Morgunblaðið - 09.07.2018, Síða 29

Morgunblaðið - 09.07.2018, Síða 29
»Tónlistarmennirnir Ragnhildur Gísladótt- ir og Björgvin Gíslason héldu stofutónleika á Gljúfrasteini í gær og léku meðal annars á for- láta hljóðfæri sem Ragn- hildur kallar snittubassa og einnig sítar. Ragga og Bjöggi Gísla skemmtu gestum á Gljúfrasteini í gær Gleði Gestir voru greinilega harla ánægðir með það sem eyrun fengu að heyra og augun að sjá. Dísa (lengst t.v) dóttir Röggu Gísla var meðal gesta. Fjölmennt Fullt var út úr dyrum á Gljúfrasteini enda einstök upplifun að fá að sitja á fyrrum heimili skáldsins og njóta lifandi tónlistarflutnings. Morgunblaðið/Eggert MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2018 Ungstirnið Miles Teller mun leika á móti ofurstjörnunni Tom Cruise í framhaldsmynd Topgun; Topgun: Maverick. Frá þessu greinir banda- ríski miðillinn Variety en þar segir einnig að Teller muni leika son „Goose“, aðstoðarflugmanns per- sónu Tom Cruise, Maverick. Kvikmyndin Top Gun, sem kom út árið 1986, festi Tom Cruise í sessi sem eina helstu stjörnu Hollywood en ásamt því að fá fjórar Óskars- verðlaunatilnefningar og ein verð- laun þénaði myndin mest allra mynda á heimsvísu það árið. Miles Teller skaust upp á stjörnu- himininn þegar hann lék í hinni feikigóðu Whiplash fyrir um fjórum árum og hefur síðan leikið í mörgum vinsælum Hollywoodmyndum. Listinn af ofurstjörnum sem munu leika í myndinni er þó ekki allur þar sem Val Kilmer mun snúa aftur sem aðalkeppinautur Mavericks, flug- kappinn frækni Tom „Iceman“ Kaz- ansky. Áætlað er að Top Gun: Maverick muni koma út í maí á næsta ári en þá verða liðin 33 ár frá útkomu upp- runalegu Topgun myndarinnar. Lít- ið er vitað um söguþráð nýju mynd- arinnar annað en að hún mun að líkum snúast að um orrustuflugvélar og flughernað, líkt og fyrri myndin. Flugkappi Tom Cruise í Top Gun. Miles Teller leikur í framhaldi Top Gun Trommari Miles Teller í Whiplash. Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC ICQC 2018-20 Fagmenn Þau Björgvin Gíslason og Ragnhildur Gísladóttir eru engir ný- græðingar í tónlistinni, þau kunna sannarlega sitt fag og gestir nutu þess.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.