Morgunblaðið - 09.07.2018, Side 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Gerðu þér far um að vera jafn
praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Þú
ert jarðbundinn og nákvæmur í öllu því sem
þú tekur þér fyrir hendur.
20. apríl - 20. maí
Naut Þótt þú berir ábyrgð þýðir það ekki
að þú þurfir að gera allt sjálfur og megir
ekki þiggja aðstoð. Einhver sem þekkir ekki
vel til mála mun viðra ákveðnar skoðanir.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Misskilningur og tafir hafa sett
svip sinn á líf þitt að undanförnu. Þú átt í
innri baráttu og veist varla í hvorn fótinn þú
átt að stíga.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þér finnst allir á hraðferð í kring um
þig og það veldur þér áhyggjum. Vertu ró-
legur, þú þarft ekkert að vita alla hluti.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Hugsjónir eru af hinu góða en miklu
veldur hvernig þér tekst upp við að kynna
þær fyrir þeim sem þú átt allt undir með
framhaldið.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það mun reyna verulega á hæfni
þína á næstunni og þú mátt búa þig undir
að sum verka þinna verði fyrir óvæginni
gagnrýni. Taktu þig á.
23. sept. - 22. okt.
Vog Reyndu að sýna fjölskyldunni þol-
inmæði á sama tíma og þú gerir þitt besta í
vinnunni. Þú hefur látið mörg smáverkefni
hrúgast upp á borði þínu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Öllum tíma sem þú eyðir
heima hjá þér er vel varið í dag. Tækifæri til
þess að vera í sviðsljósinu bíða þín á næst-
unni og það skiptir sköpum að vera tilbú-
inn.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er ekki alltaf tekið út með
sældinni að vera viðmótsþýður. Láttu ekkert
hindra þig í því að framkvæma það sem þú
veist að er rétt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Fólk er upptekið af því að koma
sjónarmiðum sínum á framfæri. Láttu það
ekki koma þér úr jafnvægi heldur auka þér
styrk.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er allt á ferð og flugi í kring
um þig og þú ættir bara að láta það eftir
þér að taka þátt í leiknum. Það er svo auð-
velt að fylgja straumnum en erfiðara að
standa á sínu.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Allt sem tengist athafnasemi og fé-
lagsstörfum með vinum gengur vel á næstu
vikum. Gefðu þér tíma og sinntu sjálfum
þér.
Páll Imsland heilsaði leirliði ávætusumri, sem minnir á sum-
arið 1955. – Það minnir líka á
gamla vísu sem allir þekkja en
hrökk eitthvað til í meðförum mín-
um.
Duttu’ úr lofti drellistórir
droparnir í sveitinni.
Nákvæmt reiknað reyndust 4
og rennblautt horn á geitinni.
Þessi „gamla vísa“ er eftir Ísleif
Gíslason, kaupmann á Sauðárkróki,
og heitir „Landshornaerindi“:
Detta úr lofti dropar stórir,
dignar um í sveitinni,
2x2 eru 4.
Taktu í horn á geitinni.
Einar K. Guðfinnsson birti mynd
af veðurkorti Veðurstofunnar á
Fésbókarsíðu sinni, þar sem hvergi
var sól að sjá nema á veðurstöðinni
í Bolungarvík, heimabæ Einars. Lét
hann fylgja með textann: Auðvitað
er bjartast yfir Bolungarvík.
Hjálmar Jónsson birti þá þessa
limru:
Í vætu og vindi ég fýk,
hér er veðráttan engu lík.
Enn verður kalt
þó tekur út yfir allt:
Það er bjartast í Bolungavík.
Þá var spurt: Var það ekki Betle-
hem sem var bjart yfir?
Því svaraði séra Hjálmar:
Um það vísu eina sem
og óðar henni flíka.
Bjart er yfir Betlehem
og Bolungavíkinni líka
Guðmundur Arnfinnsson segir á
Boðnarmiði:
Helgi bóndi á Bakka
má Bótólfi gamla þakka,
greiðviknum granna,
góðverkið sanna,
að konan hans eignaðist krakka.
Hallmundur Guðmundsson yrkir
á Boðnarmiði:
Víst er svo ef þjóðinn þarf
þrautreynda vegatækninn,
þá veljum í það vísa starf
vænlega dýralækninn.
Helgi Ingólfsson kom í kjölfarið:
Að skipa í stöður er skapandi tækni,
þar skylt er að verðlauna heppna.
Í dýr vegamálin þarf dýralækni
því dýr málaflokkur er skepna
og aftanað ráðning er undraskjót snerra
og ekki er skipun tengd kyni.
Af auðmýkt skal starfað, en ekki er
verra
að eiga sinn ráðherra að vini.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Horn á geitinni
og Bolungarvík
GRIPINN GLÓÐVOLGUR AF GUÐI.
„HVAÐ ÞARF ÉG AÐ GERA TIL ÞESS AÐ FÁ
ÞJÓNUSTU HÉRNA?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fá koss af engri
ástæðu!
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG ER Í STUÐI TIL
AÐ SKEMMTA MÉR!
EÐA BRJÓTA
SAMAN ÞVOTT
ÞAÐ ER
EKKI SVO
ÓLÍKT FYRIR
JÓNI
JÆJA, MENN, VIÐ TÖPUÐUM
ORRUSTUNNI! OG JÁ, ÓVINURINN
STAL VOPNUM OKKAR OG EIGUM! EN
VIÐ HÖFUM ENN STOLTIÐ!
ÞAÐ MÁ DEILA UM ÞAÐ!
ÞAÐ ER EKKI ALLT Í LAGI
HJÁ ÞÉR. EF SVO VÆRI, VÆRIRÐU
EKKI AÐ TALA VIÐ MIG.
Bæjarhátíðir á Íslandi blómstra.Skemmtileg dagskrá fyrir
krakkana yfir daginn og fjölskyldan
sameinast í leik og gleði. Á kvöldin
eru ýmsir öls við pel; eins og kemur
fram í fréttum og sést á myndum á
félagsmiðlum. Þessi menning þarf að
breytast; samkomur af þessum toga
áttu sennilega aldrei að vera fyllirí
fyrir fullorðna.
x x x
Skriðan sem féll úr Fagraskógar-fjalli á Mýrum og stíflaði Hítará
var af tröllslegri stærðargráðu.
Strax á laugardag voru menn farnir
að tala um að moka fyllunni út svo
áin mætti streyma til sjávar. Hafa
ber þá í huga að inngrip í náttúrulega
framvindu eru skilyrðum háð. Þarna
fer enginn í framkvæmdir nema um-
hverfisáhrif séu metin, leyfi gefin út
og svo framvegis. Reyndar þarf ekk-
ert að gera: streymandi vatn finnur
sér alltaf nýjan farveg hversu há sem
stíflan er.
x x x
Á Facebook um helgina greinir fráþví að fólk í Samtökum um bíl-
lausan lífsstíl vilji að í Reykjavík
verði skiplagt hverfi samkvæmt þess
þörfum. Útbúa skuli hverfi án bíla,
sem er athyglisverð hugmynd en eig-
ingjörn í meira lagi. Einkabíllinn er
sá þægilegi samgöngumáti sem flest-
ir Íslendingar hafa tileinkað sér.
Hjólreiðar eru auðvitað mjög góð
viðbót við aðra samgöngukosti en
fráleitt að þær fái sérstakan forgang.
Raunar er tóninn í frásögnum hjól-
reiðafólks gjarnan sá að telja sig vera
„góða fólkið“ svo ágætt og umhverf-
isvænt sé að hjóla í stað þess að vera
á bíl.
x x x
Öll eigum við ljósmæðrum gott aðgjalda, konunum sem hjálpa
okkur í heiminn og aðstoða fæðandi
konur. Í kjaradeilu er karpað um
krónur, tölur, vinnuskyldu og fleiri
mál – allt í samhengi við efnahag
þjóðarinnar og vinnumarkaðinn í
heild. Þetta er harður pakki og ótta-
legt ströggl sem fæstir setja sig inn í.
En okkur finnst vænt um ljósmæður
og því hafa þær almenningsálitið
með sér í kjaradeilu sem er í hörðum
hnút. vikverji@mbl.is
Víkverji
Nú varir trú, von og kærleikur, þetta
þrennt, en þeirra er kærleikurinn
mestur
(Fyrra Korintubréf 13.13)
TE
N
G
IT
A
U
G
A
R Fallvarnarbúnaður
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Fjölbreytt og gott úrval til á lager
Námskeið um fallvarnir fyrir viðskiptavini
Skoðanir og eftirlit á fallvarnarbúnaði
FA
LLB
LA
K
K
IR
BELTI