Morgunblaðið - 10.07.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.07.2018, Blaðsíða 11
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Eignarhlutur erlendra aðila á jörðum í Mýrdalshreppi eykst með sölu á Hótel Kötlu til félags sem er í 75% eigu erlendra fjárfestingafélaga. Með kaupunum á Hótel Kötlu fylgja 4.700 hektarar lands, veiðirétt- indi og flugvöllur. Veiðiréttindin tengjast veiðifélagi þar sem sviss- neskur auðmaður er í meirihluta. Þá hafa erlendir aðilar sýnt áhuga á jörðinni Hjörleifshöfða. Straumur ferðamanna um svæðið hefur stóraukist síðustu ár. Fjaran hefur mikið aðdráttarafl og Vík í Mýrdal hentar sem áningarstaður á leiðinni austur. Hótel Katla er á jörðinni Höfða- brekku sem er austur af Vík. Alls 103 herbergi eru á hótelinu. Heimamenn lögðu hönd á plóg við byggingu hót- elsins á sínum tíma. Ræktað land yfir 80 hektarar Fjórar fasteignir við Höfðabrekku eru skráðar í fasteignaskrá. Í fyrsta lagi jörðin Höfðabrekka með gistihúsum, íbúðarhúsnæði, véla- og verkfærageymslu, búnings- aðstöðu, lax- og silungsveiði, mót- töku- og veislusal og þvottahúsi. Ræktað land er sagt 82,3 hektarar. Í öðru lagi lóðirnar Höfðabrekku I, II og III. Þar eru skráð 243 og 229 fermetra íbúðarhús. Þau voru í eigu hjónanna Sólveigar Sigurðardóttur og Jóhannesar Kristjánssonar og fjölskyldu. Hjónin seldu Hótel Kötlu í sumar. Þau áttu 90% en synir þeirra 10%. Jóhannes segir aðspurður að jörðin Höfðabrekka sé um 4.700 hektarar. Ræktuð tún eru því aðeins brot af landinu. Jörðin nær yfir hluta Mýrdalssands og fjalllendi. Flugvöllur er á jörðinni Höfða- brekku sem Jóhannes segir tilheyra Flugmálastjórn. „Við heyjuðum svæðið þegar við vorum í landbúnaði. Það er enginn landbúnaður lengur á Höfðabrekku. Það eru bændur í sveitinni sem heyja þetta,“ segir Jó- hannes um svæðið. Veiðiréttindi fylgja Höfðabrekka er ásamt bænum Reynisbrekku skráð fyrir 13,8% hlut í félagi um veiði í Kerlingardalsá og Vatnsá. Hlutur Reynisbrekku er þar af rúmlega helmingur. Jóhannes segir veiðina hafa gengið upp og ofan. „Þetta var mjög dapurt í fyrra. Við höfum leigt þetta Sviss- lendingnum Rudolf Lamprecht. Hann á helminginn af veiðiréttindum í Kerlingardalsá á móti nokkrum bændum,“ segir Jóhannes. Hann segir þau Sólveigu hafa átt annað einbýlishúsið á Höfðabrekku. „Sonur okkar, Ingvar, átti annað. Þetta var allt selt með hótelinu. Við búum reyndar enn á Höfðabrekku en erum á leiðinni í burtu. Við seldum hótelið með öllu saman,“ segir Jó- hannes en fjölskyldan seldi hótelið til félagsins Eitt hótel, sem seldi það svo til Keahótela. Samkvæmt Creditinfo er félagið Eitt hótel ehf. í jafnri eigu Andra Gunnarssonar og Fannars Ólafssonar. Erlend félög eiga meirihluta Greint var frá því í sumar að Kea- hótelin hefðu keypt Hótel Kötlu á Höfðabrekku í Mýrdalshreppi. Eigendaskipti urðu hjá Keahótel- um í fyrrasumar. Fram kom í til- kynningu frá Íslandsbanka í ágúst að félagið K Acquisition ehf. hefði keypt hótelið. Hluthafar í því væru JL Pro- perties (25%), Pt Capital Advisors (50%) og íslenska fjárfestingafélagið Tröllahvönn (25%). Sagði í tilkynn- ingu Keahótela að JL Properties væri leiðandi fasteignafélag í Alaska. Auk þess að fjárfesta í Alaska hefði félagið fjárfest í Utah, Georgíu og Flórída. Pt Capital Advisors væri dótturfélag Pt Capital, fjárfestinga- félags með höfuðstöðvar í Anchorage í Alaska. Félagið hefði áður fjárfest á Íslandi með því að kaupa meirihluta í símafyrirtækinu Nova í mars 2017. Samkvæmt þessu eiga erlendir að- ilar nú 75% í Keahótelunum. Af því leiðir að þeir eiga sama hlut í Hótel Kötlu í gegnum K Acquisition. Hjörleifshöfði til sölu Austur af Höfðabrekku er jörðin Hjörleifshöfði. Sú jörð er tæpir 12.000 hektarar. Jörðin er í eyði. Sigurður Sigurðsson, sölumaður og löggiltur fasteignasali hjá Lög- mönnum Suðurlandi, segir jörðina enn til sölu. Margir hafi sýnt áhuga. „Það hafa verið fyrirspurnir um þá jörð undanfarið. Þetta er frábær staður og stórt svæði.“ Fram kom í Morgunblaðinu í fyrrasumar að verðhugmynd væri á bilinu hálfur til einn milljarður. Jörð- in væri 11.500 hektarar. Var jafn- framt haft eftir Ólafi Björnsyni, hæstaréttarlögmanni og löggiltum fasteignasala hjá Lögmönnum Suð- urlandi, að þótt ekki hefði borist til- boð í jörðina væri áhugi hjá inn- lendum og erlendum fjárfestum. Nýlega hefði komið hópur frá Banda- ríkjunum sem var í leit að sérstæðum stað fyrir lúxushótel. Rætt um 250-500 milljónir Sigurður segir verðmiðann hafa lækkað. „Það hafa verið lægri hug- myndir í gangi undanfarið. Mér sýn- ist verðið hafa nærri því helmingast,“ segir Sigurður. Samkvæmt því er nú rætt um 250-500 milljónir fyrir jörð- ina Hjörleifshöfða. Samkvæmt Fasteignaskrá eiga þau Þórir Níels, Áslaug og Halla Kjartansbörn Hjörleifshöfða í Mýr- dalshreppi. Þau eru á áttræðisaldri. Hvert þeirra á 33,33% hlut. Fyrirhugað fasteignamat jarðar- innar 2019 er 694 þúsund krónur. Þar eru meðal annars nytjar af reka. Engar fasteignir virðast skráðar á jörðinni í fasteignaskrá. Svisslendingur í veiðiskap Athygli vakti þegar áðurnefndur Rudolf Walter Lamprecht keypti jarðirnar Engigarð og Litlu- og Stóru-Heiði árið 2003 með til- heyrandi veiðiréttindum við Heiðar- vatn. Á hann meirihluta í félagi sem fer með veiðiréttindi í Kerlingardalsá og Vatnsá. Lax er í ánum og líka bleikja og sjóbirtingur. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er Lamp- recht áhugamaður um skógrækt. Hann hafi látið planta mörgum birki- trjám á svæðinu. Heiðarlax er í fasteignaskrá skráð- ur eigandi sumarbústaðalands á Litlu-Heiði. Þá er veiðifélag Kerling- ardals- og Vatnsár skráður eigandi veiðihúss á Litlu-Heiði. Lamprecht er skráður umráðandi hússins. Loks er Heiðarlax skráður fyrir sumarhúsi á Litlu-Heiði og er Lamprecht sem eigandi Heiðarlax umráðandi þess. Á Stóru-Heiði er bústaður og lóð sem er annars vegar skráð á einka- aðila og hins vegar á Mýrdalshrepp. Eignast hluta af Mýrdalssandi  Með kaupunum á Hótel Kötlu eignast félag sem er í 75% eigu erlendra aðila um 4.700 hektara jörð  Þar er flugvöllur  Svisslendingur á jarðir í nágrenninu  Erlendir aðilar skoða Hjörleifshöfða Veiðifélag Kerlingadalsár og Vatnsár Eignir Rudolf Walter Lamprecht við Heiðarvatn Jörðin Engigarður: 100% Jörðin Stóraheiði: 100% Jörðin Litlaheiði: 100% Veiðifélag Kerlingadalsár og Vatnsár: 54,2% Höfðabrekka Land: 4.700 hektarar. Eigandi: K Acquisition. Hlutur í veiðiréttindum: 13% (ásamt Reynisbrekku) Hjörleifshöfði Land: 11,500 hektarar. Mögulegt söluverð: 250-500 milljónir Vík Hótel Katla Engigarður Litla-Heiði Stóra-Heiði Höfðabrekka Dyrhólaey Heiðarvatn Vatnsá Kerlingadalsá Hjörleifs- höfði Heimildir: Creditinfo og Fasteignaskrá Hluthafi Eignarhlutur Fagridalur 14,0% Höfðabrekka/ Reynisbrekka 13,8% Kerlingadalur 18,0% Rudolf Walter Lamprecht 54,2% *Dótturfélag Pt Capital sem er með höfuðstöðvar í Anchorage, Alaska. Félagið keypti meirihluta í símafyrirtækinu Nova árið 2017. K Acquisition 100% Kea Hotels JL Properties 25% Tröllahvönn 25% Pt Capital Advisors* 50% Kea Hotels Eignarhald Morgunblaðið/Ómar Náttúrufegurð Fjöldi ferðamanna skoðar fjöruna við Vík í Mýrdal. Fjárfestar sýna svæðinu áhuga. FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2018 SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á VEFSÍÐUNNI OKKAR www.skornirthinir.is ÖRUGG SKREF ÚT Í LÍFIÐ í fyrstu skónum frá Biomecanics Biomecanics-skórnir auðvelda börnum að taka fyrstu skrefin. Aukinn stuðningur frá hliðunum bætir jafnvægi og eykur stöðugleika. Börnin komast auðveldar áfram og af meira öryggi þökk sé sveigjanlegum sóla og sérstyrktri tá. Stærðir: 18–24 Verð: 7.995 Margir litir Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook 40-50% ÚTSALA - ÚTSALA afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.