Morgunblaðið - 07.07.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.07.2018, Blaðsíða 35
DÆGRADVÖL 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú stefnir á að komast í fremstu röð og til þess verður þú að hafa stjórn á þínu lífi. Nú sér loksins fyrir endann á þeim erfiðleikum sem þú hefur átt við að stríða. 20. apríl - 20. maí  Naut Reyndu að sýna fólki þolinmæði á næstu vikum. Best er að hafa allan fyrirvara á hlutunum og leyfa þeim að sanna sig. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Snúðu ekki upp á þig þótt aðrir hlaupi ekki upp til handa og fóta til þess að uppfylla óskir þínar. Farðu þér hægt því tækifærin hlaupa ekkert frá þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Farðu ekki of geyst í hlutina þótt þér finnist þú fær í flestan sjó. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og gættu heilsu þinnar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þegar þú trúir á einhvern, gerðu það þá alla leið. Vertu því hreinskilin/n því það reynist alltaf best. Að hlusta á gáfuleg heil- ræði leiðir þig á beinu brautina. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert full/ur af orku og þarft að beina henni í rétta átt því aðeins þannig mun þér takast að koma ótrúlega miklu í verk. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hæfileiki þinn til að koma auga á nýja möguleika í stöðunni vekur aðdáun einhvers í vinnunni. Leitaðu hjálpar tafarlaust ef þú telur það nauðsynlegt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Reyndu að temja þér ný vinnu- brögð sem leiða til ferskra lausna. Mundu að dæma ekki aðra að óreyndu svo þú verðir ekki sjálf/ur dæmd/ur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þó svo að nauðsynlegt sé að beita vitsmununum fyrir sig þá munu ímyndunarafl þitt og innsæi geyma lykilinn að velgengni þinni í dag. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er sérkennileg staða, þegar ókunnugir vilja taka meira mark á þér en þínir nánustu. Dagurinn í dag er tilvalinn til sköpunar og afþreyingar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefur eignast mikið af nýjum vinum undanfarið, og ert að velta fyrir þér hvernig þú getir sinnt þeim. Vertu bara þú sjálf/ur og sinntu þínum störfum sem best þú getur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú átt að skoða allar hliðar mála vandlega áður en þú stekkur á réttu lausn- ina. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varð- andi heildarlausn mála. Maður má til með að líta svo á aðsumar sé fremur spurning um sviptingar í hugarfari en fjölda rign- ingardaga. Þannig nær maður alla- vega betri sáttum við guð og menn í þessu tíðarfari. Víkverji er líka sann- færður um að sumrin skuli nýtt til að prófa nýja hluti. x x x Andrúmsloftið kallar á það. Þann-ig bryddaði Víkverji um síðustu helgi upp á tveimur nýjungum: ann- ars vegar villtist hann út í sveit, alla leið í Þjórsárdal, og hins vegar hélt hann hátíðlegan húslesturinn á sunnudag, ásamt góðum vinum. Það gerði hann einmitt í sveitinni. x x x Víkverji lét tilleiðast að keyra út áland eftir fortölur vina. Áð var á Selfossi og í leiðinni sótt heim menn- ingarsetur mikið, Bókakaffið fræga. Þar var beinlínis öngþveiti en í því miðju tókst Víkverja ætlunarverk sitt, sem var að verða sér úti um ein- tak af Vídalínspostillu. Hana hreppti hann og það viðhafnarútgáfu. Hún er hilluprýði. x x x Eftir stopp á áfangastað var haldiðáfram austur á ákvörðunarstað. Þar kvaddi Víkverji sér hljóðs og þrumaði yfir lömbum sínum. Las þeim pistilinn, bókstaflega, og með þvílíkum tilþrifum að hann kófsvitn- aði. Þetta er nýlunda í dægrastytt- ingum hans og andlegri iðju. Hún gaf góða raun og Víkverji sjálfur sem og áhlýðendur þessa orðs sátu skikkaðir eftir og fullir af andagift. x x x En um nóttina bar vágest að garði.Víkverji vaknaði alsettur kýlum eftir bit. Líkaminn sumarhlaðborð skorkvikinda. Í vinnunni á mánudegi bar kollegi Víkverja kennsl á bitin og kvaðst sjálfur hafa orðið fyrir barðinu á lúsmýi í Flóanum. Og fleiri fórnarlömb gáfu sig fram. Reynsla Víkverja af flækingi um óbyggðir er því bitur. Húslesturinn ætlar hann að tileinka sér um ókomna tíð, and- leg mál skulu hans akkerisfesti í líf- inu um sinn. En hitt er víst, að nú um helgina verður hann lesinn heima. vikverji@mbl.is Víkverji Jesús segir við hann: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig (Jóh: 14.6) Vísnagátan er sem endranær eft-ir Guðmund Arnfinnsson: Í vindinn sóar sínu fé. Sjómaður mjög fiskinn er. Hygg að keðjukrókur sé, kannski’ á þeirri slaki hér. Harpa á Hjarðarfelli er með svarið: Sínu eyðslu- sóar -kló. Á sjónum aflakló. Er á keðju enda kló. Einn vill slaka’á kló. Guðrún Bjarnadóttir á þessa lausn: Eyðsluklóin ekkert kemst ef aflaklóin stynur, – í keðju sambands klóin lemst. „Á klónni slaka, vinur.“ Helgi R. Einarsson sendir lausnina: Eftir ýmsu hér ég hjó sem hentar bæði á landi og sjó hugmynd þá í hausinn fló að hérna’ á ferðinni sé kló. Helgi Seljan leysir gátuna: Afleit reynist eyðsluklóin hér, aflaklóin feng að landi ber. Klóin oft mun notast keðjum á, á klónni ekki heldur slaka má. Þessi er skýring Guðmundar: Eyðslukló er ör á fé. Aflakló vel fiskar sú. Hygg ég kló á keðju sé. Á klónni máski slaka hér. Þá er limra: Valdi er einstök aflakló, óttaleg veimiltíta þó, á ýmsan hátt hann iðkar drátt, en aldrei meig í saltan sjó. Og að síðustu ný gáta eftir Guð- mund: Gyllir sunna lönd og lá laugardagsins morgni á, dimmleit gríma fellur frá, fram er boðin gáta smá. Þjóðlegur er þessi bragur. Þokkafullan megum sjá. Limaburður löngum fagur. Línu stundum framinn á. Ármann Þorgrímsson minnir á „dýralæknisráð“: Vegakerfið varla í bráð verður betra, því er miður. Löngum dýralæknisráð: „Látum bændur skera niður“. Pétur Stefánsson yrkir: Oft er í fólki iðragas. Ær í haga bíta gras. Brúka menn á þingi þras. Þjóðin forðum rímur las. Í austanroki ýfist sær. Ofan á bolta skrúfast rær. Oft er hveljan alveg glær. Ort hef ég vísur fleiri en tvær. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Kló er af ýmsum toga Í klípu „ÉG GET EKKI DEILT ÞEIM UPPLÝSINGUM FYRR EN ÉG HEF KLÁRAÐ DRYKKINN MINN. GLASIÐ ER NEFNILEGA TRÚNAÐARMÁL.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „SÚPA DAGSINS ER BÚIN. HVAÐ SEGIÐI UM SÚPU MORGUNDAGSINS?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... verkur, beint í hjartastað! TÍMARNIR BREYTAST SATT ÉG VAR EINU SINNI ÆÐISLEGUR… NÚ ER ÉG VIRKILEGA ÆÐISLEGUR! VESGÚ! GIPSIÐ ÞITT ER TILBÚIÐ! TAKK! MÁ ÉG FÁ RESTINA MEÐ MÉR HEIM? ÉG Á ENN EFTIR AÐ GERA VIÐ GATIÐ SEM ÉG KÝLDI Í VEGGINN! Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.