Morgunblaðið - 09.07.2018, Side 2

Morgunblaðið - 09.07.2018, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Sigurður Bogi Sævarsson Erla María Markúsdóttir Eggert Skúlason „Umhverfið hér við fjallið hefur fengið alveg nýjan svip og Hítará hefur fundið sér nýjan farveg á nokk- urra kílómetra svæði. Ég lét mér aldrei detta í hug að svona nokkuð gæti gerst,“ segir Finnbogi Leifsson, bóndi í Hítardal á Mýrum. Í gær könnuðu vísindamenn frá Veðurstof- unni og Háskóla Íslands aðstæður við Fagraskógarfjall þar sem aðfara- nótt laugardags féll fram mikil skriða og stíflaði farveg Hítárár. Al- mannavarnanefnd í héraði ætlaði að funda um stöðu mála nú í morguns- árið og almennur íbúafundur er áformaður í kvöld. Milljónir rúmmetra Talið er að skriðan sé um 1,8 fer- kílómetrar að flatarmáli og að hún hafi fallið sakir þess að fjallshlíðin hafi verið vatnsósa, en samanlögð úr- koma í Hítardal frá í byrjun maí sl. er 260 millimetrar. Er talið að vatnið hafi farið niður í bergsprungur í fjallshlíðinni og hún þá þannig farið bókstaflega á flot. Sést nú nakið sár í fjallinu sem jafnframt vitnar um hve mikill kraftur hefur verið í skriðunni. Er þetta talin ein mesta skriða sem fallið hefur á Íslandi síðustu aldir. Magni Hreinn Jónsson, sérfræð- ingur hjá Veðurstofunni, sagði að það mundi taka nokkra daga að vinna úr gögnunum sem safnað hefur verið á vettvangi. Skriðan hafi verið milljónir rúmmetra, en nákvæm stærð verði tekin með leysigeisla- mælingum. Margt þurfi nú að at- huga, vega og meta. Meðal annars muni starfsmenn ofanflóðadeildar nú skoða jarðsprungur á þessu svæði. Vatnamælingamenn könnuðu í gær rennsli Hítarár og Tálma, sem er þveráin sem Hítará rennur nú í. Er áin nú komin í gamlan farveg sem þarna er. „Ég treysti mér ekki til þess að segja hvort farvegurinn hreinlega tekur við því vatnsmagni sem þarna fellur fram. Bakkar árinn- ar gætu hugsanlega brotnað niður eða önnur landspjöll orðið. Við ákveðnar aðstæður getur Hítará orð- ið talsvert mikið vatnsfall,“ sagði Finnbogi Leifsson. Bætir við að fyrir margt löngu hafi skriður fallið fram við Hítardal. Þær hafi þó verið litlar í samanburði við fylluna sem féll fram um helgina. „Hér hefur rignt mikið að undanförnu og ekki komið þurr dagur síðan í byrjun maí, þó að vatnsmagnið kunni einhvern tíma að hafa verið meira,“ segir bóndinn í Hítardal. Óvissa um veiðina Mikil óvissa er um veiði í Hítará eftir hamfarirnar, en kunnugir benda á að farvegur Tálma ráði ekki við svo mikið vatn sem nú fer þar um. Á því svæði sem fór undir skriðuna, svo sem í námunda við svonefnt Grettisbæli, hafi verið gjöfult veiði- svæði og góð uppvaxtarsvæði fyrir seiði, en nú séu þau fyrir bí. „Ég átta mig engan veginn á hvernig þetta mun þróast en vonandi verður hægt að veiða í neðri hluta ár- innar í sumar,“ sagði Ólafur Sig- valdason, formaður veiðifélags Hítarár, við mbl.is. Raunar hafa enn sem komið er lítil áhrif af skriðunni komið fram í neðri hluta Hítarár, það er nærri veiðihúsinu Lundi við Snæ- fellsnesveg, en þar eru bestu svæðin í þessari vinsælu laxveiðiá. Tölvuteikning/Eldfjallafræði- og jarðfræðivárhópur Háskóla Íslands Svæðið Umfang skriðunnar er mikið og Hítará komin í nýjan farveg. Milljónir rúmmetra féllu fram úr fjallinu  Hítará leitaði í gamlan farveg  Umhverfi fær nýjan svip Sögufrægar rústir Hítardals- valla eru að öllum líkindum und- ir vatni vegna skriðunnar úr Fagraskógarfjalli. Byggð lagðist af á Hítardals- völlum árið 1906, en þar átti Björn Hítdælakappi tvær jarðir og reisti þar kirkju. Sjálfur bjó Björn á Hólmi, í námunda við Hítarvatn. Í Bjarnar sögu Hít- dælakappa segir að á Völlum hafi Þórður Kolbeinsson fært móður Bjarnar, Þórdísi, höfuð hans eftir að hafa vegið hann. Sunnan í vestanverðu Fagra- skógarfjalli er Grettisbæli þar sem Grettir Ásmundsson hélt sig í tvo vetur undir hlífiskildi Bjarnar Hítdælakappa. Skriða á söguslóðum HÍTARDALSVELLIR Ljósmynd/Mihails Ignats Skriða Svipur lands í Hítardal er breyttur en fyllan sem fór fram er að minnsta kosti 1,8 ferkílómetrar að flatarmáli og hefur lokað Hítará, sem fljótt fann sér þó nýja leið til sjávar. Hamfarir í Hítardal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.