðvituð um athafnir okkar í
okkar daglega lífi því hver einasta rödd skiptir máli. Það
skiptir máli að taka afstöðu, ýmist með daglegum verkum
eða þátttöku í hreyfingum og félögum. Undirskriftir,
greinaskrif, stöðufærslur á samfélagsmiðlum, hvar við
verslum. Saman gerum við heiminn betri fyrir fleiri, út á það
gengur þetta.
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Við skiptum öll máli
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
Helgavala@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Orðið Novichok merkir ný-liði á rússnesku en tauga-eitrið sem ber þetta nafnog er orðið alræmt vegna
árása sem gerðar hafa verið undan-
farna mánuði í London með því, á
sér þó margra áratuga sögu. Saga
eitursins er sögð á fréttavefjum
The Guardian og BBC. Efnið var
þróað í rannsóknarstofum Sovét-
ríkjanna og síðan rússneska sam-
bandslýðveldisins frá 1971 til 1993.
Rússnesku vísindamennirnir sem
þróuðu það stærðu sig af því að þeir
hefðu búið til banvænasta tauga-
eitur í heimi. Til samanburðar má
nefna að sum afbrigði af Novi-
chok-taugaeitri eru um fimm til átta
sinnum banvænni en VX-tauga-
eitrið sem var notað til þess að ráða
af dögum Kim Jong-nam, bróður
Kims Jong-un, einræðisherra Norð-
ur-Kóreu, í fyrra.
Bretland gert að ruslahaugi
Novichok-traugaeitrið er
organófosfatefni og er bæði til í
föstu og fljótandi formi en úr hinu
fyrrnefnda er hægt að gera fíngert
púður til að eitra fyrir ugglaus
fórnarlömb. Samkvæmt fréttaskýr-
ingu BBC var taugaeitrið upp-
haflega þróað samkvæmt lyfja-
þróunaráætlun sem gekk undir
dulnefninu Foliant. Tilvist eitursins
var gerð opinber á tíunda áratugn-
um í rússneskum ríkismiðlum að
undirlagi efnafræðingsins dr. Vil
Mirsajanov. Mirsajanov flutti síðar
til Bandaríkjanna og birti efnaform-
úluna að eitrinu í bók sem hét þeim
hispurslausa titli Ríkisleyndarmál.
Að sögn dr. Mirsajanov var
ætlunin með þróun Novichok-
eitursins að auðvelt ætti vera að
flytja það með sér milli ríkja án
þess að það fyndist í tollheimtu eða
öryggisgæslu. Novichok er hægt að
skipta upp í tvö hráefni sem auðvelt
er að ferðast með og eru ekki bönn-
uð samkvæmt alþjóðalögum.
Sajid Javid, innanríkisráðherra
Bretlands, sakaði Rússa í gær um
að nota Bretland sem „ruslahaug“
fyrir eiturefni. Þar vísar hann til
þess að fyrr í vikunni veiktist kær-
ustuparið Charlie Rowley og Dawn
Sturgess í Amesbury eftir að hafa
komist í snertingu við Novichok-
taugaeitur. Þetta er í annað skipti á
fáeinum mánuðum sem fólk í Bret-
landi hefur orðið fyrir barðinu á
þessu sjaldséða eitri: Ráðist var á
rússneska fyrrverandi njósnarann
Sergei Skripal og dóttur hans, Júl-
íu, með eitrinu í mars og liggja
rússnesk stjórnvöld undir grun um
árásina. Skripal-feðginin lifðu eitr-
unina af með naumindum og eru nú
úr hættu. Ólíklegt þykir þó að neinn
hafi ætlað sér að koma Rowley og
Sturgess fyrir kattarnef og líklegra
að þau hafi fyrir slysni komist í
snertingu við efnið; hugsanlega leif-
ar af sama eitri og var notað gegn
Skripal-feðgininum. Rannsókn
stendur yfir á árásinni á parið.
Sami skammturinn?
Áðurnefndur dr. Mirsajanov
telur ekki að um sama eitur-
skammtinn sé að ræða í seinni árás-
inni því efnið sé of óstöðugt til að
varðveitast utandyra í um fjóra
mánuði. Ekki er þó nein eining um
þetta álit Mirsajanovs því Vladímír
Uglev, vísindamaður sem segist
hafa fundið upp Novichok-efnið
sem notað var í árásinni á Skripal-
feðginin, sagði í samtali við The
Independent að efnið væri
mjög stöðugt. „Ég hef
aldrei látið reyna á það
hvort efnið er banvænt í
tíu eða hundrað ár. En
það er það mjög lengi.“
Sovéskt eitur veldur
usla í Bretlandi
Ekki ríkir einhugur meðal fræði-
manna um það hvort eitrið sem
olli veikindum Sturgess og Row-
ley sé úr sama skammti og var
notaður í árásinni á Skripal-
feðginin í mars. Ólíkt Sergei
Skripal tengjast Sturgess og
Rowley ekki njósnum á nokkurn
hátt og því er talið að um slys
fremur en morðtilraun sé að
ræða.
Læknafulltrúinn Sally Davies
sagði um málið í samtali við The
Guardian að almenningur væri
ekki talinn í mikilli hættu og
að ekkert benti til þess
að parið hefði lagt leið-
ir sínar á svæði sem
voru hreinsuð af eitr-
inu í kjölfar Skripal-
árásarinnar. Hryðju-
verkalögreglan mun
leita að vísbend-
ingum um málið
í og kringum
Wiltshire á
næstu dögum.
Almenningur
ekki í hættu
BRETLAND
Sally Davies
AFP
Eitur Gasgrímur fyrir utan heimili Charlie Rowley og Dawn Sturgess í
Amesbury í suðurhluta Bretlands. Parið komst í snertingu við eitrið.