Morgunblaðið - 10.07.2018, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Recep TayyipErdogan,forseti
Tyrklands, sór í
gær, mánudag,
embættiseið að nýju
eftir að hafa unnið sannfærandi
sigur í forsetakosningunum sem
haldnar voru í lok síðasta mán-
aðar. Kosningarnar voru haldnar
samhliða nýjum þingkosningum,
enda hefur stjórnarskrá Tyrk-
lands nú verið breytt á þann veg
að embætti forsætisráðherra
hefur verið afnumið og forsetinn
sjálfur sér um að útnefna ráð-
herra og skipa dómara.
Í aðdraganda kosninganna bar
nokkuð á því, sem lýsa mætti sem
„bjartsýni“ af hálfu vestrænna
miðla. Töldu þeir að svo gæti far-
ið að Erdogan næði ekki hreinum
meirihluta atkvæða í fyrri um-
ferð kosninganna og yrði það þá
til marks um að hugsanlega væri
hann að missa þau heljartök sem
hann hefur eytt megninu af síð-
ustu fimm árum í að byggja upp.
Sú varð ekki raunin og bendir
raunar fátt til þess að snúa megi
þróun síðustu ára við, svo vel sé,
þar sem öll andstaða við forset-
ann er kæfð í fæðingu, sérstak-
lega eftir hina misheppnuðu
valdaránstilraun hersins fyrir
tveimur árum. Þar með er þó
engri blessun lýst yfir þá atlögu,
enda með öllu óvíst að Tyrkland
væri lýðræðisríki hefði Erdogan
orðið undir í byltingartilraun-
inni.
Til marks um það hvernig
Edogan hefur verið að herða tök-
in er að hann ákvað um helgina
að reka ætti 18.000
ríkisstarfsmenn,
þar á meðal her-
menn, lögreglu-
menn og háskóla-
prófessora. Um leið
var einni sjónvarpsstöð og þrem-
ur dagblöðum lokað.
Þessar uppsagnir eru einungis
þær síðustu í röð slíkra aðgerða.
Erdogan hefur nú rekið um
125.000 manns í kjölfar valda-
ránstilraunarinnar. Þá hafa um
160.000 manns verið sendir í
fangelsi í Tyrklandi á síðustu
tveimur árum fyrir ýmsar sakir,
en það sem þetta fólk á helst
sameiginlegt er að hafa ein-
hverju sinni verið ósammála
Erdogan.
Að nafninu til á Tyrkland að
heita lýðræðisríki og tekur meðal
annars þátt í varnarsamstarfi
slíkra ríkja. En þróunin á síðustu
árum hefur ekki beinlínis verið
upplífgandi. Andstaða við ríkj-
andi öfl er ekki liðin, hreinsanir
fara fram í embættismanna-
kerfinu og fjölmiðlamenn og
stjórnarandstæðingar eiga á
hættu að enda í fangelsi fyrir litl-
ar sakir.
Og nú, þegar einn og sami
maðurinn hefur nánast alla
þræði ríkisvaldsins á einni hendi
er full ástæða til að spyrja hvert
stefni. Nýafstaðnar kosningar
eru til marks um að lýðræði sé
enn við lýði, en margt veldur
áhyggjum um að því kunni að
verða vikið alfarið til hliðar verði
til dæmis svigrúm annarra til að
keppa um hylli kjósenda tak-
markað enn frekar en orðið er.
Hreinsað til
í aðdraganda
embættistöku}
Erdogan herðir tökin
Í ritstjórnargreinblaðsins í gær
var nefndur til sög-
unnar orðrómur um
vaxandi þreytu í
sambandi Trump
forseta og May, for-
sætisráðherra
Breta. Ekki þurfti
lengi að bíða ótvíræðra merkja
um þessar sögusagnir.
Pólitísk sprengja varð í Lund-
únum í kjölfar lykilfundar um
samninga um Brexit á sveitasetri
forsætisráðherrans. Sólarhring
síðar höfðu tveir þungavigtar-
menn sagt af sér ráðherradómi.
Þeir David Davis sem hafði
samningaviðræðurnar á sinni
könnu og Boris Johnson utanrík-
isráðherra og ein helsta kanóna
Íhaldsflokksins. Boris Johnson
var áður borgarstjóri í Lund-
únum og einn helsti foringi bar-
áttumanna fyrir Brexit í Íhalds-
flokknum. Forysta Theresu May
þykir mjög veik í erfiðum við-
ræðum við Brusselvaldið, sem
sýnt hefur mikla óbilgirni. Hún
stafar þó ekki af andúð við Breta
en er talin nauðsynleg til að sýna
smáþjóðum ESB fordæmi sem
þær muni ekki gleyma.
Um leið og samn-
ingsgrundvöllur
May lá fyrir til-
kynnti sendiherra
Bandaríkjanna
óvænt að öll loforð
um skjótan fríversl-
unarsamning við
Breta væru nú í
uppnámi. Vafalaust er að svo
stórpólitíska yfirlýsingu gæfi
sendiherra aldrei, og hvað þá
opinberlega, nema með sam-
þykki eða, sem sennilegra er,
eftir beinum fyrirmælum frá
Hvíta húsinu. Muna verður að
forsetinn sjálfur er væntanlegur
í heimsókn til Bretlands. Frí-
verslunarsamningur við Banda-
ríkin var eitt helsta tromp Breta,
þar sem Obama forseti blandaði
sér í kosningabaráttu um Brexit
með hótunum um að Bretland
myndi þurfa að bíða lengi eftir
slíkum samningi. Nýlega var
staðfest af þáverandi aðstoðar-
mönnum forsetans að hinar
óvenjulegu hótanir voru settar
fram að ósk Camerons, þáver-
andi forsætisráðherra. Lítill vafi
er á að þær drógu úr stuðningi
við Brexit, en sá málstaður vann
þó afgerandi sigur.
Yfirlýsingar sendi-
herra Bandaríkjanna
í Lundúnum veikja
enn laskaða stöðu
forsætisráðherrans}
Öflugasti bandamaðurinn
varar við
Þ
egar Berlínarmúrinn féll árið 1989
héldu sumir að hinni sögulegu bar-
áttu milli einræðis og lýðræðis, milli
stjórnlyndis og frelsis, hefði lokið.
Bandaríski stjórnmálaheimspek-
ingurinn Francis Fukuyama lýsti yfir „endalok-
um sögunnar“, í þeim skilningi að „vestræn
gildi“ hefðu unnið fullnaðarsigur. Auðvitað var
barnalegt að halda að baráttunni fyrir frelsi og
mannréttindum ljúki nokkurn tíma, þótt virða
megi þeim það til vorkunnar sem barist höfðu
fyrir einstaklingsfrelsinu að þeir fylltust sigur-
vímu.
Við Íslendingar þurfum ekki að leita til út-
landa til þess að sjá sjálfsblekkinguna í aðdrag-
anda hrunsins. Stór hluti þjóðarinnar gleymdi
því að það sem virðist of gott til þess að vera satt
er það sjaldnast. Fyrstu viðbrögð margra við
hruninu voru reiði, en fljótlega hófst uppbygging sem víða
hefur gengið afar vel.
Því er ótrúlegt hve hratt aðstæður hafa breyst á verri
veg. Hver hefði trúað því fyrir þremur til fjórum árum að
forseti Bandaríkjanna leiddi baráttuna gegn ferðafrelsi og
frjálsum viðskiptum þjóða á milli? Víða um Evrópu hafa
öfgaflokkar og lýðskrumarar náð sterkri stöðu. Jafnvel í
Þýskalandi hriktir í stoðum Kristilegra demókrata, sem
hafa verið burðarásar stöðugleikans í landinu, stöðugleika
sem er undirstaða friðar í Evrópu.
Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, var-
ar við þessari þróun í grein í Morgunblaðinu fyrir viku:
„Þýskaland sem varpar af sér arfleifð Kohls
myndi allt í einu verða uppspretta mikillar óvissu,
frekar en brjóstvörn stöðugleikans í hjarta Evr-
ópu.“
Winston Churchill var forsætisráðherra Breta í
seinni heimsstyrjöldinni. Hann áttaði sig vel á því
að lykillinn að friði í Evrópu og heiminum öllum
er náin samvinna þjóða, samvinna sem allir græða
á og enginn hefur hag af því að ráðast á annan.
Árið 1942 sagði Churchill í bréfi til Anthonys
Edens, utanríkisráðherra síns: „Eins fjarlægt og
það virðist núna sé ég fyrir mér Bandaríki Evr-
ópu, þar sem skil milli þjóða verða sem allra
minnst og hægt verður að ferðast að vild.“
Árið 1946 gekk hann lengra í frægri ræðu í Zü-
rich: „Við verðum að byggja upp eins konar
Bandaríki Evrópu sem verða þannig, ef vel tekst
til, að styrkur hvers ríkis um sig skiptir ekki
mestu máli. Ef öll ríki Evrópu vilja ekki taka þátt í bandalag-
inu í upphafi verðum við samt að ná saman þeim sem vilja og
geta ruglað saman reytum.“
Þeir sem ekki skilja söguna gleðjast yfir ólgunni í Evrópu.
Við Íslendingar eigum að styðja við frelsi og lýðréttindi hvar
sem við komum því við. Á sínum tíma átti þjóðin leiðtoga sem
leiddu hana inn í alþjóðlega samvinnu, gegn hatrammri and-
spyrnu einangrunarsinna. Nú telja jafnvel menn sem einu
sinni voru teknir alvarlega að ólgan í Evrópu og heiminum öll-
um sé fagnaðarefni.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Vanþekking er velsæld
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Drög að frumvarpi til lagaum myndavélaeftirlit ísjávarútvegi eru nú tilumsagnar á Samráðs-
gáttinni (samradsgatt.island.is).
Frumvarpið var samið í atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðuneytinu
og óskar ráðuneytið nú eftir um-
sögnum um frumvarpsdrögin. Tek-
ið er við þeim til 10. ágúst næst-
komandi.
Í kynningu á Samráðsgáttinni
segir að meginmarkmið frumvarps-
ins sé „að skapa traust til sjávar-
útvegsins með notkun á nýjustu
tækni við eftirlit með vigtun, brott-
kasti og framhjáafla“ með nýjustu
tækni. Sjávarútvegur er enda einn
veigamesti og arðbærasti atvinnu-
vegur landsins. Hann nýtir auðlind-
ir sjávar og standa ríkir almanna-
hagsmunir til að hægt sé að
tryggja sjálfbæra og ábyrga nýt-
ingu þeirra, að því er segir í at-
hugasemdum við frumvarpið.
Frumvarpið nær til allra fiski-
hafna, vigtunarleyfishafa og allra
skipa sem stunda veiðar í atvinnu-
skyni. Sagt er að góð reynsla hafi
fengist af myndavélaeftirliti erlend-
is. Verði frumvarpið að lögum muni
Ísland verða í fremstu röð á þessu
sviði vegna þess hve gildissvið
frumvarpsins er víðtækt.
Fram kemur að nokkur kostn-
aður muni fylgja samþykkt frum-
varpsins vegna tæknibúnaðar sem
þarf. „Það er þó þannig að margir
aðilar í útgerð og vinnslu búa nú
þegar yfir eigin myndavélakerfum
sem hægt er að nýta. Samkvæmt
upplýsingum Vegagerðarinnar eru
eingöngu 15 hafnir ekki með
myndavélakerfi svo það sama ætti
að gilda þar. Mögulegt er þó að
auka þurfi við tækjabúnað eða end-
urnýja ef hann er ekki af þeim
gæðum sem krafist er. Mikilvægt
er að benda á að frumvarpið tekur
tillit til ákvæða laga um persónu-
vernd,“ segir m.a. á Samráðsgátt-
inni.
Persónuvernd verði tryggð
Í frumvarpinu kemur fram að
mælt skuli í reglugerð, sem ráð-
herra setur, fyrir um þær kröfur
sem gerðar verða til virks rafræns
vöktunarkerfis og notkunar þess,
svo sem um varðveislu, vinnslu, ör-
yggi og eyðingu persónuupplýsinga
að fenginni umsögn Persónuvernd-
ar.
Samkvæmt 1. grein frum-
varpsins mun Fiskistofa geta bann-
að löndun í höfnum sem fullnægja
ekki kröfum laga og stjórnvalds-
fyrirmæla. Fiskistofu mun þó verða
heimilt í undantekningartilvikum
að veita undanþágu frá kröfum um
virkt rafrænt vöktunarkerfi ef
nauðsynlegt er til að ljúka fram-
kvæmd löndunar eða vigtunar. Þá
verður gert að skilyrði fyrir leyfum
til endurvigtunar að innra eftirlit
þess sem í hlut á sé fullnægjandi
að mati Fiskistofu og að til staðar
sé virkt rafrænt vöktunarkerfi sem
gerir kleift að fylgjast með allri
framkvæmd vigtunar með mynda-
vélum og miðlar upplýsingum um
niðurstöður hennar til eftirlitsaðila.
Sömuleiðis skulu eftirlitsmenn
Fiskistofu hafa rafrænan aðgang
að upplýsingum úr myndavélakerf-
um fiskiskipa.
Auk myndavélaeftirlits nær
frumvarpið einnig til nokkurra ann-
arra atriða. Þar er helst að nefna
að lögð er til föst ísprósenta fyrir
afla allra dagróðrabáta.
Samkvæmt bráðabirgðaákvæði
í frumvarpinu eiga lögin í heild að
taka gildi 1. janúar 2020 en 1. grein
þeirra tekur gildi um leið og frum-
varpið verður að lögum.
Alsjáandi augu fylg-
ist með sjávarútvegi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eftirlit Verði frumvarpið að lögum mun Fiskistofa geta fylgst með veið-
um á íslenskum skipum í gegnum myndavélar. Myndin er úr myndasafni.
„Það er grundvallarregla ís-
lenskrar fiskveiðilöggjafar, að
landa beri og vigta allan afla.
Brottkast, röng aflaskráning og
framhjálöndun eru meðal alvar-
legustu brota gegn fiskveiðilög-
gjöfinni,“ segir í athugasemdum
með frumvarpi um um rafræna
vöktun og eftirlit í sjávarútvegi.
„Slík lögbrot eru í senn efna-
hags- og umhverfisbrot, sem
brjóta gegn ábyrgri nýtingu
sjávarauðlindarinnar. Ef upplýs-
ingar um veiddan og landaðan
afla eru ekki skráðar réttilega,
er um refsiverð brot að
ræða.“
Þá er bent á
að þessar upp-
lýsingar séu not-
aðar til að
ákveða hve nýta
má auðlindina mikið
hverju sinni og því
mikilvægt að upp-
lýsingarnar séu
réttar.
Vigta ber all-
an sjávarafla
AFLATÖLUR MIKILVÆGAR