Morgunblaðið - 07.07.2018, Side 26
Þegar ég kveð
mág minn Lárus
Helgason kemur
mér fyrst í hug orð-
ið þakklæti. Frá þeirri stundu að
systir mín kynnti fjölskylduna
fyrir Lárusi hefur aldrei fallið
skuggi á samband okkar. Ófá eru
þau atvik þegar hann vegna
þekkingar sinnar veitti fjölskyldu
minni aðstoð. Návistar þeirra
hjóna var gott að njóta þegar til-
efni gafst til að fagna merkum
tímamótum í fjölskyldum okkar.
Við hjónin dvöldum nokkrum
sinnum í félagsskap Ragnhildar
og Lárusar í sólarlöndum. Saman
áttum við góða daga þar sem við
nutum þess að vera samvistum
fjarri daglegum áhyggjum og
þrasi hversdagslífsins. Göngu-
ferðir okkar eru mér minnisstæð-
ar þegar við í gamni og alvöru lit-
um yfir atburði líðandi stundar
og vorum fundvísir á lausn
vandamálanna. Lárusi varð tíð-
rætt um æskuheimili sitt á Vífils-
stöðum og umhverfið þar. Styrk
stjórn föður hans, Helga Ingv-
arssonar, á rekstri Vífilsstaða-
spítala var þjóðkunn. Varla er
hægt að hugsa sér betri stað til
að móta ungan mann til að takast
á við framtíðarstarf sem læknir.
Ekki var hægt annað en að
dást að atorku Lárusar. Þrátt
fyrir að hann sinnti krefjandi
starfi sem mikilsmetinn læknir
hafði hann tíma til að sinna sínum
áhugamálum. Þau voru ekki fá og
kröfðust mikils tíma. Við Apa-
vatn kom hann upp sælureit með
óþreytandi vinnu. Byggður var
sumarbústaður og gróðursettur
skógarlundur sem hann gat svo
sannarlega verið stoltur af. Þeg-
ar gengið er um lundinn hvarflar
ekki að ókunnugum að hann sé að
mestu verk eins manns. Fjöl-
skylda mín minnist oft á ættar-
mótin sem haldin voru í þessum
Edensgarði. En það var fleira
Lárus Jakob
Helgason
✝ Lárus JakobHelgason var
fæddur 10. sept-
ember 1930. Hann
lést 23. júní 2018.
Útför Lárusar
fór fram 5. júlí
2018.
sem þessi atorku-
sami maður tók sér
fyrir hendur. Hann
batt inn bækur eins
og fagmaður og
þegar hægjast fór
um var sest við mál-
aratrönur og sköp-
uð listaverk. Fyrir
venjulegt fólk eins
og mig var öll þessi
eljusemi næsta
ótrúleg.
Síðasta skiptið sem ég hitti
Lárus var í fermingarveislu son-
arsonar hans. Þá var mjög af
honum dregið. Krafturinn sem
hafði einkennt hann var horfinn
en glaðværðin í augnatillitinu var
söm og áður. Þegar við kvödd-
umst vorum við óvissir hvort við
fengjum að sjást oftar.
Við Regína og fjölskylda okkar
sendum Ragnhildi og hennar
fólki okkar innilegustu samúðar-
kveðjur með þakklæti fyrir allan
þann tíma sem við fengum að
njóta með Lárusi.
Þórður Haukur Jónsson.
Á ævinni eru margir sem
snerta líf manns og sumir þeirra
gera það meira en aðrir. Einn
þessara manna sem snert hefur
líf mitt ríkulega er Lárus Helga-
son föðurbróðir minn. Hann hef-
ur verið einn af klettunum í mínu
lífi. Núna er komið að kveðju-
stund kæri frændi. Lárus hefur
verið til staðar frá því ég man eft-
ir mér. Þegar ég var að alast upp
fannst mér hann vera svo sætur
og fallegur eins og kvikmynda-
stjarna. Með aldrinum leit ég á
hann sem minn lærimeistara,
kennara og vin. Einhverjum þótti
ég vera lík Lárusi. Ég var mjög
upp með mér að heyra það. Með
aldrinum óx vinátta milli okkar
og ég leitaði mikið til hans eftir
þekkingu og visku og þá sérstak-
lega eftir að faðir minn dó en það
eru 20 ár síðan. Þegar ég saknaði
pabba þá hringdi ég gjarnan í
Lárus minn og hlustaði á röddina
hans og fékk visku hans og þekk-
ingu beint í æð. Lárus var gædd-
ur þeim einstaka hæfileika að
láta manni líða vel, að maður væri
stór og hæfur til afreka. Hann
fylgdist með stórfjölskyldunni og
velferð okkar skipti hann máli.
Þegar ég gekk í gegnum erfið
tímabil í mínu lífi þá leitaði ég
iðulega til hans. Eitt skipti spurði
hann mig: „Magga mín, ætlar þú
að vera lítil eða stór?“ Auðvitað
kom ekki annað til greina en að
vera stór. Hann átti svörin og
hafði endalausa trú á mér.
Mér finnst mjög skrítin tilfinn-
ing að Lárus minn sé farinn frá
okkur en nú eru öll systkini
pabba dáin og ég orðin hluti af
elstu kynslóðinni í þeim legg. Nú
er það enn frekar mitt hlutskipti
að halda vegferð forfeðranna lif-
andi og vera innblástur til þeirra
sem yngri eru. Veganestið sem
við höfum fengið frá þeim sem
eru eldri er ríkulegt. Takk fyrir
mig, kæri frændi og guð veri með
þér.
Ég vil ljúka máli mínu með því
að senda mína dýpstu samúðar-
kveðju til Ragnhildar, konu Lár-
usar, barnanna þeirra, Mörtu,
Helga, Guðrúnu og Rafnars, svo
og tengdabarna og afkomenda
allra.
Kveðja,
Margrét María
Sigurðardóttir.
Við minnumst Lárusar Helga-
sonar með djúpri virðingu, þakk-
læti og hlýju í hjarta.
Lárus og Ragnhildur voru oft-
ast nefnd í sömu andrá á okkar
æskuheimili. Einlæg og falleg
vinátta varð til hjá þeim hjónum
og foreldrum okkar á þeirra
fyrstu búskaparárum. Sú vinátta
var ekki einungis í orði heldur
líka á borði. Það má segja að þau
kenndu okkur hvað sönn vinátta
er í raun og veru. Traust, virðing,
áhugi, hlustun, umhyggja, hjálp-
semi, glaðværð og yfirvegun eru
orð sem koma upp í hugann. Þeg-
ar foreldrar okkar áttu við heilsu-
brest að stríða voru þau alltaf til
staðar, skilningsrík nærveran og
vináttan fór inn á nýjar víddir.
Lárus fylgdist vel með okkur
systrum og fjölskyldum okkar og
var áhugasamur um það sem við
tókum okkur fyrir hendur. Hann
vakti okkur til umhugsunar með
spurningum sínum, sparaði ekki
hvatningarorðin og alltaf skein í
gegn að hann hefði trú á við-
fangsefnunum.
Við þökkum Lárusi fyrir sam-
fylgdina og þann lærdóm sem við
fengum af samvistum við hann.
Ragnhildi og fjölskyldunni
allri sendum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Margrét, Anna Guðrún, Þóra
og Magnea Tómasdætur.
Með nokkrum orðum langar
mig að minnast kærs samstarfs-
félaga og vinar til áratuga, Lár-
usar Helgasonar geðlæknis.
Leiðir okkar lágu fyrst saman á
Kleppsspítalanum fyrir meira en
40 árum. Þá var Lárus þegar bú-
inn að vinna sem geðlæknir á
stofu árum saman og hafði getið
sér mjög gott orð sem slíkur.
Starfsferill hans var mjög glæsi-
legur. Lárus gegndi stöðu yfir-
læknis á geðdeildum ríkisspítal-
anna í áratugi, fyrst á Kleppi, en
síðar á geðdeild Landspítalans
við Hringbraut. Við áttum saman
gott samstarf á þeim vettvangi
allan þann tíma, sem aldrei bar
skugga á. Lárus var frábærlega
hæfur stjórnandi, áræðinn, en þó
varfærinn, og ætíð reiðubúinn að
prófa nýjar aðferðir og leita
nýrra leiða við að bæta hag sjúk-
linganna. Hann bjó yfir þeim
góða eiginleika að geta verið
bæði yfirmaður og vinur í senn.
Því var samfylgdin með honum
alltaf mjög ánægjuleg og áttum
við margar góðar stundir á vett-
vangi vinnunnar sem og utan
hennar. Lárus var mjög vel
menntaður og lauk doktorsgráðu
á sínum tíma. Um árabil gegndi
hann dósentsstöðu við lækna-
deild Háskóla Íslands. Hann var
einstaklega fær læknir, fljótur að
átta sig á aðalatriðum hvers máls,
greina hismið frá kjarnanum.
Lárus var ljúfur maður í skapi,
en jafnan með ákveðnar skoðanir
sem hann var ófeiminn við að tjá.
Ætíð var hann þó reiðubúinn að
hlusta á rök annarra. Hann var
mikill bjartsýnismaður í eðli sínu
og vílaði fátt fyrir sér, og var
óhræddur að yfirstíga hvers kyns
hindranir. Lárus stóð jafnan þétt
við bakið á samstarfsmönnum
sínum og var ætíð reiðubúinn til
aðstoðar, ráðgjafar og leiðbein-
ingar. Því er hann kvaddur með
djúpri virðingu og einlægri þökk.
Það eru ætíð mikil þáttaskil þeg-
ar sterkir stofnar falla.
Að leiðarlokum langar okkur
Lilju að þakka vináttu og sam-
starf af alhug. Við vottum Ragn-
hildi og fjölskyldunni okkar inni-
legustu samúð. Guð blessi
minningu Lárusar Helgasonar.
Gísli Á. Þorsteinsson.
Við stöndum á vegamótum.
Lárus Helgason, læknir, góður
vinur, samstarfsmaður og sam-
ferðamaður á lífsbrautinni, hefur
kvatt í bili og lagt af stað á undan
okkur hinum í ferðina, sem við öll
hljótum að fara um síðir. Hann
skildi okkur samt eftir með ríku-
legan sjóð góðra minninga til að
hugga okkur við og orna, uns
leiðir liggja saman á ný.
Ég kynntist Lárusi árið 1964
er ég starfaði nokkra mánuði á
Kleppsspítala áður en ég hélt ut-
an til framhaldsnáms í geðlækn-
ingum. Tveim árum fyrr hafði ég
kynnst föður hans, Helga Ingv-
arssyni, yfirlækni á Vífilsstöðum.
Hann var valmenni, öðlingur á
sviði læknislistarinnar og hafði
óbeint mikil áhrif á hvert hugur
minn beindist varðandi sérnám.
Ég gerði mér því far um að kynn-
ast betur þessum syni hans, er
leiðir okkar lágu saman, en af því
óx vinátta, sem aldrei bar á
skugga meðan báðir lifðum.
Lárus var, eins og faðir hans,
traustur maður, góður læknir,
sem bar mikla umhyggju fyrir
sjúklingum sínum og naut
trausts þeirra og virðingar. Hann
var ákveðinn í skoðunum, fylginn
sér og stjórnsamur. Hann var
líka reglusamur, vinnusamur og
vel skipulagður. Átti góðan bóka-
kost, batt t.d. sjálfur inn blöð,
bækur og tímarit. Las mikið.
Fróðleiksfús og fylgdist vel með
nýjungum á sviði geðlæknisfræð-
innar. Lárus hafði líka áhuga á
vísindalegri rannsóknarvinnu,
skrifaði t.d. og varði doktorsrit-
gerð um rannsóknir sínar á hópi
sjúklinga, er hann hafði sinnt og
fylgt eftir á lækningastofu sinni í
Domus medica. Áhugi hans var
ekki einskorðaður við fræðin og
mannrækt. Hann beindist líka að
náttúrunni. Lárus og Ragnhildur
byggðu sér snotran sumarbústað
við Apavatn. Þangað sótti Lárus
sér hvíld og endurnæringu, slak-
aði á og undi sér vel við trjárækt,
sem var honum mikið áhugamál.
Lárus hafði mikla ánægju af
ferðalögum, bæði utan lands og
innan. Vildi þá kynna sér allt
markvert, er fyrir augun bar. Ég
minnist með ánægju margra
ferða, er við hjónin fórum með
Lárusi og Ragnhildi t.d. ferð til
Grikklands, Krítar og Egypta-
lands. Þær voru ógleymanlegar,
en erfiðar, því margt þurfti að
skoða og mikið að ganga. Þar
hafði ég ekki roð við Lárusi.
Lárus var höfðingi heim að
sækja, veitull, en sjálfur hófs-
maður. Heimili hans og Ragn-
hildar hafði og hefur á sér menn-
ingarbrag, er ber ljóst vitni
smekkvísi þeirra hjóna.
Skarð er fyrir skildi og munu
margir hinna fjölmörgu vina,
samstarfsmanna og samferða-
fólks Lárusar sakna hans nú þeg-
ar hann er allur. Sárastur verður
þó söknuðurinn hjá Ragnhildi,
börnum þeirra Lárusar, tengda-
börnum og barnabörnum. Þeim
vil ég að lokum senda innilegar
samúðarkveðjur með þessum fáu
og fátæklegu orðum. Um leið bið
ég Guð að blessa þau og styðja nú
og um alla framtíð.
Jóhannes Bergsveinsson.
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HELGA GUÐRÚN HELGADÓTTIR,
píanókennari,
Árskógum 8,
áður Háaleitisbraut 28, Reykjavík,
lést á Landsspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 24. júní.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 9. júlí kl. 15.
Lára Rafnsdóttir Jóhannes Atlason
Theódóra G. Rafnsdóttir
Hlöðver Örn Rafnsson Sigríður Sverrisdóttir
Högni Rafnsson Antonia Gutes Turu
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGURVEIG G. MÝRDAL,
verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju
mánudaginn 9. júlí klukkan 13.
Sigurjón Mýrdal María Sophusdótt
Garðar Mýrdal Ingibjörg Ósk Kjartansdóttir
Jón Agnar Mýrdal Vivian Hansen
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
KRISTINE JENNY TVEITEN,
lést 30. júní í faðmi fjölskyldunnar. Útförin
hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu. Innilegar þakkir sendir fjölskylda
Kristine til starfsfólks Heimahlynningar á Akureyri og til
starfsfólks Sjúkrahússins á Akureyri.
Hörður Gunnarsson
Anton Þór Harðarson Vigdís Sigurðardóttir
Áslaug H. Harðard. Tveiten Hrafn Hrafnsson
D. Brynja Harðard. Tveiten Valur Kristinsson
Ragnhildur Alís Antonsdóttir
Þórdís Jenny Antonsdóttir
Elísabet Þöll Hrafnsdóttir Tveiten
Hörður Breki Valsson
Dagrún Kristín Valsdóttir Tveiten
og fjölskyldur
Ástkær eiginkona mín og móðursystir
okkar,
EDDA BÁRA GUÐBJARTSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum mánudaginn 2. júlí.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju
föstudaginn 13. júlí klukkan 13.
Ingólfur Jóhannesson
Grímur Atlason
Bergljót Nikulásdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÖRN SIGURÐSSON,
Lækjamóti,
Kinn,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á
Húsavík mánudaginn 2. júlí.
Útförin fer fram frá Þorgeirskirkju miðvikudaginn 11. júlí
klukkan 14.
Sigurður Arnarson
Gerða Arnardóttir Kristinn M. Bárðarson
Þóra Elín Arnardóttir
Sigurveig Arnardóttir Aðalsteinn Haraldsson
Sigrún Erna Kristinsdóttir
Sara Sif Kristinsdóttir
Guðmundur Helgi Aðalsteinsson
Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
PETRÍNA SALÓME GÍSLADÓTTIR,
Boðaþingi 24,
lést 29. júní. Útförin fer fram frá Lindakirkju
föstudaginn 13. júlí klukkan 13.
Aðstandendur
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
HALLDÓRA HAFDÍS
HALLGRÍMSDÓTTIR,
(Dísa Dóra)
lést á Landspítalanum Fossvogi
sunnudaginn 1. júlí. Útför hennar fer fram
frá Háteigskirkju föstudaginn 13. júlí klukkan 11.
Vigdís Blöndal og
Hallgrímur Blöndal Gunnarsbörn
Elsa Blöndal Gunnar Blöndal
Ægir Blöndal Arna Blöndal
Alda Blöndal Adrían Blöndal
fjölskyldur og langömmubörn
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
BJARNI BRAGI JÓNSSON
hagfræðingur,
sem lést sunnudaginn 1. júlí, verður
jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn
13. júlí klukkan 13.
Rósa Guðmundsdóttir
Ólöf Erla Bjarnadóttir Sigurður Axel Benediktsson
Guðmundur Jens Bjarnason Ásta Hrönn Stefánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn