Morgunblaðið - 09.07.2018, Side 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2018
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga www.alno.is
BAKSVIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Samkeppniseftirlitið hefur óskað
eftir sjónarmiðum HB Granda
vegna skoðunar á því að myndast
hafi yfirráð í skilningi 10. og 17. gr.
samkeppnislaga þegar Brim hf.
keypti 34,1% hlut í HB Granda fyrr
á árinu. Var tilkynning þessa efnis
birt á laugardag.
Eins og Morgunblaðið greindi frá
á sínum tíma greiddi Brim 21,7
milljarða króna fyrir rösklega þriðj-
ungshlut í HB Granda, eða 35 krón-
ur á hlut. Með kaupunum skapaðist
yfirtökuskylda sem aðeins lítill hóp-
ur hluthafa nýtti.
„Ekkert að fela“
Ef kaupin á HB Granda falla und-
ir 10. og 17. gr. samkeppnislaga
gæti það þýtt að viðskiptin væru háð
leyfi Samkeppniseftirlitsins. Í við-
tali við Morgunblaðið 20. apríl sagði
Guðmundur Kristjánsson hjá Brimi,
nú forstjóri HB Granda, að hann
teldi ekki von á að samkeppnisyf-
irvöld gerðu athugasemd við kaupin
enda selji fyrirtækin tvö nær allar
afurðir sínar á erlendum mörkuðum
og að lítil sem engin samkeppni sé á
milli þeirra á innanlandsmarkaði.
„Ég held að það sé ekkert óeðli-
legt við að eftirlitsstofnanir fylgist
með viðskiptalífinu. HB Grandi hef-
ur ekkert að fela og við munum
svara [erindinu] eins vel og við get-
um,“ sagði Guðmundur þegar Morg-
unblaðið náði af honum tali á sunnu-
dag.
Hafa sterka stöðu
við kaup á aðföngum
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins, vildi ekki
taka afstöðu til þeirra sjónarmiða
sem Guðmundur viðraði í viðtalinu í
apríl. „Við erum einfaldlega að óska
eftir upplýsingum frá viðkomandi
fyrirtæki sem þá nýtast okkur meðal
Samkeppniseftirlitið skoðar
kaup Brims á HB Granda
Morgunblaðið/Eggert
Spurningar Frá athafnasvæði HB Granda í Reykjavík. Brim eignaðist þriðjung í félaginu í apríl fyrir 21,7 milljarða.
Samkeppnislög gætu átt við þó fyrirtækin selji nær alla sína framleiðslu erlendis
Guðmundur
Kristjánsson
Páll Gunnar
Pálsson
annars við mat á því hvort um til-
kynningaskyldan samruna er að
ræða,“ sagði Páll á sunnudag.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins eru fá ef nokkur dæmi um
að það hafi komið til kasta sam-
keppnislaga vegna sambærilegra
viðskipta í sjávarútvegi. Samkeppn-
isákvæði kunna að eiga við, þó svo að
HB Grandi og Brim flytji nær alla
framleiðslu sína úr landi, því félögin
gætu þótt hafa mjög sterka stöðu
innanlands við kaup á hvers kyns að-
föngum.
Ársreikningur Brauðs og co ehf.
sýnir að umsvif félagsins jukust
töluvert á síðasta ári. Heildarvelta
bakarísins nam 409,8 milljónum
króna árið 2017 sem er 98% meira
en árið á undan. Hagnaður lækk-
aði lítillega á milli ára; var 24,6
milljónir árið 2017 en 27 milljónir
árið 2016.
Rekstargjöld ríflega tvöfölduð-
ust úr 173 milljónum upp í 379
milljónir árið 2017. Þar af voru
laun og launatengd gjöld 159,6
milljónir en voru um 70,5 milljónir
árið áður.
Félagið Brauð og co ehf. var
stofnað árið 2015 og opnaði í árs-
byrjun 2016 bakarí að Frakkastíg í
Reykjavík. Í framhaldinu opnaði
fyrirtækið bakarí á Hlemmi og því
næst í Fákafeni. Fyrr á þessu ári
bættist við bakarí á Melhaga í
Vesturbænum og við Akrabraut í
Garðabæ.
Fleiri ekki opnuð
Ágúst Einþórsson bakari og
einn eigenda bakarísins segir
ánægjulegt hvað reksturinn hefur
blómstrað.
„Það er alltaf gaman að hafa
vind í seglin,“ segir hann en bætir
við að ekki standi til að opna fleiri
bakarí í bráð. „Það er ekkert mál
að opna bakarí, en aðeins flóknara
að reka þau. Starfsmannahald er
dýrt, og við bökum úr ákaflega
dýru lífrænu hráefni sem kostar
allt að tífalt meira en það sem
samkeppnisaðilar okkar nota.“
Eigendur Brauðs og co ehf. eru
Eyja fjárfestingafélag ehf. með
51% hlut, Lúkas ehf. með 31% og
Nói Nóra ehf. með 18%. ai@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Biti Súrdeigsbrauðið hefur gert
mikla lukku. Mynd úr safni.
Velta Brauðs
& co. nálgast
hálfan milljarð
Aukning um 98%
frá árinu 2016
og minnkaði um 1,3% á milli ára. Það sem af er
árinu er sætanýtingin 78,9% eða um 2,3% verri en
hún var um svipað leyti árs í fyrra.
Fjöldi farþega á heimamarkaðinum frá Íslandi
jókst töluvert á milli ára, en dróst saman á N-
Atlantshafsmarkaðinum og ferðamannamarkaðin-
um til Íslands.
Í tilkynningu frá Icelandair segir jafnframt að
framboðnar gistinætur í júní hafi verið 41.210 sem
er aukning um 2% frá sama mánuði í fyrra. Seldar
gistinætur voru 32.814 sem er líka 2% meira en í
fyrra. Herbergjanýting í mánuðinum dróst hins
vegar lítillega saman, fór úr 80% niður í 79,6%.
Mælt frá ársbyrjun er nýting herbergja 76,1% en
var 78,5% þegar síðasta ár var hálfnað. ai@mbl.is
Í júnímánuði voru farþegar Icelandair rúmlega
480.000 og fækkaði um 2% frá því sem var í sama
mánuði í fyrra. Það sem af er þessu ári hefur flug-
félagið þó flutt um 23.500 fleiri farþega en á sama
tíma í fyrra, eða samtals nærri 1.776.000 manns og
nemur aukningin 1% á milli ára. Þá drógust fragt-
flutningar í mánuðinum saman um 5% á milli ára,
mælt í seldum tonnkílómetrum og en það skýrist
einkum af einskiptisáhrifum flutninga í tengslum
við opnun Costco árið 2017.
Framboðnir sætiskílómetrar jukust um 2% en
framboðnum sætum fækkaði um 4% á milli ára og
skýrist það af auknu framboði á flugi til N-Am-
eríku og þar sem meðalfluglengd er meiri en á
leiðunum til Evrópu. Sætanýting í júní var 84,4%
Lakari sætanýting hjá Icelandair í júní
Seldum gistinóttum fjölgaði um 2% á milli ára í júní og voru tæplega 33 þúsund
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sæti Íslenskum farþegum fer fjölgandi.
9. júlí 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 106.38 106.88 106.63
Sterlingspund 140.72 141.4 141.06
Kanadadalur 80.89 81.37 81.13
Dönsk króna 16.698 16.796 16.747
Norsk króna 13.183 13.261 13.222
Sænsk króna 12.095 12.165 12.13
Svissn. franki 107.08 107.68 107.38
Japanskt jen 0.9606 0.9662 0.9634
SDR 149.83 150.73 150.28
Evra 124.45 125.15 124.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.4081
Hrávöruverð
Gull 1254.2 ($/únsa)
Ál 2126.0 ($/tonn) LME
Hráolía 77.57 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Atvinna