Morgunblaðið - 07.07.2018, Page 29

Morgunblaðið - 07.07.2018, Page 29
botna gúmmískóm um hlaðið á Smáhömrum og spáum í lömbin þá á ég eftir að hugsa til þín með söknuði þegar ég skoða lömbin mín í haust, hvað skyldi Brandur frændi segja um hann þennan. Svo öll símtölin, nú eru þau hætt, þú varst sá eini sem hringdir í heimasímann minn en aldrei fyrr en eftir kvöldmat þá vissir þú að ég var kominn heim, annars not- uðum við gemsana. Þó held ég að erfiðast verði að koma heim á Smáhamra og enginn Brandur. Kalla Þór og fjölskyldu votta ég mína dýpstu samúð og kveð þig, elsku frændi minn. Farðu í friði vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Eiríkur Helgason. Komið er að leiðarlokum hjá kærum vini og frænda sem var svo einstaklega góður við mig. Guðbrandur Björnsson bóndi frá Smáhömrum við Steingrímsfjörð lést miðvikudaginn 27. júní. Kynni okkar hófust þegar ég fór ungur drengur í sveit norður að Smáhömrum, fyrst sumarið 1974 og síðan næstu tíu sumur. Sauðfjárrækt var hans yndi og naut hann þess að vinna undir leiðsögn frá Karli afa okkar og svo með föður sínum og hélt áfram með þá ræktun sem þeir höfðu gert með svo miklum myndarskap og mikið hefur verið ritað um. Guðbrandur kenndi mér um- gengni við dýrin, minn fyrsti reiðtúr var undir hans leiðsögn og er það fast í minni mínu þegar hann lyfti mér á bak gömlum klár og tók þéttingsfast í fax hans og sagði mér að hér skyldi ég halda. Fyrstu ferðirnar hafði hann hest- inn í taumi við hlið sér. Með ár- unum varð ég hæfur til að koma með í reiðtúra og fékk að liðka klárana með frænda mínum. Þökk sé honum þá tók ég þátt í sýningu barna með frábærum ár- angri. Fór ég daglega með Guð- brandi til almennra starfa við bú- skapinn. Vikulega fórum við frændur svo saman í Sævang að spila fótbolta við sveitunga, ég var ávallt velkominn með, þó nokkur aldursmunur væri á okkur. Guðbrandur var rólegur, dug- legur, snyrtilegur og hjálpsamur maður. Fjárglöggur með ein- dæmum og auðveld umgengni og nærgætni með dýrum. Hafði hann mikinn áhuga á uppbygg- ingu og byggð í sveitinni. Snilld- ar skákmaður, útsjónarsamur og sá leikfléttur langt fram í skák- ina. Hann hafði mikinn áhuga á pólitík og félagsmálum og hef ég alltaf fundið að hann bar hag allra fyrir brjósti í þeim málum en ekki eigin, sem sést á að ekki bar mikið á Guðbrandi þó stór- bóndi væri með fallegasta féð, bestu hrútana og hestana ef skoðað var af sérfræðingum. Þau ár sem ég var á Smáhömrum var hestamennska stunduð og á hverju sumri komu verðlaun heim á Smáhamra eftir flottan árangur á félagsmótum, fjórðungsmótum eða hrútasýn- ingum. Mikið ofboðslega leið mér vel þau árin sem ég fékk að vera á Smáhömrum. Fyrst hjá Dísu ömmu og Kalla afa, síðan seinna hjá Bjössa, Möttu og sonum þeirra Guðbrandi og Kalla Þór. Segja má að mín fyrstu verkefni hafi ég unnið með og undir hand- leiðslu Guðbrands og nýt ég þess enn þann dag í dag. Oft hugsa ég til hans í mínum daglegu störfum og á ég honum mikið að þakka. Alltaf fylgdist Guðbrandur vel með öllu og var ræðinn um menn og málefni allt fram á síðustu stundu, okkar síðasta samtal var daginn áður en hann lést. Mér þótti hann ólíkur sjálfum sér og hafa veikindi hans haft þar áhrif. Okkar síðasta samverustund var í ágúst 2017 á Smáhömrum þar sem við fjölskyldan hittumst og áttum yndislega daga með þeim bræðrum Guðbrandi, Kalla Þór, Helgu og dætrum. Við fjöl- skyldan viljum þakka fyrir ómet- anlegan tíma og ekki síst fyrir móður mína sem þykir mjög vænt um þær minningar sem við höfum átt þar saman. Ég og fjölskyldan mín biðjum þess að Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Við sendum elsku Kalla Þór, Helgu, Þórdísi, Kolbrúnu, Ingu Matthildi og fjölskyldunni allri okkar einlægustu samúðarkveðj- ur frá Saltnesi í Noregi. Karl Matthías Helgason. Kæri frændi. Engum er ætlað að sjá fyrir sitt æviskeið, þaðan af síður hve- nær því muni ljúka, það er alltaf erfitt að kveðja ástvini sína, ekki síst þegar kallið ber brátt að. Þú komst fljótt inn í mína tilveru, þegar ég fór að fá áhuga á hest- um leiðbeindir þú og hvattir, og ekki þurfti ég að biðja oft ef mig langaði að fá hross að láni, þá var frekar spurningin: „Hversu mörg viltu?“ Þú fylgdist svo vel með hvernig mér gengi reið- mennskan, leiðbeindir ef eitthvað þurfti að laga, komst til að járna fyrir mig ef skeifa losnaði, þú varst líka mjög duglegur að rækta frændskapinn við mig, frænku þína, og fyrir það vil ég þakka sem og alla samveruna, Brandur minn, og umhyggju þína fyrir mér og mínum. Jóhanna K. Guðbrandsdóttir. Stórt skarð hefur verið höggv- ið í fjölskylduna á undanförnum vikum, nú síðast þegar Brandur frændi okkar kvaddi þetta líf án þess að nokkur ætti von á, langt um aldur fram. Hjörtu okkar systra eru í molum en engin orð fá því lýst hversu mikill söknuð- urinn er. Brandur var okkur ávallt svo góður og kenndi okkur margt, má þar helst nefna réttu handtökin í sauðburði og að sitja hest. Alltaf var hann boðinn og búinn til að sendast með hesta fyrir okkur hingað og þangað svo við gætum haft þá hjá okkur. Brandur kenndi okkur líka að þekkja kennileitin á Smáhömrum og í hverri einustu smala- mennsku renndum við létt yfir nöfnin á giljunum. Kennslan var þó ekki í einstefnu átt því við kenndum Brandi að nota Fa- cebook, hann hafði gaman af því, las stöðuuppfærslur hjá Facebo- ok vinum og skrifaðist á við fólk. Eitt af helstu einkennum Brands var það að hann kom allt- af til dyranna eins og hann var klæddur og stóð fast á sínum skoðunum, það er eiginleiki sem við ættum að tileinka okkur. Kindurnar voru honum hugleikn- ar og ræktunarstarfið gekk vel. Sérstakan áhuga hafði hann á hrossum og smitaði þessi áhugi hans á skepnum okkur systurn- ar, þó mismikið. Við fengum kindur að gjöf þegar við vorum litlar og skiluðu þær alla tíð tölu- vert meira inn á bankabækurnar okkar heldur en úrvals kindin skilar almennt til bóndans, óháð því hversu mörg lömbin voru sem ærin eignaðist það vorið. Þótt við hefðum viljað að árin með Brandi hefðu orðið miklu fleiri þá erum við þakklátar fyrir þann tíma sem við fengum að eiga með honum og huggum okk- ur við það að minningarnar eru margar og góðar. Kveðjustundir eru mér slæmar með sanni eru þær mér sárnar þig að kveðja því þú ert mér svo kær Þegar ég horfi á eftir þér fara þá verð ég rosa sár ég get ekki þig kvatt án þess að komi tár (Katrín Ruth.) Þórdís, Kolbrún Ýr og Inga Matthildur. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 ✝ ÞórhallaDavíðsdóttir, kennari, fæddist í Reykjavík, 18. mars 1929. Hún lést 16. júní 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Davíð Árnason, f. 6.8. 1892, d. 17.7. 1983, fyrst bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, síðar rafvirki í Reykjavík, og Þóra Steinadóttir, f 5.8. 1902, d. 27.3. 1998, kennari. Frá 1930 störfuðu þau bæði fyrir Ríkis- útvarpið allt til ársins 1963, fyrst á Eiðum í Eiðaþinghá og síðar í Skjaldarvík við Eyja- fjörð. Systkini Þórhöllu voru sex, hálfsystkinin Arnbjörg, f. 1917, d. 2012, Benedikt, f. 1918, d. 2004, og Sigþrúður f. 1919, d. 1995, og alsystkinin Steinunn, f. 1930, d. 1937, Þóra, f. 1932, og Aðalsteinn, f. 1939. Þórhalla giftist 21. sept- ember 1954 Sverri Sigurði Markússyni, f. 16.8. 1923, d. 28.11. 2009, héraðsdýralækni. Foreldrar hans voru Markús Gautur, f. 1980, sambýliskona Steinunn Þórðardóttir, f. 1982 og Ólöf Þóra, f. 1985. 4) Torfi Ólafur, f. 15.4.1961, kvæntur Ingu Björgu Sverrisdóttur, f. 1961, börn þeirra eru Þóra Sig- ríður, f. 1983, eiginmaður hennar er Guðmundur Emils- son, f. 1978, Ellen Björg, f. 1991, eiginmaður hennar er Jónatan Þór Kristjánsson, f. 1991, og Sverrir Ólafur, f. 1996. Barnabarnabörnin eru 12 og stjúpbarnabarnabörnin sjö. Þórhalla fæddist að Skóla- vörðustíg 5 í Reykjavík og bjó þar fyrstu æviárin. Árið 1938 fluttist fjölskyldan að Eiðum og síðar til Skjaldarvíkur 1952. Hún gekk í barna- og unglinga- skóla, fyrst í Reykjavík og síð- ar á Eiðum. Gagnfræðaprófi lauk hún 1945 frá Akranesi og kennaraprófi 1950 frá Kenn- araskóla Íslands. Á árunum í Skjaldarvík sinnti hún ýmsum störfum, var kennari við Hrafnagilsskóla, sinnti stunda- og einkakennslu og vann í Akureyrarapóteki. Þórhalla og Sverrir fluttu til Svíþjóðar þar sem Sverrir lauk dýralækna- námi sínu. Settust að á Blöndu- ósi 1956, áttu svo heima í Borgarnesi frá 1973 til 2003, eftir það bjuggu þau í Kópa- vogi. Útför Þórhöllu fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 22. júní 2018. Torfason, f. 6.10. 1887, d. 29.8. 1956, bóndi í Ólafsdal í Gilsfirði og Sigríð- ur Guðný Bene- dikta Brandsdóttir, f. 23.10. 1881, d. 8.12. 1949. Afkomendur Þórhöllu og Sverr- is eru: 1) Davíð Aðalsteinn, f. 24.9. 1956, sonur hans og Guðrúnar Soffíu Karls- dóttur, f. 1957, er Karl Krist- ján, f. 1977, giftur Kolbrúnu Guðmundsdóttur, f. 1980. 2) Sigríður María, f. 28.6. 1958, gift Þorvarði Hjalta Magn- ússyni, f. 1957. Dætur hennar og fyrri eiginmanns, Stefáns Þórs Ragnarssonar, f. 1958, eru Ragnheiður Þórdís, f. 1979, unnusti Hilmar Axelsson, f. 1971, og Þórhalla Sigríður, f. 1984, eiginmaður hennar er Þröstur Friðberg Gíslason, f. 1972. Dætur Sigríðar Maríu og Hjalta eru Hólmfríður Ásta, f. 1997 og Þóra María, f. 1999. 3) Sverrir Þórarinn, f. 14.5. 1959, kvæntur Maríu Pálmadóttur, f. 1960, börn þeirra eru Pálmi Með þessum fáu orðum vilj- um við minnast móður okkar Þórhöllu Davíðsdóttur. Mamma og pabbi kynntust þegar pabbi starfaði sem settur dýralæknir á Akureyri 1952-54. Eftir að námi hans lauk settust þau að á Blönduósi þar sem hann hafði fengið héraðsdýralæknisstöðu. Árin á Blönduósi urðu viðburða- rík, oft erfið en einnig upp- spretta nýs lífs því þau eign- uðust börnin sín fjögur á fyrstu 5 árunum sem þau bjuggu þar. Fyrst Davíð Aðalstein, næst Sigríði Maríu, þá Sverri Þór- arin og lestina rak Torfi Ólafur. Ætla mætti að það að vera fjög- urra barna móðir hafi verið al- veg nóg á þessum árum en mamma lét sig samfélagsmálin varða og tók m.a. virkan þátt í starfi kvenfélagsins. Við sveit- arstjórnarkosningarnar 1966 var hún fengin til að taka 2. sæti á H-lista óháðra og Fram- sóknar sem felldi þáverandi meirihluta sjálfstæðismanna með 3 mönnum af 5. Hún tók við sem oddviti sveitarstjórnar 1968 þegar þáverandi oddviti flutti frá Blönduósi. Með þessu var brotið blað í sögu Blöndu- óss því þar með varð hún fyrsti kvenoddviti sveitarfélagsins. Eitt af þeim verkum sem hún fékk framgengt var að sveitar- félagið tæki þátt í kostnaði við uppsetningu búnaðar fyrir mót- töku sjónvarpsútsendinga en það stóð ekki til að koma sjón- varpssendingum til Blönduóss fyrr en talsvert seinna. Með samningum um aðkomu sveitar- félagsins tókst að flýta þessu og íbúar fengu tækifæri til að fylgjast með tunglferðunum í sjónvarpi. Mamma keypti svart- hvítt Radionette-sjónvarp, en það fyrsta sem horft var á voru einmitt téðar tunglferðir. Hún sinnti forfallakennslu við og við ofan á erilsamt uppeldisstarf sem hún annaðist að meira eða minna leyti ein því starf pabba krafðist oft á tíðum langra fjar- vista í vitjunum í sveitinni en fyrstu árin gat þjónustusvæði hans spannað allt frá Skagafirði til Strandasýslu. Það féll líka í hennar hlut að afgreiða, ef nauðsyn krafði, dýralyf til bænda. Slíkar fyrirgreiðslur komu fyrirvaralaust og á öllum tímum dags svo starfsdagurinn var oft mjög langur og fjöl- breyttur. Hún var mikill lestrarhestur en líka góður kokkur og hannyrðakona, uppi á vegg hangir Riddarateppi sem hún og faðir hennar saum- uðu út. Á uppvaxtarárunum var nauðsynlegt að fara vel með hluti og fjármuni og það kunni hún. Hún tók slátur, útbjó kæfu, verkaði fisk eða bakaði brauð, fékk sér prjónavél og útbjó ullarflíkur á börnin, ofan á allt annað. Hún hafði einnig mikinn áhuga á þjóðlegum fróð- leik, ætt- og sagnfræði. Í Borg- arnesi sinnti mamma áfram fagi sínu og kenndi við og við, réð sig svo til Mjólkursamlags Borgfirðinga þar sem hún starf- aði í mörg ár. Árið 2003 fluttu þau að Ásbraut í Kópavogi, eft- ir að pabbi lést flutti hún í Fannborg 8 og bjó þar til dán- ardags. Mamma átti dásamlegar stundir í dagvist Sunnuhlíðar síðustu árin þar sem umhyggju- semi og væntumþykja mætti henni. Föður okkar kvöddum við 2009, nú kveðjum við ástkæra móður og þökkum foreldrum okkar fyrir öll þau yndislegu ár sem við áttum með þeim. Davíð Aðalsteinn, Sigríður María, Sverrir Þórarinn og Torfi Ólafur. Þórhalla Davíðsdóttir Við þökkum innilega fyrir hlýhug og samúð í garð okkar Kóngsbakkakrakka og fjölskyldna okkar vegna andláts og útfarar föður okkar, JÓNS BERGÞÓRSSONAR, fv. stöðvarstjóra. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir einstaka alúð og umhyggju síðustu vikurnar Brynja Jónsdóttir Guðrún Jónsdóttir Sóley Jónsdóttir Bergþór Jónsson Kristín Jónsdóttir Njarðvík Margrét Jónsdóttir Njarðvík og fjölskyldur Ástkær faðir okkar, afi og langafi, GUNNAR FLÓVENTSSON BLÖNDAL (Gæi Flóvents) lést á Dvalarheimilinu Sauðárkróki föstudaginn 25. maí. Úför hans hefur farið fram frá Sauðárkrókskirkju. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Dvalarheimilisins. Vigdís Blöndal og Hallgrímur Blöndal Gunnarsbörn Elsa Blöndal Gunnar Blöndal Ægir Blöndal Arna Blöndal Alda Blöndal Adrían Blöndal fjölskyldur og langafabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRARINN FRIÐJÓNSSON, Sólheimum 23, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudaginn 1. júlí. Útförin fer fram frá Garðakirkju, Álftanesi, fimmtudaginn 12. júlí klukkan 15. Ástvinir þakka starfsfólki Sóltúns fyrir einstaka umönnun og hlýju. Ólöf Jónsdóttir Jón Ingi Þórarinsson Sólveig Ólöf Gunnarsdóttir María Dóra Þórarinsdóttir Orri Snorrason Helga Þóra Þórarinsdóttir Broddi Kristjánsson Sigrún M. Þórarinsdóttir Hulshouser Friðjón H. Þórarinsson barnabörn og barnabarnabörn Þökkum innilega alla samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður og tengdaföður, GÍSLA S. GÍSLASONAR, fyrrverandi brúarsmiðs, Miðgrund, Skagafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 5 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki. Ingibjörg Jóhannesdóttir Ása Gísladóttir Þórarinn Illugason Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, bróðir og afi, EINAR GEIRDAL GUÐMUNDSSON sjómaður, Urðarholti 4, Mosfellsbæ, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 29. júní verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju 13. júlí klukkan 13.30. Hjartans þakkir færum við starfsfólki Grensáss og líknardeildinni í Kópavogi fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Kjartan A.G. Einarsson Dagbjört H. Emilsdóttir Arnar Geirdal Guðmundsson Hanna Jóna Geirdal Guðmundsdóttir Ásgeir Geirdal Guðmundsson Harpa Geirdal Guðmundsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.