Morgunblaðið - 09.07.2018, Side 21
gegnum frostharðan vetur og upp
af henni sprettur nýtt gras, eins
og hitt hafi aldrei sölnað. Við
frændsystkin þín og krakkarnir
okkar munum segja sögur af þér
og þar muntu lifna á ný með
hverri nýrri kynslóð. Þannig er
nú lífið og dauðinn er verri þeim
sem eftir situr en hinum sem
kveður. Skilaðu kveðju.
Jón Karl Einarsson.
„Komið þið sæl og blessuð,“
hlýtt faðmlag, koss á vanga.
Þannig heilsaði Bragi.
Bernskuminningar mínar eru
samofnar Braga. Á sumrin var
farið að Þverá þar sem heljar-
mennin Bragi og Lalli, föðurbróð-
ir hans, bjuggu ásamt langafa og
ömmu minni. Bragi kenndi mér
að nálgast dýr og virða. Fór hann
þó langt út fyrir þægindaramma
borgarbarnsins þegar hann
mjólkaði kúna í glas og rétti mér.
Þarna lágu mörkin. Hló hann og
teygaði úr glasinu. Bragi lét sig
ekki muna um að létta undir með
stuttum fótum þegar brekkan
heim að bæ virtist löng og ströng.
Snaraði mér á háhest eða setti
mig fyrir framan sig á dráttarvél-
inni. Líka var sport að sitja á sleð-
anum sem heyið var dregið á
heim. Einhvern veginn er það svo
í minningunni að alltaf var sól og
gott veður.
Seinna meir þegar við fórum að
koma til rjúpna, fæddist sú hug-
mynd að byggja sumarbústað í
landi Þverár. „Þið megið byggja
hvar sem þið viljið,“ sagði Bragi
og sveiflaði hendinni í hring.
Nefndi ég þá stað. „Nei andskot-
inn, þarna viljið þið ekki vera, þið
viljið heldur vera hér.“ Hófum við
frændsystki Braga húsbyggingu
fyrir um 25 árum. Margar góðar
minningar eru frá því við hófum
bygginguna og ótal oft hlegið og
haft gaman. Ekki síst þegar góð-
ur matur var fram borinn á sama
tíma.
Bragi var einkar laginn í smíð-
um og verkkvíði eitthvað sem
gleymdist að setja í hann. Hann
þekkti krafta náttúrunnar og vissi
hvar mörkin lágu. Það sýndi sig
þegar hann virkjaði lækina sunn-
an við Norðurá. Allur frágangur
og hvernig hann varði lagnirnar,
gegn ágangi árinnar, bera vott
um gott handverk.
Oft gátum við spjallað um hvað
væri að gerast á verkstæði Braga
og aðstoðaði ég hann við verk-
færa- og efniskaup, eftir föngum.
Rétti líka hönd ef tækifæri gafst.
Minnisstætt þegar við skiptum
um legur í vatnstúrbínunni í nóv-
ember í kappi við dagsljósið.
Helgina eftir var allt komið á kaf í
snjó og ekki hefði verið vegur að
vinna þetta.
Í vor bað Bragi mig að finna til
efni og bor sem vantaði til að lag-
færa skóflu á gröfunni. Ég leit á
efnið, hann var búinn að sanka að
sér, spurði um borvélina, hann
benti út í horn. Ég leit á borvélina
svo á Braga. „Þú verður fram á
haust að bora með þessu, ég kem
með eitthvað betra.“
Að sama skapi og ég hændust
börnin mín að Braga og var Íris
eitt vorið kaupakona í sauðburði,
þá níu ára.
Af barnabörnum mínum er það
Arnór Bjarki, tæplega fjögurra
ára sem mest kynntist Braga. Og
Bragi bóndi var sko aðalkallinn.
Eiga öll þessi tæki og tól. Ekki
ónýtt að eiga John Deer-traktor
eins og Bragi bóndi. Alltaf var
plasttraktorinn tekinn með til að
sýna Braga.
Það verður tómlegt að koma
norður og hafa ekki Braga. Við
hjónin eigum ógrynni góðra
minninga um góðan dreng sem
munu lifa með okkur.
Arnór Bjarki sagði við tíðindin:
„Bragi bóndi meiddi sig og fór
upp til himna til englanna og kem-
ur ekki aftur.“
„Eruð þið að fara?“ hlýtt faðm-
lag og koss á vanga, „hvenær á ég
von á að sjá ykkur næst?“
Hvíl í friði, kæri frændi og vin-
ur.
Vésteinn og Margrét
(Steini og Maggý).
Fleiri minningargreinar
um Braga Húnfjörð Kárason
bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2018
Smáauglýsingar 569 1100
Bækur
BÓKBAND
Tökum að okkur allar gerðir
handbókbands.
Upplýsingar veitir Eggert
Ísólfsson bókbindari í s. 8992121
Bókbandsstofan Steinegg,
Höfðabakka 3, 110 Reykjavík
Heilsa
Reiki námskeið í júli og ágúst
Reiki er japönsk heilunar-aðferð sem
stuðlar að andlegu og líkamlegu
jafnvægi.
Besta og ódýrasta ákvörðun sem
ég hef tekið.
Hólmfríður
reiki@simnet.is
8673647
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Rotþrær, heitir pottar
og jarðgerðarílát
Rotþrær – heildarlausnir með
leiðbeiningum um frágang.
Ódýrir heitir pottar – leiðbein-
ingar um frágang fylgjar.
Mjög vönduð jarðgerðarílát til
moltugerðar.
Borgarplast.is,
sími 5612211, Mosfellsbæ.
Til sölu
HITAVEITU-
SKELJAR
HÖFÐABAKKA 1
SÍMI 777 2000
Heima er bezt tímarit 5. tbl. 2018 -
Þjóðlegt og fróðlegt
Tryggðu þér áskrift
www.heimaerbezt.net
Ýmislegt
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílar
Toyota Corolla til sölu
Árg. ‘98. Liftback. Skoðaður '18.
Topp eintak. Verð tilboð.
Upplýsingar í síma 863 7656.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042,
Húsviðhald Raðauglýsingar
Aðalfundur Ísfélags Vestmannaeyja hf.
fyrir árið 2017 verður haldinn á skrifstofu
félagsins, Tangagötu 1 í Vestmannaeyjum,
mánudaginn 23. júlí 2018 kl. 14:00.
Dagskrá:
- Venjuleg aðalfundarstörf
- Breytingar á samþykktum félagsins að
teknu tilliti til rafrænnar eignarskráningar
Stjórn Ísfélags Vestmannaeyja hf.
AÐALFUNDUR
Tangagata 1 | 900 Vestmannaeyjum | s. 488 1100 | www.isfelag.is
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Ganga um nágrennið kl. 11. Handavinna með leiðb. kl.
12:30-16. Félagsvist með vinningum kl. 13. Opið fyrir innipútt.
Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni.
Allir velkomnir. s: 535-2700.
Boðinn Félagsvist kl. 13.00.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Opið hjá okkur alla daga í sumar.
Hádegisverður frá 11:30-12:30 og kaffisala alla virka daga frá 14:30-
15:30. Helstu dagskrárliðir eru í sumarfríi í júlí og ágúst. Úti boccia
völlur verður á torginu í sumar og við minnum á skemmtilega
viðburði í hverfinu, Qigong á Klambratúni alla þriðju- og fimmtudaga
kl. 11 og Sund dans í Sundhöllinni alla miðvikudaga í júlí kl. 13. Vita-
torg sími: 411-9450
Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl.9.10 Boccia-æfing,
kl. 13.00 Canasta.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, dagblöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
hádegismatur kl. 11.30, stólaleikfimi og slökun kl. 13, frjáls
spilamennska kl. 13 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið
kl.8.50, listasmiðjan er opin fyrir alla frá kl.11-16, síðdegiskaffi kl.14.30
nánari upplýsingar í Hæðargarði eða í síma 411-2790 allir velkomnir
með óháð aldri.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið
kl.8.50, listasmiðjan opin fyrir alla kl.9-16, ganga kl.10, handavinnu-
hornið kl.13, félagsvist kl.13.15, síðdegiskaffi kl. 14:30 allir velkomnir
óháð aldri nánari upplýsingar í síma 411-2790
Seltjarnarnes Snjallsíma og spjaldtölvu námskeið klukkan 10:00.
Kaffispjall í króknum klukkan 10:30. Leikfimi í salnum Skólabraut kluk-
kan 13:30. Ganga frá Skólabraut klukkan 14:30. Vatnsleikfimi í Sund-
laug Seltj. klukkan 18:30.
Fundir/MannfagnaðirFundir/Mannfag aðirFundir/MannfagnaðirFundir/MannfagnaðirFundir/MannfagnaðirFundir/Ma nfagnaðirFundir/Mannfag aðir
ið. Hafandi ömmu sem píanó-
kennara lá beinast við að ég lærði
á píanó, enda göfugra hljóðfæri
vart til. Þó að aðrir góðir aðilar
hafi verið píanókennarar mínir
fylgdist amma alltaf vel með.
Hlýddi yfir æfingar og lög, spil-
aði með mér, gaf ráð og nótna-
bækur. Mér þykir ávallt vænt um
„Lagið okkar“ sem hún spilaði
oft fyrir mig. Mér fannst ég loks-
ins vera stór píanóleikari þegar
mér tókst að komast klakklaust í
gegnum það og markaði stefnu í
spilamennskunni.
Amma hafði undravert minni.
Sem dæmi mundi hún alla af-
mælisdaga fólksins í kringum
sig. Ekki bara fjölskyldunnar og
allra afkomenda heldur einnig
annarra ættingja, vina og vanda-
manna og jafnvel sjúkraþjálfar-
ans síns ásamt öðrum merkis-
dögum hjá umönnunarfólki sínu.
Einu gleymdi hún þó og varð það
henni dýrkeypt. Hún gleymdi að
endurnýja ökuskírteinið sitt á
áttræðisaldri. Hún vílaði hins
vegar ekki fyrir sér að setjast
aftur á skólabekk í ökuskólanum
og rúllaði upp bæði bóklega og
verklega hlutanum með stakri
prýði. Amma var framsækin og
tæknivædd. Hún prjónaði peysur
á afkomendur sína og notaði til
þess prjónavél. Vel á níræðisaldri
keypti hún sér spjaldtölvu til að
geta fylgst betur með tæknivæð-
ingunni í kringum sig, átti staf-
ræna myndavél til margra ára og
notaði farsíma fram á síðasta
dag. Ef hana langaði til að taka
sér eitthvað fyrir hendur lét hún
aðra ekki stöðva sig.
Hún fylgdist vel með því sem
fram fór hjá okkur Heiðrúnu.
Jafnt í tónlist, íþróttum og skóla.
Fyrir próf, íþróttakeppnir og
aðra mikilvæga atburði fór hún
alltaf fram á einungis eitt, að við
gerðum okkar besta. Ekki hægt
að ætlast til meira. Ég hef haft
þetta í hávegum og tek gott vega-
nestið með mér út í lífið.
Amma var vel inni í fréttum og
málefnum líðandi stundar. Hún
hafði gaman af því þegar mikið
gekk á, sérstaklega þegar þing-
menn og stjórnmálaflokkar tók-
ust á og voru búnir að mála sig og
málstaðinn út í horn. Hún var
óvenjuvel að sér í tónlistarheim-
inum og popp- og dægurlaga-
menningunni hverju sinni. Hún
spurði mig oft að fyrra bragði út í
hljómsveitir sem mínir jafnaldr-
ar töluðu um. Þekkti gjarnan
meðlimi eða hafði tengingar til
þeirra og hafði sterkar skoðanir
á tónlistinni.
Skemmtilegir og fallegir siðir
rifjast upp. Öll barnabörn ömmu
kannast við „ömmuísinn“ og sér-
staka bragðið ásamt formunum
sem hún geymdi. Eftir heim-
sóknir til ömmu og afa fór amma
iðulega út í glugga, fylgdist með
okkur á bílaplaninu og veifaði
bless. Hún beið í glugganum þar
til bíllinn hvarf úr augsýn. Þessu
hélt hún uppteknu allt til loka.
Þegar amma kvaddi okkur systk-
inin fyrir utanfarir gerði hún allt-
af krossmark „í bak, og fyrir“ og
bað okkur um að fara varlega.
Amma var rauð í huga og á
hár. Ég hafði gaman af því að
atast í henni með kommúnis-
mann og sólina sem rís í austri.
Ætli ég spili ekki Nallann í henn-
ar nafni hér eftir á 1. maí, vit-
anlega eftir nótunum sem hún
gaf mér sem ungum dreng. Ég
eftirlæt þó öðrum að flagga
rauðu fánunum. Sólin er sest, í
vestri.
Sverrir Örn Hlöðversson.
Fleiri minningargreinar
um Helga Guðrún Helgadótt-
ir bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.