Morgunblaðið - 09.07.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 09.07.2018, Síða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2018 Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Á laugardaginn var opnuð sýningin Staðir á Vestfjörðum. Hún fer nú fram í þriðja sinn á sunnanverðum Vestfjörðum en Staðir eru lista- mannarekið sýningaverkefni sem fer fram annað hvert ár. Lista- mennirnir sem taka þátt og sýna verk í ár eru Hildigunnur Birgis- dóttir, Gunndís Ýr Finnbogadóttir og Þorgerður Ólafsdóttir. „Þetta er semsagt svona tvíær- ingur,“ segir Eva Ísleifs, listakona og sýningastjóri Staða. „Eftir að listamennirnir eru valdir þá koma þeir vestur og dvelja í vinnustofu og vinna að hugmyndum og skiss- um sem leiða til þeirra verka árið eftir,“ segir Eva en síðastliðin ár hefur verkefnið farið þannig fram að listamenn hafa rúmt ár til að koma í vinnuferðir vestur á firði og undirbúa sýningar sínar. Staðir hafa nú verið haldnir á tveggja ára fresti frá árinu 2014. Eva segir tilganginn með verk- efninu m.a. vera að auka tengingar milli svæðisins og myndlistarmenn- ingar í Reykjavík og víðar. Fá hugmyndir frá svæðinu Eva og Þorgerður, sem er einn af listamönnum sýningarinnar í ár, hafa staðið fyrir verkefninu og seg- ir Eva: „Í fyrsta ferðalaginu okkar vestur þá fórum við bara tvær og vorum svolítið að kanna staðina. Við verðum innblásnar af stöðunum þarna fyrir vestan og svo höfum við samband við listamenn sem við höf- um áhuga á að vinna með í verkefn- inu.“ Spurðar út í undirbúningsferlið Þríþætt Vest- fjarðasýning  Sýningin Staðir opnuð um helgina Eva Ísleifs Þorgerður Ólafsdóttir HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin R og og VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það er töluverður þeytingur á Rósu Sigrúnu Jónsdóttur um þessar mundir. Síðar í sumar tekur hún þátt í Art Stays-listahátíðinni í Slóveníu, í ágúst á hún verk á sýningu í Lista- safni Árnesinga, í september sýnir hún í Danmörku, í desember í Amst- erdam, svo aftur á Íslandi í febrúar og síðan á Ítalíu í apríl. „Ætli ég verði ekki að leigja mér fast stæði við Leifsstöð,“ gantast hún. „Ég fór ekki í listnám fyrr en ég var orðin 35 ár gömul. Það var fyrir tveimur áratug- um og ég hef litið á listamannsferil- inn sem langhlaup. Er það kannski núna fyrst að ég geti loksins sagst vera að uppskera það sem var sáð.“ Uppgötvuð í vopnabúri Art Stays-hátíðin er rótgróinn list- viðburður, haldin árlega í bænum Ptuj í austurhluta Slóveníu. „Eflaust er hátíðin ekki á radar margra ís- lenskra listunnenda en hún á að vera hápunktur listaársins í Slóveníu. Listamenn hvaðanæva að koma til Ptuj og þegar litið er yfir tveggja áratuga sögu viðburðarins er þar að finna mörg vel þekkt nöfn,“ útskýrir Rósa og líkir hátíðinni við Listahátíð í Reykjavík: „Uppbyggingin er svip- uð að því leyti að dagskráin gerir ólíkum listgreinum góð skil. Byrjað er með vikulöngum hátíðahöldum þar sem boðið er upp á tónleika og leiksýningar, og á sama tíma settar upp listaverkasýningar sem fá að standa fram í september.“ Skipuleggjendur Art Stays upp- götvuðu verk Rósu á sýningu í Fen- eyjum. „Þar tók ég þátt í samstarfs- verkefni sem leiðir saman gallerí og lítt þekkta listamenn. Umsækjendur senda inn myndir af verkum sínum og dómnefnd sér um valið. Í þrígang hef ég verið svo heppin að komast að á sýningum af þessu tagi, og í þrí- gang hefur það í framhaldinu leitt til sýninga annars staðar,“ segir hún. „Í Feneyjum hét viðburðurinn Arte Laguna Prize og fór fram í gamla vopnabúrinu í Feneyjum, á svipuðum slóðum og Feneyjatvíær- ingurinn er haldinn. Í þetta stóra rými kom ég með Svelgina mína og þar gátu þeir notið sín vel. Hafa Sló- venarnir vafalaust komið við og rekið augun í verkin.“ Listamannslíf án eftirsjár Það er óvenjulegt hvað lista- mannsferill Rósu hófst seint. Hún er lærður kennari og starfaði sem slík- ur fram á fertugsaldur. „Ég vissi ekki alveg hvað ég vildi verða og eins og margir í minni ætt greip ég því til þess ráðs að drífa mig í Kennó, og hef sjálfsagt unnið við kennslustörf í áratug eða svo áður en mér hug- kvæmdist að fara í listnám. For- eldrar mínir voru bændur í Þingeyj- arsýslu en mig grunar að ef mamma hefði alist upp í Reykjavík hefði hún orðið fatahönnuður eða leikkona. Bú- andi í sveitinni fékk listhneigðin helst útrás í áhuga á bókmenntum, en ég var samt alltaf eitthvað að dunda við að teikna,“ segir Rósa. „Svo flutti ég suður, á endanum og fór að sækja námskeið og myndlistarsýningar og leyfa listrænu hliðinni á mér að koma fram.“ Smám saman fann Rósa það betur og betur að kennarastarfið átti ekki við hana. „Ég sá eftir því að hafa ekki látið vaða og sótt um nám við einn af listaskólunum. Kom svo að því að ég stóð í þeim sporum hálffertug að líða eins og ég fyndi mig ekki í kennslu og ég hugsaði með mér: fjandinn hafi það, ég ætla ekki að halda áfram að líta um öxl með eftirsjá yfir því að hafa ekki reynt. Til að gera langa sögu stutta fór ég í inntökupróf í fornám Mynd- og handíðaskólans og komst þar inn og lauk BA-gráðu.“ Breytt viðhorf til textílverka Námið við Mynd- og handíðaskól- ann breytti sýn Rósu á lífið og til- veruna. Hún segir synd að ekki skuli vera lögð meiri rækt við listmenntun á Íslandi því ef rétt er að náminu staðið þá geti það orðið til þess að fólk lærir að horfa öðrum augum á umhverfi sitt. „Að hafa farið í þetta nám, og fá að vinna við listsköpun hefur æ síðan gefið mér tilfinninga- legt frelsi og verið mér svo mikilvægt að mér hefur í raun verið nákvæm- lega sama hvað ég geri til að eiga fyr- ir salti í grautinn ef það gerir mér fært að halda áfram að skapa verkin mín. Þetta er mín ástríða og þegar gengur treglega að lifa af listinni þá hef ég skúrað, kennt, borið út póst og hvað annað sem þarf að gera.“ Rósa vinnur mest með textíl og játar að það virðist fylgja þannig listaverkum að vera ekki mjög sölu- væn. „Söfnin hafa ekki keypt af mér verk, að undanskildu Safnasafninu á Svalbarðsströnd, og svo hafa einka- aðilar keypt verk sem ég geri þar sem ég blanda saman útsaumi og teikningu, og kannski að það eru þau verk mín sem eru hvað mest „stofu- væn“.“ Listaverkamarkaðurinn er samt smám saman að breytast og greinir Rósa að áhuginn á textílverkum sé að Listsköpunin veitir tilfinningal Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lífstilgangur „Ég vissi ekki alveg hvað ég vildi verða og eins og margir í minni ætt greip ég því til þess ráðs að drífa mig í Kennó,“ segir Rósa. Hún hefur aldrei séð eftir því að taka stökkið og hefja listnám 35 ára gömul.  Rósa Sigrún Jónsdóttir var orðin hálffertug þegar hún breytti um stefnu og gerðist listamaður  Meðfram listamannsferlinum starfar Rósa við leiðsögn og þegar hún þarf að bíða eftir ferðamönn- unum á meðan þeir skoða hveri og fossa notar hún tækifærið til að hekla heillandi textílverk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.