Morgunblaðið - 09.07.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2018
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á fram-
kvæmdir við stækkun gestastofunnar á Hakinu á
Þingvöllum. Iðnaðarmenn vinna að frágangi og
mikil vinna liggur svo í uppsetningu sýningar og
gagnvirks tæknibúnaðar. Stofan og sýningin verð-
ur svo opnuð á miðvikudaginn í næstu viku, 18.
júlí, þegar Alþingi kemur saman til hátíðarfundar.
Þann dag er liðin rétt og slétt öld frá því samn-
ingar um fullveldi Íslands náðust, með undirritun
sambandslaganna sem tóku gildi 1. desember árið
1918.
Í nýjum víddum
„Þetta er allt á áætlun, húsið er tilbúið og við
stefnum að því að opna sýninguna á sama tíma og
þingfundurinn verður. Í svona stóru verkefni get-
ur þó alltaf tafist að reka síðasta endahnútinn,“
segir Einar Á.E. Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á
Þingvöllum, þegar hann sýndi Morgunblaðinu að-
stöðuna.
Eldri hluti gestastofunnar er liðlega 200 fer-
metrar en viðbyggingin sem er til vesturs, er rúm-
lega 1.000 fermetra viðbót. Verktakafyrirtækið
Þarfaþing hefur þessar framkvæmdir með hönd-
um og viðmiðið var alltaf að þeim lyki þegar full-
veldisafmælisins yrði minnst.
Arkitektar frá Glámu-Kím hönnuðu bygg-
inguna og var kappkostað að hún félli í stíl sem lit-
um vel inn í umhverfi hrauns, fjalla og lynggróð-
urs á Hakinu. Í stofunni sjálfri er sýning um sögu
og náttúru staðarins svo í aðalhlutverki. Segja má
að þar geti fólk nálgast Þingvelli í nýjum víddum,
enda er margmiðlunarsýning sú sem starfsmenn
Origon og Gagarín eru að setja upp framanleg á
flesta vísu. Þar spila saman fræðandi texti og
myndir og svo sá möguleiki sem tæknin gefur að
fólk geti bókstaflega ferðast í gegnum aldirnar.
Séð landið mótast og söguna spretta fram. Sam-
anlagður kostnaður við byggingu gestastofunnar
er liðlega einn milljarður króna og þar af vegur
sýningin og hönnun hennar um þriðjung.
„Uppbygging hér á Hakinu er í samræmi við þá
stefnumótun sem Þingvallanefnd vann á sínum
tíma og unnið hefur verið eftir síðustu ár. Áherslan
þar er að hér á Hakinu verði einskonar gátt inn á
svæðið; að fólk komi hingað og fari síðan niður Al-
mannagjá, að Lögbergi, niður á Velli og um þing-
helgina. Frekari uppbygging á þessum slóðum er
svo fyrirhuguð í framtíðinni. Til dæmis er í skoðun
að reisa nýja þjónustumiðstöð við endann á Langa-
stíg, nærri Öxarárfossi og er það í samræmi við
stefnumörkun Þingvallanefndar,“ segir Einar.
Ný bílastæði í notkun
Í þessu samhengi getur hann þess að nú er verið
að ganga frá nýja bílastæðinu á Hakinu sem taka
mun alls 260 ökutæki. Eru þau sérstaklega ætluð
fyrir fólksbíla – og er nú verið að útbúa nýjan
göngustíg frá stæðunum að gestastofunni. Stæðin
fyrir framan hana verða hins vegar í framtíðinni
ætluð rútubílum. Er þetta allt gert til þess að
bregðast við fjölgun gesta á Þingvöllum, en þeir
eru vel á aðra milljón á ári. Vegna þessara segir
Einar þjóðgarðsvörður að nauðsyn hafi verið að
hækka bílastæðagjöld á Þingvöllum, það er um 200
til 250 krónur og sé fjármunum sem þannig aflast
ætlað að fjármagna aukna þjónustu á staðnum. Á
móti komi að til dæmis hafi salernisgjöld verið
felld niður, þannig að allt jafnist út í stóra sam-
henginu.
Gagnvirkni í gestastofunni
Miklum framkvæmdum á Þingvöllum að ljúka Fróðleikur fyrir ferðamenn í
nýju móttökuhúsi Tilbúið fyrir hátíðarfund Alþingis Bílastæðum fjölgað mikið
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þingvellir Til vinstri á myndinni er viðbyggingin við gestastofuna, húsið með ljósri viðarklæðningunni. Þar verður m.a. móttökuaðstaða og fundarsalur.
Samstarf Einar Á.E. Sæmundssen þjóðgarðs-
vörður og Samúel Jónasson frá Gagarín.
Primera Air fær hlutfallslega flestar
kvartanir sem berast Samgöngu-
stofu. Þrátt fyrir að flugfélagið fljúgi
einungis sex ferðir til og frá landinu
á viku, fær það næstflestar kvart-
anir. Flestar kvartanir hafa borist til
Samgöngustofu vegna Wow air, 343
kvartanir. Þá hafa 146 kvartanir
borist vegna Primera air og 106
vegna Icelandair, samkvæmt upp-
lýsingum frá Samgöngustofu.
Samgöngustofu hafa borist 657
kvartanir frá flugfarþegum það sem
af er árinu 2018 en í heild fjölgaði
kvörtunum á árinu 2017 um 164%
frá árinu áður. Voru þær alls 1.121 á
síðasta ári og miðað við fjöldann á
miðju ári lítur út fyrir að í heild
gætu kvartanir orðið fleiri í ár en í
fyrra.
Hins vegar er hlutfall kvartana
vegna Primera Air mun hærra en
hlutfall hinna flugfélaganna, þar
sem flugfélagið flýgur mun sjaldnar
til og frá Íslandi heldur en fyrr-
greind flugfélög.
Kvartað
eftir annað
hvert flug
Kvartanir Farþegar Primera Air á Íslandi
ganga missáttir frá borði.
Hlutfallslega oftast
kvartað yfir Primera
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
„Réttindalausum kennurum hefur
fjölgað og fækkað með árunum eftir
efnahagslífinu. Þannig að þegar vel
gengur fer fólk úr kennslu í önnur
störf og þegar kreppir að fer fólk til
baka í kennslustörf,“ segir Ragnar
Þór Pétursson, formaður Kennara-
sambands Íslands. Samkvæmt nýj-
um tölum frá Hagstofu hefur rétt-
indalausum kennurum í grunn-
skólum landsins fjölgað talsvert frá
árinu 2012.
Nú eru 8,6% starfandi kennara
réttindalaus en hlutfallið var talsvert
lægra á árunum eftir efnahagshrunið
og fór það niður í 4,1% haustið 2012.
Ragnar segir rétt-
indalausa kennara
hafa verið fleiri en
að stefnan sé alveg
í eina átt. Þá fer
meðalaldur kenn-
ara með kennslu-
réttindi hækkandi
og er meðalaldur
réttindalausra
kennara talsvert
lægri, um ellefu árum munar á stétt-
unum. Ragnar segir að það megi
rekja til kennaranámsins. „Inni í
þessu er að það eru mjög margir sem
byrja að kenna beint eftir BS-próf og
flokkast þá undir réttindalausa kenn-
ara.“ Hann bætir við að nú séu þeir
sem stunda námið ekki komnir með
réttindi fyrr en eftir fimm ár, en áður
hafi þeir fengið réttindin eftir þriggja
ára nám.
Ragnar segir tölurnar gefa til
kynna að nýliðunin í stéttinni sé ekki
næg. „Í raun er þetta sama vanda-
málið og við erum meðvituð um það.
Þær aðgerðir sem við vitum að við
þurfum að grípa til eru ekki komnar
þannig til framkvæmda að þær séu
farnar að skila neinum árangri,“ segir
Ragnar.
Aukin aðsókn var í kennaranám í
fyrra og segir Ragnar það hafa verið
ánægjulegt. „Það var tilkynnt að
mögulega yrði styrkjakerfi í náminu,
það er ekki komið til framkvæmda en
það jók kannski aðsóknina,“ segir
Ragnar Þór Pétursson.
Sækja í önnur störf
Formaður KÍ segir efnahagslífið eiga þátt í því hvort rétt-
indalausir starfa við kennslu 8,6% eru án réttinda
Ragnar Þór
Pétursson
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Úrval af lokuðum farangurskerrum
frá Ifor Williams
Sýningareintak á staðnum.
Kynnt verður nú í vikunni hvaða mál verða til
umfjöllunar á hátíðarfundi Alþingis á Þing-
völlum 18. júlí nk. Formenn stjórnmálaflokka
munu leggja fram sameiginlega þingsálykt-
unartillögu, en hefð er fyrir því að við svona
tilefni sé bryddað upp á málum sem full sam-
staða er um; s.s. menningu og umhverfismál.
Fyrri umræða um væntanlega tillögu verður
tekin á fundi í Alþingishúsinu 17. júlí og hin
síðari daginn eftir á Þingvallafundinum og
þar verða mál til lykta leidd, að sögn Stein-
gríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis.
Vegna þingfundarins 18. júlí verður afleggj-
ara af Þingvallavegi að Haki lokað lungann úr
deginum, svo og Almannagjá. Á veginum frá
þjónustumiðstöð á Völlum verður einstefna
til suðurs, það er fram að Þingvallabæ og þar
svo um Vatnsvík að Arnarfelli. Lokað verður
að Valhallarreit, þar sem verður stjórnstöð
lögreglu. Víða verða sérmerkt bílastæði fyrir
einkabíla, t.d. við Furulund og Öxarárfoss.
Dagskrá þingfund-
ar kynnt í vikunni
HÁTÍÐARFUNDUR Á LÖGBERGI
Búast má við hvössum stormi af SV
úr Borgarfirði og svo hringinn um
landið réttsælis alveg norður í
Skagafjörð í dag og á morgun. Vind-
styrkur gæti víða náð um 20 m/sek,
svo sem í Dölum, á Vestfjörðum og í
Skagafirði og hugsanlega eitthvað
lengra austur á bóginn.
„Ökumenn á bílum með fellihýsi
ættu að bíða storminn af sér og eins
hjólreiðafólk. Þá gætu tjöld fokið og
eins hey sem liggur flatt á túnum
bænda,“ sagði Einar Sveinbjörnsson
veðurfræðingur. Einar gerir ráð fyr-
ir að lygna muni annað kvöld eða að-
faranótt miðvikudags. Sandfok af
hálendinu gæti fylgt þessu hvass-
virði, til dæmis á hálendinu norðan
Vatnajökuls. Áfram verður þó hlýtt
á landinu og sumstaðar gæti hitinn
næstu sólarhringa verið í kringum
20 gráðurnar. sbs@mbl.is
Hífandi rok
Hvasst vestan-
lands og nyrðra