Morgunblaðið - 10.07.2018, Side 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2018
Valli
Hestastúss Á þessum árstíma eru margir á ferð um landið á hrossum en heilmikið stúss fylgir slíkum ferðum. Hestamenn voru með góðan hóp hrossa í rétt við Húnaver í gær.
NEW YORK | „Þetta
voru bestu tímar og
hinir verstu,“ sagði Xi
Jinping, forseti Kína,
og vísaði þar til hinn-
ar frægu línu Charles
Dickens í upphafi
ræðu sinnar hjá
Alþjóðaefnahags-
ráðinu árið 2017.
Hann hélt áfram: „Við
lifum einnig í dag í
heimi þverstæðn-
anna,“ þar sem „aukið ríkidæmi og
framsókn í vísindum og tækni“
annars vegar hefði gert mögulega
fordæmalausa framþróun. En á
hinn bóginn væru „tíðar svæðis-
bundnar deilur, alþjóðlegar áskor-
anir á borð við hryðjuverk og
flóttamenn, auk fátæktar, atvinnu-
leysis og vaxandi tekjubils“ að búa
til mikla óvissu.
Xi spurði svo öflugrar spurn-
ingar: „Hvað hefur farið úrskeiðis í
heiminum?“
Kannski felst svarið í þeirri
sömu tækniþróun sem Xi lítur á
sem lykilinn að sókn Kínverja að
því að verða hátekjuríki. Þegar
nánar er að gáð kann ástæðan að
vera sú að við séum komin að
vendipunkti á leiðinni að tæknilegri
framþróun – sem við erum að sigla
mjög illa framhjá.
Tæknin hefur mótað og endur-
mótað líf okkar allar götur frá því
að fyrstu mennirnir uppgötvuðu
hvernig gera mætti tól úr steinum.
Það er einungis náttúrlegt að svo
langt ferli muni leiða
til stunda þegar
tæknibreytingar búa
til fordæmalausar
áskoranir.
Iðnbyltingin var ein
slík stund. Á miðri
átjándu öld í Bret-
landi, fæðingarstað
byltingarinnar, fólust í
framþróuninni miklar
hörmungar. Sumir
verkamenn strituðu í
12 til 14 tíma á dag,
en samt óx ójöfnuður.
Og fjöldi barna sem tekin voru til
vinnu varð meiri en það sem sést í
sumum af fátækustu löndum Afr-
íku sunnan Sahara í dag.
En Evrópa náði að standa undir
væntingum. Frumlegar rannsóknir
í hagfræði voru framkvæmdar af
mönnum eins og Adam Smith og
Antoine Cournet, sem leiddu til ný-
stárlegra uppfinninga eins og
þrepaskipts tekjuskatts, auk nýrra
laga um vinnutíma og verkafólk.
Niðurstaðan varð sú að iðnbylt-
ingin ýtti margfalt undir efnahags-
lega þróun og velferð mannkyns.
Þróun mannsins hefur séð fleiri
„iðnbyltingar,“ að þeirri meðtalinni
sem nú er að hefjast. Hin svokall-
aða „fjórða iðnbylting“ miðast við
framþróun í stafrænni tækni, þar á
meðal „vinnutengjandi tækni“ (sem
leyfir fólki að vinna saman heims-
álfanna á milli) og upp á síðkastið
gervigreind og vélmennafræði.
Þessar tækniframfarir hafa leyft
alþjóðavæðingu efnahags, sem líkt
og iðnbyltingin hefur fært okkur
fordæmalausa framþróun, líkt og
Xi viðurkenndi, á sama tíma og
þær hafa skapað nýjar áskoranir,
eins og vaxandi ójöfnuð og óvissu
fólks um atvinnu sína. En í staðinn
fyrir að stýra þessum áskorunum í
betri farveg, líkt og Evrópa gerði á
nítjándu öld, hefur mikið af heim-
inum fallið í pólítískar skotgrafir,
vaxandi þjóðernishyggju og að
benda hver á annan um sökina.
Það sem vekur mesta athygli er að
Bandaríkin undir stjórn Donalds
Trump hafa hafið það sem er óðum
að stigmagnast í viðskiptastríð –
sem mun verða skaðlegt öllum
heiminum, en alveg sérstaklega
Bandaríkjunum sjálfum.
Það sem slík hegðun tekur ekki
með í reikninginn er að hnattvæð-
ingin er í grunninn náttúrulegt fyr-
irbrigði. Hún er afleiðing þess að
milljarðar manna sinna sínum dag-
legu störfum og taka ákvarðanir út
frá þeim möguleikum sem þeir
hafa. Að streitast gegn hnattvæð-
ingunni er jafn uppbyggilegt og að
kenna þyngdaraflinu um þegar
bygging hrynur. Líkt og Xi benti á
í ræðu sinni, þá er hún „náttúruleg
niðurstaða vísindalegrar og tækni-
legrar framþróunar, og ekki sköp-
uð af neinum einstaklingi eða ríkj-
um“.
Þegar kemur að viðskiptastríði
Trumps endurspeglar stefna
Bandaríkjanna einnig misskilning –
sem hagfræðingar hafa ítrekað
bent á – um tvíhliða halla á við-
skiptajöfnuði. Að mati Trumps er
slíkur halli í raun tap, og ríki sem
eru með afgang af viðskiptum sín-
um við Bandaríkin, eins og Mexíkó
eða Kína, eru þá að hegða sér á
ósanngjarnan og arðrænandi hátt.
Þess vegna ættu þau að þurfa að
borga fyrir það.
Til þess að skilja þessa villu,
hugsaðu um það hvernig þú hegðar
þér gagnvart matvöruversluninni í
hverfinu þínu. Á hverju ári býrð þú
til stóran „viðskiptahalla“ gagnvart
búðinni, þar sem hún selur þér
vörur en þú selur henni engar á
móti. Að halda því fram að Kín-
verjar „skuldi“ Bandaríkjunum fyr-
ir muninn á vöruskiptajöfnuði
ríkjanna er eins og að segja að
hverfisverslunin þín skuldi þér fyr-
ir peninginn sem þú hefur eytt þar
á síðasta ári. Í raun var ekki
svindlað á þér, ekki frekar en að
vinnuveitandi þinn hafi verið svik-
inn af því að greiða þér laun. Þið
hafið frekar gert með ykkur gern-
inga sem hentuðu báðum aðilum
samkvæmt þörfum ykkar.
Nútímahagkerfið byggist á slík-
um skuldum í tvíhliða viðskiptum;
það myndi hrynja án þeirra. Á tím-
um háþróaðrar tækni og aukinnar
sérhæfingar myndi það að reyna
að framleiða allt saman innanlands
eða í tvíhliða viðskiptum verða allt
of kostnaðarsamt.
Bandaríkin virðast, alltént um
stund, standa föst á kröfum sínum
um að bandamenn þeirra og við-
skiptaríki borgi. Hins vegar er það
líklegri niðurstaða að hagkerfi eins
og Kanada, Evrópa og Mexíkó
muni reyna að grafa undan áhrif-
unum af tollum Trumps með því að
auka tengsl sín við Kína – sem yrði
augljós sigur fyrir helsta keppinaut
Bandaríkjanna á alþjóðamarkaði. Á
sama tíma munu bandarísk fyrir-
tæki líklega færa meira af um-
svifum sínum út fyrir Bandaríkin
til þess að forðast hefndartolla, líkt
og sumir – eins og Harley David-
son – hafa þegar hótað að gera.
Það er ekki hægt að afneita
þeirri staðreynd að sá vendipunkt-
ur tækniframfara sem við erum nú
stödd á hefur valdið öllum ríkjum
erfiðleikum. En í staðinn fyrir að
kenna hver öðrum um þær áskor-
anir sem framþróun tækninnar
hefur valdið – en sú leið mun ein-
ungis valda hinum verstu tímum –
ættum við að vinna saman til þess
að sigrast á þeim. Þau ríki sem
neita að gera það munu einungis
valda öllum vandræðum – og enda
á því að dæma sig sjálf til að vera
skilin eftir.
Eftir Kaushik Basu » Það er ekki hægt að
afneita þeirri stað-
reynd að sá vendipunkt-
ur tækniframfara sem
við erum nú stödd á
hefur valdið öllum
ríkjum erfiðleikum.
Kaushik Basu
Kaushik Basu er fyrrverandi aðal-
hagfræðingur Alþjóðabankans og
aðalráðgjafi indversku ríkisstjórn-
arinnar í hagfræði og prófessor í
hagfræði við Cornell-háskóla og
félagi í Brookings-stofnuninni.
©Project Syndicate, 2018.
www.project-syndicate.org
Viðskipti, tækni og spurning Xi Jinpings