Morgunblaðið - 10.07.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2018
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
STUTT
BAKSVIÐ
Steingrímur Eyjólfsson
steingrimur@mbl.is
Eign fjögurra stærstu hluthafa
Icelandair, lífeyrissjóðanna Lífeyr-
issjóðs verslunarmanna, Gildi,
Birtu og LSR, lækkaði samtals um
5,8 milljarða króna að markaðsvirði
í gær þegar bréf Icelandair í Kaup-
höll Íslands féllu um 25% í sex
hundruð milljóna króna viðskipt-
um. Lækkunin kom í kjölfar þess
að félagið gaf út afkomuviðvörun á
sunnudagskvöldið. Þar kom m.a.
fram að afkoma annars ársfjórð-
ungs yrði lakari en áður var ætlað.
Félagið lækkaði áætlanir sínar um
afkomu ársins úr 170 til 190 millj-
ónum bandaríkjadala í 120 til 140
milljónir bandaríkjadala, eða 13 til
15 milljarða íslenskra króna miðað
við núverandi gengi.
Umfangsmikil viðvörun
„Það kemur á óvart hve mikið
félagið færir niður afkomuhorfur
sínar,“ segir Elvar Ingi Möller,
sérfræðingur hjá greiningardeild
Arion banka, í samtali við Morg-
unblaðið. „Það að félagið hafi fært
niður afkomuhorfur sínar fyrir yf-
irstandandi ár kom okkur ekki
endilega á óvart. Ytri áhrifaþættir
hafa þróast til verri vegar, eins og
verð á eldsneyti sem er um 50%
hærra en á sama tíma í fyrra. Til
að vega upp á móti hærri kostnaði
var mikilvægt að fargjöld myndu
hækka og félagið hafði væntingar
um að það myndi raungerast á síð-
ari hluta ársins. Það virðist hins
vegar ekki vera að gerast, sem
endurspeglast í lakari afkomuhorf-
um fyrir árið.“
Aðspurður hvort markaðurinn sé
að bregðast við af of mikilli hörku
segir Elvar Ingi að viðbrögðin séu
í takti við innihald afkomuviðvör-
unar félagsins. „Það koma fram
nýjar rekstrarupplýsingar sem
markaðurinn tekur tillit til. Ef litið
er til þess hvernig félagið var verð-
lagt á föstudaginn, miðað við þær
rekstraráætlanir sem félagið hafði
uppi þá og tekið tillit til þessara
nýju rekstrarforsenda, mátti gera
ráð fyrir þessari hliðrun á gengi
bréfa félagsins.“
Bréf Icelandair lækkað um 75%
Hlutabréf Icelandair hafa lækk-
að um rúmlega 75% frá því í apríl
2016, þegar markaðsvirði félagsins
náði hámarki. Þá kostaði hluturinn
í félaginu 38,9 krónur og markaðs-
virði félagins þá rúmlega 187 millj-
arðar króna samanborið við 9,57
krónur á hlut eða 46 milljarða
króna markaðsvirði við lokun við-
skipta í gær.
Bréf Icelandair hafa ekki verið
jafnlágt verðlögð síðan í janúar
2013, en lægst stóð verð bréfanna í
1,8 krónum á hlut í október 2009.
Líkindi eru með lækkun bréfa
félagsins á markaðnum í gær og
því þegar bréf Icelandair féllu um
tæplega 24% í febrúar á síðasta
ári, og greint var frá í Morgun-
blaðinu. Sú lækkun kom í kjölfar
afkomuviðvörunar þar sem tilkynnt
var að EBITDA fyrirtækisins,
hagnaður fyrir fjármagnsliði, af-
skriftir og skatta, myndi lækka
töluvert.
Tilkynnt var að bókanir væru
hægari en gert hafi verið ráð fyrir
og meðalfargjöld á mörkuðum
höfðu lækkað umfram spár. Hækk-
un olíuverðs og þróun gjaldmiðla
hefði einnig slæm áhrif.
Lífeyrissjóðir tapa milljörðum
Eins og fyrr sagði eru stærstu
eigendur Icelandair nokkrir af líf-
eyrissjóðum landsins, Lífeyrissjóð-
ur verslunarmanna er þar stærstur
með 13,99% hlut.
Miðað við breytingu á gengi
bréfa Icelandair frá því á föstudag-
inn hefur virði hlutar Lífeyrissjóðs
verslunarmanna lækkað um meira
en tvo milljarða króna úr 8,6 millj-
örðum króna í 6,4 milljarða króna.
Aðrir lífeyrissjóðir sem eru með-
al fjögurra stærstu eigenda Ice-
landair eru Gildi, Birta og Lífeyr-
issjóður starfsmanna ríkisins.
Saman eiga þeir 38,33% hlut í fé-
laginu. Markaðsvirði þessara hluta
lækkaði um rétt tæplega 5,8 millj-
arða króna í viðskiptum gærdags-
ins.
Icelandair hyggst birta afkomu
annars ársfjórðungs 31. júlí.
6 milljarða lækkun stærstu hluthafa
Tæplega fjórðungur markaðsvirðis Icelandair þurrkaðist út í viðskiptum gærdagsins Afkomu-
viðvörunin töluvert umfangsmeiri en gert var ráð fyrir 75% lækkun á rúmlega tveimur árum
Þróun hlutabréfaverðs Icelandair frá ársbyrjun 2012
40
35
30
25
20
15
10
5
0
2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
9,57
5,12
Apríl 2016
38,9
10. júlí 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 106.16 106.66 106.41
Sterlingspund 141.51 142.19 141.85
Kanadadalur 81.15 81.63 81.39
Dönsk króna 16.748 16.846 16.797
Norsk króna 13.272 13.35 13.311
Sænsk króna 12.186 12.258 12.222
Svissn. franki 107.4 108.0 107.7
Japanskt jen 0.9606 0.9662 0.9634
SDR 149.97 150.87 150.42
Evra 124.85 125.55 125.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 152.3192
Hrávöruverð
Gull 1254.2 ($/únsa)
Ál 2098.0 ($/tonn) LME
Hráolía 77.57 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Bandaríski vogunarsjóðurinn Burlington
Loan Management gæti rúmlega tvöfaldað
fjárfestingu sína í eignarhaldsfélaginu
Klakka, gangi kaup Tryggingamiðstöðvar-
innar á fjármögnunarfyrirtækinu Lykli eft-
ir. Tryggingamiðstöðin gerði á dögunum
skuldbindandi kauptilboð í Lykil upp á 10,6
milljarða króna. Lykill er helsta eign
Klakka.
Í október 2016 áttu BLM fjárfestingar,
dótturfélag Burlington Loan Management,
hæsta tilboð í 17% hlut Lindarhvols, félags
sem stofnað var til að annast umsýslu, fulln-
ustu og sölu á þeim eignum sem ríkið fékk í
hendurnar sem stöðugleikaframlög slitabúa
bankanna, í Klakka, og hljóðaði það upp á
505 milljónir króna, en ítarlega var fjallað
um þau viðskipti í Morgunblaðinu á sínum
tíma.
Endanlegt verð sem BLM greiddi fyrir
hlutinn var hins vegar lægra samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins, eða um 420
milljónir króna, þar sem Klakki greiddi
Lindarhvoli 85 milljónir króna áður en eign-
arhald kröfunnar fluttist yfir til BLM, að
fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins.
Miðað við upplýsingar Morgunblaðsins
gæti hagnaður BLM af viðskiptunum við
Lindarhvol, við söluna til Tryggingamið-
stöðvarinnar, numið um 500 milljónum
króna.
Samkvæmt upplýsingum í ársskýrslu
Klakka er félagið BLM fjárfestingar lang-
stærsti eigandi Klakka með 60,9% hlut.
Næststærsti eigandinn er Burlington Loan
Management, eigandi BLM fjárfestinga,
með 17,7% hlut. Aðrir eigendur Klakka eru
síðan íslenskir lífeyrissjóðir og aðrir fjár-
festar tobj@mbl.is
Vogunarsjóður tvöfaldar fjárfestinguna í Klakka
BLM fjárfestingar og móðurfélagið Burlington Loan Management stærstu eigendur
Viðræður TM ræðir við Klakka um kaup á
fjármögnunarfélaginu Lykli.
● Guðmundur Kristjánsson, forstjóri
HB Granda, hefur sagt sig úr stjórn fyr-
irtækisins. Þetta kemur fram í tilkynn-
ingu frá félaginu. Í samtali við mbl.is í
gær sagði Guðmundur að hann væri
einnig farinn úr stjórn Brims. Þá segir
hann í samtali við mbl.is að hann hafi
tilkynnt úrsögn sína úr stjórn HB
Granda á fimmtudaginn síðasta, og í
kjölfarið hafi verið boðað til hluthafa-
fundar sem fram fer 27. júlí nk., en á
dagskrá hans er kjör tveggja stjórnar-
manna.
Eins og greint hefur verið frá í
Morgunblaðinu var fyrrverandi for-
stjóra, Vilhjálmi Vilhjálmssyni, vikið frá
störfum í kjölfar þess að félag Guð-
mundar, Brim hf., keypti rúmlega þriðj-
ung í félaginu í apríl sl. Varaformaður
stjórnar, Rannveig Rist, sagði sig síðar
úr stjórninni vegna ósættis um hvernig
staðið var að uppsögn Vilhjálms.
Formennskan í stjórninni er nú í
höndum Magnúsar Gústafssonar, fyrr-
verandi forstjóra Coldwater í Bandaríkj-
unum, en hann tók við formennsku af
Guðmundi, sem nú er farinn úr stjórn
eins og fyrr sagði. tobj@mbl.is
Guðmundur úr stjórnum
Sviptingar Stjórn HB Granda hefur
tekið nokkrum breytingum.