Morgunblaðið - 09.07.2018, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2018
✝ Bragi Hún-fjörð Kárason
fæddist á Blöndu-
ósi 13. febrúar
1949. Hann lést 25.
júní 2018.
Bragi var sonur
hjónanna Kára
Húnfjörð Guð-
laugssonar frá
Þverá í Norður-
árdal, f. 3. júlí
1918, d. 29. októ-
ber 1952 og Sólveigar Bjarna-
dóttir frá Grímsstöðum í Lýt-
ingsstaðahreppi, f. 30. mars
1925. Systkini hans eru Rakel
Kristín Káradóttir, f. 7. mars
1951, Kári Karlsson, f. 14
ágúst 1955, giftur Hjördísi
Sævar Harðardóttir, f. 18. júlí
1963, Guðfinna Karlsdóttir, f.
4. febrúar 1958, Bryndís Karls-
dóttir, f. 23. febrúar 1962.
Bragi eignaðist dótturina Þór-
unni Helgu, f. 17.
febrúar 1977 með
Sigríði Her-
mannsdóttur og á
hún tvö börn Sól-
eyju Báru og Aron
Darra.
Bragi ólst upp á
Þverá hjá afa sín-
um og ömmu, Guð-
laugi Sveinssyni
og Rakel Bessa-
dóttur ásamt föð-
urbróður sínum Þorláki Hún-
fjörð Guðlaugssyni.
Bragi stundaði nám á
Bændaskólanum á Hvanneyri
1966 til 1968 og lauk prófi í
búfræðum. Bragi tók við búi af
afa sínum og ömmu og bjó
ásamt föðurbróður sínum á
Þverá alla tíð.
Útförin fer fram frá Hóla-
neskirkju, Skagaströnd, í dag,
9. júlí 2018, klukkan 13.
Elskulegi Bragi minn.
Það er svo sárt að horfast í
augu við staðreynd lífsins að þú
sért horfinn á braut og ég get ekki
knúsað þig, elsku bróðir.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem.)
Ég varðveiti vel í mínu hjarta,
allar þær samverustundir sem við
áttum saman.
Lífið varð þannig að við ólumst
ekki upp saman. Eftir að pabbi dó
varst þú eftir hjá ömmu og afa á
Þverá en ég fylgdi mömmu suður
þar sem hún gerðist vinnukona
hjá Snorra Hjartarsyni skáldi.
Fyrir sunnan kynnist svo
mamma Karli Jónatanssyni og
fluttist með honum að Nípá í
Köldukinn. Á Nípá eignuðumst
við svo þrjú systkini, Kára, Guffu
og Bryndísi.
Það var alltaf svo sterkur
strengur á milli okkar og gott er
að hugsa til allra þeirra stunda
sem við áttum saman. Þó að síma-
og vegakerfi í okkar æsku hafi
ekki verið gott, hittumst við þó
nokkuð oft sem börn. Það var svo
gaman að koma í Þverá, við lékum
okkur svo vel saman. Þú prakk-
arinn hafðir gaman að sulla í
læknum, stikla á steinum og sýna
systur listir þínar. Fara niður í
smiðjuna hans afa og sýna mér öll
verkfærin stoltur. Það var líka
gaman þegar þú komst austur í
Nípá. Þú stoppaðir lengst í tvær
vikur þegar ég var fermd. Þá voru
systkini okkar öll þrjú fædd. Kári
orðinn pjakkur sem leit mikið upp
til stóra bróður. Þá fór mamma
með barnahópinn á ljósmynda-
stofu og viti menn myndin heppn-
aðist. Eftir því sem árin liðu fór-
um við að hittast oftar á Þverá.
Það var yndislegt að vera hjá þér
sumarið sem þú byggðir fjárhús-
in. Þar eldaði ég ofan í mannskap-
inn og þú sagðir „systir, hafðu
nógan mat, strákarnir þurfa mik-
ið að borða, mega ekki verða
svangir“.
Já, svo var enn meira gaman
þegar þú byggðir nýja húsið þitt.
Og þið Stebbi voruð að spá og
spekúlera. Húsið reis ótrúlega
fljótt með hjálp vina og ætt-
menna.
Elsku bróðir, þú varst svo ótrú-
lega vinnusamur og duglegur.
Sérstaklega laghentur, smíðaðir
úr járni og tré og gerðir við vél-
arnar þínar.
En fyrst og síðast, Bragi minn,
varstu einstaklega heill, kærleiks-
ríkur og traustur maður. Alltaf
tilbúinn að hjálpa öðrum og varst
fljótur til.
Eina góða gjöf fengum við
saman 20. júní sl. Þá fórum við
saman til Vestmannaeyja í
dásamlegu veðri. Þig var búið að
langa lengi að fara til Eyja og mér
datt í hug að það væri góð gjöf að
bjóða þér þangað. Ég tók bílinn
með og við keyrðum upp að vita
og alla þá vegaspotta sem við
fundum. Stoppuðum svo á góðum
stað, skáluðum í appelsín og borð-
uðum Conga með að gömlum
sveitasið. Spjölluðum og hlógum
og dásömuðum þessa fegurð í
kringum okkur.
Elsku besti bróðir.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með guði,
guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Þín systir,
Rakel Kristín.
Lífið er óútreiknanlegt. Það er
erfitt að meðtaka að Bragi frændi
sé fallinn frá.
Bragi var hjartagóður, við-
ræðugóður og með afskaplega
hlýja nærveru. Hann hafði líka
ríkan húmor og var bráðhnyttinn.
Eflaust kom hann ekki öllum
þannig fyrir sjónir, hafandi búið
sem einbúi í eyðidal góðan part úr
ævi. Þverá í Norðurárdal var úr
alfaraleið, þar til nýi fjallvegurinn
kom. Slíkar aðstæður gera menn
feimna í margmenni, en mér
hlotnaðist sú gæfa að kynnast
Braga við líf og störf á Þverá.
Það á ég Kára föðurbróður að
þakka, sem hringdi í mig vorið
1989 og sagði mér að nú yrði
Bragi einn í sauðburði með 500
fjár. Eða með orðalagi Kára,
„með 500 rollukvikindi!“. Þó að
Lalli frændi byggi enn á Þverá, þá
var hann kominn um áttrætt og
orðinn nokkuð fótafúinn. „Hvort
ég væri til í að fara norður og að-
stoða Braga yfir sauðburðinn.“
Ég var 18 ára drengstauli og hafði
„verið í sveit“ áður, þegar úr varð
að ég fór á Þverá um leið og próf-
um lauk. Skemmst er frá að segja
að þar var eingöngu unnið, etið og
sofið. Þó gafst alltaf tími til skrafs
á leiðinni milli húsa og bæjar.
Í þeim samtölum fann ég fyrir
mann, sem var opinn, íhugull,
stórfróður og minnugur á fólk
víða um sveitir, lifandi og liðið.
Hann var líka minnugur á kenni-
leiti, enda var Bragi eins og gang-
andi landakort og nákvæmari ef
eitthvað var.
Bragi var líka einstakur hlust-
andi. Hann hlustaði af athygli,
spurði nánar út í sumt og bjó til
brandara úr öðru. Þannig skapaði
hann traust og fann léttari tón í
alvarlegum umræðuefnum. Þessi
hlustun og hin sterka nærvera
Braga reyndist ungum, kvíða-
sömum pilti mikill styrkur og
mörg næstu vor á eftir fór ég
norður í sauðburð. Stundum ef-
aðist ég um að vera mikil aðstoð
manninum sem var vanur að gera
allt einn og vippaði kindum milli
króa ef þurfti, nautsterkur eins og
hann var.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi, að eiga dýrmætar stundir
með Braga örfáum dögum fyrir
andlátið. Á hverju ári höfum við
amma Imma og Lena frænka far-
ið í óvissuferð og gert vel við okk-
ur. Það var ekki partur af planinu,
en það hvíslaði að mér rödd að
bjóða Braga með nú í ár, kannski
hefði hann bara gaman af því.
Köllum það tilviljun, köllum það
innsæi eða æðri mátt. Það sem
skiptir máli er að Bragi tók vel í
hugdettuna og við áttum afskap-
lega innilegar og afslappaðar
stundir. Við keyrðum yfir Hér-
aðsvötn og fræddumst um sögu
Jóns Austmann, sem Bragi kunni
auðvitað. Snæddum svo yndisleg-
an hádegisverð í Lónkoti og eft-
irréttinn á Þverá, sem við fengum
með okkur í nesti. Svo máttum við
til með að kíkja á leikinn og þegar
Messi stóð á vítalínunni, sagði
Bragi með tilfinningu: „Það ætla
ég að vona að hann verji þetta hjá
honum“. Og svo fór.
Það var þétt faðmlagið þegar
við kvöddumst og innileg kveðju-
orðin þegar við töluðum saman í
síma nokkrum dögum síðar. Degi
síðar var Bragi allur.
Lífið er óútreiknanlegt og við
vitum aldrei hvert okkar kveður
næst. Allar samverustundir eru
mikilvægar stundir, jafnvel þó
þær virðist hversdagslegar. Hvíl í
friði, Bragi minn, þú ert mér kær.
Helgi Þór Jónsson.
Meira: mbl.is/minningar
Jæja, Bragi minn, þetta fór þá
svona. Héðan í frá verða engin
heilræði um rjúpnaveiðar í Þver-
árlandinu sótt til þín, aldrei fram-
ar kaffi og kremkex í eldhúsinu
þínu, engar fleiri haustgöngur.
Þegar við vorum litlir áttum við
það sameiginlegt að alast upp hjá
ömmu og afa. Mér fannst það
skemmtilegt tilhugsun, að hjá
ömmu og afa á Þverá byggi líka
strákur á mínum aldri og hann
væri frændi minn. Það var alltaf
spenningur í mér að fá að hitta
þig, engu minni en að hitta bræð-
ur mína. Í einni af fyrstu heim-
sóknum mínum að Þverá varst þú
búinn að eignast riffil, mikinn
skaðræðisgrip, sem þér var strax
kennt að umgangast af fyllstu
varúð og það gerðir þú. En að-
gætni dugar ekki alltaf til. Marg-
ar ferðir var sexhjólið þitt búið að
létta þér á seinni árum. Að
skreppa vestur í Skúfsskarð eða
norður í Hamarshlíð að sinna
sauðfé, kíkja í tófugrenin eða að
ná í nokkrar rjúpur. Þetta var
ekkert tiltökumál á þessum
kostagrip, miklu fremur ánægjan
ein og á góðviðrisdegi alveg eins
hægt að skjótast upp á Hvamms-
hlíðarfjall, bara skemmtunarinn-
ar vegna. Einhvern tímann vorum
við Skarphéðinn að fikta við tón-
list á neðri hæðinni, gítar og bassa
og þú í heimsókn. Þá heyrði ég þig
í eina skiptið á lífsleiðinni nefna að
þú gætir átt erindi í eitthvað ann-
að en kindarag og dagleg sveita-
störf. Þegar við vorum búnir að
slampast í gegnum eitthvert
Bítlalag léstu það út úr þér að það
gæti nú verið gaman að taka þátt í
einhverju svona, þú kynnir svolít-
ið á munnhörpu eins og Lennon
og gætir jafnvel gert texta við
eitthvað af þessum útlensku lög-
um. Það var annars synd hve
snemma þú hættir að setja saman
stökur og ljóð.
Eftir að ég var byrjaður í tón-
listarskóla „fyrir sunnan“ og orð-
inn heltekinn af ljóðum og ljóða-
bréfum Páls Ólafssonar stakk ég
upp á því að við færum að skrifast
á, í bundnu máli. Þetta þótti þér
skemmtileg hugmynd og nokkru
seinna barst mér suður, fimm
síðna, handskrifað ljóðabréf frá
þér, með gamansögum af stór-
bændum og kotbændum úr Vind-
hælishreppnum, snilldarlega ort.
Ég var algerlega mát og fann
enga leið til svara, engar persón-
ur eða atburði til að binda í rím.
Þú gafst engin grið og nokkrum
vikum seinna kom annað, sem
byrjaði þannig. „Ég hætti nú
bráðum að heilsa þér frændi, ef
hingað ég fæ ekkert einasta bréf.“
Annað var eftir því og ég formælti
sjálfum mér fyrir að hafa nokkru
sinni nefnt hugmyndina. Þú
stóðst að sjálfsögðu ekki við hót-
unina. Í Japan kallast svona leiks-
lok víst „ippon“. Í Austurlöndum
fjær eru menn nokkuð æðrulausir
gagnvart dauðanum, því hann er
þar ekki aðskilinn frá lífinu, hann
er bara lokakaflinn. Stráið sem
við beygjum undir fótum okkar
rís kannski upp aftur og ævi þess
lýkur þegar sá tími er kominn.
Rótin lifir samt áfram, jafnvel
Bragi Húnfjörð
Kárason
✝ Helga GuðrúnHelgadóttir
fæddist á Ísafirði
26. ágúst 1926. Hún
lést á Borgarspít-
alanum 24. júní sl.
Foreldrar henn-
ar voru Lára Tóm-
asdóttir húsmóðir,
f. 26. nóvember
1888, d. 29. júní
1980, og Helgi Ket-
ilsson íshússtjóri, f.
30. nóvember 1885, d. 8. sept-
ember 1968. Systkini Helgu
voru Magnús, María, Haukur,
Högni og Lára. Þau eru öll látin.
Helga giftist 25. febrúar 1948
Rafni Gestssyni bankastarfs-
manni, f. að Hofi Kjalarnesi 4.
mars 1923, d. 4. júní 2016. For-
eldrar hans voru Sigríður
Bjarnadóttir, húsmóðir og mat-
ráðskona, f. 4. nóvember 1895,
d. 5. apríl 1977 og Gestur Guð-
mundsson bókari, f. 7. janúar
1884, d. 3. desember 1952.
Börn þeirra hjóna eru 1) Lára
Sigríður píanóleikari, f. 1946,
manni, f. 1948. Börn þeirra eru
a) Ari Miquel, f. 1977, og b) Jós-
ep Þór, f. 1979, og á hann tvö
börn.
Helga ólst upp á Ísafirði á
miklu menningarheimili í Odda
þar sem menntun barnanna var
í forgangi hjá foreldrum þeirra.
Hún lauk gagnfræðaprófi á Ísa-
firði árið 1943 og tannsmíða-
námi hjá Alfred Baarregaard
tannlækni árið 1945. Hún hóf
ung píanónám við Tónlistar-
skóla Ísafjarðar. Einnig sótti
hún mörg tónlistarnámskeið í
Reykjavík frá árinu 1965. Hún
stundaði tannsmíðastörf á Ísa-
firði 1945-1948, píanókennslu
við Tónlistarskóla Ísafjarðar
1958-1965, sömuleiðis við Tón-
listarskóla Kópavogs frá 1965-
1971 og við Tónskóla Sigur-
sveins D. Kristinssonar frá
1970-1996. Einnig var hún með
einkakennslu heima hjá sér
fram á tíræðisaldur. Helga var í
skólaráði Tónskóla Sigursveins
D. Kristinssonar frá 1973-1996.
Á Ísafirði spilaði hún á píanó í
nokkrum danshljómsveitum.
Helga og Rafn bjuggu á
Háaleitisbraut 28 frá 1965-2011,
en þá fluttu þau í Árskóga 8.
Helga verður jarðsungin frá
Háteigskirkju í dag, mánudag-
inn 9. júlí, kl. 15.
gift Jóhannesi
Sandhólm Atlasyni
íþróttakennara, f.
1944. Börn þeirra
eru a) Rafn, f. 1974,
giftur Hugrúnu
Jónsdóttur, f. 1972,
og eiga þau þrjú
börn, b) Lilja Rós, f.
1978, gift Gísla
Bragasyni, f. 1977,
og eiga þau fjögur
börn. 2) Theodóra
Guðrún Rafnsdóttir kennari, f.
1948. Börn hennar eru: a) Helga
Guðrún Guðnadóttir, f. 1971, og
á hún einn son, b) Harpa Rós
Júlíusdóttir, f. 1980. 3) Hlöðver
Örn viðskiptafræðingur, f. 1954,
giftur Sigríði Sverrisdóttur
tannlækni, f. 1956. Börn þeirra
eru a) Sverrir Örn, f. 1983, gift-
ur Höllu Marinósdóttur, f. 1987,
og eiga þau eina dóttur. b) Heið-
rún Erna, f. 1988, gift Pelle
Damby Carøe, f. 1987, og eiga
þau tvö börn. 4) Högni far-
arstjóri, f. 1956, giftur Maríu
Antoníu Gutés Turu ríkisstarfs-
Ísafjörður er nafli alheimsins.
Þessi setning hljómaði oft hjá
móður minni. Hún var mjög stolt
af fæðingarbæ sínum. Ólst upp á
miklu menningarheimili þar sem
menntun og listir voru í heiðri
höfð. Það er komið að leiðarlok-
um. Alltaf erfitt að kveðja þann
sem fylgt hefur manni allt lífið.
Ég hef rifjað upp minningabrot
frá Ísafirði, Reykjavík og víðar.
Foreldrar mínir höfðu yndi af því
að ferðast. Farið var í ferðalög
vítt og breitt um landið. Oft tóku
þessar ferðir um eina viku. Nest-
ið sem haft var með hefði nægt til
nokkurra vikna.
Árið 1965 fluttu foreldrar mín-
ir til Reykjavíkur þar sem systur
mínar höfðu hafið framhalds-
skólanám þar.
Ung lauk hún tannsmíðanámi
og vann í nokkur ár við fagið. Í
framhaldi tók píanókennsla við
ásamt uppeldi barna sinna. Hún
kenndi við marga tónlistarskóla.
Einnig kenndi hún fjölda nem-
enda í einkatímum heima hjá sér.
Oft þurfti að ganga hljóðlega um
til að trufla ekki kennsluna. Það
gat verið erfitt fyrir orkumikinn
ungan dreng. Mjög margir nem-
endur hennar hafa náð langt í
listgrein sinni og eru þjóðþekkt-
ir. Hún þótti góður kennari fyrir
fyrstu 3-4 árin í píanónámi.
Margir nemendur hennar höfðu
samband við hana allt fram á síð-
asta dag. Mamma spilaði með
nokkrum danshljómsveitum fyrir
vestan fram til ársins 1965. Um
síðustu áramót spilaði hún oft á
dagdeild Landakotsspítala og í
Árskógum. Henni leið alltaf vel
við flygilinn og píanóið. Margt
var líkt með okkur. Bæði þver,
þrjósk, stjórn- og vinnusöm.
Sama dag og hún dó hringdi
hún í tvígang í mig. Fyrst til að
minna mig á að hringja í ættingja
og láta þá vita hvar hún væri.
Seinna símtalið var vegna nem-
anda sem hún átti von á í píanó-
tíma. Hún hafði áhyggjur af hon-
um.
Minni hennar var ótrúlegt.
Hún er sú síðasta í þessum ætt-
legg sem ég og Sigga gátum
hringt í til að fá ýmsar upplýs-
ingar. Það er gaman að rifja upp
hvað við gerðum í raun og veru
mikið saman. Ferðir innanlands
sem utan og allir bíltúrarnir nán-
ast fram á síðasta dag.
Foreldrar mínir heimsóttu oft
Ísafjörð. Til tals kom að flytja
þangað aftur. Bestu kveðjur eru
frá Bjarndísi Friðriksdóttur og
Hlíðarvegspúkum sem þakka
fyrir sambýlið og góðar samveru-
stundir.
Það var frábært að móðir mín
þurfti ekki á frekari umönnun að
halda. Eflaust var hún veikari en
hún sagði okkur. Mamma dó með
reisn.
Mömmu þótti vænt um eftir-
farandi:
„Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með
tárum. Hugsið ekki um dauðann með
harmi og ótta; ég er svo nærri að hvert
tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt
látinn mig haldið. En þegar þið hlæið
og syngið með glöðum hug, sál mín
lyftist upp í mót til ljóssins: Verið glöð
og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og
ég þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar
yfir lífinu.“
(Höf. ók.)
Það er mér dýrmæt minning
að hafa verið hjá henni eftir útför
pabba og langa stund hinn 7. júní
sl. þar sem við vorum tvö ein
saman.
Ég og fjölskylda mín munum
ekki koma oftar við hjá henni fyr-
ir brottfarir frá landinu til að láta
hana krossa okkur í bak og fyrir.
Takk fyrir mig og mína.
Þinn sonur,
Hlöðver Örn Rafnsson.
Elsku besta amma mín, amma
á Háó.
Þó að þú hafir verið tæplega
92 ára gömul og við vitað í hvað
stefndi þá var það mér talsvert
áfall þegar þú kvaddir þennan
heim og hélst á vit nýrra ævin-
týra.
Ég var yngsta barnabarnið
ykkar afa og þess vegna kallaðir
þú mig ávallt bestu vinkonu þína.
Og við vorum svo sannarlega
góðar vinkonur. Alltaf fannst
mér gott að koma til ykkar afa og
vera hjá ykkur. Skemmtilegast
var að fá að gista hjá ykkur. Þá
fékk ég iðulega fyllt pasta og Ro-
yal-búðing í eftirrétt. Síðan gát-
um við setið tímunum saman og
spilað ólsen ólsen, dundað okkur
með garnið þitt þar sem ég fór
hamförum í vinabandagerð og
puttaprjóni, teiknað og bara ver-
ið saman líkt og sönnum vinkon-
um sæmir. Þá fékk ég alltaf að
kíkja í sjoppuna og ísbúðina, sem
voru handtaskan þín og frysti-
kistan. Ópal og ömmuísinn klikk-
aði aldrei. Minningarnar eru
óteljandi og ég gæti haldið enda-
laust áfram.
Þú varst stoltur Ísfirðingur og
hafðir unun af því þegar ég skil-
aði kveðju til þín frá Ísfirðingum
sem ég hitti í tengslum við vinnu
mína. Þið afi sögðuð alltaf að
himinninn væri hvergi blárri en á
Vestfjörðunum og að ferskasta
loftið væri þar að sama skapi. Þið
náðuð að stimpla þetta inn í mig
og segi ég þetta við alla þá sem
vilja hlusta.
Þegar þú varst sem hæst,
varstu 159 cm á hæð, líkt og ég er
í dag. Sjaldan hef ég verið talin
hávaxin, en ég var það í þínum
augum þar sem þú fórst minnk-
andi með árunum. Og ekki nóg
með að þér fannst ég hávaxin,
heldur var ég alltaf að stækka að
þínu mati, þar sem þú varst jú
alltaf að minnka meira og meira.
Við gátum hlegið mikið að þessu
saman.
Síðan ég man eftir mér hef ég
alltaf verið með kaldar hendur.
Þú sagðir mér sem barn að þeir
sem væru með kaldar hendur
hefðu heitt hjarta. Ég vel að trúa
því.
Börnin okkar (fædd 2013 og
2014) elskuðu að koma í heim-
sókn til langömmu, og það var
ekki bara út af ísnum og súkku-
laðirúsínunum. Mjúkur faðmur-
inn og þægileg nærveran var það
sem skipti máli. Ég mun sjá til
þess að þau eigi eftir að muna
eftir langömmu sinni, þú getur
treyst því.
Elsku amma mín, ég vildi óska
þess að ég gæti faðmað þig einu
sinni í viðbót, hringt einu sinni
enn í þig, sagt þér fréttir af mér
og fjölskyldunni.
Ég sakna þín meira en þig
myndi gruna. Ég veit hinsvegar
að þið afi fylgist með mér og mín-
um. Og líkt og dóttir mín segir,
þá lifir þú áfram í hjarta okkar
allra.
Þitt yngsta barnabarn og
besta vinkona,
Heiðrún Erna
Hlöðversdóttir.
Elsku amma.
Ótal minningar koma í hug-
ann.
Það fyrsta er tónlistaruppeld-
Helga Guðrún
Helgadóttir