Morgunblaðið - 07.07.2018, Síða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018
Matthildur föðursystir mín
er fallin frá, södd lífdaga. Hún
Matta á Smáhömrum, eins og
hún var ávallt kölluð heima í
Tungusveitinni var fædd á
Heydalsá í sömu sveit, sjöunda
í ellefu systkina hóp. Mitt
minni nær ekki lengra en svo
að hún er á förum frá Heydalsá
að næsta bæ, trúlofuð Birni
Karlssyni bónda á Smá-
hömrum, bænum þar sem faðir
hennar sleit barnsskónum og
amma hennar og nafna Matt-
hildur Benediktsdóttir stóð fyr-
ir miklu rausnarbúi ásamt
manni sínum, bóndanum og út-
gerðarmanninum Birni Hall-
dórssyni. Þar bjó hún æ síðan,
utan tveggja ára á sjúkrastofn-
uninni á Hólmavík. Matta
frænka var ákaflega vinnusöm
og dugleg, féll nánast ekki verk
úr hendi eins og það var orðað
fyrir tölvuöldina, einn vetrar-
tíma var ég, strákur, í svokall-
aðri vinnumennsku hjá tengda-
foreldrum hennar Karli
Aðalsteinssyni og Þórdísi Bene-
diktsdóttur sem bjuggu á efri
hæð stóra íbúðarhússins á Smá-
hömrum en Matta og Björn á
Matthildur Ása
Guðbrandsdóttir
✝ Matthildur ÁsaGuðbrands-
dóttir fæddist 26.
ágúst 1926. Hún
lést 16. júní 2018.
Útför Matthildar
og sonar hennar,
Guðbrands Björns-
sonar, fer fram frá
Hólmavíkurkirkju í
dag, 7. júlí 2018,
klukkan 13.
neðri hæðinni.
Ávallt var Matta
farin í fjós til að
mjólka kýrnar og
gefa hænunum
þegar við Kalli fór-
um til fjárhúsa, var
þó Karl á Smá-
hömrum lítið fyrir
„morgunhangs“.
Ég held að Möttu
frænku hafi ekki
fallið verk úr sinni
vinnusömu hendi alla sína
löngu starfsævi enda í mörgu
að snúast því gestkvæmt var
ávallt á Smáhömrum og veitt af
rausn en síðustu árin missti
hún mátt í fótum og sitjandi í
stól á hjólum, þó ekki venjuleg-
um hjólastól, sinnti hún sínum
húsverkum og eldamennsku því
ekki gat hún bara setið og gert
ekki neitt, nei, það hentaði ekki
Möttu frænku á Smáhömrum!
Fyrstu minningar mínar um
Möttu frænku voru afar bragð-
góðar fyrir lítinn pjakk með
stóran munn, en fyrir hver jól
kom stór kassi fullur af ilmandi
smákökum í gamla torfbæinn á
Klúku, settur á borðið fram í
stofu og ekki opnaður fyrr en á
aðfangadag en lyktin sagði til
um innihaldið og þangað inn fór
smáfólk ekki nema í fylgd
„ábyrgðarmanns“ því freisting-
arnar voru yfirþyrmandi. Matta
var mikið fyrir söng eins og öll
systkinin frá Heydalsá, söng
mikið á yngri árum og raulaði
lágt fyrir munni sér nánast til
síðasta dags. Matta frænka
verður borin til grafar ásamt
eldri syni sínum Guðbrandi sem
féll frá vegna hjartaáfalls á sex-
tugasta og fimmta aldursári,
daginn áður en útför móður
hans átti að fara fram. Karli
Þór, Helgu og dætrum þeirra,
Þórdísi, Kolbrúnu Ír og Ingu
Matthildi vottum við okkar
dýpstu samúð.
Guðbrandur og Lilja.
Komið er að leiðarlokum hjá
kærum vini Matthildi Guð-
brandsdóttir, húsmóður á Smá-
hömrum við Steingrímsfjörð,
sem lést miðvikudaginn 16. júní
síðastliðinn.
Kynni okkar Matthildar eru
orðin löng, en þau hófust þegar
ég fór ungur drengur í sveit
norður að Smáhömrum, fyrst
sumarið 1974 og síðan hvert
sumar næstu tíu árin eða þar til
ég fór í nám.
Matthildur sá um öll heim-
ilisstörf og mjaltir, man ég eftir
smjör og skyrgerð hennar sem
var einstaklega gott og fékk ég
að snúa vindunni sem skildi frá
rjómann. Var ég reglulega með
henni í fjósinu á mínum yngri
árum, kenndi hún mér um-
gengni við kýrnar sem voru
tvær og eitt naut. Þegar ég var
kominn á vorin var það í mínum
verkahring að gefa hænunum
og sækja eggin og held ég að
það sé eina verkið sem ég gat
létt undir með Matthildi minni
fyrir utan hvað henni fannst
gaman að ræða saman og segja
mér sögur þegar við vorum tvö
í fjósinu.
Matthildur var róleg og söng
hún við sín daglegu störf, gest-
kvæmt var á Smáhömrum og
gat venjulegur dagur hjá Matt-
hildi verið að leggja fram
veisluborð. Alltaf átti hún
tertur með kaffinu og pönnu-
kökur komnar áður en nokkur
vissi af, lambakjötsveislurnar
sem hún átti svo auðvelt með
að leggja á borð eru í mínu
minni flottustu veislurnar. Oft
kom einhver og vildi kaupa
hesta, hrúta eða girðingastaura
sem gerðir voru úr rekaviðnum
sem var heilmikill á Smáhömr-
um.
Það var erfitt fyrir Matthildi,
þegar Dísa amma tengdamóðir
hennar flutti til okkar í Stykk-
ishólm, sá ég í fyrsta skiptið
Matthildi niðurbrotna og ég
veit hversu vænt henni þótti
um okkur. Matthildur var
dugnaðarforkur og lét ekkert
stoppa sig, var hún orðin léleg í
mjöðmum en það stoppaði hana
ekki, hún renndi sér á kollinum
sínum og sá um sín störf þann
tíma sem hún bjó á Smáhömr-
um.
Þegar ég hitti Matthildi í síð-
asta skiptið – í ágúst 2017, hún
dvaldi á Hólmavík – var minnið
aðeins farið að svíkja hana og
fannst henni það ekki geta ver-
ið að hann litli Kalli minn, eins
og hún sagði um mig, gæti átt
börn þegar ég var að segja
henni frá börnum mínum.
Það er margt sem ég lærði af
elsku Matthildi minni og hugsa
ég oft til hennar í mínum dag-
legu störfum og á ég henni
mikið að þakka.
Mikið ofboðslega leið mér vel
þau árin sem ég fékk að vera á
Smáhömrum, fyrst hjá Dísu
ömmu og Kalla afa, síðan
seinna hjá Bjössa, Möttu og
sonum þeirra Guðbrandi og
Kalla Þór.
Ég og fjölskylda mín biðjum
þess að Guð gefi ykkur styrk í
sorginni.
Við sendum elsku Kalla Þór,
Helgu, Þórdísi, Kolbrúnu, Ingu
Matthildi og fjölskyldunni allri
okkar einlægustu samúðar-
kveðjur frá Saltnesi í Noregi.
Karl Matthías Helgason.
✝ Hjördís Guð-munda
Guðmundsdóttir
fæddist í Reykjavík
14. október 1944.
Hún varð bráð-
kvödd á heimili sínu
í Hilleröd í Dan-
mörku 25. júní
2018.
Hjördís var
þriðja barn foreldra
sinna, þeirra Guð-
mundar Kristins Falk Guð-
mundssonar, f. 19.9. 1913 í Hnífs-
dal, d. 25.8. 1965, og Helgu
Hjördísar Hjartardóttur, f. 29.6.
1915 í Rauðsdal, Barðaströnd, d.
24.8. 1986. Systkini Hjördísar
eru: Jónas, f. 10.2. 1940, d. 16.8.
2013, Rúnar Jóhannes, f. 12.2.
1941, d. 12.3. 2012, Hjörtur
Valdimar, f. 14.8. 1950, d. 25.8.
1965, og Kristín Hrönn, f. 22.3.
1955. Kristín Hrönn er búsett í
Kanada. Hjördís giftist 18.4. 1965
Hilmari Guðbjörnssyni, f. 13.5.
ásamt eiginmanni sínum Sigurði
Þórarinssyni og eiga þau þrjú
börn, Unnar Elí (Jóhanns Inga
Ármannssonar), Söru Sjöfn og
Inga Hilmar og þrjú barnabörn.
3) Kristín Guðmunda, f. 3.10.
1966. Kristín býr í Danmörku
ásamt eiginmanni sínum, Axel
Sigurði Helgasyni. Þau eiga þrjú
börn, Hilmar Helga, Fannar
Frey og Söndru Hjördísi og fjög-
ur barnabörn. 4) Þorbjörg, f. 1.1.
1968, d. 6.9. 1971. 5) Berglind
Hrönn, f. 8.6. 1972. Berglind býr í
Danmörku og á fjögur börn, Arn-
ór Orra (Tryggva Björnssonar),
Tobias Emil, Celina Björg og
Thomas Alex Falk (barnsfaðir
Michael Jensen). 6) Ingvar, f.
28.1. 1975, d. 29.8. 2015. Ingvar
bjó og lést í Svíþjóð og lét eftir
sig dótturina Ebbu Hjördísi
(barnsmóðir Anna-Karin Hedén).
Hjördís fluttist til Danmerkur
árið 1996 ásamt þáverandi sam-
býlismanni sínum, Aðalsteini
Guðjónssyni, f. 28.11. 1942, og
þau komu sér upp heimili í Hels-
inge á Norður-Sjálandi. Þau slitu
samvistum en héldu vináttu alla
tíð.
Bálför Hjördísar fer fram frá
Skansekirkegårdens Kapel í
Hilleröd í dag, 7. júlí 2018, kl. 10.
1943, d. 18.7. 1991.
Foreldrar Hilmars
voru Guðbjörn Eð-
varð Ingvarsson, f.
23.8. 1908, d. 3.10.
1999, og Elín Torfa-
dóttir, f. 1.3. 1918,
d. 11.11. 1971. Hilm-
ar átti fjögur systk-
ini: Reyni Jónson
(sammæðra), f. 7.7.
1937, d. 1.11. 2006,
Þorstein, f. 5.7.
1941, d. 5.7. 1982, Lilju, f. 17.12.
1944, og Vilhjálm, f. 4.10. 1947, d.
13.2. 2018.
Hjördís og Hilmar eignuðust
sex börn, þau eru: 1) Helga, f.
19.12. 1963. Helga býr í Svíþjóð
og sambýlismaður hennar er
Jan-Eve Nord. Helga og fyrrver-
andi eiginmaður hennar (Krist-
ján Kristjánsson) eignuðust tvö
börn, Viktor Daníel og Birtu
Dröfn, þrjú barnabörn og það
fjórða á leiðinni. 2) Elín María, f.
22.1. 1965. Hún býr í Svíþjóð
„Hæ, mamma mín, þetta er
Ella.“ Þannig hófst samtal okk-
ar mömmu þegar ég hringdi til
hennar. Eiginlega hefði ég ekki
þurft að kynna mig en ég tók
upp á því á tímabilinu þegar
mamma ruglaði okkur dætrum
sínum sífellt saman þegar við
hringdum. Við hljómum víst all-
ar eins svo henni var viss vor-
kunn. „Ella mín, ert þetta þú?“
svaraði mamma oftast og ég
finn ennþá fyrir ljósinu sem
bærðist í brjóstinu þegar hún
sagði þessi orð. Þessi fáu orð
svo einföld og hversdagsleg að
það mætti segja að þau væru
ómerkileg. Þessi litla setning
var eitthvað svo miklu meira en
þessi fáu orð. „Ella“ er litla sál-
in sem foreldrar mínir gáfu líf,
sem fæddist inn í fjölskyldu og
fékk nafn ömmu sinnar. „Mín“
er annað orð yfir kærleikann og
í þessu litla orði felst setningin
„ég elska þig“. „Ert þetta þú?“
eru þrjú orð sem mamma hefði
ekki þurft að segja því ég var
búin að kynna mig en hún sagði
þau samt. Þegar hún sagði þau
þá lýsti litla ljósið í brjóstinu
örlítið bjartar því þessi þrjú orð
sögðu mér hvað mömmu fannst
vænt um að heyra í mér og að
ég hljómaði frísk og kát.
Mamma sagði oft í samtölum
okkar að hún hefði áhyggjur af
einu og öðru: „Þú veist hvernig
ég er, ég hef áhyggjur af öllu.“
Hún sagði þetta samt ekki með
neinum áhyggjutóni heldur hló
hún og gerði gys að sjálfri sér.
Ég skil að hún hafi haft áhyggj-
ur þó ég hafi alltaf hvatt hana
til að vera ekki að því heldur
einbeita sér að því jákvæða í líf-
inu. Áhyggjurnar voru líklega
fylgifiskar áfalla og mamma
fékk sinn skerf af þeim. Eftir að
Ingvar sonur hennar dó átti
hún erfitt með að ná sér af því
áfalli. Hún varð aldrei söm aft-
ur þó hún væri að mörgu leyti
sjálfri sér lík. Líkamlegri heilsu
hennar fór samtímis hrakandi
og hún gerði minna en áður.
Samt gerði hún það sem hún
gat og varð alltaf svo glöð þeg-
ar við komum í heimsókn, bak-
aði þá gjarnan vöfflur og gerði
túnfisksalat. Faðmlögin hennar
þegar hún heilsaði og kvaddi
okkur voru svo þétt og hlý að
það var erfitt að skilja hvar hún
fékk allan þann kraft. Þegar
samtölum okkar mömmu lauk
og við kvöddumst þá sagði ég
oftast „hafðu það gott, mamma
mín, og farðu vel með þig. Við
heyrumst fljótlega. Bless
mamma mín. Bless, bless“. Þar
með var samtali okkar ekki lok-
ið, ekki enn, því mamma átti
eftir að segja bless við mig líka,
ekki einu sinni heldur oft:
„Bless Ella, mín, bless elskan,
ég bið að heilsa öllum“ og ég
sagði aftur „bless mamma mín“
og hún kvaddi mig aftur og ég
kvaddi hana og á endanum
þurfti önnur okkar að enda
samtalið. Núna þegar ég tek
upp símann og hringi í númerið
hennar mömmu þá svarar rödd
sem ég þekki ekki og segir á
dönsku að búið sé að loka núm-
erinu. Mamma mun ekki lengur
taka upp símtólið og segja:
„Ella mín, ert þetta þú?“ og ég
mun þurfa að finna aðra leið til
að láta litla ljósið í brjóstinu
halda áfram að ljóma. Ég kveiki
því á kerti og segi um leið: „Hæ
mamma mín, þetta er Ella“ svo
bæti ég við: „Bless mamma
mín. Bless, bless. Ég bið að
heilsa öllum.“
Elín María Hilmarsdóttir.
Hjördís Guðmunda
Guðmundsdóttir
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem
sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og
útför elskulegs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÞÓRÐAR BJARNASONAR,
Borgarholtsbraut 43, Kópavogi.
Sérstakar þakkir færum við yndislegu konunum í
heimahlynningu Landspítalans fyrir ómetanlegt starf og hlýhug.
Guð blessi ykkur öll.
Arndís Ágústsdóttir
börn og fjölskyldur
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
SOFFÍA GUÐLAUGSDÓTTIR,
Njarðarvöllum 6, Njarðvík,
lést á Hrafnistu Nesvöllum sunnudaginn
1. júlí. Útförin mun fara fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Gunnar Indriðason
Guðrún Guðjónsdóttir
Ásgeir H. Jóhannsson K. Birna Sævarsdóttir
Svanhvít Gunnarsdóttir Högni Sturluson
Berglind B. Gunnarsdóttir Þorsteinn Jóhannsson
og barnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
HELGA ÍSLEIFSDÓTTIR
frá Hvolsvelli,
Gullsmára 9, Kópavogi,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við
Hringbraut fimmtudaginn 28. júní. Útför hennar fer fram frá
Seljakirkju í Breiðholti miðvikudaginn 11. júlí klukkan 13.
Erlingur Ólafsson
Brynja Erlingsdóttir
Ísleifur Þór Erlingsson Þórunn Jónasdóttir
Bára Erlingsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐBJÖRG SIGRÚN BJÖRNSDÓTTIR
frá Kleppustöðum
í Staðardal í Strandasýslu,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn
3. júlí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju
fimmtudaginn 12. júlí klukkan 13.
Árni Ólafur Þórhallsson Anna Marta Valtýsdóttir
Halla Þórhallsdóttir Magnús Helgi Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn