Morgunblaðið - 10.07.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 10.07.2018, Síða 1
 Samkeppnis- eftirlitið hefur gefið Símanum hf., og öðrum aðilum, sem kvörtuðu vegna háttsemi RÚV á auglýsinga- markaði í tengslum við HM í knattspyrnu, frest til 20. júlí til að skila frekari athugasemdum áður en formleg ákvörðun verður tekin um rannsókn eður ei. Meðal þeirra upplýsinga sem Samkeppn- iseftirlitið óskaði eftir frá RÚV í frummati sínu, og RÚV staðfesti, var að „enginn áskilnaður hafi ver- ið gerður um lágmarkskaup og að ekki hafi verið á nokkurn hátt lagt að auglýsendum að ráðstafa aug- lýsingafé sínu að öllu eða einhverju tilteknu leyti til RÚV.“ Í kostunar- og auglýsingasamn- ingspakka sem RÚV sendi á fyrir- tæki fyrir HM, og Morgunblaðið hefur undir höndum, kemur hins vegar orðrétt fram að svonefndir Premium-aðilar kaupi „að lág- marki“ birtingar fyrir 10 milljónir króna í júní og júlí. Sett var hámark 60 sekúndur í auglýsingum kring- um hvern leik Íslands á HM, en sek- únduverðið var 20 þúsund kr. »2 Auglýsendum sett 10 milljóna lágmark Þ R I Ð J U D A G U R 1 0. J Ú L Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  160. tölublað  106. árgangur  SYNGJA OG LEIKA UM ÁSTINA MEÐ MANNABEIN Á PRJÓNUM SJÁLFSEYÐINGAR- HVÖT WHITNEY OG HÆFILEIKAR TORFI FANNAR 30 NÝ HEIMILDARMYND 12EVA ÞYRI OG LILJA 31 Fyrstu keppendur í skútukeppnum á norðurhöfum komu til hafnar í Reykjavík í gærkvöldi. Shetland Race-keppnin hófst í Björgvin í Noregi og héldu skúturnar þaðan af stað til Ís- lands, með viðkomu á Hjaltlandseyjum og í Færeyjum. Ís- lenska skútan Xena var meðal þátttakenda og sigldi frá Fær- eyjum í keppninni Viking Offshore Race. Fyrstu skúturnar sigldu í mark við Reykjavíkurhöfn Morgunblaðið/Valli Baldur Arnarson baldura@mbl.is Með kaupum á Hótel Kötlu er um 4.700 hektara jörð komin í meiri- hlutaeigu erlendra fjárfesta. Jörðin nær yfir hluta Mýrdalssands. Eignarhaldið er í gegnum 75% eignarhlut bandarískra fjárfestinga- félaga í Keahótelum. Hótel Katla er á jörðinni Höfða- brekku. Með henni fylgja veiðirétt- indi og flugvöllur. Rúmlega 100 her- bergi eru á hótelinu. Það verður eitt af ellefu hótelum Keahótela. Á Höfðabrekku er nú lítil þyrping húsa. Búskap hafði verið hætt á bænum. Munu flytja af jörðinni Jóhannes Kristjánsson átti Hótel Kötlu ásamt eiginkonu og börnum. Hann segir þau selja hótelið með öllu sem fylgir jörðinni. Fjölskyldan muni flytja af jörðinni eftir söluna. Fyrir á Svisslendingurinn Rudolf Walter Lamprecht jarðir, hús og veiðiréttindi í Mýrdalshreppi. Með kaupunum á Hótel Kötlu fá nýir eig- endur aðgang að Kerlingardalsá og Vatnsá í gegnum félag þar sem Lamprecht er í meirihluta. Þá eiga bændur hlut í veiðifélaginu. Erlendir aðilar hafa jafnframt sýnt jörðinni Hjörleifshöfða áhuga. Sigurður Sigurðsson, löggiltur fasteignasali hjá Lögmönnum Suð- urlandi, segir verðhugmyndir um Hjörleifshöfða hafa breyst. Rætt var um 500-1.000 milljónir fyrir jörðina í fyrrasumar. Sigurður segir þá fjár- hæð hafa helmingast. Samkvæmt því er nú rætt um 250-500 milljónir. Mýrdalshreppur kynnti í júní breytingu á aðalskipulagi. Þar var áætlað að um 1,4 milljónir ferða- manna hefðu ferðast um Mýrdals- hrepp í fyrra. Þá áætli Vegagerðin að 888 þús. bílar hafi farið um Vík í fyrra, þrefalt fleiri en 2012. 4.700 hektara jörð seld með hóteli  Erlendir fjárfestar stórauka umsvif sín í Mýrdalshreppi Dyrhólaey Fjörurnar við Vík hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. MEignast hluta af … »11 Morgunblaðið/Eggert Mikill viðbúnaður var á Melrakka- sléttu í gærkvöldi vegna hvítabjarn- ar sem talinn var hafa sést þar. Lög- reglunni á Norðurlandi eystra bárust síðdegis í gær upplýsingar frá frönskum ferðamönnum um að sést hefði til bjarnarins suður af Hraunhafnarvatni. Ekki var búið að staðfesta að um bjarndýr hefði verið að ræða, þegar blaðið fór í prentun. Þyrla frá Landhelgisgæslunni með lögreglumenn innanborðs flaug yfir svæðið í gær og leitaði bjarn- arins, en lögregla var einnig með viðbúnað á jörðu niðri. Til stóð að leita fram eftir nóttu svo lengi sem eldsneyti þyrlunnar dygði til. Fjölda fólks dreif að á Melrakkasléttu til að fylgjast með leitinni. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Leit Ólafur Hjörtur Ólafsson lög- reglumaður á vettvangi í gær. Leitað að hvítabirni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.