Morgunblaðið - 10.07.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2018
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Umhverfisstofnun hefur veitt
Ferðafélagi Íslands leyfi til þess að
setja upp vegvísa á leiðinni um
Fimmvörðuháls, frá Skógafossi í
Strákagil.
Fram kemur í bréfi Umhverfis-
stofnunar til Ferðafélagsins að um
sé að ræða tréstaura sem verða sett-
ir niður og vegvísa úr ryðfríu stáli,
sem settir verða efst á staurana.
Samtals verða vegvísarnir þrír. Einn
verður staðsettur um 200 metra ofan
við göngubrú og vað á Skógá, annar
verður í móum beint austur af Horn-
felli og sá þriðji verður um 100
metra ofan við útsýnispall við
Skógafoss.
Fram kemur í bréfinu að gert sé
ráð fyrir að 8-12.000 ferðamenn, sem
fara Fimmvörðuháls ár hvert, muni
nýta sér vegvísana.
Umhverfisstofnun metur það svo
að framkvæmdin muni ekki hafa
teljandi neikvæð áhrif á verndargildi
svæðisins.
Páll Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Ferðafélags Íslands,
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að þeir hjá Ferðafélaginu væru
ánægðir með hversu hratt og vel
Umhverfisstofnun afgreiddi erindi
félagsins.
„Við hyggjumst setja upp þessa
vegvísa á Fimmvörðuhálsi, fyrst og
fremst af öryggisástæðum, að leið-
beina fólki rétta leið, en einnig af
umhverfisástæðum, því þarna er
mjög viðkvæm náttúra og því mik-
ilvægt að fólk haldi sig á réttri leið,“
sagði Páll.
Hann segir að Ferðafélagið vilji
sem fyrst ráðast í uppsetningu veg-
vísanna, sem verði eins og veg-
vísarnir sem Ferðafélagið setti upp
á Laugaveginum í fyrrasumar. „Við
erum reynslunni ríkari eftir það, þ.e.
hvernig vegvísarnir komu undan
vetri. Skiltin veðrast mjög vel og
standast þau veður sem við búum
við,“ sagði Páll.
Hann reiknar með að kostnaður-
inn við vegvísana verði á milli tvær
og þrjár milljónir króna. Vegvísarnir
á Laugaveginum hafi kostað um
fjórar milljónir króna. Allur kostn-
aður við framkvæmdina sé greiddur
af Ferðafélagi Íslands.
Fimmvörðuháls Öryggi ferðamanna á Fimmvörðuhálsi á að aukast með tilkomu þriggja nýrra vegvísa.
Vegvísar verða settir upp
á Fimmvörðuhálsi í sumar
Umhverfisstofnun heimilar uppsetningu þriggja vegvísa
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Nokkuð hefur verið um það að
ferðamenn, einkum kínverskir,
kaupi snyrtivörur á Íslandi í mikl-
um mæli. Þetta stað-
festir Brynjar Ingólfs-
son, rekstrarstjóri
innkaupa- og markaðs-
sviðs Hagkaupa. „Það
er ekkert óalgengt að
einstaka asískar konur
séu að versla snyrtivör-
ur fyrir 150 til 300 þús-
und krónur,“ segir
Brynjar.
Hann nefnir að Sóley
og Taramar seljist
ágætlega en segir flesta
ferðamennina fylla körf-
urnar af Bioeffect. Vör-
urnar eru vinsælar í
Asíu og töluvert dýrari
þar en hér.
Brynja Magnúsdóttir,
sölustjóri Bioeffect, segir að snyrti-
vörurnar séu vel markaðssettar í
Kína. „Við erum komin á fjölda-
markað út um allan heim. Við erum
að sjá svipað gerast í Danmörku,
Asíu og Kanada til dæmis.“ Hún
segir ferðamennina versla mikið á
Íslandi því varan er ódýrari hér.
Bioeffect er íslenskur framleiðandi,
varan framleidd á Íslandi og því er
hún ódýrari hérlendis. Snyrtivaran
hefur verið seld í Kína og Japan í
nokkur ár, að sögn Brynju.
„Svo er EGF, aðalinnihalds-
efnið í vörunum, eitt-
hvað sem Asíubúar
þekkja mjög vel.“
Aðspurð hvaða þættir
gætu leitt til þess að
Kínverjar kaupi snyrti-
vörurnar hér á landi í
svo miklu magni segir
Brynja að það gæti ver-
ið vegna þess að eftir-
líkingar eru algengar í
þeirra heimalandi. „Þeir
vita að þeir eru að fá
upprunalegu vöruna á
Íslandi.“ Brynja nefnir
einnig aðra þætti sem
gætu haft áhrif á kaup-
hegðunina: „Þeir eru að
versla svolítið öðruvísi
en aðrir neytendur og kaupa svolít-
ið mikið í einu. Kínverjar ferðast
mikið í hópum líka og þess vegna
eru þeir að kaupa mikið í einu. Þeir
versla þannig almennt, kaupa í
miklu magni og fyrir alla fjölskyld-
una.“
Íslenskar snyrti-
vörur eftirsóttar
Ferðamenn eyða háum fjárhæðum
Héraðssaksóknari hefur ákært Val
Lýðsson fyrir manndráp á bænum
Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð að-
faranótt laugardagsins 31. mars
2018, en í ákæru segir að hann hafi
veist með ofbeldi að bróður sínum,
Ragnari Lýðssyni, með þeim afleið-
ingum að hann lést.
Valur var búsettur á Gýgjarhóli,
en bróðir hans Ragnar var þar í
heimsókn.
Samkvæmt ákæru héraðs-
saksóknara sló Valur bróður sinn
ítrekuðum hnefahöggum í höfuð og
líkama, auk þess að sparka og/eða
trampa ítrekað á höfði hans og lík-
ama. Af þessu hlaut Ragnar marg-
víslega áverka á líkama og höfði.
Ragnar hlaut alvarlegan högg-
áverka ofarlega vinstra megin á
enni, sem olli sári bæði á hörundi,
blæðingu innan í höfuðkúpu og
snöggri breytingu á meðvitundar-
stigi. Af höggáverkanum hlutust
einnig ógleði, svimi og uppköst.
Leiddi þetta til þess að Ragnar lést
af banvænni innöndun magainni-
halds.
Í málinu gera fjórir einstaklingar
einkaréttarkröfur og krefjast tíu
milljóna króna í miskabætur, hver
fyrir sig. Málið verður höfðað fyrir
Héraðsdómi Suðurlands.
Ákærður fyrir að bana bróður sínum að Gýgjarhóli II
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Forstjóri Símans telur að ef úr-
skurður Póst- og fjarskiptastofnun-
ar, er varðar brot Símans á fjöl-
miðlalögum,
standi muni það
koma einna mest
niður á neytend-
um. Þá muni það
leiða til aukins
umhverfisrasks
og minni fram-
leiðslu á íslensku
efni.
„Afstaða Póst-
og fjarskipta-
stofnunar í mál-
um gagnvart Símanum gæti þýtt að
það þyrfti að tvífjárfesta í innviðum
á ákveðnum stöðum í stað þess að
við fengjum aðgang að kerfum
Gagnaveitu Reykjavíkur gegn
gjaldi. Það eru auðvitað óþarfa um-
hverfisspjöll. Þá verður þetta til
þess að við framleiðum minna af ís-
lensku efni ef samkeppnisaðilinn
getur sýnt það á sama tíma og við,“
segir Orri Hauksson, forstjóri Sím-
ans, um úrskurð Póst- og fjarskipta-
stofnunar.
Á ekki við rök að styðjast
Brot Símans fólst í því að neyt-
endur sem hafa viljað kaupa áskrift
að ólínulegu sjónvarpsefni Símans,
hafa þurft að vera með myndlykil
frá Símanum. Ólínulegu myndefni
Símans var frá og með 1. október
2015 einungis dreift í myndlykla
Símans en fyrir þann dag var hægt
að sjá efnið í gegnum kerfi Voda-
fone.
Í úrskurði Póst- og fjarskipta-
stofnunar kemur fram að það sé mat
stofnunarinnar að Síminn hafi ekki
sýnt „raunverulegan vilja“ til að ná
samkomulagi við Vodefone um lausn
á sjónvarpsdreifingu. Þá hefði einn-
ig verið hægt að koma í veg fyrir
þau skaðlegu áhrif sem ráðstafan-
irnar höfðu á Gagnaveitu Reykjavík-
ur með því að ná samkomulagi við
hana um aðgang að ljósleiðaraneti
hennar.
Spurður um hvort fyrrgreind nið-
urstaða Póst- og fjarskiptastofnunar
eigi við rök að styðjast kveður Orri
nei við. Þá muni úrskurður stofn-
unarinnar verða lagður fyrir héraðs-
dóm.
„Þeir (Gagnaveita Reykjavíkur)
hafa reynt að halda sínu kerfi lok-
uðu og ekki viljað hleypa okkur inn í
það. Það væri best ef við fengjum að
tengja okkur við þá í stað þess að
þurfa að fara í óþarfa framkvæmdir
næstu ár og áratugi. Við höfum við
boðið þeim háar fjárhæðir fyrir að
komast inn í kerfið en því hafa þeir
alltaf hafnað,“ segir Orri.
Ný lausn kynnt til sögunnar
Í næsta mánuði mun Síminn
kynna til leiks nýja sjónvarpsþjón-
ustu, svokallaða OTT (e. over the
top), en með henni verður deila
varðandi sjónvarpsdreifingu úr sög-
unni. „Það í rauninni skiptir ekki
máli hvar þú ert, OTT virkar á öllum
netum og óháð dreifikerfi eða int-
ernetþjónustuaðila. Þetta er bara
lítið box sem aðlagar sig þeirri net-
tengingu sem er í boði og gæðin
verða í samræmi við það. Þetta er
svipuð tækni og Netflix notar og
mun koma til með að leysa vanda-
mál í tengslum við sjónvarpsdreif-
inguna,“ segir Orri en bætir þó við
að hann vonist til að hægt verði að
ná samkomulagi við Gagnaveitu
Reykjavíkur um sölu á internetþjón-
ustu.
„Við viljum enn ná samkomulagi
við Gagnaveitu Reykjavíkur um sölu
á internetþjónustu í gegnum þeirra
innviði. Það er vonandi að það náist
sátt í því sem fyrst svo að við getum
keppt á þeim markaði í gegnum
kerfi Gagnaveitu Reykjavíkur,“ seg-
ir Orri.
Úrskurður sem ekki stenst skoðun
Forstjóri Símans segir að úrskurður Póst- og fjarskiptastofnunar bitni helst á neytendum Stofn-
unin segir „raunverulegan vilja“ hafa vantað Síminn kynnir nýja lausn til sögunnar í næsta mánuði
Orri
Hauksson
Dreifing sjónvarpsefnis
» Ný sjónvarpsþjónusta kynnt
til sögunnar í næsta mánuði.
» Forstjóri Símans segir
úrskurð Póst- og fjarskipta-
stofnunar ekki eiga við rök
að styðjast.
» Síminn hefur boðið Gagna-
veitu Reykjavíkur háar fjár-
hæðir gegn því að fá að nota
kerfið þeirra en því hefur alltaf
verið hafnað.