Morgunblaðið - 09.07.2018, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2018
✝ Hörður Jónssonfæddist 17. júlí
1934 á Patreksfirði.
Hann lést 30. júní
2018 á hjartadeild
Landspítalans.
Hörður var
yngsta barn
hjónanna Jóns
Þórðarsonar skip-
stjóra og konu hans
Ingibjargar Ólafs-
dóttur.
Alsystkin Harðar (í ald-
ursröð): Guðríður, Ólafur Þórð-
ur, Haraldur og Héðinn. Eldri
hálfbróðir þeirra samfeðra var
Jón og uppeldisbróðir Kristján
Halldórsson. Guðríður er sú eina
sem enn lifir.
Eftirlifandi eiginkona Harðar
er Edda Axelsdóttir frá Bíldudal,
dóttir hjónanna Axels Magnús-
sonar vélsmiðs og konu hans
Maríu Jónasdóttur. Bróðir Eddu
er Reynir Axelsson stærðfræð-
ingur.
Hörður og Edda gengu í
hjónaband 21. ágúst 1954. Börn
þeirra eru: Jón Axel, prófessor
við Háskóla Íslands, Heba, at-
vinnurekandi á Bíldudal, og
María, útgáfustjóri á Náttúru-
Hann hóf nám í Stýrimannaskól-
anum árið 1955 og lauk þaðan
prófi tveimur árum síðar. Meðan
á náminu stóð voru þau Hörður
og Edda búsett í Reykjavík. Eftir
það fluttu þau til Patreksfjarðar.
Fyrstu árin þar var Hörður stýri-
maður en tók snemma við skip-
stjórn á bátum frá Patreksfirði.
Hann stofnaði sitt eigið útgerð-
arfélag ásamt Jakobi Helgasyni
árið 1971. Þá keyptu þeir tog-
veiðiskipið Pétur Thorsteinsson
sem gert hafði verið út frá Bíldu-
dal. Það fékk nafnið Gylfi og var
útgerðin nefnd Gylfaútgerðin.
Seinna keypti Hörður hlut Jak-
obs í útgerðinni. Árið 1982 seldi
hann útgerðina og flutti ásamt
konu sinni Eddu og Maríu dóttur
þeirra til Reykjavíkur. Hann
gerðist verkstjóri í fiskverkun
sem fiskútflutningsfyrirtækið
Seifur hf. rak. Seinna varð hann
sölumaður hjá sama fyrirtæki.
Eftir að starfsemi Seifs hf. var
lokið hóf Hörður störf hjá Skúla
Gunnarssyni, fyrrverandi sam-
starfsmanni sínum hjá Seifi, en
hann hafði stofnað sitt eigið fisk-
útflutningsfyrirtæki. Hörður
settist í helgan stein árið 2007, þá
73 ára að aldri.
Útför Harðar verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag, 9. júlí
2018, og hefst athöfnin klukkan
13.
fræðistofnun Ís-
lands.
Kona Jóns Axels
er Izabela K. Harð-
arson mennta-
skólakennari. Börn
þeirra eru: Ingvi
Karl og Linda Sól.
Sonur Jóns Axels
frá fyrra hjóna-
bandi er Johannes
Ulf Hardarson, bú-
settur í Þýskalandi.
Eiginmaður Hebu er Jón S.
Bjarnason, húsasmíðameistari
og framkvæmdastjóri á Bíldudal.
Börn þeirra eru: Edda, náms- og
kennslufræðingur, og Hörður
húsasmíðameistari. Eiginmaður
Eddu er Ólafur Pétur Ásgeirsson
bílamálarameistari. Synir þeirra
eru: Máni Freyr og Aron Breki.
Eiginmaður Maríu er Þorsteinn
Narfason, framkvæmdastjóri
Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.
Börn þeirra eru: Hugrún Gyða
og Hörður. Fyrrv. maki Maríu er
Jóhann G. Sveinsson rafiðnfræð-
ingur. Dóttir þeirra er Una
Björg. Synir Þorsteins frá fyrra
hjónabandi eru Narfi og Eyvind-
ur.
Hörður byrjaði ungur á sjó.
Elsku pabbi.
Það er sárt að kveðja þig sem
hefur fylgt mér alla tíð og staðið
við bakið á mér í hverju sem ég
hef tekið mér fyrir hendur.
Nú þegar þú hefur kvatt þenn-
an heim þá fer hugur minn á flug
og ég velti upp minningum.
Þegar ég var lítil og alveg fram
á fullorðinsár varst þú alltaf á
sjónum í hvernig veðri sem var og
man ég að mamma var oft hrædd
um þig, fylgdist með í glugganum
hvort bátarnir kæmu ekki örugg-
lega í land. Margar sögur sagðir
þú mér frá þessum tímum þegar
þú varst á sjónum og margt upp-
lifðir þú um það hvað sjórinn get-
ur verið fallegur og líka í hina átt-
ina hættulegur.
Ég man þegar þú varst á síld-
inni fyrir austan og mamma flutti
með okkur börnin, mig og Axel
bróður (María systir var ekki
fædd þá) austur tvö sumur í röð
til þess að við gætum öll verið
nær þér. Það var einmitt þá sem
mig langaði svo í dúkkukerru en
mamma þurfti að hugsa þetta
eitthvað, þá sagði ég allt í lagi ég
tala bara við pabba þegar hann
kemur í land og eins og svo oft áð-
ur lést þú undan mér við fórum í
búðina og út kom ég alsæl með
kerruna.
Árið 1983 fluttuð þið mamma
frá Patreksfirði til Reykjavíkur
en hugur þinn var alltaf fyrir
vestan ég var svo heppin að þið
mamma komuð á hverju ári vest-
ur í heimsókn til mín og nutuð
þess að vera, sérstaklega þegar
sólin var hátt á lofti og Bíldudals-
blíðan upp á sitt besta því þér lík-
aði vel að vera í sólinni.
Við fórum margar ferðir sam-
an innanlands og til sólarlanda,
síðasta ferðalag okkar saman var
þegar ég fór með ykkur mömmu í
ferð norður í Húnavatnssýslu síð-
astliðið sumar til að hitta Jón en
þið voruð alltaf góðir félagar. Í
þessari ferð fórum við til Akur-
eyrar og svo hringinn til Siglu-
fjarðar þetta var skemmtileg ferð
eins og allar hinar.
Fyrir fjórum árum einmitt í
júlí áttir þú 80 ára afmæli og þið
mamma 60 ára brúðkaupsafmæli
við systkinin vildum gera eitt-
hvað sérstakt og skemmtilegt
með ykkur við lögðum fyrir ykk-
ur nokkrar hugmyndir. Mér til
mikillar ánægju var ósk ykkar sú
að öll fjölskyldan kæmi saman
fyrir vestan hjá mér en hvað ég
er ánægð núna að við skyldum
láta verða af þessu, þetta voru
svo skemmtilegir dagar í frábæru
veðri og þú svo ánægður því fjöl-
skyldan var þér allt þú hugsaðir
vel um okkur öll og ég veit að þú
fylgist með okkur ennþá.
Þú varst alltaf stoltur af þínu
fólki og stóðst eins og klettur við
bakið á okkur öllum í blíðu og
stríðu alveg fram í andlátið þrátt
fyrir mikil og erfið veikindi. Við
munum hugsa vel um mömmu og
passa að henni líði sem allra best.
Elsku pabbi, nú skilur leiðir
okkar um tíma, ég kveð þig með
miklu þakklæti og djúpum sökn-
uði.
Þín dóttir
Heba.
Elsku afi.
Það er sárt að setjast niður til
að skrifa nokkur orð til minning-
ar um þær stundir sem við áttum
saman og tilhugsunin um að hitt-
ast ekki aftur er erfið. Þær eru
ófáar stundirnar sem við höfum
setið og spjallað um lífið og til-
veruna.
Það er svo margt ósanngjarnt,
til dæmis það að vera loks kom-
inn í þessa björtu, fallegu íbúð
með þessum yndislegu svölum til
að sitja á og njóta tilverunnar.
Þér þótti svo gott, að sitja í sól-
inni og kyrrðinni og njóta stund-
arinnar. En tíminn var ekki mikill
til að njóta á nýja staðnum en
samt svo gott að þú fékkst tæki-
færi til að vera þar smá stund.
Það er erfitt að rifja upp en eitt
af því sem mér flýgur í huga nú er
að þú varst ætíð stuðningsmaður
minn númer eitt. Það er nánast
sama hvað ég hugsa um þú stóðst
alltaf með mér. Þrátt fyrir að allir
hinir væru að streitast á móti,
sumt var kannski smá vitleysa en
það var alveg sama, þú varst
minn maður.
Ég er glöð að hafa fengið að
vera klippikonan þín síðustu árin
og alltaf beiðstu eftir mér þó að
síðhærður værir orðinn því eins
og þú sagðir það var ómögulegt
að fá klippingu hjá öðrum.
En fljótt skipast veður í lofti og
það hefur þú sagt mér eftir sjó-
mennskuna og það er skrítin til-
finning að hugsa til þess að hafa
verið með þér kvöldið áður en ég
fór í ævintýraferðina mína en þá
spjölluðum við svo mikið og þú
sagðir mér frá skemmtilegum
stöðum til að heimsækja og ég er
svo fegin að hafa fengið tækifæri
til að segja þér frá ferðinni því þú
varst ævintýragjarn og hafðir
gaman af því að hlusta á sögur af
því sem mér datt í hug að gera.
Elsku afi, ég er svo fegin að
hafa fengið öll þessi ár með þér
þó að við vildum öll að þau hefðu
verið fleiri.
Þín dótturdóttir,
Edda.
Hörður Jónsson
✝ SigurveigGarðarsdóttir
Mýrdal fæddist 15.
júlí 1924 á Akur-
eyri. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Droplaugarstöðum
í Reykjavík 27. júní
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Garðar
Jónsson, sjómaður
og síðar verkstjóri,
f. 6.11. 1898 að Tindriðastöðum í
Hvalvatnsfirði, d. 17.9. 1967, og
Jóna Sigurvina Björnsdóttir hús-
móðir, f. 26.9. 1896 að Hánefs-
stöðum í Svarfaðardal, d. 29.3.
1966.
Systur Sigurveigar voru Þór-
unn Bjarney, f. 2.9. 1918, d. 18.01.
2008, Gerða Tómasína, f. 17.8.
1927, d. 03.02. 2017, Auður, f.
21.5. 1934, d. 18.03. 2013, Gíslína,
f. 12.12. 1935, d. 7.1. 2018.
Sigurveig giftist 16. október
1947 Jóni Mýrdal, loftskeyta-
manni og síðar yfirtollverði, f.
11.1. 1923, d. 1.2. 2009. Foreldrar
hans voru Sigurjón Mýrdal skip-
stjóri, f. 2.3. 1890, d. 2.11. 1938 og
kona hans Steinunn Jóhanns-
dóttir, f. 7.11. 1895, d. 15.11.
1943.
átti Vivian Erp og Huldu Aðal-
steinsbörn. Sigurveig ólst fyrst
upp á Akureyri, á Strandgötu 45
og síðar Hjalteyrargötu 1. Árið
1932 flutti fjölskyldan til Reykja-
víkur og bjó að Vesturgötu 58.
Sigurveig hóf nám í Barnaskóla
Akureyrar en gekk í Miðbæjar-
skólann frá 8 ára aldri. Hún fór í
Ingimarsskólann við Lindargötu
og lauk þaðan gagnfræðaprófi.
Á skólaárunum var hún virk í
íþróttum og einnig var hún í
stúlknakór. Eftir gagnfræða-
skóla fór Sigurveig í kaupa-
vinnu, m.a. í Skálholti. Hún starf-
aði í nokkur ár sem ritari á
skrifstofu Alþýðuflokksins.
Eftir giftingu stofnuðu þau
Jón heimili sitt á Siglufirði. Árið
1951 fluttu þau aftur til Reykja-
víkur, á Vesturgötu 58 og árið
1957 á Baldursgötu 31. Árið
1963 settist fjölskyldan að í
Bogahlíð 26 þar sem Sigurveig
bjó í meira en 50 ár. Sigurveig
hóf störf sem læknaritari á
áfengismeðferðardeild Landspít-
alans árið 1970. Hún starfaði
sem læknaritari í aldafjórðung,
fyrst á Flókagötu og síðar í geð-
deildarhúsi Landspítalans eftir
að það komst í notkun.
Sigurveig bjó í öryggisíbúð í
Fróðengi 11, Eirborgum, árin
2014-2018. Síðustu mánuðina bjó
hún á hjúkrunarheimilinu
Droplaugarstöðum.
Útför Sigurveigar fer fram
frá Árbæjarkirkju mánudaginn
9. júlí og hefst athöfnin kl. 13.
Synir Sig-
urveigar og Jóns
eru 1) Sigurjón
deildarstjóri í
menntamálaráðu-
neytinu, f. 12.11.
1949, kvæntur Mar-
íu Sophusdóttir,
kennara, f. 25.4.
1950. Dóttir þeirra
er Sigurveig, maki
hennar er Magnús
Már Guðmundsson.
Börn þeirra eru María, Friðrik
og Styrkár. 2) Garðar, forstöðu-
maður geislaeðlisfræðideildar
Landspítala, f. 11.10. 1951,
kvæntur Ingibjörgu Ósk Kjart-
ansdóttur sérkennslustjóra, f.
17.2. 1957. Synir þeirra eru Jón
Steinar, maki Þórveig Jóhanns-
dóttir. Synir þeirra eru Óskar
Máni og Garðar Þór. Kjartan
Kári, sambýliskona hans er Jo-
hanna Paulsson. Dóttir Garðars
og Guðrúnar Magnúsdóttur er
Málfríður. Hún á fjögur börn
með Ívari Erni Gíslasyni, Grím,
Þórdísi, Hrafn og Þórhall. 3) Jón
Agnar kerfisfræðingur, f. 23.7.
1957, kvæntur Vivian Hansen, f.
27.8. 1950. Dætur þeirra eru
Embla, sambýlismaður hennar
er Erik Walldorf, og Arna. Fyrir
Þegar ég minnist tengdamóður
minnar hennar Diddu eins og hún
var oftast kölluð er mér efst í huga
hversu umhyggjusöm og barngóð
hún var. Börnin okkar fengu að
njóta ástríkis hennar og hún var í
miklu uppáhaldi hjá þeim. Hún
kom daglega við og stundum
tvisvar á dag fyrst eftir að ég kom
heim af fæðingadeildinni með
drengina. Hún var hrifin af öllum
börnum og þau hændust að henni.
Hún var ósérhlífin og bauð óspart
fram aðstoð. Þegar vinkona mín
varðvitni að því að Didda bauð
fram pössun var ég spurð: „Hvað,
þarftu ekki að biðja hana um að
passa?“ Það kom sér líka vel fyrir
mig þegar hún bauðst til að vélrita
lokaritgerð sem ég vann að í Fóst-
urskólanum.
Þegar við Garðar fórum að búa
og vorum ekki búin að kaupa okk-
ur þvottavél var hún mætt óum-
beðin á laugardagseftirmiðdegi og
bauðst til að taka þvottinn okkar
og setja í vél hjá sér. Hún taldi það
ekki eftir sér að rétta hjálpar-
hönd.
Þegar Didda var unglingur
hafði hún áhuga á að fara í frekara
nám eftir barnaskóla og hafði það í
gegn að fara í Ingimarsskóla. Það
var ekki sjálfgefið á þeim tíma að
ungar stúlkur færu í frekara nám.
Hún var fróð og minnug og vel að
sér um menn og málefni. Það var
ekki slæmt að lenda í liði með
henni þegar spilað var spurninga-
spil eins og Trivial Pursuit. Það
var gjarnan spilað og spjallað í
þeim mörgu ferðum sem við fór-
um með þeim Jóni í sumarhús víða
um land. Það var gaman og fræð-
andi að ferðast með þeim því
Diddar var vel að sér um stað-
hætti víða og kunni nöfn á bæjum
og kennileitum.
Það má segja að síðustu ár hafi
verið Diddu erfið því hún hafði alla
tíð verið sjálfstæð og dugleg að
bjarga sér og vildi ekki vera upp á
aðra komin. Ellikerling var farin
að gera vart við sig hjá henni. Hún
var orðin mjög sjóndöpur og
treysti sér ekki lengur til að fara
ein sinna ferða eins og hún hafði
alltaf gert. Henni fannst hún vera
byrði á okkur sem umgengumst
hana mest þrátt fyrir að við segð-
um henni að hún ætti þetta inni
hjá okkur fyrir allt sem hún hefði
gert fyrir okkur. Það átti hún svo
sannarlega. Síðustu dagana fyrir
andlátið var Didda dugleg að
þakka fyrir lífið og samferðafólk
sitt. Nú er komið að mér að þakka
fyrir allt sem hún og Jón gerðu
fyrir mig og mína, hafið þökk fyrir
allt.
Ingibjörg Ósk Kjartansdóttir.
Sigurveig tengdamóðir mín,
eða Didda eins og hún var kölluð í
fjölskyldunni, fæddist í þennan
heim að sumarlagi og hún kveður
hann að sumri. Í persónuleika
hennar mátti líka finna blæ af
sumri; birtu og hlýju, gjafmildi og
hjálpsemi. Þegar ég lít yfir þau 50
ár sem við áttum samleið koma
upp í hugann góðar minningar.
Pönnukökur tengjast fyrstu
minningunni. Sigurjón sonur
hennar stærði sig af því að
mamma hans bakaði heimsins
bestu pönnukökur. Ég ætti að
koma og smakka þær. Ég stóðst
ekki freistinguna og fylgdi honum
í Bogahlíðina. Didda tók á móti
mér með hlýju brosi og bauð mig
velkomna. Hún galdraði fram
pönnukökur og þær stóðu fyrir
sínu. Það fór strax vel á með okkur
og samband okkar þróaðist hratt í
vináttu sem entist alla tíð.
Didda var einstaklega bóngóð
og taldi aldrei eftir sér að hlaupa
undir bagga og hjálpa til við stórt
og smátt. Reynsla mín sem
tengdadóttir var að hún var búin
að bjóðast til að aðstoða áður en ég
hafði svigrúm til að spyrja. Hún
var tíður gestur hjá okkur og við
enn oftar hjá þeim Jóni. Þar voru
alltaf hlaðin borð og fjörug samtöl.
Þegar dóttir okkar og nafna henn-
ar kom til sögunnar kom barna-
gælan fram í dagsljósið. Hún hafði
yndi af að passa barnabörnin enda
taldi hún það ekki eftir sér. Þegar
barnabarnabörnin komu til sög-
unnar færðist umhyggja hennar í
æðra veldi.
Þeir voru ófáir bíltúrarnir sem
við fórum með þeim Jóni, bæði
styttri ferðir með teppi og nesti og
lengri í sumarhús víðs vegar um
landið. Þau ferðuðust líka mikið
erlendis. Þau heimsóttu syni sína
þar sem þeir bjuggu hverju sinni
og við vorum svo heppin að fá þau
til okkar bæði til Uppsala og Ma-
dison. Þá kom í ljós að þau voru
ekki bara að koma í heimsókn.
Þau dvöldu nokkrar vikur og tóku
fullan þátt í heimilishaldinu og fé-
lagslífi með vinum okkar og kunn-
ingjum erlendis. Þar komu pönnu-
kökurnar enn við sögu og urðu
frægar á stúdentagörðunum. Hún
stóð brosandi við eldavélina og
bakaði stanslaust ofan í svanga
námsmenn víðs vegar að úr heim-
inum. Didda hafði kynnt sér stað-
hætti og sögu og hafði skýra mynd
af stöðum og söfnum sem hún vildi
kynna sér betur. Á síðari árum
fóru þau Jón nokkrar ferðir til
Evrópulanda og veit ég að þær
voru jafn vel undirbúnar, enda
lágu þykk ferðaalbúm eftir þær
frammi í Bogahlíðinni.
Didda var af kynslóð sem hafði
séð tímana tvenna. Það mótaði
persónu hennar og viðhorf. Hún
hafði næmt auga fyrir líðan sam-
ferðafólksins og var vakin og sofin
yfir fjölskyldu sinni. Samband
þeirra systranna fimm var sér-
stakt. Þær voru greinar af sama
meiði og héldu nánu sambandi þar
til yfir lauk. Nú eru þær allar farn-
ar.
Didda var heilsteypt persóna,
gjafmild, gestrisin og ósérhlífin.
Hún leitaði ekki eftir athygli, met-
orðum eða hrósi. Hún var vinur
vina sinna. Síðustu árin glímdi hún
við illvígan sjúkdóm. Þau voru
henni þungbær, en hún kunni þá
list að hefja sig upp yfir eigið
ástand og fyrsta spurning hennar
var ætíð: „Eru ekki allir frískir?“
og „Hvað er að frétta af krökk-
unum?“
Blessuð sé minningin um hlýja
og bjarta tengdamóður.
María Sophusdóttir.
Ég stend uppi í sófa og syng.
Ég er í ljósbláum blúndunáttkjól
sem hlykkjast niður á tær, enda
kjóllinn af ömmu og ég er bara
fimm ára. Í annarri hendi held ég
á míkrafón, sem amma bjó til úr
blýanti potuðum inn í svampbolta.
Í hinni hendinni er ég með kókó-
mjólk. Ég syng hátt, því amma vill
heyra í mér alla leið inn í eldhús,
þar sem hún er að vaska upp.
Kannski er það skrýtið, miðað
við allar minningarnar sem ég á af
Diddömmu minni, að á fyrstu
myndinni sem skýst upp í huga
mér þegar kemur að kveðjustund
er hún hvergi sjáanleg. Skrýtið og
þó ekki svo skrýtið. Amma er eitt
og allt í minningunni. Hún er nátt-
kjóllinn og kókómjólkin, hún er
hlýjan í stofunni og öryggið sem
þarf til þess að feimin fimm ára ég
syng af lífs og sálar kröftum.
Diddamma elskaði börn.
Óþrjótandi áhugi hennar á líðan
þeirra og þroska, áhugamálum og
áhyggjuefnum, var einlægur og
stór. Það lifnaði yfir henni þegar
hún sagði fréttir og sýndi myndir
af langömmubörnum, hún gat
sökkt sér í samtöl við litla frændur
í heimsókn frá útlöndum eða dæt-
ur nágranna sem skottuðust í
stigaganginum.
Hún elskaði mig. Ég trúi því að
hún hafi elskað mig mest allra. Ég
er nokkuð viss um að þannig líði
okkur öllum – barnabörnunum.
Það er einstakur hæfileiki að láta
öllum börnum sínum líða jafn
mest elskuðum.
Ég er nýbyrjuð í MH og kem
við í Bogahlíðinni eftir skóla.
Amma byrjar strax að vasast í eld-
húsinu við að finna eitthvað handa
mér að borða. Ég stend yfir henni
og margítreka að mig langi ekki í
neitt. Hún er búin að hella klein-
um í skál. Ég kippi kleinuskálinni
yfir á matarborðið og segi að hún
megi bara gefa mér kaffisopa
með.
Myndin af ömmu í eldhúsinu að
finna mat og bakkelsi er ekki
óvenjuleg. Hún fylgir hverri heim-
sókn. En hugskotið frá þessum
degi er alveg sérstök minning.
Amma kom með tvo undirskálar-
lausa kaffibolla, við settumst á
sitthvorn eldhúskollinn og allt í
einu vissi ég fjölskylduleyndarmál
og slúður. Það var eins og að vera
vígð inn í lokaðan klúbb. Með ein-
um kaffibolla og nokkrum klein-
um var ég tekin í fullorðinna
manna tölu.
Amma var eldklár, stálminnug
og hafði flókinn og fjölbreyttan
húmor. Hláturinn var dillandi og
smitandi. Ekki síst þegar þær
systur allar komu saman. Systur
hennar og málefni fjölskyldunnar
voru henni alltaf mikilvægust
hugðarefna. En hún hafði líka
áhuga á samfélagsmálum, pólitík
og íþróttum. Hún fylgdist vel með,
hafði skoðanir og var óhemju-
skynsöm. Fordómaleysi hennar
og áhugi fyrir fólkinu bak við
fréttirnar hafa alltaf vakið aðdáun
mína. Hún sýndi innsæi, skilning
og samkennd þegar eitthvað var
erfitt og samgladdist af öllu hjarta
þegar vel gekk.
Minningarnar um ömmu eru
úti um allt. Þær eru í kókómjólk-
inni og kaffibollum framtíðarinn-
ar, í samtölum við börn og sam-
verustundum með fjölskyldu. Ég
kveð Diddömmu mína þakklát.
Ég er þakklát fyrir það hvernig
hún tók mig til sín. Hvernig hún
studdi og hvatti, hvernig hún elsk-
aði afdráttarlaust. Ég er þakklát
fyrir að börnin mín fengu að kynn-
ast henni og munu muna hana.
Minningarnar eiga eftir að lifa.
Fríða.
Sigurveig Garðars-
dóttir Mýrdal
Fleiri minningargreinar
um Sigurveigu Garðars-
dóttur Mýrdal bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu
næstu daga.