Morgunblaðið - 07.07.2018, Qupperneq 24
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í
notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem
einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felli-
gluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og
lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
GÆÐA BAKKAMATUR
Sjá heimasíðu
www.veislulist.is
Veislulist afgreiðir hádegismat í bökkum alla daga ársins,
bæði fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Í yfir 40 ár hefur Veislulist
lagt áherslu á góða
þjónustu og framúrskaran
matreiðslu.
Hádegismatur
Verð
kr. 1.370
Lágmark 3 bakkar
+ sendingargjald
d
MisMUnAndi
RéTTiR AllA dAGA
viKUnnAR
EldUM EinniG fyRiR
MöTUnEyTi
Gummi Ben. minnti
okkur á að Guð væri ís-
lenskur þegar Hannes
varði vítaspyrnu hins
fræga gullknattarhafa,
Líónels Andrésar
Messí. Það mígrigndi á
bláa hafið í Hljóm-
skálagarðinum þennan
dag. Þó ekki venjuleg-
um sudda af útsuðri
heldur gleðitárum
Guðs af himnum ofan. Bláa hafið
teygaði ölið frá Prikinu með titrandi
tár á hvarmi, talandi tungum: Húh.
Hafið virtist sem andsetin smáblóma-
breiða reiðubúin að tilbiðja Guð sinn
og deyja svo, jafnt guðhræddur al-
múginn sem og djúpvitrustu trúleys-
ingjar og Siðmenntarspekingar er
höfðu, vel að merkja, vakið heims-
athygli skömmu áður með könnun
sinni á lífsskoðunum landans. Sam-
kvæmt niðurstöðum þeirra kvaðst
ekkert ungmenni hérlendis trúa að
Guð hefði skapað heiminn og þriðj-
ungur taldi sig fullkomlega trúlausan.
Það kann því að hljóma þverstæðu-
kennt að sama blómabreiðan skuli nú
tilbiðja Guð sinn og kirja um allar
jarðir 800 ára gamalt trúarljóð Kol-
beins Tumasonar, Heyr himna smið-
ur ég er þrællinn þinn, þú ert Drott-
inn minn.
Markmiðið er þó ekki að tala niður
þverstæðukennda hegðun landans
þegar kemur að því að hrífast af
íþróttaafrekum eða fornum trúar-
ljóðum úr kaþólskum sið. Því síður er
það ætlunin að gera lítið úr afrekum
landsliða okkar. Þau hafa vissulega
verðskuldað heimsathygli og lof okk-
ar. En við megum ekki láta blindast
af óhóflegri sjálfhverfu haldandi að
við séum miðja alheims.
Í stað yfirlætis og mik-
ilmennsku er vænlegra
að tileinka sér boðskap
þjóðsöngsins, lifa sem
blaktandi strá, auðmjúk
og hæglát.
Ekki sakar heldur að
ígrunda mynd annarra
af okkur. Rússneski
íþróttafréttamaðurinn
Vasilij Utkin lýsti okkur
sem aulum er kynnum
ekki fótbolta og spurði
hvers vegna við værum
að trufla aðra sem vildu horfa á al-
vörufótbolta. Hugsuðu kannski fleiri
þannig án þess að tjá sig? Hvernig
hafa annars hugmyndir heimsbyggð-
arinnar verið um Ísland og Íslend-
inga nú og í fortíð? Myndir á borð við
þá sem Dithmar Blefken dró upp af
Íslendingum liðinna alda vöktu víða
athygli, myndir af lúsbitinni, siðlausri
eyþjóð norður í íshafi sem hírðist í
loftlausum moldarkofum með hráka-
dalla og hlandkollur á baðstofugólfum
og keytutunnur í bæjardyrum til að
þvo sér upp úr. Nóbelsskáld vort
gerði þessa mynd ódauðlega í sögu-
legu skáldverki um Jón Hregg-
viðsson.
Og hvað svo? Það var engu líkara
en þjóðin hefði hraðspólast upp úr
hlandkötlum moldarkofanna yfir í nú-
tímann og farið á mis við það langa
ferli iðn- og siðvæðingar sem aðrar
þjóðir gengu gegnum. Jón Kalman
Stefánsson lýsti þessu svo að 19. öldin
hefði skotist framhjá okkur, en nýi
tíminn birst sem eimreið á fullri ferð
og keyrt á okkur. Eftir hefðum við
staðið eins og ofvirk börn, full kátínu
með alla möguleika opna. Í einu vet-
fangi hlaut bláa hafið allt sem hug-
urinn girntist, naut þess til hins ýtr-
asta og gerir enn, kannski illu heilli.
Sigurður Eyberg Jóhannesson,
umhverfis- og auðlindafræðingur,
hefur nefnilega bent á að samkvæmt
viðmiðum Global Footprint Network
séu Íslendingar orðnir neyslufrek-
astir allra jarðarbúa. Samkvæmt nið-
urstöðum hans ríkir hér óhóflegt
neysluæði; eyþjóðin sem forðum lét
sér nægja að baðast úr keytu, gera
þarfir sínar bak við hól og skola sig
svo í bæjarlæknum, er nú orðin um-
hverfissóði, fyrirmunað að skilja hug-
tök eins og gróðurhúsaáhrif, sjálf-
bærni og nægjusemi eða þýðingu
þess að hafa gerst aðili að svonefndu
Parísarsamkomulagi.
Og ekkert lát virðist á neysluglýj-
unni. Eftir gleðitár HM og Secret
Solstice býðst bláa hafinu nú hrina
útihátíða, bæjarhátíða, hinsegin daga
og svonefndra menningarnátta að
ógleymdri stórhátíð á Laugardals-
velli 24. júlí þar sem stórsveitin Guns
ŃRoses stígur á 65 metra breitt inn-
flutt svið með risaskjáum og búnaði
sem fluttur verður til landsins í 35
gámum – „Reykjavik loves visitors“.
Á meðan stunda erlendir auðjöfrar
óáreittir kaup á bújörðum víðs vegar
um landið. Fyrir kaldhæðni örlag-
anna fylgja jörðunum rústir gömlu
moldarkofanna með hljóðlausum
minningum um keytuþvott við kolu-
ljós á jólaföstu og ferðir barna á
grasafjall undir kvaki mófugla. Kenn
oss að telja daga vora Guð vors lands.
„Guð er íslenskur“
Eftir Meyvant
Þórólfsson
Meyvant Þórólfsson
» Það var engu líkara
en þjóðin hefði
hraðspólast upp úr
hlandkötlum moldarkof-
anna yfir í nútímann.
Höfundur er dósent við
Háskóla Íslands.
Metfjöldi Reykvík-
inga heimsótti Hvala-
sýninguna laugardag-
inn 30. júní og fjöldi
fólks nýtti sér tilboð,
fræðslu og fríar sigl-
ingar um sundin blá og
lét hvorki grámyglulegt
veðrið né stórleik á HM
stöðva sig. Þann dag
var í fyrsta sinn haldið
upp á dag hvala í
Reykjavík. Hvaladag-
urinn var samstarfsverkefni
Reykjavíkurborgar, Hvalaskoð-
unarsamtaka Íslands, Alþjóðadýra-
velferðarsjóðsins – IFAW og Wha-
les of Iceland –
Hvalasýningarinnar. Yfir 20 sam-
starfsaðilar tóku höndum saman
um að gera daginn vel heppnaðan.
Um morguninn var vígt nýtt upp-
lýsingaskilti um þær níu tegundir
hvala sem algengastar eru í Faxa-
flóa. Auk fyrrgreindra samstarfs-
aðila kemur Háskóli Íslands að því
verkefni. Skiltið stendur við Eiðs-
granda á móts við Grandaveg og
þegar skiltið er skoðað er viðkom-
andi í beinni sjónlínu út yfir eitt
vinsælasta hvalaskoðunarsvæði
landsins. Reykjavíkurborg hefur
komið fyrir sjónaukum fyrir há-
vaxna sem og lágvaxna þannig að
auðvelt er að fylgjast með hvala-
skoðunarbátum sigla inn og út og
jafnvel má af og til sjá hvali synda
nærri landi. Þegar skiltið var vígt
voru höfrungar að leik aðeins tvær
mílur undan ströndinni við Eiðs-
granda.
Um 1.000 manns komu á Hvala-
sýninguna á hvaladaginn, að lang-
mestu leyti íslenskar fjölskyldur,
og komust færri að en vildu. Þá
heimsóttu hundruð gesta gömlu
höfnina þar sem hvalaskoðunarfyr-
irtækin Elding, Specialtours og
Whale Safari stóðu að fræðslu og
skemmtun fyrir börn á öllum aldri.
Boðið var upp á ókeypis siglingar,
hjólreiðar og ýmiss konar leiki og
veitingastaðir kynntu rausnarleg
tilboð í tilefni dagsins.
Hvaladagurinn er vonandi kom-
inn til að vera. Nú þegar hafa
nokkrir aðilar lýst áhuga á að
kanna möguleikann á því að hvala-
dagurinn að ári verði einnig haldinn
hátíðlegur á öðrum þeim stöðum á
landinu sem bjóða upp á hvalaskoð-
unarferðir. Markmiðið með deg-
inum er að auka áhuga og vitund al-
mennings um þessi mögnuðu
sjávarspendýr, eiginleika þeirra og
atferli en einnig að kynna fólki þau
jákvæðu áhrif sem hvalir í sínu
náttúrulega um-
hverfi hafa á efnahag
og tilveru á Íslandi.
Hundruð hafa beina
atvinnu af hvala-
skoðun en margfalt
fleiri óbeinan hag af
árlegri viðkomu risa
hafsins við Íslands-
strendur.
Það er óhætt að
fullyrða að Gamla
höfnin í Reykjavik
liti öðruvísi út ef
hvalaskoðunarinnar
nyti ekki við. Sú mikla gróska í veit-
ingastarfsemi og annarri þjónustu
við ferðamenn og Íslendinga sem
þar hefur orðið hefur breytt ásýnd
hafnarinnar, gert hana mun líflegri
en áður var og tengt höfnina mið-
borginni með skemmtilegum hætti.
Hvalaskoðunin í Reykjavík hefur
virkað sem segull á fólk og fyrir-
tæki að koma í höfnina og njóta
þess sem hún hefur upp á að bjóða.
Hvalaskoðunin í Reykjavík er því
ekki einatt ein stærsta afþreying-
argrein ferðaþjónustunnar sem
fyrirfinnst í höfuðborginni, með
hátt í 200.000 gesti árlega, heldur
og stoð undir aðra þjónustu og
frekari þróun hafnarsvæðisins til
framtíðar.
Þannig haldast hagsmunir hvala
og mannfólks vel í hendur. Sífellt
eru að koma fram nýjar rannsóknir
sem benda til þess að hvalir séu af-
ar mikilvægir lífríki hafsins á
margan hátt. Fáir vísindamenn tala
lengur um hvali sem afætur eða af-
ræningja. Það er áhyggjuefni hve
vöxtur og viðgangur ýmissa hvala-
tegunda er hægur en talið er að
fjöldi þeirra í dag nemi aðeins á
milli 10-30% af því sem var fyrir 90
árum og voru þá þegar margar teg-
undir í útrýmingarhættu. Eitt af
því sem fram er komið er að engin
dýr á jörðinni binda jafn mikinn
koltvísýring og hvalir gera og til-
vera þeirra styrkir fiskistofna alls
staðar þar sem hvalastofnar eru til-
tölulega sterkir eins og við Ísland.
Vernd hvala er því á margan hátt
mikilvægt hagsmunamál fyrir Ís-
lendinga jafnt sem alla aðra jarðar-
búa.
Eftir Sigurstein
Róbert Másson
Skilti Hvalaskiltið við Eiðsgranda.
»Hvalaskoðunin í
Reykjavík hefur
virkað sem segull á fólk
og fyrirtæki.
Höfundur er fulltrúi
Alþjóðadýravelferðarsjóðsins
sigursteinnmasson@gmail.com
Vel heppnaður
hvaladagur í
Reykjavík
Sigursteinn
Róbert Másson