Morgunblaðið - 09.07.2018, Blaðsíða 27
//////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2018
segir Þorgerður: „Vegna þess að
við höfum verið reglulegir gestir
hérna undanfarin fimm ár, og Eva
miklu lengur, þá eru það í rauninni
staðirnir sem kalla á listamennina,“
segir hún og lýsir því hvernig þær
fá hugmyndir að listamönnum sem
þær langar að vinna með, með því
að fara um svæðið á Vestfjörðum.
„Svo leggjum við til við listamenn-
ina að þeir vinni með einhvern
ákveðinn stað sem við tengjum við
þá eða þeir koma með tillögu sem
þeir vinna áfram með. Það hefur
gengið rosalega vel,“ segir Þor-
gerður.
Þrjár sýningar
Eins og áður segir eru það þrír
listamenn sem taka þátt í sýning-
unni í ár og sýna allir ólík verk á
ólíkum stöðum.
Verk Þorgerðar eru staðsett við
gamla prestsbústaðinn við Brjáns-
læk og við vegslóðann að Surtar-
brandsgili. „Ferðamenn sem skoða
sýninguna í sumar fara þá í göngu
og fá eftir hana afhent verk eftir
mig,“ segir Þorgerður en sýningin
heitir Jökulöldur og er útilistaverk
eftir Þorgerði úr steyptu bronsi.
Sýning Hildigunnar Birgis-
dóttur, Avant Garde, verður á bæj-
arskrifstofu Patreksfjarðar en
hana vann hún í samstarfi við leik-
skólabörn frá svæðinu og hefur í
undirbúningsferlinu haldið
myndlistarnámskeið fyrir börnin.
Hildigunnur úskrifaðist frá
Listaháskóla Íslands árið 2003 og
hafa verk hennar m.a. verið sýnd í
Listasafni Reykjavíkur.
Þriðji listamaðurinn, Gunndís Ýr
Finnbogadóttir, mun sýna bókverk
sitt, 1,1111% hlutur. „Gunndís er
héðan og þekkir Vesturbyggð og
Arnarfjörð eins og lófann á sér.
Hún er einmitt að gera bókverk og
fjallar um það landsvæði sem hún á
með fjölskyldu sinni,“ segir Eva.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jökulöldur Útilistaverk Þorgerðar Ólafsdóttur má sjá í nágrenni við prestsbústaðinn við Brjánslæk. Læra Hildigunnur Birgisdóttir hélt myndlistarnámskeið fyrir leikskólabörn.
aukast. „Bara af umfjöllun um mynd-
listarsýningar finnst mér ég sjá að æ
meira er skrifað um textíl á þann
hátt að hann er settur á stall sem
frjálst myndlistarform, frekar en að
vera fundinn staður á handverkssíð-
unum.“
Heklar meðan hún bíður
Eitt af því sem Rósa hefur gert
meðfram listsköpuninni er að sýna
ferðamönnum landið. Hún rataði inn
í stétt leiðsögumanna í gegnum
manninn sinn, Pál Ásgeir Ásgeirsson
leiðsögubókahöfund með meiru. „Við
rugluðum saman reytum árið 1987,
deildum frá upphafi áhuga á útivist
og ferðalögum um landið og höfðum
yndi af að skoða Ísland saman í lopa-
peysum og á heimasmíðuðum legg-
hlífum,“ segir Rósa af fyrstu kynnum
þeirra Páls. „Við fundum það fljótt
að fátt var við að styðjast í leið-
öngrum okkar um landið. Árbækur
Ferðafélagsins hjálpuðu, en ekki til
neinar eiginlegar leiðsögubækur um
tilteknar gönguleiðir. Mörg sumrin
eftir að leiðir okkar Páls lágu saman
fóru í bakpokaferðalög um landið og
hann byrjaði að skrifa bækur sínar
byggðar á þessum ferðalögum. Páll
lenti síðan í stjórn Ferðafélags Ís-
lands, fór að taka að sér leiðsögu-
verkefni og ég flaut með honum inn í
það.“
Rósa hefur yndi af að sýna ferða-
löngum landið en störf hennar sem
leiðsögumaður hafa líka tengingu við
listsköpunina. Bæði reynir hún að
nota lausar stundir í ferðunum til að
hekla, en einnig sækir hún innblástur
í það sem fyrir augu ber: „Kosturinn
við það að vinna textílverk, a.m.k.
þegar þau eru prjónuð eða hekluð, er
að maður getur tekið prjónana með
hvert á land sem er. Það lætur mér
líka mjög vel að hafa eitthvað til að
dútla við í höndunum og upplagt að
nota tækifærið á meðan ferðamenn-
irnir eru að skoða einhvern fossinn
eða hverinn og hekla á meðan eða
prjóna,“ segir Rósa en í seinni tíð
hafa verk hennar borið æ sterkari
einkenni úr íslenskri náttúru. „Ég
býst við að úr ótal gönguferðum hafi
náttúran einhvern vegin seytlað inn.
Eftir allan þennan tíma virðist form
íslenskra plantna orðið gróið inn í
heilabúið.“
legt frelsi
Jurtir Mörg af nýrri verkum Rósu sækja bæði liti og form til nátúrunnar.
Sérstaða Svelgir Rósu á sýningu. Þeir verða til sýnis á listahátíðinni í Ptuj.