Morgunblaðið - 09.07.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.07.2018, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2018 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is Stýrðu birtunni heima hjá þér MYRKVA GLUGGATJÖLD Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 alnabaer.is Eftir blíðskaparveður á Austur- landi að undanförnu snjóaði í fjöll við Vopnafjörð sl. fimmtudag og allt niður í byggð. Hitinn í Vopnafirði og víðar á Austurlandi hefur farið allt upp í 20 gráður. Hins vegar eru fjöll við Vopnafjörð snævi þakin efst. Sólin skein þegar snjórinn féll og við það myndaðist regnbogi sem mætti öllu heldur kalla „snjóboga“, að sögn Jóns Sigurðarsonar, tíðindamanns Morgunblaðsins í Vopnafirði. „Myndin er tekin fyrir þremur dög- um en núna er 20 gráða hiti á Vopnafirði. Það er ekki oft sem snjóar í júlí en það snjóaði núna al- veg niður undir byggð, á flatlend- ið,“ sagði Jón við Morgunblaðið í gær. Snjókoman kom íbúum verulega á óvart þar sem veðrið hefur verið eins og best verður á kosið í maí og júní á Vopnafirði. Þrátt fyrir snjó- komuna er áfram sól og sumar á Vopnafirði og fór hitinn þar upp í 20 gráður í gær, sem áður segir. veronika@mbl.is Snjókoma varð í sum- arveðri í Vopnafirði Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Regnbogi Á fimmdudag snjóaði í sólskinveðri á Vopnafirði, þrátt fyrir að þar hafi verið gott veður undanfarið. Goslokahátíð Vestmannaeyja var haldin um helgina. Veðrið lék ekki við Eyjamenn og færa þurfti nokkra dagskrárliði og halda þá innanhúss. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir þó hátíðina hafa gengið vel. „Hátíðin er yfirleitt viðamikil og mikið um að vera. Þetta fór mjög vel fram og það var talsvert af fólki í bænum,“ sagði Íris. Margt var um manninn á hátíð- inni og boðið upp á fjölbreytta dag- skrá í bænum. Goslokahátíðin er haldin í Vestmannaeyjum á hverju ári, fyrstu helgina í júlí. Með hátíð- inni er minnst eldgossins á Heima- ey en formleg lok þess voru 3. júlí 1973. 45 ár eru liðin frá gosinu og setti það svip sinn á hátíðina. „Öll hátíðin var stærri og dag- skráin veigameiri. Það eru líka 50 ár síðan vatn kom gegnum leiðslur til Vestmannaeyja og voru haldnir viðburðir í tilefni af því,“ segir Íris ennfremur við Morgunblaðið. Væta í Vestmannaeyj- um á goslokahátíðinni Gripur Fornbílaklúbburinn sýndi nokkra vörubíla í Ráðhúströð. Ljósmyndir/Óskar Pétur Friðriksson Söngur Aron Hannes var með tónlistaratriði á barnaskemmtuninni. Stuð Pálmi Gunnarsson og Bjartmar Guðlaugsson héldu tónleika í Höllinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.