Morgunblaðið - 09.07.2018, Síða 19

Morgunblaðið - 09.07.2018, Síða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2018 ✝ Soffía Jóhanns-dóttir, hús- móðir og versl- unarkona, fæddist á Akureyri 21. jan- úar 1925. Hún lést 26. júní 2018. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Jóhannsdóttir hús- móðir, f. 19. nóv- ember 1894 í Skagafirði, d. 19. feb. 1962, og Jóhann Friðgeir Steinsson, smiður á Akureyri, f. 4. nóvember 1892 í Svarf- aðardal, d. 18. júlí 1973. Soffía var næstelst af sex systrum. Systur hennar eru Jóhanna, Að- albjörg, Sigríður, Marsibil og Gígja Jóhannsdætur. Soffía giftist 7. apríl 1945 Hreiðari Eyfjörð Jónssyni, bif- vélavirkja og húsverði, f. 17. janúar 1925, d. 5. janúar 2010. Börn Soffíu og Hreiðars eru: 1) Dóttir, f. 12. október 1950, d. 23. október 1950. 2) Sigríður Ey- fjörð sjúkraliði, f. 23. nóvember 1951, d. 4. desember 2008, gift Einari Guðbjartssyni hús- gagnabólstrara, börn þeirra eru a) Soffía, sjúkraþjálfari á Ak- ureyri, f. 2. nóvember 1972, gift Bjarna Jónssyni, sonur Bjarna frá fyrra sambandi Jón Oddur og sonur Soffíu frá fyrra sam- giftur Susan Christiansen Ey- fjörð verslunarmanni, eiga þau Aron og Eric, b) Alma Eyfjörð Hiim, hjúkrunarfræðingur og fjölskylduráðgjafi, f. 19. nóv- ember 1985, gift Björn Benn- inghof Hiim, sjúkraflutninga- manni og bónda. Synir Ölmu frá fyrra hjónabandi eru Magnús Elis og Veigar Elia. Börn Björns frá fyrri sambúð eru Siri og Andreas. Eiga þau saman dótt- urina Mari, c) Sveinn Eyfjörð iðnaðarvélvirki, f. 16. október 1988, í sambúð með Cathrine Pettersen sjúkraliða, dóttir hans frá fyrra sambandi Emilia og börn þeirra eru Frida, Odin og Sveinn, d) Íris Eyfjörð nemi, f. 26. apríl 1993, börn hennar eru Thelma Elin og Brynjar. Ömmubörnin eru þannig tíu og langömmubörnin tuttugu og fimm. Soffía starfaði í mörg ár í versluninni Amaró sem deild- arstjóri í búsáhaldadeildinni. Hreiðar og Soffía bjuggu fyrst í Grundargötu 3 og síðar í Ægisgötu 7. Árið 1964 fluttu þau í Amaró. Seinna byggðu þau sér hús í Reykjasíðu 16 og áttu þar 15 góð ár. Síðar fluttu þau í Mylluna í Brekkugötu 38. Útför Soffíu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 9. júlí 2018, klukkan 13:30. bandi er Einar Breki Baldvinsson. Eiga þau saman dæturnar Brynju Marín og Kötlu, b) Eva, iðjuþjálfi á Akureyri, f. 13. ágúst 1976, börn hennar eru: Ísar Enok, Tinna og Oli- ver. 3) Jóhann Ey- fjörð, rafvirkja- meistari í Reykjavík, börn hans eru: a) Signý, viðskiptafræðingur, f. 12. júní 1976, gift Halldóri Jón- assyni, þau eiga Andra Fannar, Viktor Elí og Emil Aron, b) Garðar, rafvirki, f. 1. apríl 1980, giftur Margréti Ragnarsdóttur lögfræðingi, eiga þau Dag Orra, Bjarka Hrafn og Söru Karítas, c) Jenný Ýr, viðskiptafræð- ingur, f. 7. október 1986, gift Hrafni Davíðssyni verkfræðingi, eiga þau Hinrik og Elías, d) Hanna María, tölvunarfræð- ingur, f. 2. nóvember 1992, í sambúð með Elís Rafni Björns- syni viðskiptafræðingi. 4) Hreið- ar Eyfjörð bifreiðasmíðameist- ari, f. 20. október 1959, giftur Elsu Guðrúnu Sveinsdóttur, f. 15. júlí 1959, rekstrarstjóra, bú- sett í Noregi, börn þeirra eru: a) Hreiðar Eyfjörð, rafvirki og kerfisfræðingur, f. 9. mars 1983, Elsku besta amma okkar. Orð geta ekki lýst hversu yndisleg þú varst, en við ætlum með þessum orðum að minnast þín með gleði og deila nokkrum hugsunum sem lýsa hversu frábær þú varst. Og ekki segja með brosi eins og vana- lega: „Æi hvað er þetta,“ því núna skaltu hlusta og vita að þú varst engum lík. Með klórlykt eftir Þelamerk- ursund á laugardögum komum við til þín og afa, þar sem þú stóðst alltaf til með pönnukökur, vöfflur og kaffi. Fótboltinn var eins og venjulega í gangi í sjón- varpsstofunni, þar sem afi var smástríðinn með bros á vör og hafði enga trú á liðinu þínu. „Þetta er búið.“ Þú varst sko ekki sammála og hélst lengi í trúna á þitt lið. Eftir leiki var oft lottó- spenningur og í hvert skipti var vonin stór og gleðin mikil á meðan tölurnar voru lesnar upp. Þú stóðst fyrir framan sjónvarpið með miðann í höndunum. Allar tölurnar voru afmælisdagar okk- ar barnabarnanna þinna og þú hafðir óbilandi trú á þeim. Spenn- ingurinn var mikill hjá okkur börnunum líka. „Barcelona“ hrópaðir þú stöðugt háum rómi, þá var eitthvað óvænt að gerast. Lítil börn í sófanum, flissandi saman, og endurtókum „Barce- lona“ – við heyrum þig ennþá amma. Þessi upphrópun er með okkur og okkar barnafjölskyldum enn þann dag í dag. Bíltúrarnir á Akureyri þar sem afi keyrði og þú lýstir því fyrir honum hvernig best væri að keyra; „kannski aðeins lengra til hægri“ og sagðir frá rauðu ljósi með góðum fyrirvara. Við í aft- ursætinu fengum alltaf brjóstsyk- ur á meðan þú bentir og sagðir frá svönunum þínum og selunum þín- um í Eyjafirði. Okkur fannst allt- af svo spennandi og athyglisvert hvað þú áttir mörg dýr og vissir allt um hvenær þeir komu í fjörð- inn og hversu marga unga þau áttu. Fórum við síðan í Vín að borða ís og spila mínígolf. Og allt- af passaðir þú upp á að okkur liði vel. Þú bauðst okkur að sitja með þér við píanóið og kenna okkur að spila. En best fannst okkur samt alltaf að hlusta á þig og þegar þú söngst tónana með laginu. Við gætum haldið áfram stans- laust og sagt frá svo miklu, en þú amma, þú veist þetta allt. Þú vild- ir sjaldan taka á móti hrósi. Í barnæsku okkar ert þú rauði þráðurinn og mun hann fylgja áfram í næstu kynslóð. Þú varst falleg, góð, elskuleg og sanngjörn. Ekki varstu há vexti, elsku amma, og gerðir grín að því sjálf. Þú sagðir oft í seinni tíð að þú væri orðin svo rosalega löng vegna þinna mörgu lang- ömmubarna. En þrátt fyrir fáa sentímetra þá er þín tilvera og líf stærra en nokkur getur mælt. Við skulum með þessu ekki segja bless, heldur sjáumst síðar. Við trúum í hjarta okkar að þú sért enn með okkur, núna og allt- af. Við elskum þig og erum svo þakklát fyrir að hafa átt heimsins bestu ömmu. Og mundu, að gefa afa knús frá okkur. Nú eruð þið saman aftur eftir mikinn söknuð. Kveðja frá Hreiðari yngri, Ölmu, Sveini, Írisi og fjöl- skyldum í Noregi. Í dag kveðjum við móðursystur okkar Soffíu eða Diddu eins hún var alltaf kölluð. Didda var næst- elst sex systra, en þær voru kall- aðar eftir aldursröð af ættingjum og vinum; Dista, Didda, Día, Sirrý, Dúdú, Gígja. Þær fæddust og ólust upp á Akureyri og voru alla tíð mjög samrýndar. Afi okk- ar rak kúa- og fjárbú ásamt því að starfa sem smiður, því þurftu systurnar að hjálpa til við gegn- ingar og umhirðu dýranna. Marg- ar sögur höfum við systkinin heyrt um þessa tíma fyrir norðan og kom ýmislegt uppá eins og gengur í stórum systrahópi. Margar eru minningarnar um samverustundir með Diddu og eru þær merktar af gleði og hlýju. Bæði með stórfjölskyldunni þeg- ar við vorum ung en einnig þegar við heimsóttum hana fullorðin á Akureyri. Hún var alltaf áhuga- söm um hvað við værum að gera, hreinskilin í samskiptum og ein- staklega gjafmild. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, Og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við sendum Einari, Jóhanni, Hreiðari og fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Diddu þökkum við fyrir sam- fylgdina og allt sem hún gaf okk- ur. Bjarni, Jóhann, Valtýr og Sigríður Þórdís Valtýsbörn. Soffía Jóhannsdóttir HINSTA KVEÐJA Af eilífðarljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Okkar kæra systir Didda hefur kvatt. Við sem eftir erum af systrahópnum finnst skarðið orðið stórt. Nú getum við ekki lengur sungið raddað saman því hreinu og fallegu röddina hennar Diddu vantar. Stóra perlan hefur kvatt þetta líf. Við þökkum þér fyrir alla þína einurð, gjafmildi og hlýju gegnum árin. Þínar systur, Sigríður, Marsibil og Gígja ✝ Linda MjöllAndrésdóttir fæddist í Reykjavík 18. janúar 1979. Hún lést á krabbameins- lækningadeild Landspítalans 27. júní 2018. Foreldrar Lindu eru hjónin Andrés Magnússon, f. 14. ágúst 1950, d. 15. janúar 2018, og Guðrún Stefanía Brynjólfsdóttir, f. 25. janúar 1948. Systir Lindu er Hildur Brynja, f. 17. febrúar 1977, maki Egill Örn Petersen, f. 13. janúar 1974. Hildur og Egill eiga börnin Lindu Maríu, Guðrúnu Lilju og Róbert Nökkva. Linda giftist Páli Jakobssyni, f. 9. júní 1976, hinn 11. ágúst 2007. Foreldrar Páls eru Jakob Ólafsson, f. 31. maí 1952 og Helena Soffía Leósdóttir Little, f. 22. apríl 1951. Linda og mannahöfn (CBS) árið 2003 og M.Sc-gráðu í viðskiptalögfræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð árið 2005. Árin 2007-2008 bjuggu Linda og Páll í St. Albans í Englandi. Þar sá Linda m.a. um heimilið og ungbörnin tvö en einungis tæp- lega 17 mánuðir eru á milli Jak- obs og Andreu. Fjölskyldan flutti heim til Íslands í ágúst 2008 og hóf Linda störf hjá skilanefnd Kaupþings ári síðar sem sérfræð- ingur á afleiðusviði. Fyrstu tvö árin bjuggu þau í Reynihvammi, æskuheimili föður Lindu, en keyptu sér svo einbýlishús í Bæj- artúni í Kópavogi þar sem fjöl- skyldan býr núna. Árið 2015 hóf Linda störf sem markaðsstjóri hjá Artica og starfaði þar þangað til hún hætti vegna veikinda um mitt ár 2017. Útför Lindu fer fram frá Hjallakirkju í dag, 9. júlí 2018 og hefst athöfnin klukkan 13. Páll eiga tvö börn, Jakob Felix, f. 22. nóvember 2006 og Andreu Örnu, f. 11. apríl 2008. Linda ólst upp í Kópavogi og gekk í Snælandsskóla. Lá þá leiðin í Verslunar- skóla Íslands, þar sem Linda tók virkan þátt í félagslífinu, og út- skrifaðist hún þaðan með stúdentspróf 1999. Fram að tvítugsaldri stundaði Linda knatt- spyrnu af kappi og var Bliki út í gegn eða þar til bæði börnin byrj- uðu að æfa með HK. Linda iðkaði skíði allt sitt líf og var dugleg að ala börnin sín upp í brekkunum. Að stúdentsprófi loknu fluttu þau Páll til Kaupmannahafnar þar sem stefnan var tekin á fram- haldsnám. Linda hlaut B.Sc-gráðu í alþjóðaviðskiptafræði við Verslunarháskólann í Kaup- Elsku mamma. þú varst svo falleg, hjálpsöm og gjafmild. Þú varst frábær á skíðum og ég vona að ég verði einhvern tímann jafn- góð og þú. Ég man þegar við lét- um naglalakka okkur síðasta sumar áður en við fórum til Te- nerife, sú ferð var æðisleg. Þér fannst ekki leiðinlegt að kaupa bland í poka, þú ljúfi nammigrís. Mamma góða var sú fróða sama hvert hún fór þá var ekkert slór Krakkarnir hennar Jakob og Andrea rifust um stundir en ekki þegar þeim var boðið upp á lambalundir Ekki má gleyma honum Páli sem gerður er úr stáli Þín dóttir, Andrea Arna. Elsku mamma. Ég á eftir að sakna skíðaferð- anna með þér þar sem við brun- uðum niður brekkurnar og feng- um okkur heitt kakó í pásunni. Ég á líka eftir að sakna kvöldkúrsins þar sem þú klóraðir mér á bakinu og nuddaðir hárið áður en ég sofn- aði. Hver á núna að lauma að mér nammi þegar pabbi sér ekki til? Þú dýrkaðir nautalundir með heimagerðri bernaise-sósu a la pabbi umkringd kertaljósum. Síð- asta útlandaferðin okkar til Norð- ur-Ítalíu var geggjuð, ég hef aldr- ei smakkað jafngóðan mat! Takk fyrir að skipuleggja hana og einn- ig að græja og gera upp herbergið mitt. Dásamlegi nammigrís þér fannst gott hrís ofan á ís Þinn sonur, Jakob Felix. Það er mikil sorg, tómleiki og söknuður við fráfall Lindu dóttur minnar og það svo skömmu eftir andlát Andrésar pabba hennar. Okkur leið svo vel litlu fjölskyld- unni í Daltúni 2 á uppvaxtarárum Lindu og Hildar systur hennar. Við vorum alltaf svo samhent og vorum hvert öðru stoð og stytta. Svo komu þessir traustu og góðu tengdasynir og síðan fallegu barnabörnin. Við vorum svo ánægð og glöð með lífið sem blasti við okkur öllum og hlökkuðum til komandi ára. Ég hélt svo lengi í vonina með aukakraftinn sem hún Linda mín hafði og pabbi hennar minntist oft á. Þegar hún var lítil og við sátum við eldhúsborðið á spjalli og Linda var allt í einu sofnuð eftir athafna- saman dag, reif hún sig alltaf upp og labbaði sjálf svo pabbi hennar þyrfti ekki að bera hana upp. Krafturinn lýsti sér í því hversu dugleg Linda var í leik og starfi, hún var fljót að bregðast við og drífa í hlutum. Aldrei sagðist hún ekki hafa tíma og alltaf boðin og búin til að hjálpa. Elsku Palli, Jakob Felix og Andrea Arna, þið eruð svo ótrú- lega sterk saman. Þótt sorgin og missirinn séu oft svo óbærileg þá trúi ég því að við komumst með samheldni og trú áfram veginn. Blessuð sé minning þín elsku- lega dóttir mín. Hvíl þú í Guðs friði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Mamma. Ég var svo lánsöm að fá Lindu systur mína inn í líf mitt fyrir rúmum 39 árum. Við systurnar vorum nánar, áttum fallegt og gott systrasamband sem ein- kenndist af væntumþykju og vor- um alltaf til staðar hvor fyrir aðra. Linda var skemmtilegt og glatt barn sem var alltaf syngjandi og fylgdi söngurinn henni alla tíð. Oftar en ekki hljómaði söngurinn um Daltúnið sem var svo notalegt. Í brúðkaupsveislu hennar og Palla gerði hún sér lítið fyrir og vippaði sér upp á svið alveg óund- irbúin og söng með hljómsveit- inni, þetta lýsti henni svo vel. Linda kynntist Palla sínum þegar hún var 18 ára. Ástin blómstraði og Linda og Palli fluttu út til Danmerkur strax eftir að Linda útskrifaðist úr mennta- skóla, síðar fluttu þau til Eng- lands. Eftir heimkomu var Linda heima fyrstu árin með börnin og naut þess innilega að sinna móð- urhlutverkinu þá og alla tíð síðan. Linda var mikil félagsvera og tilheyrði mörgum vinahópum. Hún var mjög ósérhlífin og var alltaf boðin og búin að gera allt fyrir alla. Linda var alltaf að bjóð- ast til að passa stelpurnar okkar Egils og var ævinlega komin í hlutverk skipuleggjanda ef eitt- hvað stóð til. Hún lét hlutina verða að veruleika. Linda skipu- lagði m.a. ferð fyrir stórfjölskyld- una til Tenerife síðastliðið sumar. Þar áttum við fjölskyldan saman dýrmætar stundir sem mér þykir svo vænt um. Við systurnar höfum orðið samferða í gegnum lífið, fórum báðar í Versló og unnum saman um tíma. Við höfðum svipuð áhugamál og æfðum báðar fót- bolta og skíði þegar við vorum yngri. Skíðaáhuginn hefur haldist alla tíð og síðustu árin fórum við systurnar ásamt börnunum okkar í ógleymanlegar skíðaferðir norð- ur á Akureyri. Við systurnar vor- um mjög nánar og töluðum saman nánast daglega og algengt að við töluðum saman oft á dag. Egill minn og börnin okkar áttu líka alltaf góðar stundir með Lindu og fjölskyldu þar sem gleðin var ávallt við völd. Þegar Linda greindist aftur með krabbamein var það gríðar- lega mikið áfall fyrir okkur öll. Linda notaði tímann sinn vel í veikindunum og lagði alla áherslu á fjölskylduna sína og heimilið þeirra. Hún kenndi börnunum að gera hlutina sjálf og vera sjálf- stæðari. Linda lagði líka mikla áherslu á að skilja vel við heimilið og græjaði þar ýmsa hluti sem hún vildi að væru í lagi. Linda tókst á við veikindin af hugrekki en á þessu ári fór að halla veru- lega undan fæti og veikindin ágerðust hratt og dvaldi Linda á krabbameinslækningadeild síð- ustu vikurnar. Linda var einstaklega falleg að innan sem utan og geislaði alltaf af gleði. Hún var mikill stuðbolti og hafði þann eignleika að sjá fyndnu og skemmtilegu hliðarnar á hlutunum. Einkenni Lindu var glaðlegt yfirbragð, fallegt bros og léttleiki. Það var alltaf svo stutt í smitandi hláturinn hennar sem ég á eftir að sakna svo mikið. Ég kveð elsku Lindu systur mína og bestu vinkonu með mikl- um söknuði en hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir allar dýrmætu minningarnar og fyrir þann tíma sem við áttum saman, tíma sem var alltof stuttur. Elsku mamma, Palli, Jakob Felix og Andrea Arna, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Elsku Linda mín, ég veit að pabbi mun taka vel á móti þér. Minning þín er ljós í lífi mínu. Þín systir, Hildur. Það er erfitt að kveðja elsku Lindu frænku okkar, hún var mjög góð frænka og verður sárt saknað. Hún var yndisleg, góð- hjörtuð, fyndin og svo margt fleira. Það var alltaf gaman að vera með Lindu frænku. Hún var alltaf mjög hress og kát þannig að það var alltaf fjör í kringum hana. Það var alltaf gaman að heim- sækja hana og hún gerði alltaf eitthvað skemmtilegt fyrir okkur eins og að bjóða okkur í bíó eða gefa okkur gjafir. Linda frænka var góðhjörtuð og mjög hjálpsöm, tilbúin að gera allt fyrir alla. Hún var líka mikill húmoristi og fyndin og skemmti- leg. Það var alltaf frábært að ferðast með Lindu frænku og fór- um við í margar sumarbústaða- ferðir, útilegur og svo í skíðaferðir til Akureyrar en í brekkunum gaf Linda ekkert eftir og skíðaði nið- ur eins og drottning. Það var líka æðislegt með henni í veiðiferðum í Gufudalnum og Hlíðarvatni og í sólinni á Tenerife. Linda var okkur mikil fyrir- mynd og erum við mjög þakklátar fyrir að hún hafi verið frænka okkar og það verður alltaf gaman að rifja upp minningar um okkur saman. Linda María og Guðrún Lilja. Linda Mjöll Andrésdóttir  Fleiri minningargreinar um Lindu Mjöll Andrésdótt- ur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR FRIÐGEIRSDÓTTIR (HOLLA), Sunnuhvoli, Raufarhöfn, lést á Dvalarheimilinu Hvammi 5. júlí síðastliðinn. Jarðsungið verður frá Raufarhafnarkirkju þriðjudaginn 17. júlí klukkan 14. Vilmundur Þór Jónasson Valgeir Jónasson Kristín Böðvarsdóttir Gunnar Finnbogi Jónasson Þórhildur Hrönn Þorgeirsdóttir barnabörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.