Morgunblaðið - 07.07.2018, Síða 23
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018
Tilskipun ESB um
nr. 72/2009 um sam-
eiginlegar reglur fyr-
ir innri orkumarkað-
inn er sett til að efla
viðskipti milli aðild-
arríkjanna og efla
frjálsa samkeppni.
Jafnframt mælir til-
skipunin fyrir um
stofnun ACER, sem
skal tryggja að öll
ríkin verði samstiga
og reglugerðir þeirra um aðgang
að markaði samræmdar. Tilskipun-
in innifelur ákvæði eldri tilskip-
unar, nr. 54/2003, sem við höfum
innleitt hér. Ástæðurnar fyrir
þessari tilskipun koma ef til vill
einna best fram í eftirfarandi tölu-
liðum forsendukafla hennar, en
þar segir í lauslegri þýðingu:
(3) því frelsi sem samningurinn
tryggir þegnum bandalagsins;
meðal annars frjálsu flæði vöru,
stofnanafrelsi og þjónustufrelsi;
verður aðeins náð með fullopnum
markaði, þar sem allir notendur
eru frjálsir að velja söluaðila og
allir söluaðilar frjálsir að afhenda
til sinna viðskiptavina.
(4) Enn eru þó í samfélaginu
hindranir í vegi fyrir sölu raf-
magns á jafnstöðugrunni og án
mismununar eða erfiðleika. Sér-
staklega vantar jafnan aðgang að
netinu og samstillt reglugefandi
eftirlit í ríkjum sambandsins.
Hinn frjálsi innri markaður með
raforku er aðeins einn af mörgum
mörkuðum sem saman vinna að því
að útvega þegnum bandalagsins
eins trygga og ódýra raforku og
unnt er. Samt var það svo, sam-
kvæmt skýrslu sem ESB lét gera
2007, að þá gat rammi þá gildandi
regluverks ekki samkvæmt tölulið
(7) tryggt myndun vel virkra raf-
orkumarkaða. Þá er rétt að hafa í
huga tölulið (60) þegar þessi mál
eru skoðuð.
(60) ESB telur það skuli vera
eitt meginmarkmið tilskipunar-
innar að tryggja sömu reglur og
öllum breiðan aðgang að rafmagni.
Þá mundi verð á ótrufluðum mark-
aði skapa hvata til tenginga yfir
landamæri og til fjárfestinga í nýj-
um aflstöðvum, en til
lengri tíma leiða til
jöfnunar orkuverðs.
Í framkvæmd mun
þessi jöfnun orkuverðs
verða hækkun hér og
ógn við samkeppn-
isstöðu almenns ís-
lensks iðnaðar.
Orkuverð á hinum
frjálsa markaði Evr-
ópu myndast á upp-
boðsmarkaði innan
þess ramma sem
ákveðst af jarð-
efnaeldsneyti. Sérstakur markaður
er fyrir sérstaka þjónustu eins og
varaafl í gangi til að tryggja nægi-
legt framboð afls umfram eftir-
spurn svo samkeppni verði óheft
og öryggi gott.
Vatnsafl Evrópu, þar með talið
Noregs, er hlutfallslega allt of lítið
til að skapa þar nokkur vandamál
sem heitið getur. Því er í lögum
ESB ekki að finna neitt um það,
hvernig best er að tryggja nægi-
lega öruggt framboð vatns í orku-
kerfum eins og því íslenska. Þá
býr samkeppnin í Evrópu ekki við
þau vandamál sem hér eru og stafa
af verulega misjöfnum stofnkostn-
aði aflstöðva af sömu stærð og
sambærilegri tækni. Frjáls sam-
keppni milli vatnsorku og jarð-
varma án þess að hafa verðramma
jarðefnaeldsneytisins er líka nokk-
uð sem ekki þekkist í Evrópu.
Þessi vandamál hafa því ekki verið
leyst þar. Það eru því mörg atriði
sem við þurfum að leysa sjálf áður
en við getum komið hér upp vel
virkum frjálsum markaði, atriði
sem geta fallið utan ramma tilskip-
unar 72/2009. Innleiðing hennar
getur því aðeins hindrað í því
verki.
Gagnrýni Skúla Jóhannssonar
Skúli Jóhannsson skrifar í
Morgunblaðið hinn 30.6. 2018
nokkuð eindregna gagnrýni á skrif
mín. Helstu rök hans eru að það
sem virkar vel í Evrópu virki einn-
ig vel hér en Skúli virðist ekki sjá
þann afgerandi mun orkukerfanna
sem og lýst er hér að framan og
ber því fram rök hins blinda
manns í þessu máli.
Því miður virðist Skúli einnig
hálfblindur á textann sem hann er
að gagnrýna. Hann hefur hina eig-
inlegu gagnrýni með orðunum „Í
grein Elíasar B. Elíassonar (EBE)
í Morgunblaðinu 26.6. 2018 virðist
hann halda því fram að ekki sé
hægt að hanna raforkumarkað
nema þar starfi í bland virkjanir
sem noti jarðefnaeldsneyti, kol eða
náttúrulegt gas.“ Hér afbakar
Skúli skoðanir mínar og sömuleiðis
eru afbakanir eða rangfærslur í
öllum síðari tilvitnunum máls-
greinarinnar í mig.
Skúli hefur heldur ekki lesið for-
sendur tilskipunar nr. 72/2009 sér
til gagns. Í sex töluliðum hefur
hann eftir „staðhæfingar“ mínar
og dæmir síðan:
í nr. 1 er texta mínum breytt svo
skoðun ruglast.
Í nr. 2 til 4 eru dómar hans í
mótsögn við tilvitnaðar forsendur
tilskipunarinnar, töluliði (3) til (4)
og (7) hér að framan.
Í nr. 5 eru orð mín slitin úr sam-
hengi.
Í nr. 6 eru orð mín um að lands-
reglarinn verði Trójuhestur svarað
að hætti rökþrota manna með því
að niðurlægja.
Lokaorð
Það er ljóst að Skúli telur að
ACER muni stýra málum hér bet-
ur en við sjálf og þá skoðun hefur
hann stutt rökum hins blinda
manns. Það er hins vegar óskiljan-
legt hvers vegna Skúli, svo skýr
maður sem hann er, velur þá leið
sem hann velur til að gagnrýna
skrif mín. Nú í annað sinn byggist
gagnrýni hans á rangfærslum sem
kalla á leiðréttingu fremur en mál-
efnalegt svar. Þetta eru ekki fag-
legar umræður. Þetta er að munn-
höggvast.
Markaður orkupakka 3
Eftir Elías
Elíasson
Elías
Elíasson
» Það eru því mörg at-
riði sem við þurfum
að leysa sjálf áður en við
getum komið hér upp
vel virkum frjálsum
markaði.
Höfundur er sérfræðingur í
orkumálum
eliasbe@simnet.is
Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is
Með free@home hefur aldrei verið auðveldara og
hagstæðara að stjórna heimilinu, sumarbústaðnum
eða fyrirtækinu.
Ertu að byggja, breyta eða bæta?
Endilega kynntu
þér málið.
Snjalllausnir – nútíma raflögn
Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is
Svampþvottastöð
Afkastamikil sjálfvirk
þvottastöð sem getur þvegið
allt að 50 bíla á klukkustund.
Opið virka daga kl. 8 -19
helgar kl. 10 – 18.
Nú eru allar líkur á aðskipt verði um forsetaFIDE á þingi Alþjóða-skáksambandsins sem
fram fer samhliða ólympíumótinu
sem hefst 23. september í Batumi
í Georgíu. Í framboði eru enski
stórmeistarinn Nigel Short,
Grikkinn Georgios Makropoulos,
starfandi forseti FIDE, og Rúss-
inn Arkady Dvorkovich, sem tal-
inn er sigurstranglegastur þeirra
þriggja. Stjórn SÍ hefur ekki
ákveðið hvern sambandið styður í
komandi kosningum.
Kirsan Ilyumzhinov, sem var
kjörinn árið 1995, hefur lýst því
yfir að hann sækist ekki eftir end-
urkjöri en hann átti vart annarra
kosta völ eftir að hafa verið á
bannlista hjá bandarískum yf-
irvöldum árið 2015 vegna við-
skipta við sýrlensk yfirvöld. Og
sennilega spillir einnig fyrir frá-
sögn hans af því þegar hann var
numinn brott af geimverum eitt
septemberkvöld í Moskvu árið
1997.
Þá hefur hann nokkrum sinnum
heimsótt illræmda einræðisherra
og er skemmst að minnast þess
frá sumrinu 2011 þegar hann
gerði sér ferð til Líbýu til að hitta
Muammar Gaddafi leiðtoga nokkr-
um mánuðum áður en hann var
ráðinn af dögum.
Anatolí Karpov og Garrí Kasp-
arov buðu sig fram í embætti for-
seta FIDE árin 2010 og 2014. Þeir
töpuðu með miklum mun. Sá síð-
arnefndi er ekki hættur og er tal-
inn einn helsti stuðningsmaður Ni-
gels Shorts.
Karpov hefur lítið haft sig í
frammi og um daginn settist hann
niður við skákborðið. Á fjögurra
manna móti með „gömlum kunn-
ingjum“, Lubomir Ljubojevic,
Eugenio Torre og Anatolí Vaisser,
sem fram fór í Platja d’Aro í
Katalóníu á Spáni, voru tefldar
sex at-skákir og 12 hraðskákir.
Karpov sigraði, hlaut 12½ vinning
(af 18), Vaisser kom næstur með
12 vinninga, Ljubojevic varð í 3.
sæti með 7½ vinning og Torre rak
lestina með fjóra vinninga. Síðan
lá leið Karpovs til Kína þar sem
hann vann Hou Yifan í sex skáka
einvígi, 3½ : 2½. Tímamörk voru
15 10.
Það er alveg ljóst eftir að hafa
rennt yfir þessar skákir að Kar-
pov heldur enn góðum styrk og
stíllinn hefur lítið breyst. Hann
kann að gera sér mat úr litlu,
endataflstæknin er góð og að leika
mönnunum uppi í borði er kúnst
sem hann hefur tileinkað sér bet-
ur en flestir:
Platja d’Aro 2018; 3. umferð:
Eugenio Torre – Anatolí Kar-
pov
Drottningarpeðs-leikur
1. d4 d5 2. Bf4 c6 3. e3 Bf5 4.
Rf3 e6 5. Be2 Bd6 6. Bxd6 Dxd6
7. 0-0 Rd7 8. c4 Rgf6 9. Rc3 0-0
10. Rh4 Be4 11. f3 Bg6 12. c5
De7 13. Rxg6 hxg6 14. f4 b6 15.
b4 a5 16. a3 Ha7 17. Dc2 Hc8 18.
Hfb1 Dd8 19. Ha2 Re8 20. Hab2
axb4 21. axb4 bxc5 22. bxc5 g5
Hvítur hefur meira rými en
svartur eygir möguleika með þess-
um dæmigerða peðsleik.
23. g3 gxf4 24. exf4 Hca8 25.
Hb7 g6 26. Kg2 Rg7!
Riddarinn finnur f5-reitinn. Það
myndast ýmsir veikleikar í kjöl-
farið í herbúðum hvíts.
27. Bd3 Rf5 28. Bxf5 exf5 29.
Hxa7 Hxa7 30. Db2 Kg7 31. Ha1
Hxa1 32. Dxa1 De8 33. Kf3 Rf6
34. h3 Dh8
Skyndilega er frumkvæðið í
höndum svarts. Drottningin leitar
eftir færum.
35. Kg2 Db8 36. 36. Db1 Da8
37. Da2 Db7 38. Da3 Re4 39.
Rxe4 fxe4 40. g4 Db1 41. De3
Dc2+ 42. Kg3 f6 43. h4 Dd1 44.
f5 gxf5 45. gxf5 Df1 46. Kg4
Dg2+ 47. Kf4
47. … Kh6!
Þá skerst kóngurinn í leikinn.
Hvítur er varnarlaus.
48. Db3 Kh5 49. Dd1+ Kxh4 50.
De1+ Kh5 51. Dd1+ Kh6 52. Db3
– og Torre gafst upp rétt áður
en Karpov gat leikið 52. … Dg5
mát.
Síðustu dagar Kirs-
ans Ilyumzhinovs
sem forseti FIDE
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is