Morgunblaðið - 09.07.2018, Page 1

Morgunblaðið - 09.07.2018, Page 1
M Á N U D A G U R 9. J Ú L Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  159. tölublað  106. árgangur  LISTSKÖPUN VEITIR TILFINNINGALEGT FRELSI STELPURNAR ALSÆLAR AÐ SJÁ HLUTINA GERAST, BREYT- AST OG STÆKKA HRAFNHILDUR ÞJÁLFARI ÍÞRÓTTIR ÁSBJÖRG VERKFRÆÐINGUR 12RÓSA SIGRÚN 26 „Hellar eru alltaf erfiðir. Sérstaklega þegar mað- ur syndir svona langar leiðir. Þessir hellakafarar eru menn sem gera þetta af lífi og sál. Þeir eru al- veg sérþjóðflokkur,“ segir Árni Kópsson atvinnu- kafari við Morgunblaðið um björgunaraðgerðirn- ar í Taílandi. Fjórum af taílensku fótboltadrengjunum sem festust inni í Tham Luang-hellunum í norðurhluta Taílands hefur verið bjargað. Hlé var síðan gert á björgunaraðgerðunum í um tíu klukkustundir svo hægt væri að fylla á súrefnisbirgðir. Í gærkvöldi voru níu drengir auk þjálfara síns enn í hellunum. Drengirnir héldu inn í Tham Luang-hellana 8. júlí sl. eftir æfingu með þjálfara sínum. Þetta átti aðeins að vera skoðunarferð. Gífurleg rigning skall á eftir að þeir fóru inn í hellinn og færði hellisgöngin á bólakaf svo drengirnir, sem eru ungir og margir ósyndir, áttu ekki afturkvæmt. Alþjóðlegt teymi fann drengina í hellinum síð- astliðinn mánudag og síðan þá hafa björgunar- sveitir unnið að áætlun til að koma þeim út heilu og höldnu. Björgun fyrstu fjögurra drengjanna í gær gekk framar vonum en aðgerðirnar hafa þó ekki gengið áfallalaust og einn kafari úr taílenska sjóhernum hefur drukknað í göngunum síðan þær hófust. Halda átti aðgerðunum áfram í nótt. »15 Fyrstu drengjum bjargað AFP Björgunarliðar Unnið að því að koma súrefniskútum fyrir í Tham Luang-hellunum í Taílandi. Fyrstu fjórum drengjunum var bjargað úr hellinum í gær.  Fyrstu fjórum drengjunum bjargað úr hellinum í Taílandi í gær  Halda átti björgunaraðgerðum áfram í nótt  „Gera þetta af lífi og sál,“ segir atvinnukafari Veðurstofunni. Orsakir að baki skriðunni eru enn óþekktar, en ekki þykir ósennilegt að mikil úrkoma undanfarna mánuði hafi haft áhrif. Þó er skriðan ekki talin fyrirboði um fleiri berghlaup af þessari stærð. Samfellt hrun hefur verið í skriðu- sárinu og sterklega er mælt gegn mannaferðum á skriðusvæðinu. Skriðan sem féll í Hítardal á laugar- dag er hátt í jafn stór og skriða sem féll í Öskju árið 2014. Fyrstu mæl- ingar benda til þess að skriðan í Hítardal hafi verið um 10-20 millj- ónir rúmmetra, en skriðan í Öskju var 20 milljónir rúmmetra. „Þetta er með stærstu skriðum sem fallið hafa á landinu á sögu- legum tíma,“ segir Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur á sviði ofan- flóðarannsókna- og hættumats hjá Ljósmynd/Sumarliði Ásgeirsson Risaskriða Skriðan er samkvæmt fyrstu mælingum 10 til 20 milljónir rúmmetra að stærð og 1,8 ferkílómetrar. Ein stærsta skriða á sögulegum tíma  10 til 20 milljónir rúmmetra úr stað MHamfarir í Hítardal »2 Lokadagur Landsmóts hestamanna í Víðidal var viðburðaríkur. Keppt var í öllum flokkum og verðlaun veitt fyrir afburðareiðmennsku. Keppni var afar jöfn og sterk og aðstand- endur og mótsgestir telja hestakost- inn í ár sérstaklega glæsilegan. Í A- flokki sigraði Hafsteinn frá Vakur- stöðum, knapi var Teitur Árnason. Í B-flokki sigraði Elin Holst á Frama frá Ketilsstöðum og skákaði þar með sigurvegurum landsmóts 2016, Nökkva frá Syðra-Skörðugili og Jakobi Svavari Sigurðssyni. Þórdís Anna Gylfadóttir móts- stjóri segir að napurt veður hafi ekki haft teljandi áhrif á mótið og skapað góðar aðstæður fyrir hestana. „Eftir rigninguna varð svo góð fjöðrun og spyrna í brautinni. Þar sköpuðust fínar aðstæður fyrir hest- ana,“ segir Þórdís Anna. »10 Morgunblaðið/Eggert Verðlaunaknapi Elin Holst tekur við Gregesen-verðlaununum. Flugelda- sýning í Víðidal  Landsmóti lokið  Icelandair hefur samkvæmt til- kynningu til Kauphallarinnar lækk- að afkomuspá fyrir þetta ár. Núna áætlar félagið að EBITDA- hagnaður þessa árs verði 120-140 milljónir dollara, um 14 milljarðar króna. Í fyrri afkomuspá var reikn- að með 170-190 milljónum dollara. „Sú staða sem við erum að horfa upp á núna er okkur talsverð von- brigði,“ segir Björgólfur Jóhanns- son forstjóri í tilkynningu. »4 Spá verri afkomu Icelandair í ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.