Morgunblaðið - 10.07.2018, Page 15

Morgunblaðið - 10.07.2018, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2018 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is HLÍFÐARHÚÐ Á RÚÐUR u Kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist á rúðuna / sólaselluna u Eykur öryggi og útsýni allt að tvöfalt í bleytu og rigningu u Kemur í veg fyrir að flugur, drulla, snjór og ísing safnist á rúðuna u Heldur regnvatni frá rúðunni u Býr til brynju á rúðunni fyrir leysiefnum og vökvum u Þolir háþrýstiþvott u Virkar við -30°C til + 30°C u Endingartími er 6 – 12 mánuðir Frábært á bílrúður – gluggarúður – sólasellur Sterkir í stálinu Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar Svört- og ryðfrí rör og fittings Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur POM öxlar • PE plötur Lokar af ýmsum gerðum Opið virka daga kl. 8-17 Skútuvogi 4, Rvk Rauðhellu 2, Hafnarfirði Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is VÖNDUÐ JEPPADEKK Á FRÁBÆRU VERÐI STÆRÐ 315/70R17 49.600,- kr. STÆRÐ 285/70R17 46.900,- kr. ARCTIC TRUCKS | KLETTHÁLSI 3 | 110 REYKJAVÍK | 540 4900 WWW.ARCTICTRUCKS.IS ÞÚ FÆRÐ JEPPADEKKIN HJÁ OKKUR! Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Þrátt fyrir mikla vætutíð virðast flestar plöntur blómgast vel og get- ur verið að sumar plöntur njóti góðs af rigningunni. Rigningasumarið 2013 er enn í fersku minni hjá garð- yrkjufólki og er tilefni til að hafa áhyggjur af uppskeru á rótar- ávöxtum. Áhrif rigningarinnar í sumar gætu þó komið í ljós næsta sumar. Þetta segir Guðríður Helga- dóttir, garðyrkjufræðingur við Landbúnaðarháskóla Íslands, í sam- tali við Morgunblaðið. Verst fyrir mannfólkið „Þetta veðurfar virðist hafa miklu minni áhrif á tré, runna og ber heldur en maður myndi ætla. Þetta er miklu verra fyrir okkur mann- fólkið heldur en nokkurn tímann fyr- ir gróðurinn.“ Þetta segir Guðríður spurð út í áhrif þráláts vætuveðurs á gróðurfar á Suður- og Vesturlandi. Guðríður segir gróðurfar ekki hafa borið mikinn skaða af enn þá og nefnir að blómgun í ár geti að miklu leyti ráðist af veðurfari síðasta sum- ars. „Gróður lítur alveg þokkalega út. Blómgun virðist alveg vera að gera sig hjá plöntum en það er reyndar þannig hjá mörgum teg- undum að þær undirbúa blómgun árið áður.“ Blómalaust næsta sumar? Aðspurð hvort einhverjar plöntur njóti góðs af mikilli rigningu segir Guðríður: „Allar ávaxtateg- undir, hvort sem það eru ber eða ávaxtatré, þurfa töluvert mikla vökvun til þess að þau þroskist og verði djúsí og fín. Á sama tíma hafa þessar tegundir ekkert endilega gaman af því að vera alltaf með lauf- blöðin rennandi blaut.“ Guðríður segir einnig að mikið hvassviðri geti haft mjög neikvæð áhrif á margt plöntulíf. „Svona veður tætir gróðurinn svo illa. Fjölærar plöntur leggjast á hliðina þannig að það er kannski ekki bara rigningin heldur líka rokið sem er að stríða okkur.“ Guðríður nefnir að sumarið 2013 hafi bæði verið kalt og rignt mikið og segir:„Það sem fór illa þá var uppskera á rótarávöxtum. Ég myndi alveg hafa áhyggjur af því núna.“ Eins og áður segir telur Guð- ríður vætutíðina ekki hafa haft mikil áhrif á gróðurfar enn sem komið er en segir þó: „Ef það heldur áfram að vera kalt og hráslagalegt þá getur vel verið að blómbrumin sem mynd- ast í sumar verði ekkert merkileg.“ Hún segir of snemmt að spá fyrir um hvort rigningin muni hafa áhrif á berjatíð í haust en segist halda fast í vonina um að veðurfar fari að batna fljótlega. „Áhrifin gætu komið fram næsta sumar“ Morgunblaðið/Eggert Garðyrkjufræðingur Guðríður Helgadóttir telur að næsta sumar muni áhrif rigningarinnar koma í ljós.  Ber og ávextir þurfa vökvun en ekki endilega rigningu Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Bandaríkjamenn voru 40% erlendra ferðamanna sem fóru frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í júní. Á heildina litið var 5,4% fjölgun erlendra far- þega, en brottfarir þeirra um Kefla- víkurflugvöll í júní voru 234 þúsund talsins að því er fram kom í taln- ingum Ferðamálstofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fjölgunin er umtalsvert minni en síðustu ár, en fjölgun í júní hefur verið um 21,1% milli ára síðustu ár, mest milli áranna 2015 og 2016, 35,8%. Veruleg fækkun Þjóðverja Bandaríkjamönnum fjölgaði um 29,1% milli ára og voru alls 92.879, eða um tveir af hverjum fimm ferða- mönnum. Samsetning farþega hefur breyst mikið síðustu ár, einkum vegna fjölgunar Bandaríkjamanna, en frá árinu 2014 hefur fjöldi þeirra þrefaldast, farið úr um 21 þúsund ár- ið 2014 í tæplega 93 þúsund nú í júní. Hlutdeild farþega frá Norður-Amer- íku í heildarfjölda brottfara um Keflavíkurflugvöll er nú 31,9%. Veruleg fækkun var hjá farþegum frá Þýskalandi og Norðurlöndunum milli ára. Farþegar frá Þýskalandi voru alls 16.363 í júní, 24,3% færri en á síðasta ári. Bretar voru 12.846 og fækkaði um 7,4% milli ára. Farþegar frá Hollandi voru 4.084 og fækkaði um 10,5%, farþegar frá Frakklandi voru 9.907 og fækkaði um 10,6%. Farþegum frá Skandínavíu fækkaði um 24,3%, eða um rúmlega fimm þúsund farþega. Um 71 þúsund Íslendingar fóru utan í júní, um 14,4% fleiri en í júní á síðasta ári. Samtals eru brottfarir Ís- lendinga 333 þúsund frá ársbyrjun, 11,7% fleiri en á sama tímabili árið 2017. Hægir verulega á fjölgun ferðamanna  Bandaríkjamenn 40% ferðamanna Morgunblaðið/Ómar Ferðamenn Brottförum Banda- ríkjamanna stórfjölgaði milli ára. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.