Morgunblaðið - 10.07.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Komið og skoðið úrvalið
Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-15
Klassísk gæða húsgögn
á góðu verði
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Ísjakarnir í Húnaflóa eru nú báðir á
leið út flóann. Annar þeirra er nú
mun stærri en hinn og stefnir hrað-
byri út á rúmsjó og varð hans vart
við bæinn Björg í fyrradag. Sá minni
fór mun hægar yfir og var sama dag
við Örlygsstaði, nær Skagaströnd
þar sem hann virtist hafa strandað.
Stóran borgarísjaka, um 120 til
130 metra á lengd og breidd, rak inn
Húnafjörð í síðustu viku. Síðar velti
hann sér og brotnaði í jakana tvo.
Sjaldgæft er að mikill hafís sé á
svæðinu á þessum árstíma.
Nokkur fjöldi ferðamanna virti
jakana fyrir sér og tók af þeim
myndir frá landi. Varað er við sigl-
ingum upp við stóra ísjaka þar sem
þeir geta velt sér snögglega og kom-
ið af stað stórum bylgjum.
Á leið út Húnaflóann
Ísjakarnir hafa
breytt um stefnu
og stefna í norður
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Jaki Stærri jakinn var í fyrradag við bæinn Björg, á hraðferð út flóann.
Yfirskattanefnd
hefur hafnað
kröfu manns,
sem taldi, að bíll
hans hefði komið
á götuna árið
1993, væri því
orðinn 25 ára og
því ætti ekki að
greiða af honum
bifreiðagjald á
þessu ári.
Bæði ríkisskattstjóri og yfir-
skattanefnd vísuðu til þess að sam-
kvæmt ökutækjaskrá Samgöngu-
stofu væri bíllinn, sem er af
gerðinni Land Cruiser 80, skráður
árgerð 1994, þótt þar komi einnig
fram, að fyrsti skráningardagur
bílsins væri 1. janúar 1993. Bíllinn
var fluttur hingað til lands notaður
árið 1997 frá Þýskalandi.
„Eins og framangreindum
reglum um álagningu bifreiðagjalds
er háttað þykja ekki forsendur til
annars en að byggja á skráðum
upplýsingum Samgöngustofu um
árgerð bifreiðarinnar við álagningu
bifreiðagjalds,“ segir m.a. í úr-
skurði yfirskattanefndar. Tekið er
fram að hægt sé að kæra þennan
úrskurð til fjármálaráðherra.
Deilt við
skattinn um
aldur bíls
Var fyrst skráður
1993 en er árgerð 1994
Bíll Hvaða árgerð
skyldi þessi vera?
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Samkeppniseftirlitið telur ekki tilefni
til að taka háttsemi RÚV á auglýs-
ingamarkaði í tengslum við heims-
meistaramótið í knattspyrnu (HM) til
rannsóknar. Þetta er niðurstaða
frummats sem Samkeppniseftirlitið
sendi frá sér í gær.
Kvartandi, Síminn hf, sem og aðrir
aðilar á auglýsingamarkaði hafa til 20.
júlí til að senda frá sér frekari athuga-
semdir áður en endanleg niðurstaða
fæst í málið. „Þegar okkur berast
kvartanir er það hlutverk Samkeppn-
iseftirlitsins að meta hvort það sé
ástæða til þess að taka málið til form-
legrar athuganar og það er það sem
við höfum verið að gera. Það er frum-
mat okkar miðað við það sem fram
hefur komið að það sé ekki ástæða til
þess. Hins vegar kemur skýrt fram að
við erum að kynna þetta frummat
bæði fyrir kvartanda og síðan öðrum
þeim aðilum sem starfa á markaðnum
og gefa þeim síðan færi á að koma
sjónarmiðum á framfæri fyrir 20. júlí.
Að fengnum þeim sjónarmiðum
munum við taka endanlega afstöðu til
þess hvort þörf sé á að rannsaka mál-
ið frekar,“ segir Páll Gunnar Pálsson,
forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Orri Hauksson, forstjóri Símans,
segir í samtali við Morgunblaðið að
Síminn muni senda frá sér frekari
gögn til Samkeppniseftirlitsins.
Skekkja áfram til staðar
Páll segir stofnunina hafa áður tek-
ið fyrir þá skekkju sem er á auglýs-
ingamarkaði vegna RÚV en bendir á
að það sé löggjafans að leysa það.
„Við vísum í frummatinu í álit frá 2008
sem síðan hefur verið fylgt eftir og
leiddi til breytinga á lögum sem gilda
um RÚV. Við erum að mælast til þess
aftur við stjórnvöld á þessu sviði að
það sé hugað að þessu að nýju. Það er
áfram til staðar sú skekkja á auglýs-
ingamarkaði að einn af keppninaut-
unum þ.e. RÚV er í annarri stöðu en
hinir því samhliða því að hafa tekjur
af auglýsingum hefur hann tekjur af
skattfé. Það er skekkja sem við höfum
bent á fyrir löngu síðan en er ekki
eitthvað sem er hægt að laga í rann-
sókn sem færi af stað í tilefni þessarar
kvörtunar. Það er löggjafinn sem þarf
að huga að því,“ segir Páll.
Fjölmiðlanefnd rannsakar enn
Fjölmiðlanefnd hefur einnig borist
kvörtun vegna háttsemi RÚV á aug-
lysingamarkaði í tengslum við HM í
knattspyrnu. Í frummati
Samkeppniseftirlitsins kemur fram
að fjölmiðlanefnd hefur málið enn til
rannsóknar og að niðurstaða liggi
ekki fyrir. Meðal þeirra upplýsinga
sem Samkeppniseftirlitið óskaði eftir
frá RÚV, og RÚV staðfesti, var að
„enginn áskilnaður hafi verið gerður
um lágmarkskaup og að ekki hafi ver-
ið á nokkurn hátt lagt að auglýsend-
um að ráðstafa auglýsingafé sínu að
öllu eða einhverju tilteknu leyti til
RÚV,“ segir m.a. í frummatinu.
Í kostunar- og auglýsingasamn-
ingspakka sem RÚV sendi á fyrirtæki
fyrir HM, og Morgunblaðið hefur
undir höndum, kemur hins vegar orð-
rétt fram að svonefndir Premium-að-
ilar kaupi „að lágmarki“ birtingar fyr-
ir 10 milljónir króna í júní og júlí. Sett
var hámark 60 sekúndur í auglýsing-
um kringum hvern leik Íslands á HM,
en sekúnduverðið var 20 þús. kr.
Óskað eftir frekari gögnum um RÚV
Samkeppniseftirlitið rannsakar ekki háttsemi RÚV á auglýsingamarkaði í tengslum við HM Óskar
eftir frekari gögnum frá aðilum máls Auglýsingapakki á RÚV fyrir HM kostaði lágmark 10 milljónir
Morgunblaðið/Eggert
Áhorf Fjöldi fólks fylgdist með HM.
Vætutíðin hefur verið slík í höfuðborginni það sem af
er júlímánuði að unga kynslóðin mætir í pollagöllum til
að leika sér í Nauthólsvíkinni.
Sólin hefur verið víðsfjarri og ef marka má spár Veð-
urstofunnar má reikna með áframhaldandi vætu næstu
daga, með einstaka uppstyttu þess á milli. Engin sól.
Morgunblaðið/Eggert
Í pollagöllum í Nauthólsvík
Allt tiltækt slökkvilið Norðurþings
var kallað út á áttunda tímanum í
gærkvöldi vegna elds í kísilveri PCC
á Bakka við Húsavík.
Eldurinn blossaði upp milli hæða í
ofnhúsi og greiðlega gekk að slökkva
hann. „Við erum alveg að klára vinn-
una hér,“ sagði Grímur Kárason,
slökkviliðsstjóri á Húsavík, í samtali
við mbl.is um klukkan tíu í gær-
kvöldi, en þá vann slökkviliðið að
reykræstingu og leitaði að glæðum.
Engan sakaði í eldinum.
Kísilverið hóf framleiðslu í byrjun
maí. Slökkt var á ofni kísilversins
síðar í maí vegna bilunar í stjórn-
kerfi brúkrana í steypuskála. Einnig
hömluðu ýmis önnur vandkvæði
gangsetningu.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Bakki Slökkviliðið að störfum í gær.
Eldsvoði í
kísilverinu