Morgunblaðið - 10.07.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 10.07.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2018 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Hún var svört söngkona ídrifhvítum poppheimi 9.áratugarins þar semundantekningarnar voru stórstjörnur á borð við Michael Jack- son og Prince. En Whitney Houston var ekki nógu svört fyrir þá sem réðu lögum og lofum í svarta tónlistar- heiminum á 9. áratugnum, útvarps- stöðvar sem spiluðu tónlist svartra tónlistarmanna neituðu að spila lög hennar, hún var hrópuð niður á tónlistarhátíð svartra og var upp- nefnd „Whitey“ eða Hvíta. Um þetta og margt annað er fjallað í nýrri heimildamynd um söng- konuna dáðu, sem lést á svo sviplegan hátt langt fyrir aldur fram. Myndin heitir einfaldlega Whitney, henni er leikstýrt af skoska leikstjóranum Kevin Macdonald og hún er nú komin í sýningar víða um heim eftir að hafa fengið afbragðsgóðar viðtökur á kvik- myndahátíðinni í Cannes í maí. Whitney Houston fæddist 9. ágúst 1963, hún ólst upp í Newark í New Jersey-ríki og var tónlist í há- vegum höfð á heimili hennar. Móðir hennar, Cissy Houston, var þekkt söngkona sem m.a. stofnaði The Sweet Inspirations, vinsæla kvenna- sveit sem söng R&B tónlist á 7. ára- tugnum. Söngstjarnan Dionne War- wick var náfrænka hennar og Whitney var farin að syngja opin- berlega á barnsaldri. Hún vakti at- hygli plötufyrirtækisins Arista, und- irritaði samning við fyrirtækið árið 1983 og tveimur árum síðar kom hennar fyrsta plata út. Hún hét ein- faldlega Whitney Houston, á henni voru lög á borð við Saving all my love for your, How will I know og Greatest love of all. Platan sat í efstu sætum vinsældalista um allan heim og er söluhæsta sólóplata nýliða fyrr og síðar. Fordæmalaus velgengni Það sem á eftir fylgdi hefur verið fært í sögubækur, en velgengni Houston á sér fá fordæmi og hún er sá kvenkyns tónlistarmaður sem hef- ur fengið flest verðlaun. Það sem síð- ar gerðist; hjónabandið við tónlistar- manninn Bobby Brown sem beitti hana margvíslegu ofbeldi, fíkniefna- neyslan og sorgleg endalok þessarar hæfileikaríku listakonu er flestum kunnugt. Hún fannst látin í baðkeri á herbergi sínu á Beverly Hilton- hótelinu í Los Angeles árið 2012, en hún hafði um árabil átt við ýmiss kon- ar fíkniefna- og neysluvanda að stríða. Mynd Macdonalds er síður en svo fyrsta heimildamyndin sem gerð er um Whitney Houston. En þetta er sú fyrsta sem gerð er í samráði við aðstandendur hennar. Hún var um tvö ár í vinnslu og þar er talað við um 70 ættingja hennar og aðstandendur. Þá er í myndinni talsvert af áður óbirtu efni úr einkalífi Houston. Í myndinni segir Mary Jones, sem var aðstoðarkona Houston um margra ára skeið, að söngkonan hafi trúað sér fyrir því að hún hafi verið misnotuð kynferðislega af frænku sinni, Dee Dee Warwick. Þetta stað- festir bróðir hennar, Gary Garland- Houston, sem segir að hann hafi einn- ig verið fórnarlamb Dee Dee. Í mynd- inni segist Jones vera þess fullviss að þetta ofbeldi hafi haft varanleg áhrif á líf Houston, það hafi m.a. leitt til þess að hún efaðist sífellt um eigin kynhneigð og varð háð fíkniefnum. Það hafði líka veruleg áhrif á hina ungu söngkonu að um leið og hún skrifaði undir fyrsta plötusamninginn flykktust að ættingjar úr ýmsum átt- um sem vildu fá sneið af kökunni. Nánast allan hennar feril voru all- flestir ættingjar hennar á launaskrá hennar, þeirra á meðal faðir hennar sem hafði reyndar yfirgefið fjölskyld- una nokkrum árum fyrr. Hann var umboðsmaður hennar um skeið og lauk viðskiptum þeirra þannig að hann lögsótti hana og krafðist 100 milljóna bandaríkjadollara í skaða- bætur vegna vangoldinna launa og þóknana. Poppprinsessan prúða Þegar hin 19 ára gamla Houston skrifaði undir sinn fyrsta samning við Arista var hún markaðssett sem prúð poppprinsessa sem átti að höfða jafnt til hvítra sem svartra ungmenna. Henni var stillt upp sem andstæðu við Madonnu sem mörgum þótti býsna klúr á þessum tíma og sjálf sagði Houston í viðtali á þessum tíma að hún myndi aldrei leyfa eigin börn- um að hlusta á Madonnu. Lögð var áhersla á að tónlistin sem hún flutti hefði ekki „svartan“ hljóm og þess gætt að hlutfall hvítra dansara í myndböndum hennar væri jafnhátt og hjá svörtum. Þessi „aflitun“ söng- konunnar féll lítt í kramið hjá svört- um kollegum hennar og þegar Soul Train-tónlistarverðlaunin, sem eru veitt svörtum tónlistarmönnum, voru afhent árið 1989 mætti hún mikilli andúð og var púuð niður af sviðinu. Fljótandi kynhneigð og fíkn Þegar árin liðu fór Houston að flytja tónlist sem var meira í ætt við þá tónlist sem svartir tónlistarmenn fluttu á þeim tíma. En hún lá alla tíð undir þessu ámæli og vinkona henn- ar, söngkonan BeBe Winans, sagði í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöð- ina ABC fyrir nokkrum árum að Houston hefði sárnað þetta mikið og þótt gagnrýnin óréttmæt. Fíkniefnaneyslu Houston eru gerð nokkur skil í myndinni. Bræður hennar segjast hafa gefið henni bæði kannabis og kókaín á fyrstu tónleika- ferðalögum hennar en fyrrverandi eiginmaðurinn, Bobby Brown, sem af mörgum er talinn hafa átt mikinn þátt í að hún varð jafn háð fíkniefnum og raun ber vitni, vill sem minnst um það tala í myndinni. Einn viðmæland- inn í myndinni segir, spurður um fíkniefnaneyslu Houston, að hún hafi neytt fíkniefna af þeirri einföldu ástæðu að henni þótti það gott. Kynhneigð söngkonunnar, sem vinir hennar og samstarfsfólk lýsa sem „fljótandi“, er einnig til umfjöll- unar í myndinni og þar eru vanga- veltur um að Robyn Crawford, besta vinkona hennar og aðstoðarkona, hafi einnig verið ástkona hennar. Bobbi Kristina fórnarlambið Í viðtali við tímaritið Billboard segir leikstjórinn, Kevin Macdonald, að vissulega hafi Houston verið fórn- arlamb eigin velgengni og aðstæðna. En mesta fórnarlambið í allri sögunni hafi verið Bobbi Kristina, dóttir hennar og Bobby Brown, sem ólst upp við neyslu og ofbeldi. Hún lést ár- ið 2015 og hafði þá verið í dái í hálft ár eftir að hafa fundist meðvitundarlaus í baðkari. Að mati Macdonalds býr saga Whitney Houston yfir sterkri dul- mögnun. „Hvernig stóð á því að hún, sem bjó yfir svona miklum hæfi- leikum og svona mikilli fegurð, var á sama tíma haldin gríðarmikilli sjálfs- eyðingarhvöt sem hún reyndi aldrei að fela? Þetta er spurningin sem ég reyni að svara í myndinni.“ Stjarnan skæra með sjálfseyðingarhvötina Í nýrri heimildamynd er ljósi varpað á ævi söngkonunnar Whitney Houston, sem lést eftir áralanga fíkniefnaneyslu árið 2012. Hún lá alla tíð undir ámæli fyrir að vera ekki nægilega „svört“ og var misnotuð kynferðislega af frænku sinni. AP Whitney Leikstjórinn segir sögu hennar búa yfir dulmögnun. Reuters Stjarna Whitney Houston er sú tónlistarkona sem hefur fengið flest verðlaun, þar á meðal sex Grammy-verðlaun og 16 Billboard-verðlaun. AFP Í Cannes Frá vinstri: Nicole David og Lisa Erspamer en þær eru báðar framleiðendur myndarinnar, leikstjórinn Kevin MacDonald, Pat Houston yfirframleiðandi og mágkona Whitney og Rayah Houston, dóttir Pat. Reuters Hjón Houston og eiginmaður hennar Bobby Brown árið 1999. Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Margar gerðir af innihurðum Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir frá Grauthoff. Mikið úrval, sjón er sögu ríkari! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Margar gerðir af innihurðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.