Morgunblaðið - 07.07.2018, Page 32

Morgunblaðið - 07.07.2018, Page 32
Ómar Guðjónsson tónlistarmaður er fertugur í dag. Hann erþaulreyndur gítarleikari og líka tónskáld. Lærði í FÍH, hefurgert tónlist af öllum toga – t.d. djass, pönk, rokk – og spilað í hljómsveitum af öllum stærðum og gerðum. „Þegar ég lít um öxl eru tímarnir að baki skreyttir góðu fólki og góðum lærdómi. Um þessar mundir er ég að föndra við hitt og þetta, ég er að pródúsera plötu með Jónasi Sig. sem kemur út í haust, einnig er að koma út hljómplata með þýskum listahópi sem ég hef starfað með. Síðan ætlar ADHD að gefa út læf plötu með haustinu vonandi.“ Þá ætlar hann með Roforofo að mjatla út einu lagi við og við á komandi misserum. Ómar fagnar afmælinu með góðum vinum og fjölskyldu í garðinum heima. Ef fer að rigna ætlar hann að hafa varann á. „Ef vætan truflar mun ég reyna að skella saman spýtum og breiða yfir plast til að halda mannskapnum þurrum.“ Það er meiri handlagnin. Ómar er að vonum flinkur í höndunum, gítarsnillingurinn. „Mér finnst líka mjög gaman að dytta að híbýlum okkar fjölskyldunnar, jafnvel smíða eitthvað. Það geri ég alltaf með hjálp betri timburmanna, oftast nær er faðir minn þar í aðalhlutverki.“ Það verður meiriháttar garðveisla hjá Ómari og eiginkonu hans í kvöld, sem er kannski engin nýlunda. „Þó að við hjónin séum mjög partíglatt fólk þá er þessi í dag með þeim fjölmennustu sem við höfum tekist á við. Við eigum þrjár stelpur sem eru duglegar að hjálpa til við veisluhöld og skemmtun.“ snorrim@mbl.is Ljósmynd/Ólafur Kr. Ólafsson Gítaristinn Ómar slær síður en svo á létta strengi á djasshátíð. Partíglatt fólk Ómar Guðjónsson er fertugur í dag 32 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 VIÐAR HÁGÆÐA VIÐARVÖRN Fáanleg í PALLAOLÍU, TRÉVÖRN, GRUNNMÁLNINGU, HÁLFÞEKJANDI og ÞEKJANDI viðarvörn. Litirnir eru fjölmargir og hægt að fá sérblandaða hjá okkur. Komdu til okkar og spurðu um VIÐAR! Borgartúni 22 og Skútuvogi 2, Reykjavík • Dalshrauni 11, Hafnarfirði • Hafnargötu 54, Reykjanesbæ Gleráreyrum 2, Akureyri • Sími 588 8000 • Opið 8.00–18.00 alla virka daga og 10.00–14.00 alla laugardaga R ögnvaldur Hannesson fæddist 7. júlí 1943 í Svínhólum í Lóni, sem nú er eyðibýli. Hann fluttist til Hafnar í Hornafirði ásamt foreldrum sínum rétt að verða sjö ára gamall. „Ég var oftast nær í sveit á sumrin hjá ætt- ingjum í Svínhólum. Var lengi mikill sveitamaður og er kannski enn.“ Rögnvaldur fór í heimavistina í Menntaskólanum á Akureyri 15 ára gamall haustið 1958. „Fyrst til að taka landspróf, sem þá var sían inn í menntaskólana. Það gekk eftir, og vistin í MA endaði með stúdentsprófi 1963.“ Hann fór til náms við Lund- arháskóla í Svíþjóð 1965 og var þar samtals í átta ár, seinni árin sem að- stoðarkennari. Því lauk með doktors- prófi 1974. Þegar langt var komið í doktorsnáminu var Rögnvaldur eitt ár við University of British Columbia í Vancouver, Kanada. „Það var mjög arðbært ár, ef svo mætti að orði kveða. Þar hafa margir velþekktir auðlindahagfræðingar verið, þar á meðal Ragnar Árnason, prófessor við HÍ, sem hefur sína doktorsgráðu þaðan.“ Fyrsta háskólastaðan sem Rögn- valdur gegndi var í Tromsø í Noregi 1975, en þar var hann aðeins eitt ár og flutti síðan til Bergen, fyrst til Há- skólans og seinna til Verslunar- háskólans (Norges Handels- høyskole), þar sem hann var prófessor í fiskihagfræði 1983-2013 þegar hann fór á eftirlaun. Rögnvaldur er einn þekktasti og virtasti hagfræðingur Íslendinga. Hann hefur kennt ýmis námskeið í hagfræði, bæði um auðlindir, fisk og olíu, og einnig þjóðhagfræði. Hann Rögnvaldur Hannesson prófessor – 75 ára Í Noregi Rögnvaldur á ferðalagi með Aslaugu, árið 2011. Rögnvaldur hefur verið búsettur í Noregi í meira en 40 ár. Einn þekktasti hag- fræðingur Íslendinga Neminn Rögnvaldur staddur á heimavist MA um 1960. Borgarnes Camilla Kristín Styrmisdóttir Bachmann fæddist 14. ágúst 2017 kl. 11.31. Hún vó 3.498 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Þórhildur Kristín Bachmann og Styrmir Már Ólafsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.